Dalurinn

Í Fjarðarpóstinum 2. mars 2023 er m.a. fjallað um „Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi – Minjaverði hafði verið bent á að minjarnar væru ekki á minjakorti – Minjastofnun með málið í skoðun„.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019.

„Þar sem nú rís Hamraneshverfið er svæði sem kallaðist Dalurinn eða Ásflatir eða jafnvel Hellisdalur. Um það má m.a. lesa í örnefnalýsingum Gísla Sigurðssonar og Ara Gíslasonar. Þar er fjárskjól sem hefur verið nefnt Hellirinn eða eins og Gísli nefnir það Hellishraunsskjól en hraunið í dalnum er nefnt Hellishraun. Þetta svæði var í landi bæjarins Áss undir Ásfjalli. Skjólið, sem í raun var aðkoma að hellinum var að sögn Gísla vel hlaðið en hrunið þegar hann skráði upplýsingarnar á síðustu öld.

Dalurinn

Dalurinn – fjárskjól; ratleikjaspjald 2021.

Í þessum helli var eitt merkið í Ratleik Hafnarfjarðar 2021 og var þá forstöðumanni Byggðasafnsins bent á að fjárskjólið væri ekki merkt á minjakorti bæjarins sem þá hafði nýlega verið birt. Var þá upplýst að fjárskjólið væri þó skráð. Bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir fékk afhent fyrsta Ratleikskortið þar sem fjárskjólið er merkt. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu þar sem fjárskjólið er, en hverfið er að mestu hannað sem þróunarreitir þar sem lóðarhafar fá að koma sjálfir með tillögu að deiliskipulagi. Í aðalskipulagi var svæðið merkt sem íbúðasvæði þar til á breyttu aðalskipulagi frá 4. maí 2021 er svæðið er merkt sem miðsvæði.

DalurinnVið skoðun á svæðinu í síðustu viku má sjá að öll ummerki um fjárskjólið eru horfin og hellirinn hefur verið brotinn niður af hluta og lögð hefur verið sver lögn þarna um. Á tillögu að deiliskipulagi fyrir þetta svæði má sjá að þvert yfir svæðið er gert ráð fyrir kvöð um lagnaleið en merkingar á minjunum vantar inn á deiliskipulagið.

Í bréfi til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar þann 20. júlí 2020 svaraði Minjastofnun erindi skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar þar sem óskað var eftir umsögn stofnunarinnar um tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem náði til svæðis í Hamranesi (og var samþykkt 4. maí 2021 eins og nefnt er hér að ofan). Þar segir m.a.: „Á svæðinu eru skráðar einar minjar (nr. 2061-1), fjárskýli sem er fyrirhleðsla við hraunhelli. Taka þarf tillit til minjanna þegar kemur að deiliskipulagsvinnu.“

DalurinnSigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, segist ekki hafa vitað af minjunum og viti ekki hvers vegna ábending Minjastofnunar hafi ekki komist til skila í
skipulagsvinnuna. Hann nefndi þó að notast hafði verið við minjaskráningu á vef fyrir Hafnarfjörð, www.map.is/hafnarfjordur en þar eru þessar minjar ekki merktar inn. Málið yrði þó skoðað.

Minjavörður Reykjaness hjá Minjastofnun, Þór Ingólfsson Hjaltalín, sagði í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta ætla að skoða skemmdir á minjunum og taka málið fyrir hjá stofnununni.
Í minjaskráningu Atla Rúnarssonar frá 14.10.2019 er fjárskjólið sagt í landi Hvaleyrar og ástand sagt illgreinanlegt. Hætta er sögð vegna byggingaframkvæmda og í lýsingu er haft eftir lýsingu í athugasemdum Katrínar Gunnarsdóttur í fornleifaskráningu frá 2005: „Þar sem hleðslur fjárhellisins hafa hrunið niður og varla mögulegt að segja til um hvar og hvernig þær hafa verið, er ekki ástæða til að varðveita hellinn sem heimild um búsetuhætti fyrir tíma.“

DalurinnÍ pistli „Dalurinn – Hellishraunsskjól“ á www.ferlir.is skrifar Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og sérfræðingur í mannvistarminjum á Reykjanesi 12. febrúar 2019: „Þrátt fyrir framangreinda umsögn er full ástæða til að varðveita fjárskjólið sem og svæðið þar umleikis, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða eitt af fáum fjárskjólum, þeim mikilvægu mannvirkjum frá fyrri tíð, í landi Hafnarfjarðar“.

Dæmi eru um skráðar minjar sem finna má á korti en eru ekki merktar inn á deiliskipulag og smalaskjól sem finna má við Tinhellu er t.d. inn á athafnalóð og í minjaskráningu eru þær ekki sagðar í neinni hættu. Þá eru líka dæmi um að náttúruminjar séu ekki skráðar eins og Litli Rauðimelur en hann er rétt við Stóra Rauðamelsnámurnar sem nú er fyrirhugað að stækka vegna hafnargerðar í Straumsvík. Liggur fyrir deiliskipulagsbreyting vegna þessa án þess að Litla Rauðamels sé getið í umhverfisskýrslu.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2023.

Þá eru fleiri fornminjar óskráðar í bæjarlandinu, m.a. fjárskjól við Stórhöfða sem gæti verið í hættu vegna fyrirhugaðs reiðstígs sem veitt hefur verið framkvæmdaleyfi fyrir án þess að deiliskipulag liggi fyrir eða að málið hafi verið kynnt almenningi.
Virðist eins og áhugi fyrir fornminjum og náttúruminjum sé lítill í stjórnsýslunni og þykir mörgum vont að vita til þess að minjar séu eyðilagðar án þess að leitað hafi verið eftir áliti og samþykki Minjastofnunar.“

FERLIR fjallaði um eyðileggingu fjárskjólsins, sjá HÉR. Einnig hafði verið fjallað um fjárskjólið á vefsíðunni mörgum árum fyrr, bæði HÉR  og HÉR.

Dalurinn

Svar Hafnarfjarðarbæjar við eyðileggingunni.

Í bréfi Hafnarfjarðarbæjar 17. mars 2023; Efni: „Svar við fyrirspurn Minjastofnunar vegna eyðileggingu á minjum á lóðinni Hringhamar 16 í Hamranesi„, segir: „Í bréfi frá Minjastofnun dags. 2. mars s.l. er óskað eftir frekari upplýsingum um aðdraganda og orsakir þess að minjar sem stofnunin benti á í bréfi sínu dags. 20. júlí 2020 að þyrfti að taka tillit til í deiliskipulagsvinnu hefðu verið eyðilagðar. Bréf frá því 2020 var sent vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Hamraneshverfis.
Umhverfis- og skipulagssvið harmar að fornminjarnar hafa verið eyðilagðar og engar afsakanir til sem réttlæta það, þarna er um mannleg mistök að ræða.

Skipulag í Hamraneshverfi var unnið með óhefðbundnum hætti. gert var rammaskipulag þar sem svæðið var reitað niður og reitunum var úthlutað til verktaka og þeir sáu síðan um að deiliskipuleggja sinn reit og byggja. Götur og lagnir voru lagðar í samræmi við rammaskipulagið. Þessi vinnubrögð verða ekki reynd aftur þar sem margt hefur gengið á og farið úrskeiðis og flækjustig eru mörg.

Dalurinn

Fjárhellirinn í Dalnum.

Í deiluskipulagi sem nú er í afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun er gerð grein fyrir gatnakerfi, stígum og stofnanalóðum hverfisins og það varð út undan þegar úthlutaðir reitir voru deiliskipulagðir. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að á lóðinni Hringhamri 16 verði grunn- og leikskóli. Áður en deiliskipulagsvinna þessi hófst var búið að ákveða að leggja lögn þvert á lóðina. Við þá vinnu voru minjarnar eyðilagðar. Um er að ræða regnvatnslögn sem á að miðla vatni innan lóðarinnar.
Framkvæmdarleyfi fyrir gatna- og lagnavinnu í Hamraneshverfi var gefið út af skipulagsfulltrúa á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 3. mars 2021.
Því miður láðist að merka þessar minjar inn á kortagrunna sveitarfélagsins sem og inn á aðalaskipulagið með þeim afleiðingum sem nú er raunin.“ – Anna Margrét Tómasdóttir, Verkefnastjóri

Dalurinn

Dalurinn – fjárskjólið.

Í bréfi Minjastofnunar 10. maí 2023; Efni: „Hamranes í Hafnarfirði, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur – tillaga að deiliskipulagi„, segir: „Í tölvupósti 11. apríl 2023 óskar Anna Margrét Tómasdóttir hjá umhverfis- og skipulagssviði hafnarfjarðarbæjar eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um ofangreinda deiliskipulagstillögu. Fylgigagn var skipulagsuppdráttur dagsettur í janúar 2023. Fornleifaskráning liggur fyrir á svæðinu; Heiðrún Eva Konráðsdóttir: Hafnarfjörður, Hamranes. Fornleifaskráning vegna deiliskipulags (Byggðasafn Hafnarfjarðar 2019). Fornleifaskráin er fullnægjandi fyrir afgreiðslu deiliskupulagsins, sbr. 16. gr. Laga um menningarminjar nr. 80/2012. Samkvæmt henni eru einar skráðar minjar á skipulagssvæðinu, fjárskýli nr. 2061-1, sem er fyrirhleðsla við hraunhelli.

Dalurinn

Bréf Minjastofnunar.

Með bréfi dagsett 30 júlí 2020 gaf Minjastofnun umsgögn um ofangreint svæði vegna breytinga á aðalskipulagi. var þá vakin athygli á þessum minjum, að gæta þyrfti að þeim við frekari deiliskupulagsvinnu. Deiliskipulagið var hins vegar ekki sent til umsagnar Minjastofnunar á auglýsingatíma þess, Þann 23. febrúar 2023 fékk Minjastofnun svo ábendingu um að friðaðar minjar í Hamranesi hefðu verið eyðilegðar og reyndist það vera ofangreint fjárskýli. Eftir að tilkynnt var um málið fóru starfsmenn Minjastofnunar á vettvang til að athuga um ástand minjanna. Ljóst er að minjarnar hafa verið eyðilagðar vegna framkvæmda á svæðinu og er það mat stofnunarinnar að þær verði ekki lagaðar eða komið í fyrra horf. Í kjölfarið óskaði Minjastofnun Íslands eftir skýringum hjá Hafnarfjarðarbæ, með bréfi dagsett 2. mars 2023, þar sem óskað var eftir upplýsingum um aðdraganda og orsakir þess atviks. Svar Hafnarfjarðarbæjar barst með bréfi dagsett 17. mars 2023. Minjastofnun telur skýringar sem þar eru raktar fullnægjandi og er ljóst að um mannleg mistök er að ræða. Mikilvægt er að tryggja að gott verklag komi í veg fyrir slys af þessu tagi í framtíðinni. Með bréfi þessu er friðun minjanna (fjárskýlis nr. 2061-1) aflétt, sbr. 25. hr. laga um menningarminjar, þar sem segir: „Minjastofnun Íslands er heimilt að afnema friðun fornleifa sem byggist á aldursákvæðum þessara laga“. Fyrirliggjandi skráning minjanna telst fullnægjandi rannsókn.
Minjastofnun Íslands hefur ekki frekari athugasemdir við ofangreint deiliskipulag.“ – Þór Hjaltalín, minjavörður Reykjaness

Þór Hjaltalín

Þór Hjaltalín.

Í svari Þórs Hjaltalíns við fyrirspurn fréttastjóra Fjarðarfrétta dags 23. ágúst 2023 kemur eftirfarandi fram:“Sæll Gísli. Verkferlar og samskipti eru hér í stöðugri þróun og skoðun til að lágmarka hættuna á að minjar skemmist af vangá, en ef það gerist er það auðvitað áminning til okkar allra.
Eins og rakið er í bréfi bæjarins var skipulagið fyrir Hamraneshverfið unnið með óhefðbundnum hætti (rammaskipulag), sem reyndist illa og segjast þau hverfa frá þeim vinnubrögðum í framtíðinni, sem er vel.
Ef minjar eru skemmdar, þá kemur vissulega til álita að kæra. Eftir að hafa farið yfir málið hér innanhúss varð niðurstaðan hins vegar sú að reyna að laga vinnubrögð/samskipti þannig að slys af þessu tagi endurtaki sig ekki.
Við eigum í reglulegum samtölum við byggingar- og skipulagsfulltrúa hringin í kringum landið sem miða að því að tryggja vernd menningarminja og það á við um Hafnarfjarðarbæ eins og önnur sveitarfélög. Nú liggur fyrir vönduð heildarskráning minja í Hafnarfirði og stöndum við því mun betur að vígi varðandi vernd fornleifa en við gerðum fyrir örfáum árum síðan. En það kom því miður ekki í veg fyrir að þessar minjar skemmdust. Slík mál lítum við ávallt alvarlegum augum og eins og ég nefndi verður reynt að bæta vinnlag til að lágmarka hættuna á slíkt endurtaki sig.“

Guðni Gíslason

Guðni Gíslason, fréttastjóri Fjarðarfétta.

Viðbrögð fréttastjóra/ritstjóra Fjarðarfrétta voru:
„Sæll og takk fyrir svarið.
Teljast þetta eðlileg viðbrögð Minjastofnunar? Engin viðurlög? Engin áminning?
Já, mannleg mistök, þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbæ hefði verið upplýst sérstaklega um minjarnar af Minjastofnun og að þær hafi verið skráðar fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar. Forstöðumanni Byggðasafns var bent á að minjarnar væru ekki inn á minjakorti Hafnarfjarðar á map.is en hann gerði ekkert í því.
Það varð til þess að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sáu minjarnar ekki á minjakorti.
Minjarnar höfðu verið í Ratleik Hafnarfjarðar þar sem bæjarstjóri fékk fyrsta kortið.
Er hægt að kalla þetta mistök? Ef svo er getum við búist við að miklu fleiri minjar hverfi.“

Með góðri kveðju,
Guðni Gíslason, útgefandi/ritstjóri

FERLIR sendi Minjastofnun eftirfarandi fyrirspurn í ágústmánuði s.l.: „Sæl, getið þið upplýst um hver voru viðbrögð Minjastofnunar við svari Hafnarfjarðarbæjar v/fyrirspurn hennar um eyðileggingu fjárskjóls í Dalnum norðan Hamraness s.l. vor?“ Minjatofnun hefur ekki talið ástæðu til svara.

Fornleifaskráning katrínarFERLIR tekur undir svör fréttastjóra/ritstjóra Fjarðarfrétta. Viðbrögð og svör minjavarðar Reykjaness[kaga] verða að teljast sérstaklega léttvæg í ljósi eyðileggingar fornminja í umdæmi Hafnarfjarðar þar sem fyrir lá staðfest vitneskja um þær þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Ljóst er að starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur verið vanhæft til verka, en skýringar á misferlinu er að hluta til við stofnunina að sakast. Strax þegar fyrirhugaðar voru framkvæmdir á svæðinu hefði átt að merkja þekkt minjasvæðið til að koma í veg fyrir eyðilegginguna, en það var ekki gert. Þá verður að telja viðbrögðin harla máttlaus í ljósi þeirra verðmæta, sem stofnunni ber að vernda, en aðrir komast upp með því að raska með þeirri einni afsökun að um „mannleg mistök“ hafi verið að ræða, sérstaklega í ljósi þess að allar nauðsynlegar upplýsingar lágu fyrir um minjarnar. „Teljast þetta eðlileg viðbrögð Minjastofnunar? Engin viðurlög? Engin áminning?“ Þessi dæmalausu viðbrögð eru fordæmi til framtíðar? „Minjastofnun telur skýringar sem að framan eru raktar fullnægjandi vegna þess að um mannleg mistök hafi verið að ræða“. Ljóst er að Minjastofnun þarf að líta sér nær þegar kemur að málum sem þessu.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2002.

Í Lögum um menningarminjar 2012 nr. 80 29. júní segir m.a. í 23. gr. laganna: „Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal framkvæmdaraðili eða viðkomandi sveitarfélag gera Minjastofnun Íslands viðvart með sannanlegum hætti með minnst fjögurra vikna fyrirvara áður en áætlaðar framkvæmdir hefjast og lýsa þeim breytingum er af framkvæmd mun leiða. Minjastofnun Íslands ákveður að undangenginni vettvangskönnun hvort frekari rannsóknar er þörf, hvort gera skuli tillögu um friðlýsingu eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum. Óheimilt er að veita leyfi til framkvæmda fyrr en ákvörðun Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.“
Þá segir í 25. gr.: „Minjastofnun Íslands er heimilt að afnema friðun fornleifa sem byggist á aldursákvæðum þessara laga.“ Í lögunum er hvergi gert ráð fyrir affriðun þegar um eyðilagðar  fornleifar er að ræða, enda er það ekki hlutverk Minjastofnunar að fyrirgefa skemmdarvörgum eða veita þeim syndaaflausn, líkt og tíðkaðist fyrrum í kaþólskri trú.

Heimildir:
-Fjarðarpósturinn 2. mars 2023, Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi, bls. 10.
-Bréf Hafnarfjarðarbæjar 17. mars 2023; Efni: Svar við fyrirspurn Minjastofnunar vegna eyðileggingu á minjum á lóðinni Hringhamar 16 í Hamranesi.
-Bréf Minjastofnunar 10. maí 2023; Efni: Hamranes í Hafnarfirði, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur – tillaga að deiliskipulagi.
-Lög um menningarminjar 2012 nr. 80 29. júní.

Hellishraunsskjól

Hellishraunsskjólið fyrrum.

Hafnarfjörður

Í Dagblaðinu í apríl 1978 er m.a. fjallað um skiptar skoðanir á nýsamþykktum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem síðar urðu grundvöllur að uppbyggingu íbúabyggðar í landi Setbergs. Áður hafði Hafnarfjarðabær vaxið með eignarnámi nálægra jarða, en að þessu sinni var sú aðferð valin að nágrannasveitarfélög kæmu sér saman um breytingar á umdæmismörkum þvert á einstakar jarðir.

Setberg

Setberg 1959.

Í blaðinu mátti t.d. lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ný landamerki Hafnarfjarðar — steypt upp á eignarlöndum án samráðs„: „Fjórir steinstólpar með ígreyptum koparskjöldum hafa nú verið settir upp á nýjum „landamærum” Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Er uppsetning þeirra i samræmi við samkomulag bæjarstjóra beggja bæjanna um makaskipti á landsvæði.

Hafnarfjörður

Merki á „landamerkjastöpli“ millum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1956.

Hið undarlega er að steinstólparnir hafa verið settir upp í eignarlöndum einstaklinga án þeirra leyfis og þykir íbúum og eigendum þess lands sem Garðabær nú afsalar Hafnarfirði einkennilega að málum staðið og lítil samráð við þá höfð þó ákvörðunin geti haft viðtæk áhrif á framvindu eignarréttar þeirra á lóðum og löndum. Við makaskiptin sem bæjarstjórnirnar hafa samþykkt fær Hafnarfjörður 109 hektara lands sem tilheyrt hafa Garðabæ. Garðabær fær í staðinn 33 hektara lands í hrauni milli kaupstaðanna.
Við makaskiptin lendir um fjórðungur jarðarinnar Setbergs í landi Hafnarfjarðar en um 75% jarðarinnar verður áfram í Garðabæ. Um 85—90% jarðarinnar Þórsbergs, sem byggð er úr landi Setbergs, lendir nú í Hafnarfirði. Stór hluti jarðarinnar Hlébergs, sem einnig er byggð úr landi Setbergs lendir einnig í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Þá lenda og ýmsar húsalóðir i einkaeign í landi Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Setberg 1983.

Íbúum og eigendum jarðanna þykir undarlegt að steypa ný landamerki án heimildar og vitneskju landeigenda og það áður en tillagan um makaskiptin er lögð fram á Alþingi en þar verður hún að hljóta samþykki áður en landamærabreytingin er lögleg. Ótti eigenda og ábúenda jarðanna sem lenda í Hafnarfirði stafar kannski ekki sízt af því að þeir óttast að fasteignagjöld hækki nú verulega, og jafnvel svo að eigendum verði gert ókleift að eiga áfram lönd sín, en jafnframt að löndin verði ekki seljanleg nema á venjulegu matsverði óbyggðra og óskipulagðra landsvæða, sem er aðeins hluti af því gjaldi sem lagt er til grundvallar fasteignagjalda á skipulögðu landi.
SetbergDB ræddi málin við nokkra aðila og fylgja umsagnir þeirra hér með.

Undir fyrirsögninni „Íbúar og landeigendur hissa á leynimakkinu með makaskiptin“ segir einn íbúi í Setbergslandi og skipulagsnefndarmaður í Garðabæ: „Ein af steinsúlunum fjórum sem steyptar voru í eignarlönd án vitundar landeiganda og löngu áður en tillaga um málið er komin fram á Alþingi.
Það einkennilega við makaskipti kaupstaðanna á landeignum er að um þau hefur ekki verið fjallað i skipulagsnefnd Garðabæjar,” sagði Sigurður Gíslason arkitekt, íbúi í Setbergslandi og nefndarmaður i skipulagsnefnd Garðabæjar.

Hafnarfjörður

Landamerkjastöpull á norðanverðu Norðlingaholti.

„17. nóvember var lagt fram á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ bréf frá skipulagsstjóra dagsett tveimur dögum áður ásamt drögum um lögsagnarumdæmisskipti. Þar lagði bæjarstjóri fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að ræða framgang málsins við fulltrúa Hafnarfjarðar“. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá og lét bóka að hann teldi rétt að ekki aðeins landeigendum heldur og íbúum svæðanna er afsala átti yrði gerð grein fyrir gangi mála áður en lengra væri haldið.”

Hafnarfjörður

Merki á landamerkjastöplinum á Norðingaholti.

Sigurður sagði að í lok marz sl. hefði einhverjum af eigendum Setbergs og e.t.v. Þórsbergs verið skýrt frá málum. Var þá talað um að samhliða breytingunni fengju þessar jarðir hitaveitu og skolp frá Hafnarfjarðarbæ. Í viðræðum landeigenda síðar við yfirvöld í Hafnarfirði muni hins vegar hafa komið fram að það fæst ekki fyrr en svæðið byggist upp.

Taldi Sigurður að upplýsingar til eigenda væru mjög takmarkaðar og þeir fréttu utan að sér um framgang mála. Svartast hefði verið að Hafnarfjarðarbær lét steypa stjóra með landamerkjum án samráðs við landeigendur þar sem landamerkin voru steypt niður. Hefð væri að setja niður mælipunkta en mannvirki sem þessi væri einsdæmi að reisa án samþykkis landeigenda. Sigurður sagði að síðustu tvenn eða þrenn makaskipti bæjanna væru óuppgerð.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull á Fjárhúsholti.

Hafnarfjörður hefði i öll skiptin tekið stærra land en átti að vera i skiptunum. Garðabæ hefði því vantað um 15—25 hektara til jöfnunar eftir því hvernig á málin væri litið.
Nú átti að jafna málin, sagði Sigurður. En staðreynd er að Garðabær fær 33 hektra í hrauni þar sem bæjarmörk voru óljós og Garðabær fær því að hluta til eitthvað af landi sem hann mun sennilega hafa átt fyrir. Hafnarfjörður fær í staðinn 109 hektara lands þar sem er fallegt byggingaland, sagði Sigurður.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki á landamerkjastöpli á Fjárhúsholti.

Þetta er réttlætt með því að Garðabær fái mjög gott byggingarland, en í 109 hekturunum sem Hafnarfjörður fær séu hlíðar, þegar uppbyggt svæði og eignarland,“ sagði Sigurður. „Ef frá er dreginn fyrri mismunur makaskipta sem var Hafnarfirði í vil um minnst 15 hektara, fær Garðabær nú 18 hektara fyrir 109. Er það á sama vegg og áður Hafnarfjörður stækkar en Garðabær minnkar. Hefði það átt að vera á annan veg því Hafnarfjörður leitar eftir makaskiptunum og ætti Garðabær því að bera hærri hlut,” sagði Sigurður.

Straumsvík

Straumsvík 1965. Á myndinni sjást m.a. Litli- og Stóri-Lambhagi.

Annar íbúi minnti á hið fræga dæmi er Hafnarfjörður fékk Straumsvík frá Garðabæ í skiptum fyrir kálgarðaland nálægt Garðabæ.
Sigurður Gíslason minnti á að í ýmsum lóðaskiptum kaupstaðaryfirvalda og landeiganda væri fyrirfram um það samið að bæjarfélag gerði skipulag og legði götur um landeigendur sæju um sölu ákveðins lóðafjölda i staðinn fyrir afsal annarra. Um slíkt hefði ekkert verið rætt nú enda litið sem ekkert um málin rætt við landeigendur.“

Í annarri grein undir fyrirsögninni „Makaskiptin flýta fyrir skipulagi í Setbergslandi“ segir bæjarstjóri Garðabæjar makaskiptin skynsamlega ráðstöfun.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull efst á Setbergshamri.

„Við höfum átt fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og eigendum Þórsbergs og Setbergsfjölskyldunni. Við höfum lagt áherzlu á að svæðin sem Garðabær lætur af hendi fái hitaveitu og aðra þjónustu fljótt. Einhver vandkvæði eru á framkvæmdum hjá hitaveitunni, en makaskiptin flýta alla vega fyrir framkvæmdum hvað varðar skipulag og fleira á þeim svæðum, sem nú tengjast Hafnarfirði,” sagði Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Garðar taldi makaskiptin mjög hagstæð Garðabæ. „Í stað afmarkaðs skika úr Garðabæ sem í eru snarbrattar hlíðar, byggð svæði og ekkert sambærilegt byggingarland við það sem Garðabær fær í staðinn,” sagði hann.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastpullinn á Setbergshamri; merkið hefur verið fjarlægt.

Hann taldi að önugt hefði verið fyrir Garðabæ að þjóna þeim hverfum sen nú fara til Hafnarfjarðar. Minnst tveir áratugir hefðu liðið þar til þjónusta hefði þar verið komin fyrir frumkvæði Garðabæjar. Þá dreifðu byggð sem nú er á þeim svæðum sem Hafnarfjörður fær vantar ákveðið skipulag og hitaveita er ekki lögð í svo dreifða byggð. Sömu erfiðleikar hefðu því verið áfram ríkjandi þarna ef Garðabær hefði áfram átt að sjá um málin. Ljóst þarf að vera hve margt fólk kemur til með að byggja óbyggð svæði áður en hitaveita og annað er þar lagt. Þess vegna er nauðsyn á skipulagi og framkvæmdum og landeigendur ættu að vera betur settir með það í höndum Hafnarfjarðar.
Garðar hvað nýju landamerkjastólpana ekki setta upp með vitund bæjarstjórnar Garðabæjar og harmaði að ekki skyldi samráð haft við landeigendur um þá framkvæmd. Þar hefði að verki verið verkfræðingur frá Skipulagi ríkisins.
Garðar kvað það ekki undarlegt að Garðahær skyldi minnka en Hafnarfjörður stækka. Allur Hafnarfjörður væri byggður úr landi Garðabæjar og Garðahrepps. Ekki skipti höfuðmáli, þó sama jörðin væri í tveimur lögsagnarumdæmum. Það væri jú allt eitt svæði sem þessir kaupstaðir skiptu með sér um að skipuleggja. Breytingin yrði að teljast skynsamleg.

HafnarförðurVarðandi framkvæmdir á hinum nýju svæðum Hafnarfjarðar í Setbergslandi og útjörðum Setbergs kvaðst Kristinn ekki vilja lofa neinu, „en það verður þegar farið að huga að framtíðarskipulagi og byggð þessara svæða og miklu eðlilegra að ætla að Hafnarfjörður geti lokið því verki mun fljótar en Garðabær.
„Við munum stuðla að því að einhverjar bráðabirgðaráðstafanir verði gerðar með hitaveitu á nýju svæðin og það verður reynt að stuðla að því að þær framkvæmdir verði gerðar svo fljótt sem unnt er,” sagði bæjarstjórinn.“ -ASt

HafnarfjörðurÍ erindi bæjarstjóra Hafnarfjarðar 3. apríl 1978 segir m.a. um framangreint: „Á undanförnum árum hafa fulltrúar Garðabæjar og Hafnarfjarðar rætt breytingar á lögsagnarumdæmismörkum bæjarfélaganna. Fyrir milligöngu skipulagsstjóra ríkisins, Zóphóníasar Pálssonar, og að hans tillögu hafa sveitarstjórnirnar gert með sér samning, fskj. nr. 1, sbr. samþykkt bæiarstjórnar Garðabæjar frá 17. nóv. 1977, fskj. nr. 2, og samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 22. nóv. s.l., fskj. nr. 3, um breytingu á lögsagnarumdæmismörkum sveitarfélaganna, sbr. og uppdrátt, fskj. nr. 4, sem sýnir hin nýju mörk sveitarfélaganna milli Engidals og Lækjarbotna eins og sveitarstjórnirnar hafa kornið sér saman um að þau verði m.a. (með vísan til nefndu landamerkjastöplanna):

HafnarfjörðurÍ frumvarpi til laga árið 1971 um „breyting á lögum nr. 46, 16. apríl 1971, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar“ segir um framangreindar „landamerkjasúlur“:
13. Hnit X 22.094,89, Y 10.079,01 (steyptur stöpull í hraunjaðrinum milli Kaplakrika og Stórakróks).
14. Hnit X 22.110,63, Y 9,534.19 (steyptur stöpull efst á Setbergshamri).
15. Hnit X 21.657,44, Y 8.850,84 (steyptur stöpull efst á Fjárhúsholti).
10. Hnit X 21.590,11, Y 8.417,44 (steyptur stöpull á Norðlingahálsi, norðan vegar).
17. Hnit X 21.903,84, Y 7.972,13 (steyptur stöpull við gömlu landamerkjalínuna í Moshlíð, um 250 m sunnan Elliðavatnsvegar).
Hnit eru í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951.

Af framangreindum fimm steinstólpum á umdæmismörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1978 standa þrír enn. Merkið á einum þeirra, þ.e. á Setbergshamri, hefur verið fjarlægt, væntanlega í framhaldi af uppákomu þess tíma.

Hafnarfjörður

Umfjöllun Fjarðarpóstsins.

Í Fjarðarpóstinum 15. september 2005 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Garðabær hefur aldrei greitt fyrir Molduhraun„.
„Í ljós hefur komið að samningur sem bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Garðarbæjar gerðu sín á milli, hafa aldrei verið samþykktir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Því hefur aldrei verið veitt afsal fyrir 33 ha. svæði merkt B (grátt svæði) úr landi Hafnarfjarðar skv. umræddum samningi ódagsettum í mars 1978.
Svæði þetta er í landi Garðakirkju sem Hafnarfjarðarbær keypti árið 1913 og sést að hlut á myndinni hér að neðan. Þar má sjá, sem og í lögum um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar síðast frá 1964 að mörk eru m.a. frá vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (við Engidal) og í Hádegishól (rétt aftan við Fjarðarkaup) og í Miðaftanshól sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti. Þaðan liggja svo mörkin í vörðu í Stórakrók.

Hafnarfjörður

Landsspildan, sem um ræðir, er merkt B á uppdrættinum.

Skv. teikningu hér til hliðar nær umrætt 33 ha. svæði, sem Hafnarfjörður ætlaði að láta Garðabæ fá, ekki að Miðaftanshól og munar þar um 8 ha. ef tillit er tekið til að gráa svæðið nær út fyrir forn eignarmörk Hafnarfjarðar.
Þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur framkvæmt eins og samningurinn hafi verið staðfestur telur Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður að samningurinn standi en eðlilegt væri að meta verðmæti landsins miðað við verðlag ársins 1978 og uppreikna með vísitölu. Hins vegar er ljóst að um 8 ha. lands eru utan þessa samnings og Hafnarfjarðarbær getur því selt það land á markaðsvirði nú sem er mun hærra en á verðlagi ársins 1978.“

Sjá einnig umdæmismörk Hafnarfjarðar frá 1908.

Heimildir:
-Dagblaðið 7. apríl 1978, bls. 8.
-https://timarit.is/page/3075930?iabr=on#page/n7/mode/2up
-https://www.althingi.is/altext/99/s/pdf/0514.pdf
-Fjarðarpósturinn 15. september 2005, bls. 6.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – umdæmismörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar í Kaplakrika.

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

Bessastaðir

Gengið að Bessastöðum.

Í Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.

Bessastaðir

Bessastaðir – FERLIRsfélagar í heimsókn.

Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu typtunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.

Bessastaðir

Frederick W.W. Howell, Bessastadakirkja 1900.

Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.
Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja – gluggi.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju.

Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).

Grafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
-nat.is
-alftanes.is
-Öldin okkar 1761-1800

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Dýrfinnuhellir

Gengið var um Grindavík og m.a. hugað að Grindavíkurhelli og Dýrfinnuhelli við Skipsstíg í Skipsstígshrauni. Áhugasömum Grindvíkingum var boðin þátttaka. Upphafsstaður var í Kúadal suðvestan við Hesthúsabrekku.

Kúadalur

Kúadalur í Grindavík.

Við Kúadal er varða við gömlu leiðina frá Þórkötlustaðahverfi inn á Skipsstíg, hina gömlu þjóðleið milli Járngerðarstaða og Njarðvíkur. Frá henni var haldið yfir að Stamphólsgjá. Austan við gjána eru tvær aðrar vörður á sömu leið. Stamphólsgjá lá svo að segja í gegnum núverandi Járngerðarstaðahverfi, frá NA til SV. Hún var síðan fyllt upp eftir því sem byggðin óx. Nú sést gjáin einungs óskert á stuttum kafla efst í landinu norðan og ofan við byggðina, vestan íþróttasvæðisins. Á einum stað í gjánni er hægt að komast niður í hana. Því miður er niðurfallið fullt af rusli svo niðurgangurinn er lítt fýsilegur. Hægt er að komast inn undir hraunið í báðar áttir. Þrengsli eru í syðri hlutanum, en með lagni er hægt að feta sig áfram allnokkurn spöl. Einungis 30 metrar voru farnir að þessu sinni.

Grindavíkurhellir

Grindavíkurhellir.

Í 19. aldar ferðalýsingu er getið um Grindavíkurhelli. Hellinum er ekki lýst nánar en að hann sé alllangur. Slík lýsing gæti vel átt við svonefndan Gauahelli, sem áður var nefndur Jónshellir. Opið á honum er norðvestan við Stamphólsgjá. Fara þarf niður í gjána um op á hraunbólu. Í því er að sjá sem bólan sé þak á nýrra hrauni, rauðlituðu, en undir er eldra grágrýti.
Slæmt er að sjá hveru innopið hefur dregið að sér mikið af alls kyns drasli. Þegar inn er komið er hellirinn vel rúmgóður. Svo er að sjá sem gólfið hafi verið þakið viðarfjölum, sem nú eru farnar að fúna. Innar er stigi svo til lóðrétt niður í jörðina um sprungu í eldra hrauni.
Þegar niður er komið er fyrir rúmgóður hellir og hægt að fara suðvestur eftir gjánni. Áður fyrr var mögulegt að fara alllangt til suðvesturs og koma upp þar sem nú er félagsheimilið Festi. Opinu þeim megin var lokað þegar félagsheimilið var byggt.

Grindavíkurhellir

Grindavíkurhellir í dag – opið þakið rusli.

Fólk var jafnan varað við að fara um hellinn því hann er víða þröngur, auk þess sem dæmi eru um að menn hafi lokast inni í honum um tíma eftir jarðskjálfta. Segir sagan að tveir menn hafi verið í hellinum þegar jarðskjálfti reið yfir. Grunur lá á að hellirinn hafi þá verið notaður til brugggerðar um tíma líkt og Hesthellir í Arnarseturshrauni. Lokuðust mennirnir inni, en opnaðist aftur þegar annar jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Töldu þeir sig heppna að komast út aftur. Sprungunni var ekki fylgt á leiðarenda að þessu sinni, einungis látið nægja að skoða innviðina næst opinu.

Þá var tekið hús á Tómasi Þorvaldssyni og hann spurður um staðsetningu Dýrfinnuhellis. Tómas tók vel á móti viðkomandi, rifjaði upp ferð sína um Skipsstíginn og lýsti opinu, hvorum megin við stíginn það væri og hversu langt frá honum.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Þá var gengið yfir á Skipsstíg vestan Lágafells og honum fylgt áleiðis til norðurs. Stígurinn hefur verið endurgerður á kafla. Líklega hefur sú framkvæmd átt að þjóna vögnum eða bifreiðum. Þar sem kvöldsólin skein á stíginn og heillegar vörðurnar sást hvar hann liðaðist jafnbreiður í gegnum hraunið, vandlega gerður af mannanna höndum. Lítið sem ekkert er vitað um þessar úrbætur á Skipsstíg, sem lengst af var stysta leiðin milli Suðurnesjabyggðalaganna beggja vegna Reykjanesskagans. Það breyttist hins vegar með tilkomu Grindavíkurvegarins um Selháls og í gegnum Arnarseturshraun að Seltjörn og áfram upp á Keflavíkurveginn á Stapa á árunum 1913-1918. Skipsstígur er mjög fallegur á þessari leið þar sem hann liðast í gegnum hraunið.

Skipsstígur

Varða við Skipsstíg.

Norðan og vestan við Lágafellið er Dýrfinnuhellir. Segir Tómas Þorvaldsson frá því í einni bóka sinna að sögn hafi verið um að samnefnd kona hafi flúið þangað með börn sín eftir að „Tyrkirnir“ komu að Grindavík og fóru ránshendi um byggðalagið. Á hún að hafa hafst við í hellinum um tíma. Þá er ekki ólíklegt að vegavinnumennirnir á Skipsstíg hafi nýtt hellinn sem skjól. Gegnumgeng braggalaga hraunbóla er þarna skammt norðar, vinstra megin við stíginn. Hleðsla er við annan endann. Ekki er ólíklegt að ferðalangar og vegagerðamenn hafi einnig nýtt sér það sem skjól um tíma.

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.

Dýrfinnuhellir, skv. lýsingunni er stutt frá stígnum. Nokkrir hellar eða skútar eru einnig við hann eigi langt frá. Einn er vel manngengur og liðast undir hraunið. Dýrfinnuhellir er hins vegar rúmgóður, en ekki mjög hár til lofts. Hann hefur hins vegar veitt ágætt skjól þeim, sem í honum dvöldu. Þykkt lag af sandi er í gólfinu. Skammt frá honum er annar hellir, ekki síður ákjósanlegt skjól. Innhellar hans eru víða lágir. Sandur er í botninum.

Handan við stíginn, skammt frá er hins vegar mjög fallegur hellir, eða m.ö.o. stór hraunbóla. Botninn er alveg sléttur og hlaðið hefur verið upp í kantana. Opið er fremur lítið og að mestu þakið mosa. Mjög góður felustaður. Niðurstigið hefur verið lagað til. Þarna er mjög gott skjól fyrir marga menn.

Skipsstígur

Hellir við Skipsstíg.

Ef lýsingin hefði ekki verið svo nákvæm af staðsetningu Dýrfinnuhellis væri raunhæft að ætla að þarna hafi fólk getað hafst við um tíma og það með góðu móti. Hellir þessi verður skoðaður betur á næstunni.
Í göngunni villtist einn þátttakenda frá hópnum. En eins og jafnan er kynnt er ekki beðið eftir eða leitað að “eftirlegukindum”. Og þar sem þessi þátttakandi hafði ekki göngustað eða önnur verðmæti meðferðis var hann skilinn eftir. Vonandi ratar hann til byggða þá og þegar húmar að kveldi.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Í bakaleiðinni léku kvöldsólargeislarnir við Þorbjarnarfellið. Við það sást Gyltustígurinn upp vestanvert fellið mjög vel.
Hraunið er þarna víða mjög úfið, en inni á milli eru tiltölulega slétt apalhraun. Hraunkanturinn er u.þ.b. 6 metra hár og sést vel hvernig hann hefur stöðvast á graslendinu norðan Lágafells. Reykjavegurinn svonefndi liðast vestur með sunnanverðum hraunkantinum. Miðsvæðis sunnan við hann er sæluhús fyrir langþreytta ferðalanga.
Frábært veður.

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.

Kjói

Fánanefndin 1913

Fáni

Íslenski ríkisfáninn.

Hinn 30. desember 1913 skipaði ráðherra nefnd „til þess að taka gerð fánans til rækilegrar íhugunar, kynna sér eftir föngum hvað fullnægja myndi óskum þjóðarinnar í þessu efni og koma fram með tillögur til stjórnarinnar um lögun og lit fánans svo snemma að stjórnin geti gert Alþingi, þá er það kemur saman næst, kost á að láta uppi skoðun sína um þær.“
Í nefndina voru skipaðir Guðmundur Björnson landlæknir, formaður, Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, Ólafur Björnsson ritstjóri, Jón Jónsson (Aðils) dósent og Þórarinn B. Þorláksson listmálari.

Bláhvíti fáninn

Bláhvíti fáninn.

Var talið af sumum, að bláhvíti fáninn líktist svo mjög grískum fána, að konungur myndi eigi vilja á slíka fánagerð fallast fyrir Ísland. Leitaði ráðherra að beiðni fánanefndar álits konungs á því, hvort hann myndi vilja löggilda bláhvíta fánann. Svar konungs var neitandi, þar eð fáninn líktist um of grískum fána. Vegna þessarar andstöðu konungs hætti nefndin við að gera tillögu um bláhvíta fánann. Einnig var álitið eftir athugun, sem skólastjóri Stýrimannaskólans gerði, að slíkur fáni kynni í miður góðu skyggni að reynast of líkur sænska fánanum, sem er gulur kross í bláum feldi, eins og kunnugt er.
Fánanefndin skilaði tveimur tillögum um liti fánans:
(1) Fáninn skyldi vera heiðblár með hvítum krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum, eða
(2) hvítur með heiðbláum krossi og hvítri og blárri rönd utan með beggja vegna.

Stjórnarráðshús

Ríkisfáninn.

Á fyrsta degi Alþingis 1914, 1. júlí, gerði ráðherra, Hannes Hafstein, grein fyrir hvað gerst hefði í fánamálinu og lét útbýta skýrslu fánanefndarinnar. Lýsti ráðherra meinbugum, er á því væru að fá bláhvíta fánann staðfestan, en á eindæmi hefði hann ekki talið fært að gera tillögu til konungs um aðra gerð. Hefði hann því skipað áðurgreinda nefnd í málið. Um liti fánans voru menn ekki sammála. Sumir vildu bláhvíta fánann að viðbættri stórri hvítri stjörnu í efra stangarreit og loks vildu sumir fána þann sem fánanefndin gerði að aðaltillögu sinni, hvítan kross í bláum feldi með rauðum krossi í miðju.

Bláhvíti fáninn

Bláhvíti fáninn.

Í sameiginlegri tillögu nefnda efri og neðri deilda til þingsályktunar um gerð fánans var í fyrsta lagi mælt með bláhvíta fánanum óbreyttum, í öðru lagi með þeim fána að viðbættri stórri hvítri fimmblaða stjörnu í efra stangarreit og í þriðja lagi með þrílita fánanum.
Á hádegi sunnudaginn 1. desember 1918 var klofinn fáni dreginn að hún á fánastöng Stjórnarráðshússins er sambandslögin gengu í gildi.
Um leið og fáni hins fullvalda íslenska ríkis var dreginn að hún, kvað við tuttugu og eitt fallbyssuskot frá varðskipinu „Islands Falk“. Skipherra varðskipsins, Victor Lorenz Lorck, flutti ávarp, og einnig forseti sameinaðs Alþingis Jóhannes Jóhannesson. Loks var leikinn konungssöngurinn og danski og íslenski þjóðsöngurinn.

Fáni

Á 4. áratug 20. aldar var gerð sundlaug hjá sumarbústaðnum Skógarnesi í Reykjahverfi Mosfellsveit. Heitur lækur var stíflaður og þar myndaðist ylvolg laug. Bláhvíti fáninn og þjóðfáninn við húna.

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís.
Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of líkur gríska fánanum og raunar alveg eins og grískur sérfáni, konungsfáninn. Málið var Danakonungi nokkuð skylt þar sem Georg I, konungur Grikklands 1863-1913, var sonur Kristáns IX Danakonungs (1863-1906) og albróðir Friðriks VIII Danakonungs (1906-1912).

Íslenski fáninn

Forsetafáninn.

Margir íslenskir þjóðernissinnar kunnu hins vegar rauða litnum illa vegna þess að tillagan um hann var upphaflega dönsk. Því var haldið fram að tillagan ætti rætur að rekja til þess að minna ætti á tengsl Íslands og Danmerkur en eins og er kunnugt er rautt grunnlitur danska fánans.
Íslendingar hafa löngum kunnað vel við rauða litinn; andstæðurnar eldur og ís koma oft fyrir í ættjarðarumræðum um Ísland.

-Eftir Birgi Thorlacius. Áður birt í ritinu „Fáni Íslands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki„, útg. af forsætisráðuneyti 1991
og http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=917

Fáni

Íslenski fáninn.

selhús

Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem lítið var um haga nærri bæjum að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá.

Stekkur í seli - D. Bruun

Þangað var farið með allan ásauð og stundum kýr. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn: ,,Það stenst á endum strokkur og mjaltir“.

Smali í seli - færikvíar

Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt. Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur.
Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar. Heldur þótti það vilja þynnast á selflutningunum, sem von var.

Selsmatsselja

Selsmatsselja.

Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Urðu til margar sögur þar sem selmatseljur komust í tæri við huldumenn og urðu þungaðar eftir þá; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir urðu báðum jafnan að bana. Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig.

Seljabúskapur

Seljabúskapur – RÚV.

Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um  sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju.

Heimild m.a.:
-www.skolavefurinn.is

Brynjudalur

Brynjudalur – í Þórunnarseli.

Dyravegur

Dyrafjöll eru á Hengilssvæðinu norðnorðaustan við Hengilinn, vestan Nesjavalla.

Dyravegur

Dyrnar á Dyravegi.

Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn.
Á Hengilssvæðinu eru þrjú eldstöðvakerfi með megineldstöðvum, hverum og laugum. Þetta eru Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast.

Sporhellan

Sporhella.

Eftir ísöld eru þekkt fjögur til fimm sprungugos á svæðinu. Síðast gaus fyrir um 2.000 árum á 30 km langri sprungu sem náði frá Eldborg í Þrengslum, um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Þá rann yngsta hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi.
Hengilssvæðið er með stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 km2. Það nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hvera-gerðiseldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur um Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Milli gosreinanna skilur Þverárdalur og Bitra sem fyllt hefur framhald dalsins til suðurs.
Hengilskerfið er yngst og virkast. Frá ísaldarlokum eru þekkt 4-5 sprungugos á þessu svæði. Síðast gaus fyrir um 2000 árum, er hraunið rann á Hellisheiði, og Nesjahraun í Grafningi. Þá gaus á 25 km langri sprungu, sem náði frá Eldborg undir Meitlinum, um Hellisheiði, Innstadal og norðaustur í Sandey í Þingvallavatni.

Dyravegur

Sporhella.

Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubeltinu, sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og þaðan norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár, um 1-2 m.
Ætlunin er að ganga Dyraveginn fljótlega, frá Nesjavallavegi (Nesjavallarétt) að gatnamótum Austurvegar (Hellisheilarvegar) norðaustan við Lyklafell. Hér verður þó tekið svolítið forskot á sæluna og Sporhellunni lýst, en Dyravegur liggur um hana norðan Skeggjadals. Við Sporhelluna, sunnan Sporhelludals (og norðan Skeggjadals) liggur leiðin upp hálsinn á fleiri en einum stað, enda er Dyravegurinn ekki einsamall á þessum stað.

Sporhella

Gatan um Sporhellu.

Í Dyradal greinist Dyravegur í tvennt, en sameinast aftur í Dyrafjöllum. Annars vegar liggur leiðin um Dyrnar svonefndu, u.þ.b. tveggja til þriggja m breitt gil austnorðaustan í Dyradal og áfram uoo og yfir í Sporhelludali. Þar beygir sú gata til vinstri þar upp á Sporhelluna, sem fyrr er lýst. Sneiðingur sést í hlíðinni, en skriða hefur smám saman afmáð götuna á kafla. Uppi beygir gatan síðan til suðausturs og aftur til norðausturs. Þar eru gatnamót. Þarna er gatan djúpt mörkuð í móbergshelluna líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, bæði á leiðinni, sem lýst var og til suðurs þar sem hin gatan kemur inn á hana. Sú gata liggur til suðurs inn Dyradal og síðan á ská upp hlíðina í honum austanverðum, upp í Skorhelludali.

Dyravegur

Sporhella.

Í stað þess að beygja þar til norðurs að hinni götunni liggur gatan áfram til austurs í sneiðinginn og síðan til norðurs, upp á móbergshelluna. Þarna er gatan einnig djúpt mörkuð í helluna. Fyrrnefnda leiðin er stikuð, en sú síðarnefnda ekki. Líklegt má telja, að hestalestir hafi farið sneiðinginn austan Sporhelludala og síðan upp á helluna síðarnefndu leiðina því hún er auðveldari yfirferðar, einkum fyrir hesta með birgðar. Þá gæti þetta hafa verið kúastígur fyrrum.

Sporhella

Sporhella – skilti.

Á skilti við Dyraveginn á Sporhellunni má lesa eftirfarandi: „Rásirnar sem hér sjást í berginu hafa markast af hófum hesta sem hér hafa farið um í aldanna rás. Þær eru minjar um Dyraveg, hinn forna lestarveg milli Grafnings og Reykjavíkur. Fyrir bílaöld var hesturinn eina farartækið og snemma urðu til aðalreiðgötur um sveitir og óbyggðir. Skemmtiferðir voru þá fátíðar og flestar ferðir voru farnar í nauðsynjaerindum. Fyrir utan búferlaflutninga vour slíkar ferðir mest lestarferðir, með ýmsar vörur milli sjávarsíðu og sveita. Slíkar ferðir hafa tíðkast allt frá fyrstu tíð og má ætla að Dyravegur hafi verið notaður allt frá landnámsöld.

Sporhella

Sporhella.

Dyravegur var notaður af bændum í Grafningi og uppsveitum Árnessþings sem leið áttu í ver og kaupstaði við Faxaflóa. Einnig var þessi leið notuð af Skálholtsbiskupum og áttu þeir vöruskemmur við Sogin þar sem lestirnar voru ferjaðar yfir (sjá meira HÉR og HÉR).
Þó að leiðin virðist nú ekki greiðfær var hún þó einna styst milli byggða í Árnessýslu og Kjalarnesþingi og auk þess liggur hún ekki eins hátt og Hellisheiðarvegur og af þeim sökum oftar fær.

Á vorin var skreið flutt úr verstöðvum á Suðurnesjum eftir Dyravegi en seinna á sumrin var farið í kaupstað.

Sporhella

Sporhella.

Helstu vörur sem fluttar voru til kaupstaðar voru ull, smjör og kjötskrokkar. Á móti sóttu menn byggingarefni, mjöl og járnvöru í kaupstaðina og frá 17. öld í vaxandi mæli sykur, kaffi og tóbak. Í timburflutningum var annar endi trjánna bundinn í klakk en hinn endinn látinn dragast með jörð.
Slíkt hefur verið afar þreytandi fyrir hestana en ekki mun hafa verið óalgengt að þeir hafi borið allt að 150 kílóa klyfjar. Ýmist voru þeir reknir eða teymdir. Lestirnar vour oft langar og klyfjahestarnir misjafnir að skapferli og burðum.
Dýrt var að hafa marga hesta á fóðrum yfir vetrarmánuðina og mikill munur var á meðferð áburðarhesta og reiðhesta.
DyravegurFlestir áburðarhestar voru settir út á guð og gaddinn yfir veturinn, fengu í mesta lagi moð sem kýrnar vildu ekki éta. Margir féllu úr hor. Í miklum harðindum átu hestar oft ýmislegt sem í raun er hreinasta viðurstyggð og andstætt eðli þeirra.
Þannig segir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson frá því í ferðabók sinni frá 18. öld að hestar hafi étið mold og viði í húsum, hárið hvor af öðrum og eyru af dauðum hestum.

Sporhella

Gatan um Sporhellu sunnanverða.

Af þessu má ljóst vera að oft hafi hestur þurft að líða fóðurskort og ekki lifað sældarlífi en um leið verið húsbændum sínum ómissandi í harðri lífsbaráttu.“
Tiltölulega auðvelt er að rekja Dyraveginn, eins og hann er skikaður um Sporhellu, en hafa ber í huga að vegurinn var miklu mun lengri og hafði bæði upphaf og endi – mun fjær.
Sjá meira um Dyraveg HÉR og HÉR.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-or.is

Sporhella

Gata um Sporhellu.

 

Vigdísarvellir

Á vefsíðu Minjastofnunar getur að lesa eftirfarandi um Vigdísarvelli austan við Núpshlíðarháls (Vesturás):

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur Minjastofnunar. Á hann vantar nokkrar minjar.

„Á Vigdísarvöllum má sjá mjög fallegt og heillegt minjasvæði kotbýla frá 19. öld.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1703 var á Vigdísarvöllum selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Henni var lýst sem góðri en langt og erfitt að fara. Selstaðan var í landi Krýsuvíkur en Þórkötlustaðabændur fengu að nýta hana í skiptum fyrir skipsstöðu í Þórkötlustaðalandi.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali.

Á Vigdísarvöllum var og er eitt besta gróðurlendi í Grindavíkurhreppi en staðurinn var hins vegar afskekktur. Árið 1830 var þar reist nýbýlið Vigdísarvellir og skömmu síðar nýbýlið Bali. Ekki er alveg ljóst hvaða ár Bali byggðist, það er ekki nefnt í heimildum fyrir 1840 þegar fyrst er getið búsetu þar en árið 1846 bjó þar sex manna fjölskylda. Síðasta heimild um búsetu á Bala er frá árinu 1850.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – útihús.

Á Vigdísavöllum var búið allavega til ársins 1901, mögulega með einhverju hléi milli 1870 og 1890. Þriðja nýbýlið á svæðinu sem heimildir eru um er býlið Fell. [Fell er reyndar ekki nálægt Vigdísarvöllum heldur sunnan Grænavatns]. Þar er getið búsetu í manntalinu 1855 en hvorki fyrr né síðar. Í lok janúar árið 1905 hrundu eða stórskemmdust öll hús á Vigdísarvöllum og fór bærinn eftir það í eyði.

Bærinn Vigdísarvellir eru í norðvesturhorni vallanna sem þeir heita eftir. Utan um túnið er mikill túngarður afar greinilegur og heill að mestu, alls rúmlega 1 km. að lengd. Bali er í austurhluta túnsins á Vigdísarvöllum. Tóftin er mjög greinileg með tveimur samföstum kálgörðum.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Minjarnar eru vel varðveittar og menningarlandslagið í heild mjög skýrt. Þó svo minjarnar séu flestar ungar eða frá seinni hluta 19. aldar eru þær afar áhugaverðar sérstaklega sem minnisvarði um kotbýli frá þessum tíma sem annars staðar eru flest horfin vegna seinni tíma byggðar.“

Þess ber að geta að selstaða Þórkötlustaða fyrrum var á sunnanverðum Völlunum, sem þá hétu reyndar ekki Vigdísarvellir en voru norðurhluti Bleikingsvalla. Á þeim tíma var ekkert tún, sem síðar varð umleikis Vigdísarvelli og Bala sunnan undir Bæjarfelli.

Heimild:
-https://skyrslur.minjastofnun.is/Verkefni_2571.pdf

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hellisgerði

Við inngang Hellisgerðis, skrúðgarðs Hafnfirðinga, er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Saga Hellisgerðis

Hellisgerði

Hellisgerði í ágúst 2023.

Þann 15. mars árið 1922 hélt Guðmundur Einarsson framsögu á fundi Málfundafélagsins Magna er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Svaraði hann spurningunni játandi, m.a. með því að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd til að vinna áfram með tillöguna og komst hún að þeirri niðurstöðu að „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar væri kjörið fyrir garðinn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að láta félaginu í té hið umbeðna garðsvæði endurgjaldslaust sama ár. Sumarið 1923 var haldin þar Jónsmessuhátíð til að afla fjár til starfseminnar og við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði formlega.

Hellisgerði

Hellisgerði – gosbrunnur.

Í skipulagskrá sem samin var fyrir garðinn kemur fram að tilgangur hans var fyrst og fremst þríþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtigarður þar sem bæjarbúar ættu kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar.

Vorðið 1924 hófst ræktun í Hellisgerði. var þá Ingvar Gunnarsson ráðinn starfsmaður þar og var hann forstöðumaður garðsins allt til dauðadags árið 1962.

Sjá meira um Hellisgerði HÉR.

Hellisgerði

Hellisgerði 1942.

Upphafleg stærð Hellisgerðis var um 400 m2 en árið 1960 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta Magna í té 6000 m2 land til viðbótar. Eftir að starfsemi Magna lagðist niður hefur umsjón og eftirlit Hellisgerðis verið á herðum garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar.

Hellisgerði

Hellisgerði 2023.

Hellisgerði

Almenningsgarðurinn Hellisgerði er sagður opnaður fyrir eitt hundrað árum, 24. júní 1923, og í tilefni af því blésu Hafnfirðingar til veislu laugardaginn 26. ágúst 2023. Garðurinn var þó formlega stofnaður 1. mars sama ár. Það breytir þó engu í hinu sögulega samhengi…

Hellisgerði – Níutíu ára skrúðgarður
Í Skógræktarritinu 2013 er fjallað um „Hellisgerði – Níutíu ára skrúðgarður„:

Hellisgerði

Skipulagsuppdráttur af Hellisgerði 1958.

„Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar og liggur vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs.

Hellisgerði

Hellisgerði – Fjarðarhellir.

Nafnið tengist Fjarðarhelli fyrir miðju garðsins sem var upphaflega ofurlítið fjárskjól. Það má því segja að þessi litla nefna hafi orðið að stórum garði.
Hellisgerði var afhent Málfundafélaginu Magna í sumarbyrjun 1923 (1. mars) og hófst ræktunin sumarið eftir. Sumarið 1927 var Hellisgerði opnað almenningi á sunnudögum og nokkrum árum seinna var það opið alla daga eftir hádegi yfir sumarmánuðina. Núna er Hellisgerði almenningsgarður sem er öllum opinn. Þó svo að Hellisgerði sé formlega talið vera níutíu ára gamalt má rekja upphafið til ræktunartilrauna athafnamannsins Bjarna Sívertsens.

Ræktunartilraun Bjarna Sívertsen

Bjarni Sívertsen

Bjarni Sívertsen.

Bændur úr Ölfusi og Selvogi sóttu kaupstað í Hafnarfirði og versluðu við Bjarna Sívertsen, ungan kaupmann úr Selvogi, sem hóf verslun í Hafnarfirði árið 1794. Bændurnir tjölduðu á Víðistöðum þegar þeir komu í kaupstað. Þar var gott haglendi fyrir hrossin og öruggt vatnsból. Stundum létu menn sig hafa það að gista í Fjarðarhelli ef annað var ekki í boði.
Bjarni Sívertsen var umsvifamikill kaupmaður, stundaði útgerð og smíðaði skip sem dugðu vel. Hann sigldi oft milli landa í viðskiptaerindum og heillaðist af blómskrúði og skógum sem hann kynntist í þessum ferðum. Afréð hann að reyna trjárækt á Íslandi árið 1813. Árni Helgason, prófastur í Görðum á Álftanesi, ritaði eftirfarandi greinargerð um þessa tilraun Bjarna árið 1817:

Hellisgerði

Hellisgerði 2023.

„Sami Kaupmaður Riddari B. Sigurdsson, flutti hingad, á árinu 1813, 500 vidarplöntur af ymsuum tegundum, frá Skotlandi, svo enn væri tilreynt að koma hér upp skógi. Sú ógiæfa vildi til, ad hann átti útivist lánga í þetta sinn, mætti hrakníngum og vard ad afferma skip sitt í Orkneyum, og bæta skada þann er hann fengid hafdi í hafinu. Vegna þessara slisa voru nockrar vidarplöntur hans, er hingad kom, nær dauda en lífi, og sumar aldeilis vidskila. Sumar plönturnar setti hann nidur í Hafnarfirdi, og þó einstakar hafi sídan útdáid, eru þó fleiri lifandi og hafa nád nockrum þroska; plöntum sem annarsstadar voru niðursettar, og hann útbýtti til þeirra manna er hann ætladist til að helst mundu leggia alúd á ad reyna hvört úngvidi þetta ei gæti þrifist á hólma vorum, er sagt hafi reidt verr af. Opt hefir eg heyrt Riddarann yfir því qvarta, ad hann kynni ei ad fara med þessar plöntur né rækta tilhlýdilega.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess. Samsett mynd.

En þó þetta fyrirtæki heppnist ei ad þessu sinni, mun honum samt ei þykia hluturinn fullreyndur, því bædi gerdi þad skada úngvidinu, ad svo leingi var án moldar, og líka er ei til þess ætlandi, að madur fá, er ad eins hefur lesið um medferð hlutarins, þó vel sé gáfadur, kunni eins med ad fara og þeir sem sed hafa adferdina og numid allt handlag med því ad leggja hönd á verkid. Tekid hefir hann eftir því, ad þegar vindur stendur af sjó, visna blöd á plöntunum þeim megin er ad sjónum veit, og af því dregur hann þá ályktan, ad betur mundi fara ad gjöra þessa tilraun lengra frá sió.“

Rannveig Filipusdóttir

Rannveig Filipusdóttir.

Þetta var skrásett fjórum árum eftir að Bjarni hóf tilraun sína til að stunda trjárækt hér á landi. Bjarni gróðursetti hluta trjánna í skjólsælum hraunkrikum norðan við íbúðar- og vöruhúsin í Akurgerði skammt frá Fjarðarhelli. Hann færði vinum sínum tré sem þeir gróðursettu við húsin sín til að fá samanburð. Vera má að Bjarni hafi flutt fleiri trjáplöntur til landsins síðar, en hann var þekktur fyrir atorku sína og gafst ekki upp þó á móti blési. Rannveig Filipusdóttir, eiginkona Bjarna, lést 1825 og var gengið frá skiptum dánarbúsins eins og tíðkaðist. Bjarni fékk helming eignanna, en hitt skiptist á milli barnanna. Gerð var skrá yfir allar eigur hjónanna og meðal þeirra var grasafræðiritið The Planterers Callander, útgefið í Edinborg í Skotlandi 1812, sem vísar til þess að Bjarni hafi aflað sér einhverrar þekkingar áður en hann flutti plönturnar til Íslands.

Faktorsfrúrnar

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara.

Ekki er ljóst hvaða trjátegundir Bjarni kom með til landsins eða hvernig trén spjöruðu sig til lengri tíma. Bjarni lést 1833 í Kaupmannahöfn og tveimur árum seinna voru allar eigur hans seldar. Umsvifamikill danskur kaupmaður, Peter Christian Knudtzon, keypti húsin í Hafnarfirði og næstu áratugi héldu danskir verslunarstjórar um taumana í Knudtzonsverslun. Þekktastur þeirra var Christian Zimsen, faðir Knuts Zimsen, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur. Faktorinn Knud Due Christian Zimsen flutti til Hafnarfjarðar 1868 og kvæntist sama ár ungri konu úr næsta húsi.

Anna Cathinca Jürgensen

Anna Cathinca Jürgensen Ziemsen.

Anna Cathinca Jürgensen var kjördóttir Jes Thomas Christensen, eiganda Nordborgarverslunar, sem stóð við hlið Knudtzonsverslunar í Akurgerðislandi. Anna Cathinca og Christian bjuggu í Knudtzonshúsi, eins og húsið sem Bjarni Sívertsen lét reisa 1803-5 var kallað eftir að Knudtzonsverslun eignaðist það. Anna Cathinca ræktaði blóm og grænmeti í vermireitum bak við verslunarhúsin í Akurgerði og Hellisgerði varð til þegar hún lét hlaða grjótgarð umhverfis Fjarðarhelli. Anna Cathinca tók við ræktunarstarfinu sem Bjarni Sívertsen hóf og bætti um betur. Knud Zimsen sonur hennar lýsti því hversu miklu máli Hellisgerði skipti fjölskylduna í ævisögu sinni „Við fjörð og vík”:

Nokkrum sinnum á hverju sumri var kaffi drukkið á sunnudögum uppi í Hellisgerði eða suður á Hvaleyri, en þar hafði faðir minn túnblett.

Hellisgerði

Fjarðarhellir.

Vestast í Hellisgerði var grashóll, er faðir minn hafði látið gera. Á hann var dúkur breiddur og kaffið drukkið þar. Hóll þessi var því ætíð kallaður Borðið. Hlóð voru einnig sett upp í Gerðinu, og fluttum við því stundum hitunaráhöld með okkur þangað. Við það fékk viðdvöl okkar þar efra nokkurn svip af útilegu, og það þótti okkur krökkunum ekki einskis virði. Þótt ekki væri langt í Hellisgerði heiman að frá okkur, þótti tilbreyting í að fara þangað upp eftir, en meira fannst okkur samt til um að komast suður á Hvaleyri.

Christian Knud Due Zimsen 1841-1908

Christian Knud Due Zimsen; 1841-1908.

Þegar kaupmaðurinn Jes Christensen andaðist 1884 keypti Christian Zimsen verslunina af tengdamóður sinni sem var ekkja Christensens. Christian byggði nýtt íbúðar- og verslunarhús sunnan gömlu verslunarhúsanna, þar sem Bókasafn Hafnarfjarðar stendur núna. Fjölskyldan flutti í nýja húsið og rak Christian Zimsen Nordborgarverslun til 1893 en það ár flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Knudtzon & Sön keyptu gömlu verslunarhúsin en Zimsen tók nýja húsið niður og endurbyggði það í Hafnarstræti 15. Þar verslaði hann til dauðadags og Jes Zimsen sonur hans eftir það.
Gunnlaugur Eggertsson Briem tók við stjórn Knudtzonsverslunar af Zimsen 1885 og gegndi starfinu til dauðadags 1897.

Hellisgerði

Gunnlaugur Eggertsson Briem (1847-1897) og Friðrika Claessen Briem (1846-1930).

Hann bjó ásamt eiginkonu sinni, Friðriku Claessen Briem, í Knudtzonshúsi. Friðrika var ræktunarkona eins og Anna Cathinca. Hún lét skipta túninu aftan við húsin í þrennt. Næst þeim var grasflöt og upp af henni kom langur grasbekkur með reynitrjám sem voru sótt í hraunin suður af Hvaleyri. Ofan þeirra voru blómabeð og vermireitir. Friðrika Briem var með matjurtagarð í Hellisgerði og hlúði að trjágróðrinum.

Matjurtagarður í Hellisgerði

Eftir andlát Gunnlaugs Briem hætti Knudtzon & Sön starfsemi í Hafnarfirði. Gengu kaupmannshúsin kaupum og sölum þar til J.T.P. Bryde keypti þau í ársbyrjun 1901. Húsunum fylgdi allt Akurgerðisland ásamt Hellisgerði.
Jes Gíslason og eiginkona hans önnuðust garðinn í Akurgerði næstu árin. Theódór Mathiesen skósmiður nýtti matjurtagarðinn í Hellisgerði þar til hann flutti til Reykjavíkur 1905.

Hellisgerði

Hellisgerði á frumrárunum.

Gísli Gunnarsson byggði sér hús austan við Hellisgerði við Djúpugjótu þar sem tjörnin var gerð seinna. Árið 1907 fékk hann leyfi Jóns Gunnarssonar, verslunarstjóra Brydeverslunar, til að nýta Hellisgerði án afgjalds. Byrjaði hann á að stækka smáblett nærri húsinu og útbjó góðan töðuvöll sem gaf af sér nægjanlegt vetrarfóður fyrir reiðhestinn hans.

Gísli ruddi lausu grjóti af flötinni og tókst að stækka túnblettinn með því að breiða út tað og úrgangshey á berar hraunklappir.

Hellisgerði

Hellisgerði – Djúpagjóta.

Einnig fyllti hann glufur í hrauninu með lausu grjóti og mold sem hann sótti í mýrarnar við Arnarnesvog. Gísli réð Ísak Bjarnason, bónda í Fífuhvammi og Sigurjón Sigurðsson í Eyrarhrauni til að endurhlaða grjótgarðana umhverfis Gerðið. Skörð voru iðulega brotin í garðana því þarna var gömul farleið sem menn vildu ekki hætta að nota. Gísli átti í útistöðum við nágranna sína vegna þessa og bar slóg og beingarða frá norskum línuveiðurum á landið sem ekki þótti gott að fá í föt eða á skó. Með þessu móti fékk hann fólk til að hætta að vaða yfir túnið.

Hellisgerði

Samkoma í Hellisgerði.

Gísli flutti mold í kálgarðinn og hlúði að trjánum sem enn voru heil. Hafnarfjarðarbær keypti Akurgerði og verslunarhúsin í nóvember 1910. Gísli gerði lóðaleigusamning við bæinn og greiddi 8 kr. árlega fyrir Hellisgerði. Hann féllst auk þess á að viðhalda öllum grjótgörðum umhverfis Gerðið.
Jón Bergsteinsson frá Óttarsstöðum, sem bjó á Hvaleyri, bauðst til að útvega Gísla reynitré vorið 1911. Hann sótti þrjú lítil tré í gjótu í jaðri Brunans ofan Þorbjarnarstaða og voru þau gróðursett í Hellisgerði.

Suðurgata 74

Suðurgata 74.

Veturinn 1918 kólu tré víða á landinu en Gísla tókst að halda lífi í trjánum í Hellisgerði. Gísli sagði í blaðaviðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 14. nóvember 1946 þegar hann varð sjötugur: „Ég byggði hús við Hellisgötu, sem þá var raunar ekki til. Ég kom þá auga á staðinn, þar sem Hellisgerði er nú og hóf þar nokkru síðar ræktun. Það var upphaf Hellisgerðis, eins og það er nú. “
Gísli seldi húsið sitt 1920 og flutti að Suðurgötu 74, skammt frá Íshúsi Hafnarfjarðar. Hann flutti elsta reynitréð, sem hann gróðursetti 1911, með sér og stendur það enn sunnan við húsið. Gísli hélt leigunni á Hellisgerði til ársins 1922 en þá óskaði bæjarstjórn eftir því að hann léti landið af hendi svo að félagar í Málfundafélaginu Magna gætu hafið uppbyggingu skrúðgarðs.

Málfundafélagið Magni

Hellsigerði

Guðmundur Einarsson – skjöldur í Hellisgerði.

Ungmennafélög voru starfrækt víða um land en ekkert slíkt var í Hafnarfirði. Lögregluþjónninn Þorleifur Jónsson frá Skálateigi í Norðfirði og bóksalinn Valdimar Long frá Seyðisfirði höfðu góða reynslu af ungmennafélagsstarfi en báðir höfðu fest rætur í Hafnarfirði. Þegar Þorleifur lagði til við Valdimar að þeir stofnuðu málfundafélag var hann samþykkur hugmyndinni. Þorleifur ræddi við málsmetandi menn og Málfundafélagið Magni var stofnað þann 2. desember 1920. Stofnfélagar voru átján en þeim fjölgaði fljótlega í 24. Þetta var alþýðufræðslufélag sem lagði áherslu á að æfa menn í fundarsköpum, framsögn og flutning á fræðandi erindum.

Hellisgerði

Hellisgerði fyrrum.

Guðmundur Einarsson trésmiður hélt erindi á fundi 15. mars 1922 sem hann nefndi: Getur Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar? Guðmundur svaraði spurningunni sjálfur og sagði að félagsmenn gætu haft áhrif til bóta á útlit bæjarins. Hann lagði til að félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði og að gróður væri aukinn í bænum til prýði og yndis. Sagði hann mikilvægt að viðhalda sérkennum landslagsins svo hraunborgir og gjár fengju að halda sér.

Hellisgerði

Í Hellisgerði 2023.

Bærinn stækkaði hratt, hraunklettar voru brotnir niður, gjótur fylltar og landinu umbylt. Guðmundur gerði sér grein fyrir því að fegurð þessa sérkennilega landslags var í hættu. Honum var kunnugt um hugmyndir Gísla Gunnarssonar og Ögmundar Sigurðssonar, skólastjóra Flensborgarskóla, um að bæjaryfirvöld stæðu fyrir því að útbúa skrúðgarð í Hafnarfirði. Gísli og Ögmundur voru sammála um nauðsyn slíks garðs en þá greindi á um staðsetninguna. Gísli hélt fram ágæti Hellisgerðis en Ögmundur taldi að Hraunhvammur við Lækinn, þar sem Barnaskóli Hafnarfjarðar var byggður seinna, væri ákjósanlegasti staðurinn.

Hellisgerði verður fyrir valinu

Hellisgerði

Hellisgerði.

Erindi Guðmundar var vel tekið og á fundinum var skipuð undirbúningsnefnd undir forystu hans. Með Guðmundi í nefndinni voru Ingvar Gunnarsson og Davíð Kristjánsson og einsettu þeir sér að vinna hratt. Þeir höfðu fjögur atriði til viðmiðunar við val á hentugum stað:
1. Að staðurinn hefði sem gleggst og flest einkenni þess landslags, sem er sérkennilegt fyrir Hafnarfjörð.
2. Að það væri ekki óhæfilega víðáttumikið svæði, sem afgirða þyrfti, til þess að fyrrnefndum skilyrðum yrði náð.
3. Að hann lægi sem næst kaupstaðnum, eða helst í sjálfum bænum.
4. Að greiðfær vegur eða vegir lægju að landinu.
Nefndarmenn skiluðu af sér viku seinna og töldu að Hellisgerði uppfyllti öll framangreind skilyrði. Fyrir lá að nokkrir menn í bænum höfðu óskað eftir byggingarlóðum í Hellisgerði og var skjótra aðgerða þörf. Nefndin sendi erindi til bæjarstjórnar sem fjallaði um málið á fundi 4. apríl 1922. Málinu var vísað til fasteignanefndar og haustið eftir barst svar bæjarstjórnar.

Ágúst Flyenring

Ágúst Flygenring; 1865-1932.

Magni gat fengið yfirráð Hellisgerðis endurgjaldslaust gegn því skilyrði að skemmtigarðurinn væri opinn almenningi á sunnudögum á sumrin. Jafnframt var félaginu gert að girða landið og hefja ræktun innan tveggja ára, en missa rétt sinn til landsins ella.
Lánastofnanir vildu ekki lána fé til framkvæmda, en útgerðarmaðurinn August Flygenring gekkst í ábyrgð fyrir kostnaðinum. Vorið 1923 var búið að loka Hellisgerði með 250 metra vírnetsgirðingu og grjóti sem hlaðið var undir girðinguna. Jafnframt var ræðupúlt úr steinsteypu útbúið á klettasyllu skammt frá Fjarðarhelli og gerður stallur fyrir fánastöng.

Hellisgerði

Formleg stofnun Hellisgerðis 1. mars 1923.

Verkinu lauk í maí 1923. Haldin var Jónsmessuhátíð sunnudaginn 24. júní 1923 og selt inn á svæðið til að hægt væri að greiða lánið. Kostnaður við girðinguna, púltið og stallinn nam tæplega 590 krónum en tekjur af skemmtuninni fóru langt fram úr áætlun. Magnús Jónsson bæjarstjóri afhenti Magna Hellisgerði formlega á Jónsmessuhátíðinni og veitti Valdimar Long, formaður félagsins, landinu viðtöku.

Skipulagsskrá og garðráð

Hellisgerði

Hellisgerði – skipulagsuppdráttur 1958.

Skipulagsskrá var samin fyrir Hellisgerði og hlaut hún samþykki á félagsfundi 28. nóvember 1923. Bæjarstjórn samþykkti skipulagsskrána fyrir sitt leyti 5. febrúar 1924. Tilgangur garðsins var skilgreindur í 2. grein skipulagsskrár:

Hellisgerði

Hellisgerði – upplýsingaskilti.

1. Að vera skemmtistaður, þar sem bæjarbúar eigi kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Hefur félagið Magni sett sér það mark að koma upp svo fjölskrúðugum gróðri innlendra og útlendra blóma og trjátegunda, sem kostur er á og jarðvegur og loftslag leyfir.
2. Að vekja áhuga bæjarbúa fyrir blóma- og trjárækt og verða þess megnugur að veita aðstoð í þeim efnum, meðal annars á þann hátt að láta í té blóm og trjáplöntur til gróðursetningar kringum hús bæjarmanna þegar þess er æskt.

Hellisgerði

Hellisgerði 1946.

3. Að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar, þegar mannvirki framtíðarinnar hafa máð þau út annars staðar í bænum. Fimm manna garðráð var þannig skipað að þriggja manna stjórn Magna var sjálfkjörin en tveir menn til viðbótar kosnir á aðalfundi Magna. Kristinn J. Magnússon málarameistari var lengst allra formaður félagsins og vann mikið að fjáröflun fyrir Hellisgerði. Fjármögnunin hvíldi þungt á Magnamönnum og var lögum félagsins breytt 1945 til að fjölga félögum í 48.

Garðráð hélt í orði kveðnu um stjórnartauma til 1977 þegar félagið var lagt niður.

Hellisgerði

Frá Hellisgerði.

Magni tók aftur til starfa 1986 en hætti endanlega 1991. Á þessu tímabili var Hellisgerði formlega afhent Hafnarfjarðarbæ til eignar.
Tré frá Vöglum, Þórsmörk og Hallormsstað Leitað var til sérfróðra ræktunarmanna þegar búið var að girða Hellisgerði en þeim leist ekki vel á staðsetninguna þar sem lítið var um jarðveg til gróðursetningar. Ráðgjafarnir bentu á Maríugerði austan Reykjavíkurvegar sem betri kost en ekki var aftur snúið. Haustið 1923 sendi Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri félaginu 1000 birkiplöntur frá Vöglum í Fnjóskadal án þess að um þær hafi verið beðið.

Hellisgerði

Hellisgerði fyrrum – gosbrunnur.

Garðráð tók við þeim og greiddi 10 aura fyrir stykkið komnar til Reykjavíkur, sem þótti vel sloppið. Voru þær dreifsettar um veturinn en þegar hefja átti gróðursetningu vorið 1924 kom í ljós að stór hluti var dauður eða svo lélegur að ekki voru nema 200 plöntur nothæfar til gróðursetningar. Garðráð hafði samband við Kofoed-Hansen skógræktarstjóra sem útvegaði 500 birkiplöntur austan úr Þórsmörk og 100 reynitré ásamt tíu lerki frá Hallormsstað. Vaglatrén sem lifðu fyrsta veturinn af spjöruðu sig vel enda voru þau gróðursett í vel undirbúinn jarðveg. Þórsmerkurbirkið var mjög smávaxið og varð að gróðursetja það í rýran jarðveg og þreifst illa. Gripið var til þess ráðs að færa trén vorið 1927 í betur undirbúinn jarðveg. Tóku þau vel við sér eftir það. Garðyrkjufræðingarnir Einar Helgason og Ragnar Ásgeirsson, skógræktarstjórinn Kofoed-Hansen og búnaðarmálastjórinn Sigurður Sigurðarson fylgdust vel með framgangi mála í Hellisgerði og gáfu góð ráð.

Ingvar Gunnarsson garðvörður
Hellisgerði
Ingvar Gunnarsson kennari var ráðinn garðvörður vorið 1924 og var forstöðumaður Hellisgerðis til æviloka.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Ingvar fæddist 1. nóvember 1886 að Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd. Hann var ráðinn kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1920 og gekk í Magna 1922, rétt áður en Guðmundur Einarsson hélt erindið sem leiddi til þess að Hellisgerði varð að veruleika. Reynsla Ingvars af trjárækt var engin en brennandi áhugi hans á öllu sem tengdist ræktun og fegrun landsins var aðdáunarverður. Ingvar fékk góð ráð áður en hann gróðursetti fyrstu trjáplöntuna. þann 18. maí 1924. Næstu ár viðaði hann að sér hverskonar fróðleik um ræktunarmál og sá alfarið einn um gróðursetningu í tvo áratugi.

Hellisgerði

Frá Hellisgerði.

Strax kom í ljós að vinnan var tímafrekari og vandasamari en ráðgert var. Garðráð ákvað að láta vinna verkið eins vel og kostur var og horfa framhjá kostnaði og vinnutíma sem fór í þetta. Reynitrén frá Hallormsstað voru 10-24 sentímetrar á hæð en birkið frá Vöglum var örlítið stærra. Þórsmerkurbirkið var aðeins um 2-3 sentímetrar. Þegar aldarfjórðungur var liðinn frá stofnun félagsins voru allar plönturnar nema eitt reynitré lifandi og mörg tré voru orðin um 8 metra há.
Ingvar var samviskusamur og næmur á umhverfið og gerði sér grein fyrir að jarðvegurinn var allt of grunnur, enda höfðu ráðgjafarnir varað við þessum annmarka. Hann lagði sig fram um að útvega mold sem var sótt langar leiðir. Var henni ekið á vörubílum að Hellisgerði, síðan mættu félagsmenn á kvöldin eftir vinnu og báru moldina í pokum á bakinu.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Þetta var eina færa leiðin þar sem ekki var byrjað að leggja stíga um garðinn og ómögulegt að koma fyrir flutningatækjum innan girðingar. Landið var mishæðótt og sæta þurfti lagi til að koma moldarpokunum á rétta staði. Fyrsta sumarið var þurrviðrasamt en ekkert vatn var að fá í Hellisgerði. Ingvar hafði áhyggjur af vatnsleysinu og færði þetta í tal við Guðleifu Eyjólfsdóttur sem bjó nærri Hellisgerði. Guðleif bauð Ingvari að fá vatn úr eldhúskrana sínum og lagði hann langa slöngu út um eldhúsgluggann hjá henni. Skipti þetta sköpum fyrir ræktunarstarfið og bjargaði nýgræðingnum fyrstu sumrin.

Seldu tré, blóm og túnþökur

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Hellisgerði átti að vera hvíldarstaður og skemmtigarður bæjarbúa en meginhugsunin var að fegra bæinn með trjárækt og skrúðgarðyrkju. Fyrsta sumarið fór mikil vinna í að koma trjáplöntunum til og ekki gafst tími til að sinna blómarækt að neinu gagni. Ragnar Ásgeirsson sáði til nokkurra tegunda af fjölærum jurtum í sáðkassa og sýndi Ingvari hvernig hann ætti að bera sig að við blómaræktina. Skrautblómin spruttu ágætlega og var plantað í reiti í ágúst. Þau voru geymd undir gleri um veturinn og vorið eftir hófst sala á fjölærum blómum. Félagið útvegaði bæjarbúum túnþökur en mest áhersla var lögð á að selja bæjarbúum tré til gróðursetningar í heimagörðum. Fyrsta sumarið seldust sex tré, næsta sumar töldu þau nokkra tugi og innan skamms seldi félagið mörg hundruð trjáplöntur á hverju sumri. Trén sem gengu af voru gróðursett á staðnum og þannig fjölgaði tegundum í Hellisgerði smám saman.
Þegar Magni hóf gróðursetningu í Hellisgerði voru fimm skrúðgarðar við heimahús í Hafnarfirði. Einum áratug seinna voru heimagarðarnir um 150 talsins. Kostnaður við ræktun, flutning á mold og vinnulaun voru 40 þúsund krónur í heildina fyrstu tíu árin. Trjásalan var mikilvægur þáttur í fjáröflunarstarfinu en mestu munaði um Jónsmessuskemmtanirnar.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Jónsmessuhátíðirnar öfluðu 23 þúsunda, 10 þúsund fengust fyrir trjá- og blómasölu og það sem upp á vantaði var sótt til fyrirtækja, sveitarfélagsins, Magnafélaga og annarra einstaklinga.
Veturinn 1926-27 fékk Magni aukið land til umráða og varð garðurinn 4.000 fermetrar að stærð. Sumarið 1927 var Hellisgerði opið almenningi á sunnudögum í fyrsta sinn. Hélst þessi skipan þar til óhætt þótti að hafa garðinn opinn alla daga yfir sumarmánuðina.
Vorið 1929 var ráðist í að steypa 80 metra langa girðingu með fram Hellisgötu, en gatan var lögð með miklum erfiðismunum árin á undan. Vegagerðarmenn urðu að sprengja niður kletta og hlaða veginn upp að stórum hluta vegna Djúpugjótu. Efniviður úr gamla Hellisgerðis-grjótgarðinum kom að góðum notum við upphleðsluna.

Blómahaf brosir við auganu

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Vikublaðið Brúin, sem Þorleifur Jónsson ritstýrði, fjallaði um margvísleg málefni sem sneru að Hafnfirðingum. Vorið 1929 ritaði Þorleifur grein um Hellisgerði sem hófst á eftirfarandi orðum:

Hellisgerði

Hellisgerði – Hellisgata.

Í engum bæ eða kauptúni á landinu munu vera jafnþröng og örðug ræktunarskilyrði, eins og í Hafnarfirði, enda ber bærinn sjálfur og umhverfi hans þess glöggan vott. Bæjarstæðinu þarf ekki að lýsa og umhverfinu ekki heldur. Er þar lítið annað en hraun. Aðeins til einnar handar er ekki hraun. Og, sem að líkindum ræður, sjer þar helst merki ræktunar og gróðurs. Á bæjarstæðinu sjálfu hafa til langs tíma, smáir matjurtagarðar í hraunholunum verið sem sagt einu ræktuðu blettirnir. Blóma- eða trjágarðar voru að vísu við einstöku hús, en þeim hefir fjölgað mjög nú á seinni árum. Mikla fyrirhöfn og ærið fje hafa þessar garðholur kostað. En vel hefir gróðurinn dafnað í þessum „holum“, því að moldin er frjó þegar til hennar næst og nægur ylur í jörðu.

Hellisgerði

Hellisgerði – Oddrúnarbær er lítið hús sem enn stendur í Hellisgerði og var byggt árið 1924. Húsið er nefnt eftir Oddrúnu Oddsdóttur sem þar bjó á árunum 1950-1980. Húsið er dæmigert fyrir litlu kotin sem sem byggðust við götutroðningana sem lágu víðsvegar um Hafnarfjarðarbæ í hrauninu um aldarmótin 1900. Talið er að Oddrúnarbær sé síðasti bærinn sem byggður var með þessu lagi í Hafnarfirði.

Þorleifi var málið skylt þar sem hann átti hugmyndina að stofnun Magna og var í garðráði fyrstu árin. Þessu til viðbótar lýsti hann því yfir að Hellisgerði væri gróðrarstöð og jurtabúr bæjarbúa. Jafnframt sagði hann í greininni: Er staðurinn nú að miklu leyti þakinn margvíslegum gróðri. Fjöldi trjáplantna, ýmissa tegunda, og blómahaf, brosa nú við auganu – að sumrinu til – frá þeim stað sem áður var gróðurlítill eða „nakinn og ber“. Slík getur orðið uppskera þeirra, sem „leggja hönd á plóginn“ til þess að rækta landið. Og gróðurinn í Hellisgerði sannar mönnum það að moldin bregst ekki, sem muna hana.

Ingvar var natinn við að leita að trjáplöntum í bæjarlandinu. Hann fór gangandi um hraunin og gerði sér oft ferð í forna skógarreiti í Sléttuhlíð og Undirhlíðum. Hann sótti víðiplöntur í Sléttuhlíð og Litla-Skógarhvamm og birkitré í Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum.

Hellisgerði

Hellisgerði – yfirlitsmynd.

Hann langaði til að gróðursetja bergfurur frá Noregi í upplandinu og sótti um leyfi til að girða Litla-Skógarhvamm. Þangað fór hann á vorin með nemendur sína sem lögðu grunninn að Skólahvammi. Ingvar sótti líka reynigræðlinga í gjótur í Leynidölum og Hrauntungum. Aspir fékk hann norðan úr Fnjóskadal og varð sér úti um framandi trjátegundir héðan og þaðan.

Litli-Skógarhvammur

Litli-Skógarhvammur.

Fyrstu fimm árin gróðursetti hann hrossakastaníu, blæösp, gráösp, ask, álm, hegg, hlyn og beyki sem tóku vel við sér en barrfellistrén þroskuðust illa. Ingvar gróðursetti grenitré, sem voru lengi að taka við sér, en eru orðin stærstu trén í Hellisgerði. Berjarunnar, eins og rifs, sólber og þyrniber, náðu góðum þroska en verr gekk með gullregn og blóðrifs. Rósarunnar spjöruðu sig í skjóli frá klettum og fleiri tegundir náðu þroska í Gerðinu. Á hverju sumri bættust við nýjar tegundir og innan skamms mátti finna þar flestar trjátegundir og runna sem á annað borð þrifust hér á landi.

Fjármögnun

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Starfsemi Magna snerist fljótlega að mestu um Hellisgerði og mikilvægi þess að tryggja reksturinn. Hafnarfjarðarbær greiddi helming launa garðvarðar, en félagið þurfti að útvega hinn helminginn, greiða fyrir trjákaup, moldarflutning og allan tilfallandi kostnað.

Fyrsta Jónsmessuhátíðin tókst það vel að ákveðið var að halda slíka skemmtun árlega. Gróðurinn í Hellisgerði var viðkvæmur fyrstu árin svo að hátíðin fór fram á Brydestúni aftan við Akurgerðishúsin, Óseyri, Hamarstúni og Víðistöðum. Fram til 1929 voru þetta einu útiskemmtanirnar í Hafnarfirði. Heimskreppa og atvinnuleysi settu strik í reikninginn næstu ár.
Sumarið 1934 hófst sælgætissala á sunnudögum en ágóðinn var takmarkaður. Vegna illviðris í júní 1935 var Jónsmessuhátíðin felld niður og tap varð á skemmtun félagsins haustið eftir. Verulega þrengdi að fjárhagnum þó félagsmenn skiptust á að standa helgarvaktina til að spara kostnað. Bæjarstjórn féllst á beiðni félagsins um árlegan styrk í upphafi árs 1936.

Hellisgerði

Hellisgerði að vetrarlagi.

Það sumar var Jónsmessuhátíðin haldin í Hellisgerði í fyrsta sinn frá 1923. Reistur var danspallur í Gerðinu en mikið ónæði skapaðist og var horfið frá þeirri hugmynd að halda dansleiki í Hellisgerði. Næstu ár var áhersla lögð á fimleikasýningar, þjóðdansa, glímu, kórsöng, lúðrablástur og ræðuhöld.
Þegar önnur félög tóku upp á því að halda útisamkomur hætti Jónsmessuhátíðin að skila hagnaði.

Árið 1939 hófst sala styrktarkorta og fengu styrktarfélagar ókeypis þá daga sem aðgangur var seldur á skemmtanir Magna. Gaf þetta góða raun og 1945 keyptu 1400 manns styrktarkort.

Hellisgerði

Hellisgerði – vetrarmynd.

Sala á jólakortum hófst 1944 ásamt póstkortum með myndum frá Hellisgerði. Hlutaveltur voru haldnar og sumarblóm seld, en trjásalan lögð niður þar sem nýrækt á trjáplöntum var ekki möguleg í garðinum. Jónsmessuhátíðir voru haldnar til ársins 1960 en lögðust af um nokkurra ára bil. Þegar hálf öld var liðin frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni sumarið 1973 bar Jónsmessu upp á sunnudag eins og þegar Hellisgerði var afhent 1923. Haldin var afmælishátíð af þessu tilefni og bæjarbúum boðið til fagnaðar við lúðrablástur, kórsöng og ræðuhöld. Jónsmessuskemmtanir voru endurvaktar í framhaldinu með öðrum brag en tíðkaðist hjá Magnafélögum.

Hellisgerði

Fossinn í Hellisgerði.

Gjafir frá einstaklingum og félögum Lengi var inngangurinn í Hellisgerði á móts við miðja Hellisgötu og þar var járnhlið. Á sumrin var samskotakassi hafður á hraunkletti en honum var skipt út fyrir söfnunarbauk úr málmi sem Ásgrímur Sigfússon gaf Hellisgerði. Þetta var lítið líkneski af manni sem rétti út aðra höndina. Þegar peningur var settur í lófa karlsins, lyfti hann hendinni að munni sér og gleypti myntina. Söfnunarbaukurinn vakti kæti barna sem fengu að setja pening í lófann. Tekjurnar voru sveiflukenndar og varð félagið að treysta á fjárstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til að tryggja reksturinn. Efnt var til samskota meðal bæjarbúa til að safna fyrir steyptri tjörn í Stórugjótu og gáfu útgerðarfyrirtæki það sem upp á vantaði.

Tjörnin var í lögun eins og hálfhringur, með blámáluðum botni og utan með henni voru hraunhellur.

Hellisgerði

Hellisgerði – Yngsti fiskimaðurinn.

Hjónin Bjarni Snæbjörnsson læknir og Helga Jónasdóttir gáfu styttuna „Yngsti fiskimaðurinn“ eftir Ásmund Sveinsson sem sýndi ungan dreng sem sat á golþorski. Spýttist vatn út úr munni þorsksins og myndaði þar með gosbrunn. Ásmundur gerði styttuna úr steinsteypu og var hún afhjúpuð á Jónsmessuhátíðinni 1942. Bjarni og Helga þökkuðu með þessu móti Hafnfirðingum fyrir 25 ára samveru en þau fluttu til Hafnarfjarðar 1917.
Sá siður skapaðist að fleygja smámynt í litla skál sem var í miðri tjörninni. Nokkur kúnst var að hitta í skálina og það þótti spennandi að sjá myntina glitra í vatninu er hún féll til botns. Myndir birtust af gosbrunninum með reglulegu millibili í íslenskum og erlendum tímaritum. Árið 1964 birti útgefandinn Svavar Gests forsíðumynd eftir Rafn Hafnfjörð af gosbrunninum á hulstri plötunnar Syngið með, með Fjórtán fóstbræðrum.

Styttur og minnismerki

Hellisgerði

Brjóstmynd af Bjarna Sívertsen í Hellisgerði – gerð af Ríkarði Jónssyni.

Sumarið 1945, þegar Magnamenn héldu upp á 25 ára afmæli Hellisgerðis, færðu útgerðarfélögin Hrafna-Flóki og Vífill félaginu 25 þúsund krónur að gjöf sem nota átti til að gera brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen. Ákjósanlegasti staðurinn fyrir styttuna var á hraunhrygg ofan elsta hluta Hellisgerðis.
Ríkarður Jónsson myndhöggvari var ráðinn til að gera brjóstmyndina og var styttan afhent með formlegum hætti fimm árum seinna, þann 10. september 1950. Adolf Björnsson, fulltrúi gefenda og Helgi Hannesson bæjarstjóri héldu ræður og var margt um manninn. Kristinn J. Magnússon, málarameistari og formaður Magna, tók við gjöfinni. Þórdís Bjarnadóttir, afkomandi Bjarna Sívertsen, afhjúpaði styttuna sem stendur á stalli úr hraungrjóti sem flutt var úr Selvogi, þar sem Bjarni hóf verslun sína. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék við athöfnina og var ókeypis aðgangur af þessu tilefni.

HellisgerðiSumarið 1946 var mikil aðsókn að Jónsmessuhátíðinni og höfðu aldrei fleiri gert sér ferð í Hellisgerði. Voru steyptar tröppur á nokkrum stöðum til að auðvelda aðgengi um garðinn. Salernisbygging var tekin í notkun og mikið magn af mold bætt í blóma- og trjábeð. Undirbúningur fyrir ræktun hófst einnig á efri hluta Hellisgerðis með fram Skúlaskeiði.

Hellisgerði varð 40 ára 1963 og á sama ár fagnaði Guðmundur Einarsson 80 ára afmæli sínum. Hann átti hugmyndina að því að Magni réðst í það stórvirki að útbúa blóma- og skrúðgarð í Hellisgerði.

Húsin og Hellisgerði

Brydehús

Vesturgata 6, hús Bjarna Sívertsen og Brydehús. Byggðasafn Hafnarfjarðar
Hús Bjarna var byggt 1803 og er elsta hús Hafnarfjarðar. Brydehús var byggt 1865.

Árið 1945 var þeirri hugmynd hreyft að færa Sívertsenhús á lóðina númer 11 við Reykjavíkurveg, en þar stóð húsið sem Gísli Gunnarsson byggði. Skipuð var nefnd til að vinna að málinu. Á sama tíma var rætt um að fjarlægja húsin sem stóðu í jaðri Hellisgerðis og stækka ræktunarsvæðið frekar en þrengja að því.
Góðtemplarar í Hafnarfirði vildu breyta Sívertsenhúsi í sjómannastofu en aðrir töldu farsælast að færa það í upprunalega mynd og stofna þar byggðasafn.
Málið komst aftur á dagskrá 1957 þegar bæjarstjórn úthlutaði Verkalýðsfélaginu Hlíf Brydelóðina til að byggja þar félagshús í tilefni 50 ára afmælis félagsins.

Hús Bjarna riddara

Hús Bjarna riddara 1994.

Framkvæmdir drógust og Sívertsenhús drabbaðist niður þar til Bjarni Snæbjörnsson læknir fékk félaga sína í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar til að standa að varðveislu hússins árið 1964. Leitað var til forystumanna íþróttahreyfingarinnar og annarra félaga sem sameinuðust um að endurbyggja húsið. Á þeim tímapunkti var fallið frá hugmyndinni um að flytja Sívertsenhús í Hellisgerði.
Lengi stóðu ellefu hús á Hellisgerðislóðinni sem ráðgert var að fjarlægja en verkið tafðist vegna viðvarandi húsnæðiseklu.

Hellisgerði

Hellisgerði – húsin austast á sunnanverðu Skúlaskeiði.

Sjö húsanna hafa verið flutt á aðrar lóðir eða rifin en fjögur standa enn. Tvö eru við austanvert Skúlaskeið, eitt hús er á horni Skúlaskeiðs og Hellisgötu og Oddrúnarbær inni í Hellisgerði telst vera Reykjavíkurvegur 15b. Smákot í Hafnarfirði sem reist voru á steinhlöðnum kjöllurum í kringum aldamótin 1900 voru flest með einni burst og bíslagi.
Oddrúnarbær var byggður 1924, síðast slíkra húsa í bænum. Oddrún Oddsdóttir frá Snæfellsnesi bjó þar frá 1950 til 1980, en húsið stóð autt þar til kaffihús var opnað þar sumarið 1998.  Húsið er dæmigert fyrir litlu kotin sem sem byggðust við götutroðningana sem lágu víðsvegar um Hafnarfjarðarbæ í hrauninu um aldarmótin 1900. Talið er að Oddrúnarbær sé síðasti bærinn sem byggður var með þessu lagi í Hafnarfirði. Undanfarin ár hefur í húsinu verið starfrækt kaffihús á sumrin.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um miðja 19. öld.

Þrautseigjan skilaði árangri. Fyrstu árin höfðu ekki margir trú á því að þetta verkefni ætti eftir að ganga upp.

Hellisgerði

Oddrúnarbær í Hellisgerði.

Mikið mæddi á Ingvari Gunnarssyni sem hafði ekkert annað en brennandi áhuga og óþrjótandi þolinmæði til að byggja á. Hann sagði frá því í útvarpserindi 5. maí 1943 að mætur borgari í Hafnarfirði hafi komið til sín í Hellisgerði til að ræða um gróðurinn í garðinum. Sagði maðurinn við Ingvar: „Segðu mér í trúnaði. Trúir þú því sjálfur að þessir stubbar, sem þarna standa, verði nokkurn tíma að mannhæðar háum trjám?“ Ingvar tók þessari fyrirspurn af stakri ró og svaraði: „Ekki aðeins mannhæðar háum, heldur margra mannhæða háum trjám.“ Maðurinn hristi höfuðið, kvaddi og fór.

Eitt sinn þegar Ingvar var á leiðinni heim að loknu dagsverki gengu þrjár ungar stúlkur á eftir honum. Þær voru að koma frá vinnu í fiskiðjuveri í bænum og heyrði Ingvar að ein þeirra sagði við hinar: „Ekki hefur Ingvar villst í skóginum í dag.“ Hlógu þær dátt að þessari fyndni.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Sem betur fór var þetta ekki almennt svona. Ingvar þurfti samt oft að sýna æðruleysi því það gekk á ýmsu. Þegar voraði seint varð að fresta opnun Hellisgerðis sem mörgum þótti alveg ófært. Fyrir kom að skemmdarverk voru unnin að næturlagi, trjágreinar eyðilagðar, blóm rifin upp með rótum, gler í vermikössum brotið og áhöld skemmd eða þeim hreinlega stolið. Ingvar skráði þetta allt hjá sér og gerði grein fyrir hverju og einu atviki á aðalfundum Magna. Þrátt fyrir allt gafst hann aldrei upp.
Hellisgerði er fyrir löngu orðinn svo sjálfsagður hluti af umhverfinu að fæstir leiða hugann að því hversu merkilegt brautryðjendastarf frumkvöðlanna var í raun og veru. Virðing fólks fyrir hinu merka starfi Ingvars og félaga hans í Magna jókst eftir því sem ásýnd Hellisgerðis breyttist. Ingvar Gunnarsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu janúar 1946 fyrir starf sitt í Hellisgerði.

Stjórnendur Hellisgerðis

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1905.

Ingvar Gunnarsson var forstöðumaður Hellisgerðis í 38 ár. Hann andaðist 23. október 1961 og tók Sigvaldi Jóhannsson við af honum. Sigvaldi var forstöðumaður til 1966 en hann kom til starfa í Hellisgerði 1943. Fram að því var Ingvar eini starfsmaður Hellisgerðis en Magnamenn hjálpuðu honum þegar á þurfti að halda. Ingvar og Sigvaldi stóðu öðrum fremur að ræktun Hellisgerðis og stjórnuðu unga fólkinu sem ráðið var í sumarvinnu í Hellisgerði.
Svavar Kærnested skrúðgarðameistari, sem rak garðyrkjustöð í Faxafeni, tók við af Sigvalda og hélt um taumana til 1971. Starfsemi Magna dróst saman eftir það og var félagið lagt niður 1977. Páll Daníelsson og Stefán Júlíusson stóðu fyrir því að Magni tók til starfa á nýjan leik 1986 en félaginu var endanlega slitið í febrúar 1991.

Hellisgerði

Hellisgerði – Ellert Borgar Þorvaldsson.

Ellert Borgar Þorvaldsson, þáverandi formaður Magna, afhenti Hafnarfjarðarbæ Hellisgerði til eignar 1. júní 1988 á 80 ára afmæli kaupstaðarins. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók við Hellisgerði, sem hafði í rauninni verið í umsjá bæjarins í rúman áratug. Blómaflokkur bæjarins hafði sinnt umhirðunni alfarið frá 1978, þegar Steinþór Einarsson varð garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar. Ásdís Konráðsdóttir, verkstjóri blómaflokksins, sá í rauninni um Hellisgerði um árabil. Þegar Steinþór hætti 1983 tók Kristján Ingi Gunnarsson garðyrkjumaður við stöðu garðyrkjustjóra. Björn Bögeskov Hilmarsson tók svo við af Kristjáni Inga.

Forsetaheimsóknir í Hellisgerði

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Fyrstu árin var Hellisgerði eingöngu opið um helgar á sumrin, en fljótlega eftir stríð var ákveðið að hafa opið eftir hádegi alla daga. Áhuginn á Jónsmessuhátíðum félagsins glæddist nokkuð og sunnudaginn 24. júní 1950 varð gestafjöldinn meiri en nokkru sinni fyrr. Svo vel vildi til að Jónsmessuna bar upp á sunnudag líkt og fyrsta árið sem Jónsmessuhátíðin var haldin. Einmunablíða hélst allan daginn og átti það sinn þátt í að fólk flykktist í Hellisgerði. Lúðrablástur, lestur gamansögu, leikþáttur, ræður og söngur voru uppistaðan í skemmtidagskránni. Hellisgerði skartaði sínu fegursta og heppnaðist hátíðin vel í alla staði.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Hellisgerði var vanalega opnað fyrir gestakomur 1. júní og var opið daglega frá morgni til kvölds út ágústmánuð. Á góðviðrisdögum var opið til tíu á kvöldin og var aðsókn jafnan góð. Sumarið 1952 var útvarpstæki komið fyrir í garðinum svo að fólk gæti hlustað á fréttir og vinsælustu dagskrárliði. Mæltist þessi nýlunda vel fyrir. Haustið eftir var haldinn undirbúningsfundur fyrir 30 ára afmæli Hellisgerðis.

Hellisgerði

Hellisgerði 2023 fossinn t.v.

Á aðalfundi Magna um haustið lýsti Kristinn J. Magnússon formaður því yfir að hann sæi fyrir sér að hægt væri að útbúa einn eða tvo fossa í garðinum og koma þar fyrir fleiri listaverkum. Svo bætti hann við að það mætti útbúa líkan af íslenskum sveitabæ og koma því fyrir á fallegum stað til yndisauka fyrir gesti Gerðisins. Ingvar Gunnarsson garðvörður minnti á nauðsyn þess að koma upp gróðurhúsi í Hellisgerði á þessum sama fundi.
Bæjarstjórnin tók á móti Sveini Björnssyni, fyrsta forseta Íslands, í Hellisgerði þegar hann kom í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar 13. september 1944. Við það tækifæri afhenti Kristinn Magnússon, formaður Magna, forsetanum stóra litaða ljósmynd úr Hellisgerði.
Hellisgerði
Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands og Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar 27. september 1953. Móttökuathöfn var í Hellisgerði þar sem bæjarstjórinn Helgi Hannesson ávarpaði forsetahjónin að viðstöddum fjölmörgum bæjarbúum og stóðu skátar og íþróttafólk heiðursvörð. Þessi siður hefur verið viðhafður þegar forsetar landsins koma til bæjarins í opinberar heimsóknir. Margir erlendir ferðalangar hafa gert sér ferð í Hafnarfjörð til að líta á Hellisgerði. Lengi vel kom fólk úr öðrum byggðarlögum til bæjarins til að njóta þess sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Komst sá kvittur á kreik upp úr miðri liðinni öld að á góðviðrisdögum mætti sjá fleira aðkomufólk í Hellisgerði en heimamenn.

Stækkun og framkvæmdir

Hellisgerði

Hellisgerði 1935.

Upphaflega var Hellisgerði 400 fermetrar að stærð en var stækkað í 4.000 fermetra 1926-27. Þegar skipulagsuppdráttur bæjarins var samþykktur árið 1933 var gert ráð fyrir enn frekari stækkun garðsins, enda var farið að tala almennt um Hellisgerði sem mikinn dýrgrip fyrir bæinn. Gekk þetta eftir 1943 þegar Hellisgerði var stækkað um 3.000 fermetra.
Landsvæðið sem bættist við markaðist af Hellisgötu, Reykjavíkurvegi og Skúlaskeiði. Árið 1957 efndi garðráð til hugmyndasamkeppni um skipulag Hellisgerðis. Árið eftir var teiknistofa garðyrkjumannsins Jóns H. Björnssonar fengin til að vinna uppdrátt að endurskipulagningu garðsins þar sem mið var tekið af innsendum tillögum.

Hellisgerði

Hellisgerði norðanvert.

Skipulagið gerði ráð fyrir talsverðri stækkun Hellisgerðis. Bæjarstjórn samþykkti 5. apríl 1960 að veita Magna viðbótarsvæði sem spannaði 6.000 fermetra. Spildan var norðanvert við þáverandi ræktunarsvæði og lá að mestu meðfram Skúlaskeiði. Girðingin var færð út og flutningur á mold hafinn enda víðast hvar grunnt á grjót. Vorið 1963, þegar Hellisgerði var 40 ára, beið gróður í Gerðinu afhroð í páskahreti sem hafði veruleg áhrif á gróðurfar víða um land. Gróðurinn náði sér aldrei almennilega á strik þetta sumar en menn létu ekki deigan síga. Hafnarfjarðarbær réð þetta sama ár til sín garðyrkjuráðunautinn Baldur Maríusson sem fylgdist með framkvæmdum í Hellisgerði. Útgerðarfélagið Venus færði félaginu 25 þúsund krónur að gjöf í tilefni afmælisins sem nota átti til ræktunar á svæðinu sem bættist við árið 1960.

Svavar Kærnested var ráðinn forstöðumaður

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Hellisgerðis vorið 1966 og fékk garðráð sérstaka fjárveitingu frá Hafnarfjarðarbæ til að ráðast í verulegar endurbætur á elsta hluta garðsins. Hlaðnar voru hraunhæðir og kantar sem spönnuðu um 300 fermetra. Lagðir voru nýir göngustígar og blómum plantað í miklu magni í blómabeð. Vigfús Sigurðsson, formaður garðráðs, sýndi bæjarstjóra, bæjarstjórn og öðrum velunnurum Hellisgerðis framkvæmdirnar í ágúst 1967. Næstu ár var Hellisgerði aðeins opið á sumrin en þetta breyttist eftir að starfsemi Magna var hætt 1977. Tekin var ákvörðun um að hafa Hellisgerði opið allt árið og hafði sú ákvörðun sínar afleiðingar.
Haustið 1983 voru miklar skemmdir unnar á grjóthleðslum frá árunum 1966-67. Voru þær rifnar niður og grjót lá út um allt. Ráðist var í að lagfæra skemmdirnar vorið eftir en margt annað þarfnaðist lagfæringa.

Endurskipulagning

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Pétur Jónsson landslagsarkitekt og Kristján Ingi Gunnarsson garðyrkjustjóri unnu skýrslu um ástand Hellisgerðis árið 1986. Lögðu þeir til miklar endurbætur ef garðurinn ætti að standa undir nafni. Árið eftir hófst vinna við margvíslegar breytingar sem miðuðu að því að færa garðinn nær náttúrulegu umhverfi sínu. Girðingar voru endurnýjaðar og aðkomuleiðin við Reykjavíkurveg lagfærð. Steinsteyputröppur voru fjarlægðar og þrep úr hraunhellum útbúin í stað þeirra. Tjörnin var endurmótuð úr hraungrjóti og foss útbúinn í klettinum vestan hennar. Við þetta myndaðist smálækur sem var brúaður með trébrú. Við framkvæmdirnar brotnaði styttan af Yngsta fiskimanninum. Hún safnaði ryki í geymslu þar til ráðist var í að steypa nýja styttu úr bronsi. Henni var komið fyrir í tjörninni á 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar.

Hellisgerði

Bosnai-tré í Hellisgerði.

Árið 1999 var reitur girtur í norðanverðum garðinum svo að hægt væri að sýna þar Bonsai-tré sem Páll Kristjánsson hafði ræktað á 25 ára tímabili. Bonsai-tré eru ræktuð í pottum samkvæmt aðferð sem Japanar eru þekktastir fyrir að þróa. Ræturnar eru klipptar og þrengt að þeim þannig að úr verða dvergvaxin tré.
Bonsai-safnið taldi 150 tré sem voru geymd innanhúss á veturna en tekin út á sumrin. Voru 70 tré sýnd í einu og þeim skipt út eftir því sem leið á sumarið. Starfsemi Bonsai-garðsins var hætt haustið 2010 og nú er fátt sem minnir á að dvergtré hafi eitt sinn verið sýnd í Hellisgerði.
Um aldamótin 2000 hófst endurgróðursetning vegna þess að nokkur elstu trén voru úr sér vaxin. Aðalinngangurinn við Reykjavíkurveg var lagfærður ásamt hinum þremur inngöngunum í Hellisgerði.
Sumarið 2001 lauk umbótunum að mestu þegar gengið var frá vönduðum steinhleðslum og skilti með yfirlitskorti af Hellisgerði. Þegar 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar nálgaðist var tjörnin endursteypt og lögun hennar felld að landslaginu samkvæmt hönnun Péturs Jónssonar.

Merkileg tré

Hellisgerði

Tré í Hellisgerði.

Fjölbreyttur trjágróður af innlendum og erlendum uppruna er í Hellisgerði. Fyrstu birki- og reynitrén voru gróðursett á flötinni fyrir framan Fjarðarhelli. Þeim hefur fækkað vegna grisjunar en birkitrén úr Þórsmörk mynda þéttan reit í klettunum norðan Fjarðarhellis. Upphaflega voru þetta beinvaxnir nýgræðingar en nú eru þetta kræklótt birkitré með íslenskum sérkennum. Fimm árum eftir gróðursetningu hófst grisjun vegna þess hversu þétt trén voru.
Megnið af trjánum sem Ingvar gróðursetti á fyrstu árunum lifa en sum eru orðin frekar lúin og úr sér gengin.

Hellisgerði

Í Hellisgerði – beygitré, plantað 1924.

Fjórar gráaspir frá upphafsárunum dafna ágætlega í garðinum. Stærsta tréð stendur skammt frá tjörninni. Það losnaði í stormi 1972 en var rétt af og stagað niður. Gráösp er blendingur blæaspar og silfuraspar og vex víða í Evrópu, allt austur til suðurhluta Rússlands. Sennilega barst tréð frá Danmörku fyrir tilstuðlan Einars Helgasonar. Þrjú gömul beykitré eru í Hellisgerði og er tréð sem stendur vestan Fjarðarhellis með þeim fallegustu á landinu. Digur stofn og bognar greinar sýna hvernig vindurinn hefur mótað vöxtinn á fyrstu árunum á meðan lítið skjól var í Gerðinu.
HellisgerðiAnnað beykitré er í Stórugjótu og minnsta tréð í klettaskoru ofan við Fjarðarhelli. Jarðvegurinn er grunnur og tréð stendur áveðurs sem hefur komið niður á vextinum. Stór dögglingsviður sem kominn er til ára sinna er dálítið tætingslegur, víða eru alaskaaspir og lindifurur setja svip á umhverfið. Tvær hrossakastaníur, sem gróðursettar voru á upphafsárunum, standa sig ágætlega. Önnur er við Hellisgötu en hin norðan við tjörnina við hliðina á stóru gullregni og slútir yfir gangstíginn að tjörninni. Skammt frá er blóðheggur og annar minni nærri Skúlaskeiði. Stórvaxin sitkagrenitré mynda skjól í garðinum, klifurhortensía liggur þétt við klettavegg, blæaspir eru á tveimur stöðum og víða eru reynitré ásamt stórum silfurreynitrjám á áberandi stað í vesturhluta garðsins. Síberíulerki er skammt frá ræðupúltinu og rétt hjá styttu Bjarna Sívertsens er stór bergfura, en þær eru víðar í garðinum. Vörtubirki er skammt frá Fjarðarhelli, sitkaölur leynist í skjólsælli laut og nærri innganginum við Reykjavíkurveg eru himalayaeinir, gullsópur og myrtuvíðir. Árið 1988 gaf Starfsmannafélag Hafnarfjarðar tvo hlyni og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf nokkrar stafafurur á sama tíma. Hér og þar má finna ylli, sýrenur og skriðmispil ásamt rósum, maríustakk og burknum og um allan garðinn eru fjölærar jurtir af margvíslegum toga.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Hellisgerði er fallegur en viðkvæmur unaðsreitur í miðri byggð sem ber þess merki að umgengnin er ekki alveg í samræmi við það sem frumkvöðlarnir lögðu upp með. Helsta vandamál Hellisgerðis felst í því að þar starfar ekki garðvörður eða starfsfólk að staðaldri sem ber ábyrgð á umhirðu garðsins, sem þarfnast stöðugrar umönnunar.
Sumardaginn fyrsta 2010 var Hollvinafélag Hellisgerðis stofnað og er tilgangurinn að standa vörð um þessa perlu og vekja athygli á mikilvægi þess starfs sem þar hefur verið unnið. Á sama tíma tók Álfagarðurinn til starfa sem hefur aðsetur í Oddrúnarbæ.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Hellisgerði var helsti almenningsgarður landsins á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og styrkti fólk í trúnni á að hægt væri að breyta ásýnd landsins með ræktun trjátegunda af margskonar ætt og uppruna. Þeir sem unnu að ræktuninni í upphafi og mótuðu garðinn gerðu það í fullkomnu samræmi við náttúrulega lögun landsins. Þarna varð fyrsti landslagsgarður landsins að veruleika og sem slíkur er hann einstakur.
Umhverfi Hellisgerðis er mótað af klettum, lautum, mishæðóttu landslagi og fjölbreyttum gróðri sem skapar einstaka heildarmynd.
Það er stórmerkilegt að átján karlmenn sem stofnuðu félag í þeim tilgangi að hlusta á alþýðufræðsluerindi og stunda rökræður hafi ræktað fyrsta landslagsgarðinn hér á landi. Þeim gekk það eitt til að fegra bæinn sinn og vernda náttúrulegt umhverfi hans. Þeir trúðu á hugsjónir sínar og lögðu sig fram um að fóstra viðkvæman gróðurinn sem er fyrir löngu vaxinn upp fyrir hæstu kletta. Hellisgerði ber vitni um mikinn metnað fárra manna sem lögðu á sig ómælda vinnu í þágu komandi kynslóða.“ -Jónatan Garðarsson.

Hellisgerði

Hellisgerði – loftmynd.

-Hellisgerði 100 ára – Blóma- og skemmtigarður 1923-2023
Í ótilgreindu riti er m.a. fjallað um Hellisgerði 100 ára: „Sjálfstæðisbarátta Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar leiddi af sér aukna vitund um menningu og umhverfi.

Hellisgerði

Hellisgerði – upplýsingaskilti.

Torg og almenningsgarðar eins og tíðkuðust erlendis þóttu til prýði í bæjum. Fólk vildi láta gott af sér leiða og samtakamáttur félaga eins og kvenfélaga, ungmennafélaga og málfundafélaga sýndi sig í verki, meðal annars við gróðursetningu og garðrækt. Hugsjónir aldamótakynslóðarinnar um nýtt og betra Ísland voru endurspeglaðar í þessu starfi. Hellisgerði er skýrt dæmi um þetta er garðurinn er einn af fjórum fyrstur almenningsgörðum hér á landi sem komið var á fót með þessa hugsjón að leiðarljósi.
Hinir garðarnir voru Austurvöllur á Ísafirði, Alþingisgarðurinn í Reykjavík og Skrúður í Dýrafirði.
Við gerð Hellisgerðis var gróður lagður í landið og þess gætt að einkennum hraunlandslagsins væri ekki raskað. Þannig er gerður landslagsgarður en ekki klassískur skrúðgarður.
Inngangar inní garðinn eru fjórir og frá þeim liggja bugðóttir malarstígar sem fylgja formi landsins. Hraunhellur við innganga, í tröppum meðfram stígum og á torgi við tjörn sem liggur í laut. Tjarnarsvæðið er hjarta garðins og mikilvægasta hluti þess og hefur sá hluti hans gengið í gegnum sem mestar breytingar. Þessar breytingar endurspegla tíðaranda í samfélaginu og strauma og stefnur í garðhönnun.
Hellisgerði
Upphaflega var tjörnin D-laga með steyptum botni umkring hlöðnu steinbeði. Á gömlum myndum má sjá fjölærar plöntur og jurtir ásamt sumarblóðum.
Útí tjörninni var styttan Yngsti fiskimaðurinn eftir Ásmund Sveinsson. Leiða má líkum að því að Ásmundur hafi haft áhrif á útlit og hönnun tjarnarinnar. Hann var menntaður í Evrópu snemma á 20. öld og varð fyrir áhrifum módernisma. Í þeim anda fólst m.a. nútímalegri efnisnotkun, notkun á steinsteypu og í hreinum formum sem mátt sjá í hönnun tjarnarinnar.

HellisgerðiÍ tímans rás hafa verið gerðar nokkrar endurbætur og breytingar á garðinum til að viðhalda honum og til þess að mæta þörfum hvers tíma. Pétur Jónsson landslagsarkitekt hefur verið ráðgjafi í þeim efnum en í nánu samstarfi við garðyrkjustjóra bæjarins. Í þessu samhengi má helst nefna betra aðgengi að tjarnarsvæði með stígum, tröppum og hraunstöllum og tilheyrandi gróðursetningu.
Síðar var tjörnin lagfærð og form hennar mýkt. Gerður var foss við klett og sprungu í hrauninu ofan við tjörnina með því að mynda nokkra stalla úr hraunefni auk þess sem brú var gerð yfir þann læk.

Hellisgerði

Hellisgerði – Oddubær.

Aðkoman frá Reykjavíkurvegi var löguð og dvalarsvæði útbúið í kringum Oddubæ. Þar var gert leiksvæði og lítið svið. Við allar þessar framkvæmdir var haldið í núverandi hraunmyndanir og náttúra svæðisins látin halda sér.
Höggmynd Ásmundar Sveinssonar Yngsti fiskimaðurinn var afhjúpuð í Hellisgerði á Jónsmessu árið 1942 og var gjöf hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis. Verkið sýnir barn sem situr á stórum þorski en úr gini fisksins þeysist upp vatn. Upphaflega var verkið úr steinsteypu en var síðar steypt úr bronsi og aftur komið fyrir í tjörninni árið 2008.

Áhrif erlendis frá

Í New York árið 1880 var Central Park svar við geysihröðum vexti borgarinnar og hannaður að Frederick Olmsted.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Tilgangurinn var að gera grænt svæði fyrir fólkið í borginni sem hafði ekki aðgang að görðum og grænum svæðum. Olmsted er talinn á meðal brautryðjenda svokallaðra landlagsgarða þar sem náttúran og landið hafa áhrif á hönnun. Stígar hlykkjast og hæðarmunur hefur áhrif á legu og form garða. Hönnun garða almennt hafa þróast í tímanna rás og tók nokkrum breytingum við upphaf nítjándu aldar með hugmyndum Írans William Robinson sem vildi sjá meira af villtum gróðri í görðum og lagði áherslu á að menn notuðu meira af svæðisbundnum tegundum. Hann var upphafsmaður enska fjölæringsbeðsins og hins svokallaða náttúrugarðs eða villta garðs. Á svipuðum tíma ruddi nýklassískur garðstíll kenndur við Reginald Blomfield sér til rúms.
Í slíkum görðum sóttu menn hugmyndir í endurreisnargarða en milduðu hörð form með gróskumiklum gróðri. Þessi tveir stílar runnu saman í hinn svokallaða Arts and Crafts stíl uppúr aldamótunum 1900 og einkenndist hann af fjölæringabeðum sem gerðar voru tilraunir með.

Á Hellisgerði sér fyrirmynd?

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Greina má ofangreindar hugmyndir í Hellisgerði þó garðurinn eigi sér líklega ekki neina sérstaka fyrirmynd hvað stíl og hönnun varðar. Hann var skapaður af hugsjón og áhuga á garðrækt. Garðurinn átti að skapa áhuga almennings á garðrækt með það að leiðarljósi að skapa vettvang til útiveru. Mætti því kalla Hellisgerði eins konar garðyrkjumannagarð sem hefur að geyma ýmiskonar tilraunaræktun. En eins og hlutverk þessara garða er ætlað í borgum og bæjum almennt er Hellisgerði vinsæll viðkomustaður fólks og skipar stóran sess í hugum okkar Hafnfirðinga. Hann er ekki einungis notaður sem lystigarður á sunnudögum eða efniviður til ljósmyndunnar heldur á að hann að vera vin í erli hversdagsleikans þar sem fólk getur sest niður og notið náttúrunnar.
Uppdráttur með vatnslit gerður af Hrólfi Sigurðssyni listmálara sem vann á teiknistofu fyrsta landslagsarkitektsins Jóni H Björnssyni. Hann vann m.a. sem garðteiknari.

Tveggja alda spegill Hellisgerðis
Skipuleg gróðursetning hófst í Hellisgerði vorið 1923 en sagan er mun lengri. Anna Cathinca Jürgensen Zimsen kaupmannsfrú í Akurgerði ræktaði grænmeti til heimilisnota í Hellisgerði eftir miðja 19. öld og hlúði að gróðri sem þar var fyrir.
Bjarni Sívertsen flutti árið 1813 um 500 tré frá Skotlandi til Hafnarfjarðar og útbjó tráreit nærri Fjarðarhelli. Christian Due Zimsen eiginmaður Önnu Cathincu lét friða svæðið umhverfis Fjarðarhelli, hlaða varnargarð úr hraungrjóti sem fékk nafnið Hellisgerði og slétta bala á hraunhól sem var nefndur Borðið. Þangað fór Zimsenfjölskyldan með nesti á góðviðrisdögum og naut þess að vera úti í náttúrunni.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Theódór Mathiesen kaupmaður tók við matjurtargarðinum í Hellisgerði þar til hann flutti til Reykjavíkur en þá fékk Gísli Gunnarsson leyfi til að byggja hús á mörkum Djúpugjótu. Gísli stækkaði kálgarðinn og túnið með því að breiða tað og slóg á berar hraunklappirnar.
Árið 1907 fékk hann Hellisgerði til fullra afnota og réð tvo hleðslumenn til að endurreisa grjótgarðana. Gísli flutti mold í kálgarðinn og gróðursetti reynitré sem Jón Bergsteinsson frá Óttarstöðum færði honum. Veturinn 1918 kól flest tré í Hafnarfirði en Gísla tókst að halda lífinu í trjánum í Hellisgerði. Ögmundur Sigurðsson skólastjóri Flensborgarskóla og Gísli hvöttu bæjaryfirvöld til að taka frá landsvæði fyrir almenningsgarð í bæjarlandinu.
Gísli taldi einsýnt að útbúa bæjargarð í Hellisgerði en Ögmundur vildi að hafa garðinn á Gerðistúni við Lækinn þar sem Barnaskóli Hafnarfjarðar reis 1927. Gísli seldi húsið sitt 1920 en hélt Hellisgerði til 1922 þegar bæjarstjórn óskaði eftir því að hann léti landið af hendi svo að hægt væri að ráðast í gerð almenningsgarðs.

Málfundarfélagið Magni

Hellisgerði

Karlakórinn Þrestir í Hellisgerði.

Valdimar Long bóksali og Þorleifur Jónsson forstjóri stofnuðu Málfundafélagið Magna 2. desember 1920 ásamt 16 öðrum Hafnfirðingum. Meðal þeirra var Guðmundur Einarsson trésmiður sem lagði til 15. mars 1922 að félagið hefði forystu um gerð skemmtigarðs í bænum. Skipuð var þriggja manna nefnd sem lagði til að félagið óskaði eftir Hellisgerði undir slíkan garð. Bæjaryfirvöld féllust á hugmyndina haustið 1922 gegn því að Magni léti girða landið og byrjaði gróðursetningu innan tveggja ára. Félagið tók lán til framkvæmda og vorið eftir var lokið við að girða landið og steypa ræðustól við Fjarðarhelli.
Jónsmessuhátíð var haldin í Hellisgerði 24. júní 1923 og afhenti Magnús Jónsson bæjarstjóri Hellisgerði með formlegum hætti.
Næstu ár gekkst félagið fyrir árlegri Jónsmesshátíð og aflaði þannig fjármuna til að standa undir rekstri Hellisgerðis. Félagið aflaði líka tekna með því að selja fjölær blóm og tré til bæjarbúa.

Skipulagsdagsskrá og garðráð

Hellisgerði

Hellisgerði – ræðupðúlt frá 1923.

Magni samþykkti skipulagsdagsskrá Hellisgerðis haustið 1923 og þar var tilgangurinn skilgreindur.
Þegar fyrsti skipulagsuppdráttur Hafnarfjarðar var samþykktur 1933 var framtíðarlandsvæði Hellisgerðis markað. Fljótlega spurðist út um allt land hversu merkilegt starf fór fram í Hellisgerði og töldu margir garðinn vera mesta dýrgrip Hafnarfjarðar. Segja má að þetta hafi verið fyrsti landslagsgarðurinn sem felldur var að náttúrulegu umhverfi og mótaður samkvæmt því.
Fimm manna garðráð sá um skipulag og framkvæmdir og var Kristinn J. Magnússon málarameistari formaður Magna lengst af formaður garðráðs. Þegar starfsemi Magna dróst saman var farið að huga að breyttu fyrirkomulagi og var Hellisgerði afhent Hafnarfjarðarbæ til eignar á 80 ára afmæli bæjarins árið 1988.

Ræktunarstarfið

Hellisgerði

Í Hellisgerði – ræðupúltið að baki.

Haustið 1923 útvegaði Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri Magna 1000 birkiplöntun frá Hallomsstað sem var plantað um veturinn.
Þegar hefja átti gróðursetningu vorið 1924 var ekki hægt að gróðursetja nema 200 plöntur, hitt var ónýtt vegna vetrarkulda. Kofoed Hansen skógræktarstjóri útvegaði 500 birkiplöntur austan úr Þórsmörk ásamt 100 reynitrjám og 10 barrtrjám frá Hallormsstað. Þórsmerkurbirkið var smávaxið en tók við sér þegar það komst í þokkalegan jarðveg.
Ingvar Gunnarsson kennari gróðursetti fyrsta tréð 18. maí 1924 en hann var garðvörður Hellisgerðis um áratuga skeið.Ingvar var ekki lærður garðyrkjumaður en viðaði að sér fróðleik sem gagnaðist við ræktunina. Hann útvegaði mold og dreifði henni um garðinn til að bæta jarðvegsþykktina og bar vatn í fötum úr nærliggjandi húsi til að vökva gróðurinn því fyrsta sumarið var þurrt og sólríkt.

Hellisgerði

Í Hellisgerði við Fjarðarhelli. Fyrstu reyniviðarhríslurnar.

Fyrstu árin var Ingvar stundum spurður að því hvort hann hefði nokkuð týnst í skóginum en með tímanum jókst virðing fólks fyrir þrautseigju hans og útsjónarsemi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1946 fyrir starf sitt í Hellisgerði og sinnti hann ræktunarstarfinu til dauðdags 1962.
Sigvaldi Jóhannsson garðyrkjumaður kom til starfa í Hellisgerði 1944 og tók við af Ingvari. Svavar Kærnested garðyrkjumaður var forstöðumaður Hellisgerðis til 1971 en eftir það sinntu m.a. Ásdís Konráðsdóttir og Kristján Gunnarsson garðyrkjustjóri Hellisgerði en undanfarin ár hefur Björn Bögeskov Hilmarsson garðyrkjustjóri borið ábyrgð á garðinum.

Velunnarar Hellisgerðis

Hellisgerði

Fjarðarhellir í Hellisgerði.

Árið 1939 voru útiskemmtanir orðnar það algengar í bænum að finna þurfti önnur ráð til að afla fjár. Félagsmönnum var fjölgað og prentuð voru styrktarkort sem seldust ágætlega, en mest munaði um stuðning fyrirtækja, bæjaryfirvalda og einstaklinga.
Hjónin Bjarni Snæbjörnsson læknir og Helga Jónasdóttir gáfu styttuna „Yngsti veiðimaðurinn“ eftir Ásmund Sveinsson árið 1942 sem komið var fyrir í gosbrunni í Djúpugjótu.
Styttan laskaðist þegar gerðar voru breytingar á garðinum á áttunda áratugnum en hún var lagfærð og sett á sinn upprunalega stað á 100 ára afmæli bæjarins 1. júní 2008.
Útgerðarfélögin Hrafna-Flóki og Vífill gáfu 25 þúsund krónur í tilefni 25 ára afmælis Magna árið 1945 og var samið við Ríkharð Jónsson myndhöggvara um gerð brjóstmyndar af Bjarna riddara Sívertsen. Þórdís Bjarnadóttir afkomandi Bjarna Sívertsen afhjúpaði minnisvarðann 10. september 1950. Auk þess var lágmynd af Guðmundi Einarssyni frumkvöðli um vernd og ræktun Hellisgerðis afhjúpuð 1963.

Breyttir tímar

Hellisgerði

Hellisgerði – söfnunarbaukurinn.

Fyrstu áratugina fékk enginn að fara inn í Hellisgerði nema greiða aðgang og var garðurinn aðeins opinn á sumrin. Aðalinngangurinn var fyrir miðri Hellisgötu og var gengið um járnhlið.
Mörg þúsund gestir komu á sumrin til Hafnarfjarðar til þess að skoða Hellisgerði og gengu allir framhjá söfnunarbauki úr bronsi sem leit út eins og höfuð. Öðru eyra höfuðsins var snúið og skaust þá tunga úr bronsi út úr munninum. Börnum þótti afar spennandi að setja smápeninga á tunguna og sjá styttuna sporðrenna myntinni. Söfnunarbaukurinn sem margir muna eftir Á áttunda áratug 20. aldar voru girðingar einfaldaðar, gosbrunninum breytt í tjörn og með hjálp dælukerfis og var útbúinn foss með rennandi vatni.
Árið 1999 var gerður Bonsaigarður þar sem nokkrum dvergtrjám í pottum var stillt upp á sumrin en þau eru ekki lengur til sýnis í Hellisgerði.
Sumarið 2001 var hlaðið gerði úr hraungrjóti við Reykjavíkurveg og nýlega var komið fyrir skiltum þar sem lesa má minningar fólks um garðinn.

Áhrif á garðamenningu landsmanna

Hellisgerði

Hellisgerði að haustlagi.

Ásgeir Ásgeirsson forseti kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Hafnarfjarðar árið 1953 og tók á móti bæjarbúum í Hellsigerði. Svo merkilegur þótti skrúðgarðurinn að ljósmyndir af honum birtust reglulega í erlendum og innlendum blöðum og tímaritum og meira að segja á plötuhulstri. Slíkt orð fór af fegurð Hellisgerðis að ferðamenn komu um langan veg til að skoða garðinn og lofuðu margir þessa paradís.

Hellisgerði

Hellisgerði að haustlagi.

Hellisgerði var helsti almenningsgarður landsins á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og styrkti marga í trúnni á að hægt væri að breyta ásýnd landsins með ræktun fjölbreyttra trjátegunda. Gróðurinn, skjólið og landslagið orka sterkt á marga og því er haldið fram að huldar verur búi þar í klettum.
Magnamenn trúðu á hugsjónir sínar og lögðu sig fram um að fóstra viðkvæman gróður sem er fyrir löngu vaxinn langt upp fyrir ræðustólinn við hliðina á Fjarðarhelli. Hellisgerði ber vitni um mikinn metnað fárra manna sem lögðu á sig ómælda vinnu í þágu komandi kynslóða.

Að rækta garðinn sinn

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Í gegnum tíðina hefur maðurinn bætt ræktunarskilyrði á ýmsa vegu. Hér á norðurhveli er það helst skortur á sumarhita og umhleypingar sem standa ræktun fyrir þrifum.
Vindur og það sem honum fylgir eins og salt og þurrkur setur ræktun oft miklar skorður. Snjór er besta vetrarskýlið.
Lágur sumarhiti er oftast talinn takmarka mest ræktun framandi plöntuegunda hérlendis. Hægt er að hækka hitastigið um nokkrar gráður með því að skapa skjól.
Áður fyrr voru grjótgarðar mikið notaðir hérlendis til að bæta ræktunarskilyrði og til að halda búfé frá. Síðan komu skjólbelti úr trjám og runnum til sögunnar. Skjólveggir úr timbri hafa verið mikið áberandi í húsagörðum síðustu ár.

HellisgerðiMishæðir í landslagi hafa alla tíð verið nýttar til að bæta ræktunarskilyrði eins og gert var í Hellisgerði þar sem ræktun hófst í skjóli hraunsins. Á bersvæði getur það ráðið úrslitum um það hvort plöntur lifi að planta skjólmegin í þúfur. Aflíðandi hlíðar í vari fyrir verstu vindátt eru gjarnan bestu staðirnir til ræktunar. Lægðir og brekkurætur geta verið varasamir staðir til ræktunar sökum hættu á frosti á vaxtartíma. Hvers vegna ná suðlægar tegundir trjágróðurs þroska í Hellisgerði? Trúlega vegna þess að Gerðið er sérstaklega skjólsælt. Það gerir hraunið. Einnig drekkur dökkt bergið í sig varma frá sólinni. Með Með því að bæta skilyrðin má rækta hérlendis gróður sem er af mun suðlægari breiddargráðum en Ísland. Forsenda t.d. ræktunar ávaxtatrjáa er að skapa skjól.“

Heimildir:
-Skógræktarritið 2013, Jónatan Garðarsson, Hellisgerði – Níutíu ára skrúðgarður, bls. 12-27.
-Hellisgerði 100 ára, Blóma- og skemmtigarður 1923-2023.
-Lækurinn, blað Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 2004, Hellisgerði; Jónatan Garðason, bls. 10-12.
-Vikublaðið Brúin, Þorleifur Jónsson, 1929.

Hellisgerði

Hellisgerði – skilti í tilefni af 100 ára afmæli garðsins.