Hellisgerði

Við inngang Hellisgerðis, skrúðgarðs Hafnfirðinga, er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Saga Hellisgerðis

Hellisgerði

Hellisgerði í ágúst 2023.

Þann 15. mars árið 1922 hélt Guðmundur Einarsson framsögu á fundi Málfundafélagsins Magna er hann nefndi “Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?” Svaraði hann spurningunni játandi, m.a. með því að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd til að vinna áfram með tillöguna og komst hún að þeirri niðurstöðu að “Hellisgerði” á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar væri kjörið fyrir garðinn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að láta félaginu í té hið umbeðna garðsvæði endurgjaldslaust sama ár. Sumarið 1923 var haldin þar Jónsmessuhátíð til að afla fjár til starfseminnar og við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði formlega.

Hellisgerði

Hellisgerði – gosbrunnur.

Í skipulagskrá sem samin var fyrir garðinn kemur fram að tilgangur hans var fyrst og fremst þríþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtigarður þar sem bæjarbúar ættu kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar.

Vorðið 1924 hófst ræktun í Hellisgerði. var þá Ingvar Gunnarsson ráðinn starfsmaður þar og var hann forstöðumaður garðsins allt til dauðadags árið 1962.

Sjá meira um Hellisgerði HÉR.

Hellisgerði

Hellisgerði 1942.

Upphafleg stærð Hellisgerðis var um 400 m2 en árið 1960 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta Magna í té 6000 m2 land til viðbótar. Eftir að starfsemi Magna lagðist niður hefur umsjón og eftirlit Hellisgerðis verið á herðum garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar.

Hellisgerði

Hellisgerði 2023.