Landnám

Í Landnámu er greinargóð lýsing á landnámi Ingólfs.

Landnám

Landnám Íslands – póstkkort Samúels Eggertssonar.

Samkvæmt henni ræður Ölfusá og Sogið að suðaustan og austanverðu, þá Ölfusvatn, sem síðar nefndist Þingvallavatn, þá Öxará. Öxará rennur milli Búrfells og Súlna og fellur úr Myrkravatni, sem er skammt norður af Búrfelli. Norðaustur af Myrkravatni er Sandvatn, vestan undir Súlum, en úr því fellur Brynjudalsá, og ræður hún takmörkum landnáms, en síðan Hvalfjörður og þá haf allt að vestan og sunnan til mynnis Ölfusár.

Landnám

Landnámið.

Steinunn gamla, frændkona Ingólfs, var hinn fyrsta vetur með honum eftir að hún kom til landsins. Þá hún síðan af honum Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf honum í staðinn heklu flekkótta og vildi þá kalla, að hún hefði keypt landið svo að síður væri hætta á að rift væri gjöfinni. Land það, er Steinunn eignaðist, var afar víðáttumikið, náði frá Ósabotnum yfir allt Rosmhvalanesi, Miðnes, Garðskaga, Njarðvík og alla Vatnsleysuströnd inn að Hvassahrauni. Eflaust hefur hún búið suður á Rosmhvalanesi, líklega á Gufuskálum, því alla Vatnsleysuströndina gaf hún aftur úr landi sínu.

Landnám

Landnám Ingólfs á Reykjanesskaga.

Eyvindur, frændi Steinunnar og fóstri, fékk að gjöf frá henni landið milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hann bjó í Kvíguvogum, sem nú heitir í Vogum, en Kvíguvogabjörg heita nú Vogastapi, Njarðvíkurstapi eða einungis Stapi. Hrollleifur í Heiðabæ kúgaði Eyvind til þess að hafa við sig landaskipti. Fluttist Hrollleifur þá suður í Kvíguvoga og bjó þar síðan, en Eyvindur bjó nokkra vetur í Heiðabæ og fór síðan suður á Rosmhvalanes til Bæjarskerja.
Sagnir eru og af fleiri landnámsmönnum er fengu af upprunalegu landi Ingólfs.
Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur son hans bjó að Vogi.
Molda-Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.

Skarðsbók

Skarðsbók Landnámu.

Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og Jófríðar Gunnarsdóttur, þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona. Gnúpur Molda-Gnúpsson átti Arnbjörgu Ráðormsdóttur, sem fyrr er ritað. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.
Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum.
Herjólfur hét maður Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámamanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfur land á milli vogs og Reykjaness.

-Landnáma – Sturlubók.

Gufuskálar

Gufuskálar – uppdráttur ÓSÁ.

Herdísarvík

Í októbermánuði 2024 eru 160 ár liðin frá fæðingardegi Einars skálds Benediktssonar.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Eftirfarandi er úr grein Konráðs Bjarnason um Einar Benediktsson í Herdísarvík. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
“Höfundur hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Herdísarvík átti Einar sjálfur, hafði keypt jörðina 1910 og voru þrír Norðmenn með honum í kaupunum. Höfundur átti á árinu 1934 þau Hlín og Einar að húsbændum. Þá átti Einar enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Einar skál Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila. Við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: “Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn”. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar jarðirnar í Krýsuvík af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.

Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans, Einars, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með fullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
Ólafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlenginga ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson, ásamt sambýliskonu sinni, Hlín Johnson, til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933, en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt. Hann varð að flytja sig í norðurbaðstofuna, svefnstað vinnufólksins.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði. Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalahraun. Þess vegna koms drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn í Selvog með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfðubólinu Nesi. Það með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur.

Herdísarvík

Einar og Hlín.

Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni, sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dg áhestum til Herdísarvíkur.
Nokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdisarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagrðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur var kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum bátum í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins í land.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Mest fór fyrir tilsniðunum húsagerðarvið, sem var einnig í tilgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til kæðningar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldneytisbirgðir. Flutningur að sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Haldórsson, yfirsmiður, hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldisns gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson, forstjóri Völundar og tengdarsonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.

Herdísarvík

Herdísarvík- gamli bærinn nær.

Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur var lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Það með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Eins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilulagi skarðsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllu hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin er þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi á ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Hlín býður okkur til stofu. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á söng. Hann er vel klæddur, rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann er fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki, sem þá var mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Á vordögum 1034 er ég kominn til tvisvar hjá húsbændum Herdísarvíkur, sem bera eindæma prersónuleika. Hlín var fædd 16. Nóvember 1976 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn, dóttir Arnfríðar Guðrúnar Sigurðardóttur og Jóns Erlendssonar, skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi.
Á vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfðubólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdarstjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi.

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitkeskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir komu til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skólfum og haka. Arnfirðingar komu aftur til Herdísarvíkur. Vegargerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlimánaðar. (Sjá einnig um vegaframkvæmdina (Hlínarveginn) í frásögn Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála).

Herdísarvík

Hlín Johnson og vinnufólk í Herdísarvík.

Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrri hluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskapamenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur að hólmi.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson – andlitsmynd
Ásmundur Sveinsson.

Er kom að heimatúnslætti að Herdísarvík sló ég með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðunum “gæskur”. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þega frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndilegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þess rausn og urðu að iðjuleysingum.

Einar svaf vel út, en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu, sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö staup af léttu víni, sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsu jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra.

Skáldið, sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt, var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini.
Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fryrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: “Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja.” Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með vel fullt staup í stofu Einars sem dreypir á vel og endurheimtir stórpersónuleika sinn.

Höfði

Stytta af Einar Benediktssyni við Höfða.

Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðaspeki hans: “Þegar ég orti var ég með viti, en þegar ég lifði var ég vitlaus. Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður, en hinn er dóni. Þeir talast aldrei við”.

Tveimur árum síðar hefur skáldinu hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn.“

Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999 – Konráð Bjarnason, frá Þorkelsgerði í Selvogi.

Herdísarvíkurtjörn

Herdísarvíkurtjörn.

Valahnúkar

Gengið var norður gömlu Selvogsgötuna frá Bláfjallavegi neðan Grindarskarða. Selvogsgata er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og Selvogs.

Selvogsgata

Selvogsgata á Hellunum.

Haldið var niður Hellurnar þar sem gatan er klöppuð í bergið á kafla undan fótum, klaufum og hófum liðinna alda. Litið var á Strandartorfur (Kaplatóur) og gengið um Mygludali að Valabóli þar sem áð var í Músarhelli. Loks var götunni fylgt niður í Helgadal með viðkomu í Rauðshelli og stefnan tekin þaðan að Kaldárseli.
Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Þar sem staðið er á upphafsstaðnum við Bláfjallaveg má sjá þessa virkni “ljóslifandi”. Þegar horft er upp í Bollana (Stórabolla, Miðbolla og Syðstubolla), má sjá hvernig hlíðin, sem þeir eru á, hefur opnast og hraunið runnið niður þá í stríðum straumum. Miðbolli er einstaklega fallegur hraungígur. Utan í honum eru tvö önnur gígop og síðan fleiri í hlíðinni norðan hans. Frá honum má sjá fallegar hrauntraðir og í þeim eru nokkir fallegir hellar. Langahlíð, Dauðadalir og Lönguhlíðarhorn eru á hægri hönd en Kristjánsdalir og Kristjánsdalahorn á þá vinstri.

Grindarskörð

Grindarskörð og nágrenni.

Selvogsgatan lá áfram upp um Grindarskörð austan Stórabolla og áfram niður með Litla-Kóngsfelli, um Hvalskarð og niður í Selvog. Einnig liggur gata, vel vörðuð upp Kerlingargil milli Miðbola og Syðstubolla. Ofan þeirra eru gatnamót. Frá þeim liggur Hlíðarvegur niður að Hlíðarskarði fyrir ofan Hlíð við Hlíðarvatn, þar sem Þórir haustmyrkur er talinn hafa búið við upphaf byggðar. Grindarskörð eru nefnd svo vegna þess að Þórir þessi á að hafa gert þar grindur til að varna því að fé hans leitaði norður og niður hlíðarnar.

Grindarskörð

Grindarskörð.

Selvogsgatan liggur niður Hellurnar um Húsfellsbruna sem eru ágætlega greiðfær, allt suður að hálendinu. Þarna má sjá nokkur hraun, bæði slett helluhran og úfin apalhraun. Austast er hrikalegt Rjúpnadalahraunið úr Drottningu og vestast má sjá Tvíbollahraunið.

Framundan sést Helgafell (vinstra megin – 340 m.y.s) og Húsfell (hægra megin – 278 m.y.s)). Milli þeirra eru Valahnúkar (201 m.y.s). Á þeim trjóna tröllin hæst. Segir sagan að þau hafi verið á leið í Selvog, en orðið sein fyrir og ekki verið komin lengra er sólin reis í austri, ofan við Grindarskörðin. Varð það til þess að þau urðu að steini og standa þarna enn.

Selvogsgata

Selvogsgata – varða.

Helgafellið er eitt af sjö samnefndum fjöllum á landinu. Þau eru t.d. í Mosfellssveit, vestmannaeyjum, Dýrafirði og Þórsnesi á Snæfellsnesi. Hugsanlega er nafnið tengt lögun þessara fjalla, en þau eru að minnsta kosti sum hver regluleg eða heilleg að útliti. Af einhverjum ástæðum var talin helgi á Helgafelli á Snæfellsnesi. Orðið helgur er samandregin mynd úr heilagur, sem er skylt orðinu heill. Örnefni með Helga- að fyrra lið geta einnig verið dregin af mannsnafninu Helgi.

Búrfell

Búrfell og Kringlóttagjá.

Búrfellið (179 m.y.s) er neðan við Húsfellið. Frá Búrfelli rann hraun það sem Hafnarfjörður stendur að hluta til á fyrir um það bil 7200 árum. Hrauntröðin frá fellinu er ein sú stærsta á landinu, Búrfellsgjá.
Gengið var í gegnum Mygludali, en undir þeim er talið vera eitt mesta ferskvatnsmagn á svæðinu. Dalurinn er talinn hafa verið nefndur eftir hryssu Ingólfs Arnarssonar, Myglu, en aðrir telja að nafnið sé til komið vegna myglu er leggst yfir dalinn er líða tekur á sumarið.

Valaból

Í Valabóli.

Litið var við í Valabóli norðaustan í Valahnjúkum. Þar er Músarhellir sem áður var notaður sem áningastaður en síðar sem gististaður Farfugla eftir að þeir girtu staðinn og ræktuðu upp gróðurvin í kringum hann. Fleiri hellar eru hér austur í hrauninu og reyndar víða á þessu svæði.

Að því búnu var haldið að opi Fosshellis og hann þræddur undir sauðfjárveikigirðinguna. Kíkt var á op Hundraðmetrahellis austan Helgadals og síðan á stekki norðaustan við Rauðshelli. Þá var haldið í hellinn og hann skoðaður. Í Rauðshelli er allnokkrar hleðslur, bæði utan hans og innan. Hangikjötslyktin ilmaði enn í hellinum, en hann er talinn hafa hýst margan manninn í gegnum aldirnar.

Helgadalshellar

Í Rauðshelli.

Um tíma var hellirinn nefndur Pólverjahellir eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Þá er talið að um tíma hafi verið sel í og við hellinn, auk þess ekki er ólíklegt að álykta að hann sé sá hellir þar sem 12 þjófar voru handteknir um 1440 og síðan hengdir. Í lýsingu Gísla Sigurðssonar, forstöðumanns Minjasafns Hafnarfjarðar, segir hann í lýsingu sinni um Selvogsgötuna að þeir hafi hafst við í helli í hraunrima austan við Helgadal.

Rauðshellir

Í Rauðshelli.

Um þá hugmynd er m.a. fjallað í öðrum FERLIRslýsingum eftir nokkrar ferðir um svæðið til að reyna að finna umrætt skjól. Rauðshellir liggur vel við vatni, hann hefur verið í hæfilegu skjóli frá mannabyggð, en þó nálægt skjólgóðum högum sauðfjárins. Þá hefur hann verið það nálægt þjóðleið að hægt hefur verið að fylgjast með mannaferðum og hugsanlega ræna þá, sem þar áttu leið um. Þess skal getið að útilegumenn dvöldu aldrei lengi á sama stað.

Helgadalur

Helgadalur – stekkur.

Hlaðinn stekkur er skammt frá Rauðshelli. Ekki langt frá, ofan við Helgadal eru fornar tóftir. Jarðfallið, sem gengið er úr í hellinn, er mikið gróið. Set, mold og gróður hafa hlaðist þar upp um aldir. Ekki er ólíklegt að undir þeim kunni að leynast minjar. Þær gætu bæði tengst hinum fornu tóftum í Helgadal, þarna 500 m frá, eða (sels)búskapnum í Kaldárseli. Einnig gætu þær verið frá Görðum á Álftanesi, en landssvæðið tilheyrði þeim fyrr á öldum.
Frá Rauðshelli sést gígurinn í Búrfelli mjög vel. Búrfell er eldborg. Frá henni rann hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Þrátt fyrir samheitið Búrfellshraun, bera margir hlutar þess sín eigin nöfn, s.s. Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun og Smyrlabúðahraun. Heildarflatarmálið er u.þ.b. 18 ferkílómetrar. Margir ganga gjarnan upp eftir hrauntröðinni innan girðingar Heiðmerkur, Búrfellsgjá (u.þ.b. 3,5 km) og Lambagjá. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára.

Helgadalur

Helgadalur – misgengi.

Helgadalur er ágætt dæmi um misgengi, líkt og á Þingvöllum. Hluta þessa misgengis má sjá þegar komið er upp á brúnina að vestanverðu. Það er handan Mosana og gengur í gegnum austanverðar Smyrlabúðir.

Helgadalur hefur verið afgirtur og er svæðið innan girðingarinnar, Kaldárbotnar, hluti af vatnsverndasvæði Vatnsveit Hafnarfjarðar. Hún var stofnuð 1904.

Kaldárbotnar

Kaldárbotnar – vatnslindin.

Vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins meðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins. Fáeinar dælustöðvar innanbæjar sjá þeim bæjarhlutum sem hæst liggja fyrir vatni. Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera þau að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana, sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950. Merkilegasta holan sem hefur verið boruð eftir köldu vatni í nágrenni Hafnarfjarðar er við Kaldársel og varð 987 m djúp. Sú hola var köld (2-5 gráður) niður á 750 m dýpi.
Kaldá er náttúrulegt afrennsli linda sem eru í Kaldárbotnum.

Vatnsveitan

Vatnsveitan yfir Lambagjá.

Frá upphafi byggðar í Hafnarfirði og fram til ársins 1909 höfðu bæjarbúar notast við vatn úr ýmsum brunnum innanbæjar. Vatnið var oft óhreint og stundum svo mengað að fólk veiktist alvarlega af því að drekka það. Þannig braust út taugaveikifaraldur fyrri hluta ársins 1908 sem rakin var til mengaðs drykkjarvatns.
Árið 1909 var farið að taka vatn úr lindum í svokölluðum Lækjarbotnum, sem eru í austurjaðri Gráhelluhrauns gegnt Hlíðarþúfum þar sem nú eru hesthús, en vegna þess að vatnið þar þraut í þurrkum og reyndist oft óhreint ákváðu menn að reyna að veita vatni úr Kaldá inn á vatnsvið lindanna. Í þetta var ráðist árið 1918. Þannig var byrjað að nota vatn frá Kaldá strax árið 1918 á óbeinan hátt. Enn má sjá undirstöður vatnsleiðslunnar þar sem hún liggur frá Kaldárbotnum og yfir Sléttuhlíð, þar sem vatninu var hleypt niður í hraunið. Það kom síðan upp í Lækjarbotnum, sem fyrr segir. Mest er mannvrikið þar sem leiðslan lá yfir Lambagjá.

Kaldárbotnar

Í Kaldárbotnum – stíflan.

Árið 1951 var svo tekin í notkun aðveituæð sem náði alla leið upp í Kaldá. Kaldá sjálf var stífluð og vatni úr ánni veitt í gegnum síu og þaðan inn í æðina. Á uppistöðulóninu sem myndaðist ofan við stífluna fóru að venja komur sínar fuglar ásamt því að sandur og allskonar gróðurleifar fóru að berast inn í aðveituæðina. Þess vegna var hlaðin steinþró utan um stærstu uppsprettuna í Kaldárbotnum sjálfum og þaðan lögð pípa sem tengd var beint við aðveituæðina.

Kaldá

Kaldá.

Náttúrulegar aðstæður í nágrenni Kaldár skýra af hverju svo mikið af vatni er í Kaldárbotnum. Eldgos í tugi þúsunda ára hafa hlaðið upp jarðmyndunum á svæðinu. Á meðan ísaldir ríktu hlóðust upp móbergsfjöll og bólstrabergshryggir. Á hlýskeiðum runnu hraun og gígir hlóðust upp en við öll þessi eldsumbrot brotnaði jarðskorpan og seig og reis. Þannig hafa myndast sigdalir og gapandi gjár, sem stundum fóru á kaf í ný hraun.

Kaldárbotnar sjálfir eru í bólstrabergsmyndun. Bólstrabergið er nokkuð gamalt á mælikvarða jarðmyndana á svæðinu og segja má að það sé umflotið ungum hraunum.
Bólstrabergið sjálft er afburða góð náttúruleg sía ásamt því að vera mjög vel vatnsleiðandi, sérstaklega eftir sprungum.

Kaldá

Kaldá.

Megin misgengið sem lindirnar í Kaldárbotnum tengjast hefur örugglega hreyfst oftar en einu sinni. Þannig eru yfirvegandi líkur á að opnast hafi gjá, í einhverjum hamförum á ísöld, undir ísaldarjöklinum og hún fyllst af jökulurð. Við gröft vegna framkvæmda árið 1997 komu í ljós setlög sem stefndu ofan í misgengið og núið grjót (sem við köllum héðan í frá hausagrjót ) kom upp af fimm metra dýpi, þegar grafið var niður með borholufóðringu. Ástæður fyrir þessu mikla vatni sem kemur upp austan við misgengið eru því þrjár. Vatnsleiðandi bergsprungur tengdar misgengjum, setfylling í megin misgenginu sjálfu og bólstrabergið

Kaldársel

Gengið um Kaldársel.

Í eldgosi sem líklega varð á tólftu öld, rann örþunnt hraun niður í Kaldárbotna sjálfa og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur líklega verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá.
Eftir að kemur vestur fyrir meginmisgengið í Kaldárbotnum rennur Kaldá ofan á þessu þétta hraunlagi. Þar sem hraunið endar, fyrir neðan Kaldársel, hverfur Kaldá ofan í hraunin þar fyrir neðan.

Kaldársel

Kaldársel – fyrsti skáli K.F.U.M. Kaldársel sést aftan við húsið.

Í Kaldárseli eru reknar sumarbúðir á vegum KFUM og KFUK. Frumkvöðull starfs KFUM og KFUK á Íslandi var æskulýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriksson, en hann hafði á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynnst starfi KFUM og tekið virkan þátt í því. Haustið 1897 kom hann heim til Íslands og myndaði eins konar undirbúningsfélag með nokkrum unglingspiltum úr Dómkirkjusöfnuðinum vorið 1898. Þann 2. janúar 1899 var KFUM formlega stofnað og fór starfsemin ört vaxandi er á leið vorið. Þá færðu nokkrar fermingarstúlkur það í tal við sr. Friðrik hvort hann gæti ekki einnig stofnað félag fyrir þær. Fékk sr. Friðrik nokkrar konur til liðs við sig og 29. apríl 1899 hafði KFUK einnig verið ýtt úr vör.

Kaldársel

Kaldársel 1965. Tóftir selsins sjást enn suðaustan við húsið.

Um það leyti sem starf KFUM og KFUK hófst hér á landi átti íslensk kirkja að ýmsu leyti í vök að verjast og félagsstarfsemi fyrir börn og unglinga var mjög af skornum skammti. Ýmsir höfðu því efasemdir um að slík kristileg félagsstarfsemi gæti átt framtíð fyrir sér, en ekki leið á löngu uns félögin tóku að blómstra í höndum sr. Friðriks. Augu hans voru næm á þarfir ungu kynslóðarinnar og innan félaganna spruttu fram starfsgreinar á borð við kvöldskóla, bókasafn, skátafélag, knattspyrnufélag, bindindisfélag, taflflokk, hannyrðadeild, lúðrasveit, söngflokka, sumarbúðir o.fl.

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Sífellt leitaði sr. Friðrik nýrra leiða til þess að byggja upp félagsstarf á kristnum grunni sem mætt gæti þörfum æskunnar og skapað heilbrigða einstaklinga til líkama, sálar og anda. Einstakir persónutöfrar, manngæska og vitsmunir gerðu hann nánast að dýrlingi í lifanda lífi og í hjarta borgarinnar, við Lækjargötu, minnir stytta hans á mikilvægi þess að styðja æsku Íslands til bjartrar framtíðar.

Kaldársel

Kalsdársel – Teikning Daniels Bruun frá lokum 19. aldar. Inn á teikninguna eru felld inn líkleg upphaflegu selshúsin áður en bætt var við þau til búsetu.

Í Kaldárseli var sel um langan aldur, auk þess sem búið var þar um aldarmótin 1900. Ítarleg lýsing er á Kaldáseli í annarri FERLIRslýsingu (Sjá HÉR og HÉR.)
Sjá MYNDIR.

Frábært veður – sól og milt. Gangan tók 2 klst og tvær mínútur.

-Upplýsingar um Reykjaveginn fengnar af http://www.utivist.is
-Upplýsingar um Vatnsveitu Hafnarfjarðar eru fengnar af http://www.hafnarfjordur.is
-Upplýsingar um Helgafell eru fengnar af http://www.visindavefur.hi.is

Kóngsfell

Kóngsfell.

Svörtubjörg

“Einu sinni var Eiríkur í Vogsósum staddur í búð í Hafnarfirði. Hann leit út um gluggann og mælti til kaupmannsins: “Já, já, heillin góð, það eru ekki góðir gestir komnir í Selvog núna”, hleypur út síðan og á bak og ríður austur í Selvog.

Tyrkir

Tyrkir.

Í Selvogi var það til tíðinda, að tyrkneskt skip lendir þar, sem heitir Sigurðarhúsabót. Jón hét bóndi í Sigurðarhúsum (það er fyrir austan Strönd). Jón fór til fundar við hina útlendu. Þeir taka hann og afklæða, slógu hring um hann og otuðu að honum korðum sínu, en sköðuðu hann þó ekki. Nú tekur að hvessa, og fara Tyrkjar í bátinn og sleppa Jóni. Þeir róa út á Strandarsund. Þar stanga þeir um stund. Þá hefir skipið slitið upp og drífur til hafs. Bátsmenn róða síðan eftir skipinu og náðu því ekki, meðan til sást.

Jón fer í klæði sín og litast um. Hann sér þá Eirík prest vera að ganga um gólf í Strandarkirkjugarði. Jón fer þangað, og heilsast þeir. Segir Jón Eiríki hrakning sinn. Eiríkur mælti: “Þú áttir ekki að fara til þeirra, heillin góð. Þú áttir ekkert erindi til þeirra. En því drápu þeir þig ekki, að þeir mundu það ekki fyrr en þeir komu út á sund. Þá vildu sumir snúa aftur að drepa þig, og varð þaðþeim til sundurþykkju og dvalar. Um síðir réðu þeir af að halda áfram, en ekki er víst, þeir nái skipinu aftur. Farðu nú heim, heillin góð, og farðu ekki oftar á fund óþekktra útlendra”.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Jón fer heim, en Eiríkur fer upp á Svörtubjörg og hleður þar vörðu og mælti svo fyrir, að meðan sú varða stæði, skyldu Tyrkjar aldrei gjöra grand í Selvogi. Þessi varða stendur enn á Svörtubjörgum, og er hún hlaðin að mynd sem lambhússgaflhlað og einhlaðin að ofanverðu úr óhentugu hleðslugrjóti. Snýr flatvegur hennar eftir bjargbrúninni og er tæpt mjög. Hún er mosavaxinn og lítur út fyrir að hafa staðið lengi, og er þar þó vindasamt, enda hafa Tyrkjar aldrei komið í Selvog síðan.”

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt á Vörðufelli.

Útsýni þaðan vestur með Svörtubjörgum og áfram með Herdísarvíkurhlíðum er ægifagurt. Vörðufell blasir við í Strandarheiðinni. Í hæðinni suðvestan undan selinu eru fallegir hellar. Eiríksvarða er sögð reist af séra Eiríki, galdramanni, í Vogsósum árið 1710. Hann lést árið 1716. Á meðan hún stendur á Selvogi að vera óhætt fyrir ránsmönnum. Varðan er fjórar steinaraðir, fallega hlaðin og stendur reisuleg fremst á björgunum.

Tillaga til alþýðlegra fornfræða – Brynjúlfur Jónsson – 1959.

Svörtubjörg

Við Stígshella í Svörtubjörgum.

Selalda

Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurbergi og gengu upp, þar sem heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu, og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík.

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Þá var sunnudagur, og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir, að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara, að hann væri í ræðustól, er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti: “Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað”.
Prestur mælti: “Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar, góðir menn?” Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja kom á túninu. Hann mælti til þeirra: “Farið nú ekki lengra, drepið þarna hver annan. Væri annar dagur eða ég öðruvísi búinn, munduð þið éta hvern annan”. Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll, en Ræningjaþúfur, þar sem þeir eru dysjaðir.

Krýsuvíkursel

Krýsuvíkursel.

Eftir það hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni (á Svörtubjörgum), að meðan hún stæði, skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn (1859).

-Tillag til alþýðlegra fornfræða – Brynjúlfur Jónsson – 1953.

 Heiðnaberg

Heiðnaberg og Ræningjastígur.

Ólafsskarðsvegur

Gengið var um Svínahraunsbruna milli Blákolls og Lambafellshnúks.

Eldborg

Eldborgin syðri í Svínahrauni.

Mikilli hrauntröð var fylgt upp hraunið, áleiðis að Eldborginni nyrðri. Hún blasti við framundan, há og tignarleg. Þaðan frá séð er hún líkari mosagrónu fjalli, en þegar hrauntröðinni var fylgt áleiðis austur fyrir hana kom eldfjallalagið betur í ljós. Slóði liggur upp að gígnum og hefur verið krukkað í hann að norðanverðu. Reykjavegurinn liggur upp með gjárbarminum að austanverðu, að Eldborginni og áfram til suðurvesturs, að gígnum Leiti undir austanverðum Bláfjöllum. Lambafellið sést vel í austri og Sauðadalshnúkarnir í vestri.

Kristnitökuhraun

Eldborgin syðri og gígurinn Leiti efst í Svínahrauni.

Gengið var upp á Eldborgina. Í henni eru tveir stórir gígar, hvorum öðrum myndarlegri. Frá brúnum þeirra sést hrauntröðin vel þar sem hún liðast niður hraunið. Ofar sést Eldborgin syðri, tilkomumikil.

Leitarhraun

Leitarhraun – uppdráttur.

Á milli Eldborganna er eldra hraun, Leitarhraunið, og sést Leiti vel undir brúnunum. Gígaröð liggur milli Eldborganna, mynduð af fremur litlum gígum og eru þeir flestir ofan við nyrðri Eldborgina. Í einum þeirra er gat niður, um tveggja mannhæða hátt. Forvitnilegt væri að skoða niður í það við tækifæri. Fjölmörg vatnsstæði er í grónum hraunbollum Leitarhrauns, sem er 5000 ára um þessar mundir.

Eldborgir

Hrauntröð norðan Eldborga.

Leitarhraun, sem ásamt ýmsum yngri hraunum (Hólmsárhraunum) gengur einnig undir nafninu Elliðaárhraun, einkum vestan til. Það verður rakið óslitið frá Draugahlíðum niður í Elliðaárvog. Hefur það breiðst víða út, svo sem um Sandskeið og norðvestur yfir Fóelluvötn; heita þar Mosar.

Einnig hefur hraunið runnið til austurs og niður á láglendi í Ölfusi, Hraunsheiði, og líklega í sjó í Þorlákshöfn. Í þessari álmu hraunsins eru tveir af stærstu hellum landsins, Raufarhólshellir og Búri. Annars staðar í hrauninu eru nokkrir smáhellar, svo sem hjá Vatnaöldum. Allvíða eru gervigígar í Leitahrauni, en merkastir eru Rauðhólar.

Eldborg

Hrauntröð.

Suðurlandsvegur liggur á löngum kafla á Leitahrauni, frá Elliðaám að Draugahlíðum. Einnig liggur Þrengslavegur á hrauninu, frá Þrengslum og niður í Ölfus. Frá Draugahlíðum að Þrengslum liggur vegurinn á Svínahraunsbruna en það eru tvö apalhraun sem komið hafa upp á sögulegum tíma í Eldborgum vestan Lambafells og liggja ofan á Leitahrauni. Annað þessara hrauna hefur verið nefnt Kristnitökuhraun.
Þegar komið var upp á syðri Eldborgina sást mikill ílangur gígur. Hraunið frá gígnum hefur mest runnið til austurs og beygt síðan til norðurs, vestan við Lambafellsháls. Ofan við hann sést Lambafellið og ennþá fjær.

Geitafell

Geitafell.

Í suðri stendur Geitafellið staðfast. Í hrauninu austan við Eldborgina sást í stórt gat. Þegar það var skoðað kom í ljós endi lítillar hrauntraðar. Í enda hennar er skúti og inn úr honum liggur rás. Hún var ekki skoðuð að þessu sinni. Fara þarf á fjórum fótum inn eftir rásinni, en ekki er vitað hvað þar kann að leynast inni.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur austan Geitafells – vörðukort (ÁH).

Gengið var upp á Ólafsskarðsveginn milli Eldborgarinnar syðri og Bláfjalla. Leiðin er vörðuð. Barmar Leitisins eru allháir, enda mikið hraun úr því komið. Mest af því hefur runnið til austurs og suðurs, en mjó ræma rann til norðvesturs, alla leið til sjávar í Elliðaárósum. Renna Elliðaárnar um það á kafla.

Eldborg

Eldborgin nyrðri í Svínahrauni.

Neðan við Leiti liggur vörðuð leiðin inn fyrir þau með austanverðum Bláfjallabrúnunum. Ólafsskarðsvegurinn heldur áfram áleiðis að Ólafsskarði, sem sést vel framundan, milli Sauðdalshnúka og Ólafsskarðshnúka. Neðan við Leiti er önnur leið vörðuð niður Lambafellshraunið, áleiðis að Sandfelli og niður með austanverðum Krossfjöllum þar sem eru gatnamót, annars vegar götu að Breiðabólstað og hins vegar að Hjalla. Þá sést og í A-laga skátaskála uppi í fyrrnefndu hnúkunum. Austan við skarðið er gamall skíðaskáli, en þegar kíkt er niður skarðið að vestanverðu, niður í Jósepsdal, má sjá leifar af gamalli skíðalyftu og fleira.

Ólafsskarð

Ólafsskarð – skíðaskáli.

Dalverpi suðaustan undir Vífilsfelli. Jósepsdalur er undir Ólafsskarði en um það var gömul alfaraleið úr Ölfusi til Reykjavíkur. Samkvæmt munnmælum átti tröllkona að hafa búið þar í helli fyrr á öldum.

Þjóðsaga um Jósepsdal hermir að í dalnum hafi búið maður sá er Jósep hét og verið smiður mikill. Hafði hann svo óguðlegan munnsöfnuð, blót og formælingar, að bærinn sökk.
Eftir að hafa skoðað skálann var gengið niður Leitarhraunið, að upphafsstað.

Jópsepsdalur

Jósepsdalur.

Á leiðinni var frábært útsýni yfir að Eldborgunum og fjöllunum umhverfis.
Kristnitökuhraunið svonefnda er rann um 1000 er talið vera úr þessum Eldborgargígunum. Þarna hefur gosið á sprungurein og endagígarnir verið sýnum stærstir. Svo virðist sem gosið hafi lengur, eða síðar, úr syðri Eldborginni því hraunið úr henni virðist liggja utan í og yfir hinu mikla hrauni, sem komið hefur úr megineldgígunum í nyrðri Eldborginni. Gígarnir tveir eru með fallegri hraungígum á Reykjanesskaganum.

Leiti

Leiti.

Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.

Austurleið

Austurleið sunnan Lyklafells.

Um Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.

Frábært veður – milt og hlýtt. Gangan tók 3 klst og 33 mínútur.

Eldborgir

Eldborgir – loftmynd.

Reykjanes

Eftirfarandi grein, “Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur”, eftir V. St. birtist í Lesbók Morgunblaðsins 13. júní árið 1926. Efnið gæti að mörgu leyti átt við í dag, 97 árum síðar.

Stampar

Stampar – gígur.

“Fæstir Reykvíkingar þekkja hið eiginlega Reykjanes, þó undarlegt megi virðast. Er óhætt að fullyrða, að margir hafa dvalið hjér langvistum í höfuðstaðnum, án þes að vita, hvar á Reykjanesskaga hið einkennilega Reykjanes er; en það er skagatotan syðst og vestast á Reykjanesskaga, þar sem er vitinn mikli, þar sem Vigfús Grænlandsfari var vitavörður um langt skeið. En hann hrökklaðist þaðan í fyrra og er sagt að hann, eða einkum fjölskylda hans, hafi verið búin að fá nóg af þarvistinni, jarðskjálftunum og erfiðleikunum á Reykjanesinu.

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Á Reykjanesi er einhver einkennilegasta og stórfenglegasta náttúra, sem þekkist hér í nágrenni. Þar er land allt hrauni þakið, gígar margir og gróður lítill eða enginn. Þar eru þverhnýptir fuglaklettar í sjó fram. – Í sjávarhamrana eru hellrar miklir og merkilegir. Á felli einu bröttu stendur vitinn, hár og reisulegur, en úr umhverfinu rýkur, þegar kyrrt er veður, eins og það væri alelda.
Þar er litli Geysir. Hann gýs hátt með mikilli gufu, og hinn heljarmikli leirhver, Gunna, sem hefir verið spök um hríð, er er nú að rífa sig. Og þar eru jarðskjálftar svo tíðir, að heimafólk á vitavarðabústanum tekur eigi til þess, þó húsgögn leiki þar á reiðiskjálfi, og rúður skrölti í gluggum.

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Frá Reykjanesi er rösk tveggja tíma ferð til byggða, hvort heldur er frið austur á bóginn til Grindavíkur, eða norður til Hafna.
Sjaldan er gestkvæmt á Reykjanesi, enda eigi að vænta að vetri til; en á sumrin væri það ætlandi, að margir Reykvíkingar kysu heldur að skussast með bifreið suður til Grindavíkur eða Hafnir og ganga síðan um hin einkennilegu hraun, 2-3 tíma ferð út á Reykjanes, heldur en gleypa hjér göturykið í Reykjavík um helgar og góna á náungann. Þeir, sem eru allra fótlatastir, geta fengið sér hesta, þar sem akveg þrýtur. En að því er lítill flýtisauki, því akvegurinn er ljelegur.

Reykjanes

Gamli vagnvegurinn frá Grindavík.

Margur farkostur hefir strandað á suðurströnd Reykjaness, og margur sjógarpur látið líf sitt í þeim ægilega brimgarði, þar sem öldur úthafsins skella á sundurtættum hraunhömrunum.
Í vetur sem leið druknuðu margir vaskir drengir í lendingunni í Grindavík. Það var á björtum sólskinsdegi; og gátu menn notið góðviðris og sleikt sólskinið hjér inni í Reykjavík, þó svona væri þar.
Skammt frá Járngerðarstaðahverfinu liggur nú togarinn Ása, fáar skipslengdir frá fjöruborði, Er búist við, að hún náist út, með stórstraum. Það er að segja, eftir því sem björgunarmenn segja. En Grindvíkingar voru lengi vel vantrúaðir á, að hægt væri að ná skipi á flot, sem hefði haft þar jafn náin kynni af ströndinni, eins og Ása.

Á rekafjöru frá Grindavík vestur að Reykjanesi, verður fyrir augum manns margskonar hrygðarsjón. En í því umhverfi, sem þar er, blandast hrygðin lotningu fyrir stórfenglegum náttúruöflunum.

Hvalreki

Hvalreki við Garðskaga.

Fyrir ströndinni er víða hár sjávarkampur, þar sem eigi hamrar ganga í sjó fram. En þeim, sem aldir eru upp við norðlenska firði, þykir hjer vera allmjög á annan veg, en þar er títt. Þar eru sjávarkambar úr smágrjóti og möl, svo greiðfærir, að hægt er að ríða þá í fleng, á hvötum, fótvissum hesti. En hjer er kamburinn margra metra hár úr stórgrýti, sem hestar geta vart fótað sig á, hvað þá heldur meira.

Slíkur er aflsmunur brimsins, er hefir verið að verki hjer og norður þar, enda er reynsla fyrir því, að sunnlenska brimið rótar björgum til, sem eru tugir tonna að þyngd.
Í túnfætinum á Staðarhverfi, skammt vestan við Járngerðarstaði, er skrokkur af enskum togara. Spölkorn þaðan, vestan, fórst færeyska skútan í hitteðfyrra, þar sem allir skipverjar týndust og ekki fannst örmul af, nema þóftubútur með nafni skútunnar og annað smábrak.

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Svona mætti víst lengi telja. Meðfram allri ströndinni liggur mikið vogrek, og mest er það unninn viður, og á því sennilega hver spýta sína sögu, í sambandi við slys og tjón. Þar er á hverju strái allskonar skran; beyglaðar, ryðgaðar jártnplötur, dunkar, tunnur, skipskörfuræflar, og á löngu svæði er nú meðfram götuslóðinni við ströndina sáld af slöskutöppum. Einkennileg tilbreyting í viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem lýsir sjer í öllu brakinu. Ósjálfrátt rennir maður huganum til íslensks sjávarútvegar, til þess, hve lífskjör og lífsbarátta er hörð, þar sem hver fjölskyldumaður á lífsuppeldi sitt og sinna að sækja yfir brimgarð sem þenna.
Skömmu áður en komið er út að Reykjanesvita, er farið fram hjá gígbungu einni, Háleyjarbungu. Er gígur þessi, (að sögn Þ.Th.), um 440 fet að þvermáli, og tæp 150 fet á dýpt.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Þegar þangað kemur, blasa við reykir hverasvæðisins. Er vegurinn sæmilega greiðfær, sem eftri er, og er maður brátt kominn inn á hverasvæðið.
Til vinstri handar við götuna er Litli-Geysir. Hann gýs ört, og fer vatnsstrókurinn stundum 3 til 4 metra í loft upp. Hann gýs sjávarvatni, og er þó um 100 et yfir sjávarmál. Rjett við hann er leirhver einn mikill. Í honum vellur gráleit eðja og gýs upp úr skálinni, en sljákkar á milli, og er skálin eða gjótan þá þurr og allt með kyrrum kjörum stundarkorn, uns nýtt gos byrjar.

Reykjanes

Á Reykjanesi.

Spölkorn norðar er hin nafntogaða Gunna, einhver mesti og “helvítasti” leirhver á landinu, í orðsins upprunalegu merkingu, enda valdi hinn fjölkunnugi Eiríkur á Vogsósum Gunnu sem hentugast sáluhlið handa þeim, sem hann útbjó greiðan gang niður til þess neðsta.
Gunna er eigi ein samfelld hveraskál, heldur er það mikill leirpyttaklasi, sem ber þetta nafn. Er jörðin þar öll sundursoðin og logandi.
Sögusögn er um það, að um þessar slóðir sje einhvers staðar hin víðfræga jarðskjálftagjá Páls Torfasonar; en á því veit jeg eigi deili. En gjár eru þar svo margar, og jarðskjálftar sennilega óvíða tíðari í heiminum, svo mjög er eðlilegt, að velja slíkum merkisgrip þar samastað.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Gamli Reykjanesviti stóð á hinum svonefnda Valahnúki. Er það móbergshóll, eða öllu heldur leifar af hól, því ekki er nema endinn eftir, sem eigi á langt eftir ólifað á jarðfræðivísu, því sjávarbrimið er langt komið að eyða honum.

Uppi á ströndinni, skammt frá sjávarhamrabrúninni, var vitinn reistur, áttstrendur turn úr hraungrýti, segir Þ. Th., og loftsvalir yfir, en þar upp af voru ljóskerin, er Danir gáfu, og kostuðu 12 þús. kr.

Reykjanes

Reykjanes – hellir í Valahnúk.

En sífellt hrundi úr berginu, því um sjávarborð er bergið lint. Eru þar því hellar miklir og merkilegir, í bergið. Jarðgöng hafa þannig myndast gegnum einn hluta Valahnúks. Er afar einkennilegt um fjörum að standa niðri í stórgrýtinu framan við bergið, með hafrótið hvítfyssandi á aðra hönd, og gínandi hellisskúta á hina.

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Mávar verpa í berginu, og eru gæfir um þessar mundir.
Það þótti eigi tryggt að hafa vitann lengur á Valahnúki. – Bergið gat hrunið í sjó fram við einhvern jarðskjálftarkippinn; – Því var ráðist í það að byggja annan vita a Vatnsfelli. Er það hóll álíka að gerð og Valahnúkur, nema hvað han er heill, því hann stendur inni í landi. Heill er e.t.v. of mikið sagt, því þarna er helst allt sprungið, – þó hann sje hinn rammbyggilegasta smíði. Hann er 30 metra hár. Uppi undir ljóskeri er vitavarðarherbergi. Þar verður að vera vörður alla stund meðan ljós er á vitanum. Má get nærri, aðþað er eigi viðkunnalegt staða þegar jarðskjálfatr eru mjög tíðit og regnskúrir, að kúldrast þarna uppi í 30 metra háum turninum, þegar turninn dinglar eins og “reyr af vindi skekinn.”

Reykjanesviti

Reykjanesvitar.

Eins og nærri má geta, er hið ágætasta útsýni úr vitanum inn yfir Reykjanesskaga og langt á haf út.
Undir Vatnsfelli er vitavarðabústaðurinn. Þar er nú Ólafur Sveinsson vitavörður. Hann var ekki heima er við komum þangað fjórir umdaginn, Þjóðverjar tveir, málarinn Webepohl, Lubinski blaðamaður, Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður og jeg.
Mikið höfðu útlendingarnir undrast öll náttúrufyrirbrigði, er fyrir augu vor bar; hefir Lubinski nýverið farið um Sahara, Túnis, Algier, Spán, Frakkland og víðar.

Aldrei kvaðst hann hafa komið á jafn undraverðan stað og þenna. En eitt var undrunarefni hans enn, og það var að finna þarna úti í auðninni, aðra eins framleiðslu við kaffiborðið og hjá konu vitavarðarins, og jafn skýran og frjálsmannlegan pilt og son vitavarðar, 13 ára gamlan, er fylgdi okkur um nágrennið.

Reykjanes

Reykjanes – gamlar leiðir (ÓSÁ).

Svona eru ekki unglingarnir í borgunum okkar á Þýskalandi, sagði hann, enda fá þeir annað uppeldi en hjer fæst í þessu mikilúðlega umhverfi.
Er við vorum að standa upp frá kaffiborðinu, heyrðust allt í einu drunur miklar svo undir tók, og á vetvangi ljek allt á reiðiskjáli. Útlendingarnir skimuðu og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en við Ragnar þóttumst heimavanir og sögðum rjett sisona, að þetta væri ekki annað en jarðskjálfti, rjett eins og við hefðum pantað hann sem síðasta númer á skemmtiskránni.
Til allrar hamingju voru þeir ekki búnir að heyra um gjána hans Páls, annars hefðu þeir haldið, að nú hefði einhver dengt í hann grjóti þeim til skemmtunar.”

Lesbók Morgunblaðsins 13. júní árið 1926 – eftir V.St.

Reykkjanes

Á Reykjanesi.

Grindavíkurvegur

Tómas Snorrason, útvegsbóndi í Grindavík, skrifaði eftirfarandi grein í sjómannablaðið Ægir árið 1929:

Staðhættir

Grindavík

Grindavík – innsigling í Hópið fyrrum.

Grindavík er ysta byggð sunnan á Reykjanesinu. Það er í raun og veru þrjár víkur og sitt hverfi hjá hverri vík, auk þess nokkrar einstakar jarðir milli hverfa. Alls voru 26 grasbýli og 6 eða 7 þurrabúðir í sveitinni um 1890. Byggðin öll nær yfir ca. 14 km langa strandlengju; frá ystu byggð eru ca. 10 km út á Reykjanestá. Landrými sveitarinnar er allmikið og víðast mjög hrjóstrug hraun og blásin og ber eldfjöll. – Aðdýpi er all mikið, þó eru nokkur sker og boðar á öllum víkunum, þess vegna er brimasamt, þó aldrei landbrim í lendingum, nema flóðhátt sé.

Atvinnuvegir

Grindavík

Grindavík.

Frá landnámstíð hafa fiskveiðar og landbúnaður verið aðal atvinnuvegir hér, eins og allstaðar annars staðar á landinu, þar sem svipað er í sveit komið.
Frá því Grindavík byggðist og fram á miðja 19. öld var ein og sama veiðaðferð notuð, nfl. handfæri. Á vetrarvertíð munu mest hafa verið notuð 8 og 10 róin skip, en tveggja og fögurra manna för voru aðallega notuð þar fyrir utan. Oftast var stutt róið, öldum saman á sömu miðin, út á víkurnar eða stutt út fyrir þær.

Grindavík

Grindavík – sjóbúð.

Þar sem veiðistöðvar liggja fyrir opnu hafi, er eðlilega brimasamt í hafáttum og því aðallega gæftir þegar aflandsvindur er, það var því eðlilegt að menn hættu sér ekki langt frá landi, síst meðan eingöngu var treyst á árarnar, til að komast um sjóinn, en ekki í annað hús að venda, ef ekki náðist lending. Í fiskigöngum gengur fiskur hér venjulega inn í boða, það var því sjaldan þörf að sækja langt á vetrum. Það kemur oft fyrir á vetrum, að sjór verður albrima á mjög skömmum tíma, jafnvel þó logn eða hægviðri sé og útsjór vel fær, mun það m.fl. hafa valdið því að hvert hverfi sótti sín mið öldum saman, jafnvel þó betra fiskirí væri í öðrum hverfum. Á sumrin og síðari hluta vorvertíðar var stundum róið langt á ýmis mið, frá Krýsuvíkurbjargi og vestur á Reykjanesröst.

Hópsnes

Fiskgarðar á Hópsnesi.

Lengst af var allur fiskur hertur hvort heldur vera skyldi verslunarvara eða til heimilsnota. Aflinn var vel hirtur, hausar hertir til matar, sundmagi, kútmagi og svil sömuleiðis, allt var þetta góð og gild verslunarvara innanlands, hrygnir voru þurrkaðir til eldsneytis og annar úrgangur hirtur til áburðar. Fiskur og hausar voru hertir á þar til gerðum grjótgörðum, sömu garðar fygldu sömu jörðum eins og sömu tún eða sömu uppsátur.
Um miðja 19. öld var fyrst komið með lóð (línu) hingað. Sá sem fyrstur varð til þess hét Jón Guðmundsson, hann bjó lengi í þurrabúð, sem heitir Akrakot (fyrstu þurrabúðinni í Járngerðarstaðahverfi), en í daglegu tali kallað Kofinn. Hann fékk 2 strengi af línu inn á Vatnsleysuströnd og kom með þá um vor, þá var tregur fiskur á færi, en hann mokfiskaði á línuna.
ÞórkötlustaðanesÞað hefði mátt ætla að honum hafi verið þökkuð framtakssemin, en það varð öfugt farið. Þegar í land kom mættu honum ónot, hrakyrði og jafnvel haft í hótunum við hann, ef hann legði ekki þessa skaðlegu veiðiaðferð niður. Þó fór svo, að skömmu seinna fer það að tíðkast að nota lóðir á vorin, en stuttar voru þær. Þessi aðferð tíðkaðist fram um síðustu aldamót. – Það má segja að með 20. öldinni breyttist hér veiðiaðferðirnar. Þá var byrjað að nota net. Sá sem fyrstur lagði þau mun hafa verið Gísli sál. Hermannsson á Hrauni. Hann lagði 3 net, en tapaði þeim, að mig minnir, áður en hægt var að vitja um þau. Næstu vertíð fóru fleiri að reyna og heppnaðist betur. Upp frá því fara allir að koma sér upp netum, en lítill útvegurinn til að byrja með. Um líkt leyti, eða aðeins seinna, er hætt að beita á sjó, en línan lengd að sama skapi og hefur haldið áfram að lengjast til þessa.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Árið 1925 var fyrst gerður út mótorbátur hér. Það var Gísli silfursmiður Gíslason í Reykjavík, sem kom með hann og gerði hann (dekkbát) út í Staðarhverfinu. Gísli gerði hann út í tvær vertíðir. Árið eftir voru settar vélar í tvö róðraskip í Járngerðarstaðahverfi. Árið eftir bættist eitt vélskipið við, en í fyrra (1928) voru settar vélar í níu róðraskip og þrjú ný smíðuð með sérstöku tilliti til þess að þau yrðu knúin vélum, en ekki árum, en allt eru það opin skip (dekklaus). Á næstkomandi vertíð er gert ráð fyrir að allt verði vélskip. Það mun mega telja sögulegan viðburð í Grindavík, að þar gangi ekkert róðraskip á vetrarvertíð.
Einhverjir kunna nú að spyrja: Hvernig stendur á að öll skip í Grindavík eru lítil og opin? Það er af því að skipin verður að setja á land eftir hvern róður, hvergi hægt að leggja þeim nema í Staðarhverfi, þar geta fáir bátar legið, en þar er útgerð minnst og hefur um alllangt skeið fiskast minnst. Skipin eru dregin á land með gangspili, en sett niður af handafli.

Samgöngur

Skipsstígur

Skipsstígur.

Sökum hafnleysis hefur aldrei verið um samgöngur á sjó að ræða, er teljandi séu, þær urðu því að vera á landi. – Um nokkur ár síðast á 19. öldinni gekk lítill gufubátur (Oddur) milli Eyrarbakka og Grindavíkur á vorin öðru hvoru og sumrin, hann var eign Lefolisverlsunar og aðallega ætlaður til að draga kaupskipin út og inn á höfnina þar, en þess á milli var hann notaður til flutninga hafna á milli, þar sem verslunin hafði viðskipti. Að síðustu bar Oddur beinin hér, þ.e.a.s. strandaði.

Þó um eiginlega fjallvegi í venjulegri merkingu sé ekki hér að ræða sveita á milli, þá voru samgöngur mjög erfiðar og hættulegar í slæmri tíð á vetrardegi, enda var það stundum að slysi. Hvert sem farið var lá leiðin meira eða minna um ógreiðfær hraun, víða holótt og sprungin, sumstaðar lá örmjó gata yfir hyldjúpar gjár og var það ekki glæsilegt að vera þar á ferð er ekki sást til vegar fyrir snjó eða myrkri. Víðast voru djúpar götur, allvíða voru djúpar holur í götunum og stigu hestar ofan í þær, en á milli þeirra voru sumstaðar allt að hné há höft.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegur.

Hve fjölfarið hefur verið til verstöðvanna á Reykjanesskaganum sést best á hinum djúpu og mörgu götum og troðningum, jafnvel í hinum tiltölulega hörðu helluhraunum. Sennilega hafa fleiri en ég horft með undrun á götunar í helluhraununum, er þeir sáu þær í fyrsta sinn og fundist óskiljanlegt hvernig menn hafa getað farið svo nákvæmlega sömu slóð ára eftir ár að götur gætu myndast, þar sem ekkert er sjáanlegt að væri til leiðbeininga nema stefnan.

Samgöngubætur

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum.

Það var ekki fyrr en eftir að akvegurinn var lagður milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur að menn hér fóru almennt að vakna til meðvitundar um hve hagkvæmt það væri að fá akveg hingað. Tvö slys vildi til um sama leyti (tvo menn kól til örkumla), sem hvöttu menn til framkvæmda og voru óhrekjanleg sönnun fyrir nauðsyn á fullkomri vegabót, einkum voru slys þessi sterk meðmæli með vegi í augum þeirra, er um málið urðu að fjalla áður en til framkvæmda kæmi, en voru lítt kunnir staðháttum. Var nú farið að vinna að því að fá vegarálmu frá Keflavíkurveginum til Grindavíkur. Vegarstæðið var mælt og kostnaðaráætlun saman af Sigurgeiri Gíslasyni verkstjóra í Hafnarfirði, sem síðan hafði umsjón verksins á hendi. Helstu hvatamenn þess, að hrinda verkinu í framkvæmd, voru Einar G. Einarsson kaupmaður í Garðhúsum og síra Brynjólfur Magnússon á Stað.

Grindavíkurvegir

Ein búð vegagerðarmannanna við gamla Grindavíkurveginn á Gíghæð.

Hreppurinn tók að sér að greiða ¼ af kostnaðinum. Til þess að standast þá fjárframlög tókst helstu hvatamönnum fyrirtækisins að fá loforð flestra formanna og útvegseigenda um ½ hlut af hverjus skipi er út voru gerð á vetrarvertíð meðan verið væri að leggja veginn. Einstöku maður mun hafa verið tregur til að lofa ½ hlutnum og jafnvel neitað, þóttust tæplega hafa heimild til þess gagnvart hásetum sínum, en allir munu þó hafa látið hann, eða sem honum svaraði, áður en lyki. Þetta var hið mesta heillaráð og til heiðurs fyrri alla, er hlut áttu að máli. Með þessu komu þeir í veg fyrir að binda sveitinni erfiðar og dýrar skuldabyrðar, en sýndu um leið hve almenn samtök, því í litlu sveitafélagi sé, geta miklu til vegar komið. Sýslunefnd Gullbringusýslu lagði fram ¼ kostnaðar og Landssjóður helming kostnaðar, fyrir drengilega framgöngu þingmanna héraðsins og fleiri góðra manna, er það mál studdu.

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Einn af merkari þingmönnum komst á þá eið að orði, að Grindavík hefði ekkert við veg að gera, því þar ætti enginn hest sem lið væri í. Þeim þingmanni hefur ekki komið til hugar, fremur en öðrum þá, að vegur mundi létta ferðalögum af hestum.
Á vegarlagningunni var byrjað vorið 1914 og lokið 1918. Alls mun framlag hreppsins hafa orðið rúmar 20 þúsund krónur, fór það langt fram úr áætlun sem vonlegt var, því áætlunin var gjörð áður en stríðið skall á, en verkið framkvæmt á stríðsárunum. Kauphækkunin, sem var aðalorsök þess hve vegurinn varð dýr, kom þó ekki beint hart niður á hreppsbúum, því fiskur hækkaði í verði fullkomlega í hlutfalli við hækkun vinnulauna.
Allar þessar fjórar vetrarvertíðir aflaðist vel, enda hafði ½ hluturinn þá líka borgað hreppstillagið að fullu, er vegurinn var kominn í Járngerðarstaðahverfið.

Úr Ægir 1929 – grein eftir Tómas Snorrason, útvegsbónda í Grindavík.

Grindavíkurvegir

Grindavíkurvegir – kort ÓSÁ.

Krýsuvík

Í Krýsuvík eru alsnægtir jarðfræðiáhugafólks – jarðhiti, ísaldarmyndun fjalla, jökulsorf og bergmyndanir í ólíklegasta formi, Má þar nefna bólstraberg, móberg og hnyðlinga, að ónefndum einsökum bergmyndunum í norðanverðu Bæjarfelli.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Einhverju sinni skrifaði spakmælt dóttir föður sínum, eftir að hún hafði farið til framhaldsmenntunar í fjarlægðri heimsálfu, eftirfarandi: “Sæll pabbi minn, fór í heimsókn og bar úr bítum lús. Tók eftir því er ég lagðist í rúmið mitt um kvöldið. Segja má því að nú sé ég loksins komin í skóla lífins”. Það má sama hæti segja að enginn jarfræðingur eða áhugamaður/-kona um jarðfræði hafi numið í skóla lífsins fyrr en hann/hún hafi skoðað og gaumgæft Krýsuvíkursvæðið.
Jarðfræðiskóli lífsins er því í Krýsuvík. Þar má sjá með eigin augum ferðalög efnis og áfangastaði þess um allnokkurn tíma, afleiðingar jarðskjálfta og eldsumbrota og þar má auðveldlega geta sér til um hvert framhaldið kann að verða.

Krýsuvík

Grænavatn í Krýsuvík.

Í Krýsuvík er ágætt dæmi um ker, þ.e. sprengigíg með lágum gígrima og þar sem nær eingöngu koma upp gosgufur. Oft er og stöðuvatn í slíkum gígum. Ker þetta er Grænavatn.
Ker, sem á vísindamáli kallast maar, verða til við gufusprengingar á sívalri gosrás þegar eingöngu gýs gosgufum og bergmylsnu sem rifnað hefur úr gosrásinni. Oft er sprengikrafturinn svo mikill að upphleðslan verður lítil sem engin á börmunum. Kerin eru yfirleitt svo djúp að þau ná niður fyrir grunnvatnsborð og vatn safnast því fyrir í gígnum að gosi loknu.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Strangt tiltekið fellur líklega enginn íslenskur sprengigígur undir þessa skilgreiningu því þeir hafa flestir gosið gjósku eða hraunspýjum úr ferskri kviku. Grænavatn í Krýsuvík kemst því líklega næst því að kallast ker. Í þennan flokk er einnig venja að flokka gígvötnin í Veiðivötnum, Ljótapoll og Hnausahyl. Heiti sitt dregur þessi gerð eldfjalla af Kerinu í Tjarnarhólum í Grímsnesi sem lengi vel var líka talið til þeirra þó síðar hafi komið í ljós að það er venjulegur gjall- og klepragígur sem hraun hefur runnið frá.
Grænavatn er einnig ágætt dæmi um svonefnd gígvötn.

Hnyðlingur

Hnyðlingur.

Hnyðlingar eru brot úr framandbergi sem berst upp með kvikunni og því ekki eiginleg gosefni. Brotin eru líklegast úr gígrásinni eða úr þaki kvikuþróarinnar. Oft eru slík brot úr grófkornóttu djúpbergi og skera sig því greinilega úr fín- eða dulkornóttum bergmassa hraunsins eins og til dæmis í hrauninu í Hrólfsvík austan Grindavíkur. Hnyðlingarnir þeytast oft hátt upp úr gígnum og lenda síðan hjúpaðir storku kvikunnar. Slíkir hnyðlingar eru algengir umhverfis sprengigíginn Grænavatn við sunnanvert Kleifarvatn í Krýsuvík.
Þekktur fundarstaður gabbróhnyðlinga á Íslandi eru t.d. við Grænavatn í Krýsuvík og Miðfell og Mælifell við Þingvallavatn. Greina má ólivín (grænt) og plagíoklas (grár) í hnyðlingnum á myndinni auk þess sem greinilega má sjá næstum hvítan hvarfarima á milli hnyðlings og grannbergs. Riminn er svo til eingöngu úr plagíóklas sem hefur vaxið hornrétt á hyðlingana.

Krýsuvík

Hraunmyndun.

Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndazt háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði.

Seltún

Seltún.

Hverasvæðin í Krýsuvík hafa um aldir haft mikið aðdráttarafl. Stærsti leirhver landsins er í Krýsuvík og þar má reyndar finna flest allt er prýtt getur slík svæði. Fjölbreytnin er ótrúlega mikil. Brennisteinn var m.a. unninn á svæðinu á 19 öld. Hverasvæðunum er gerð skil í annarri umfjöllun á vefsíðunni.
Helstu skjálftasvæðin á Íslandi eru tvö. Á Suðurlandi er jarðskjálftasvæði sem nær eftir Reykjanesskaga um Ölfus og

Krýsuvík

Krýsuvík – Hetta og Hattur.

Suðurlandsundirlendið austur að Heklu. Úti fyrir Norðurlandi er annað skjálftasvæði. Það nær frá mynni Skagafjarðar og austur að Melrakkasléttu. Á báðum þessum svæðum eru þverbrotabelti með þvergengjum á Atlantshafshryggnum. Á Suðurlandi er vinstra sniðgengi en hægra sniðgengi úti fyrir Norðurlandi.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð..

Vegna ármilljóna langrar sögu af jarðskjálftum og jarðummyndunum á svæðum sem Reykjanesinu þarf enginn í raun að hafa áhyggjur. Ef eithvað áhugavet gerist verður að án efa einhverjum, og jafnvel fleirum, til framdráttar. Eldgos hér á landi hafa ávallt orðið til að auka við landið, sem náttúruöflin hafa reynt að brjóta niður með einum eða öðum hætti. Sjórinn nagar strandirnar, jöklar, vindur og vatn sverfa fjöll og hlíðar og ár og lækir reyna að fletja út bakka og fjallshlíðar.
Lúsin kemur og hverfur. Það gera fjöllin einnig – jafnvel þótt þau virðist tilkomumikil um stund.

Austurengjar

Austurengjalækur.

Hinrik í Merkinesi

Rætt við Hinrik í Merkinesi, 85 ára, um veiðar, sjómennsku, skipasmíðar o. fl.

Merkines

Í Merkinesi.

Hinrík í Merkinesi, er hann nefndur í daglegu tali en heitir fullu nafni Vilhjálmur Hinrík Ívarsson. Vegna þeirra sem ekki eru kunnugir á Suðurnesjum er rétt að taka fram að jörðin Merkines er skammt fyrir utan Hafnir en Hafnir eru vestan Miðnesheiðar. Fyrir utan Merkines eru jarðirnar Kalmarstjörn og Junkaragerði, sögufræg býli, en svo tekur við hraun og sandur og verður að fara allt út á Reykjanes til að finna grænan bala. Úti í hafinu trónar Eldey við sjóndeildarhring – Hinrík skírði dóttur sína Eldey, í höfuðið á eynni, og Elly Vilhjálms var um eitt skeið ein kunnasta söngkona landsins. Vilhjálmur heitinn sonur hans, flugmaður hjá Arnarflugi, var einnig kunnur fyrir söng. Maron sonur hans hlaut útþrána í vöggugjöf og hefur farið um víða veröld og er nú búsettur í Ástralíu en þangað fór hann frá Suður-Ameríku um Bandaríkin. Þá eru tveir synir þeirra hjóna ótaldir, þeir Sigurjón og Þóroddur, sem báðir eru búsettir hér á landi. Þau Hinrík og kona hans, Hólmfríður Oddsdóttir, hafa lengi átt heima í Merkinesi og ég byrja á því að spyrja Hinrík hvort hann hafi kannski alltaf átt þar heima.
“Nei, ég er Eyrbekkingur en fæddur í Grímsnesi þar sem foreldrar mínir voru vinnuhjú hjá Jóni Sigurðssyni á Búrfelli. Faðir minn var jafnframt formaður í Þorlákshöfn. Síðar gerðist hann skipsformaður fyrir Lefolii-verzlun, og var með áttæringinn Vonina frá Þorlákshöfn allt til 1913. Eftir að faðir minn lét af formennsku fyrir Lefolii-verzlun, var hann fenginn til formennsku á teinæring er gera skyldi út frá Herdísarvík. En það var alveg dauðadæmt fyrirtæki frá upphafi því landtaka var þar svo slæm. Ég átti að vera landmaður hjá þeim, en lendingarskilyrðin voru svo vond þarna að þeir urðu að gefast upp á þessari útgerð eftir þrjár vertíðar. Ég gerðist þá vinnumaður hjá Þórarni bónda í Herdísarvík og var þar næstu 3 árin.

Merkines

Í Merkinesi.

Jú, Lefolii-verzlunin hafði mikil umsvif á Eyrarbakka – sveitamenn verzluðu svo mikið þar. En svo fór þetta að breytast fljótlega eftir aldamótin, og verzlunin byrjaði að færast til Reykjavíkur – prísarnir voru víst lægri þar.
En í minni bernsku var mikil stasjón á Bakkanum. Það voru þarna a.m.k. tveir menn sem stunduðu akstur með hestvögnum: þeir Ólafur í Sandprýði og Loftur í Sölkutóft, og alltaf var nóg að gera hjá þeim við aksturinn.
Þórarinn í Herdísarvík átti um 400 fjár og var fénu þar haldið til beitar allan veturinn. Það var alltaf byrjað á að reka upp úr fjörunni á morgnana því féð mátti ekki nærast á eintómum þara. Þarna er gott beitiland víða um hraunið og gott að halda fé til haga. Við misstum tvö lömb eitt árið man ég, þrjú annað og ekkert það þriðja, – þannig að þú sérð að skepnurnar hafa ekki verið illa haldnar. Þarna er mikið og gott fjárland, féð komst hvergi að sjó nema heim við bæinn, því alls staðar annars staðar er berg með sjó. Jú, jú, þetta kostaði óskaplegar göngur þetta kindarag. Tveggja tíma ganga er út í Krísuvík og um einn tími út í Vogsósa.
Ég þurfti að fara í allar Krísuvíkurréttir og eins Gjárréttir fyrir ofan Hafnarfjörð. Þá skellti ég mér bara beinustu leið yfir fjallið. Þarna var ég í 3 ár, þar til ég var 19 ára. Já, maður var léttur á sér hér í gamla daga og lét sér ekki muna um að skreppa bæjarleið.
Svo fór ég til Hafnarfjarðar – var vinnumaður á Jófríðarstöðum hjá Þorvarði Þorvarðssyni, en þar var ég aðeins í eitt ár. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég lærði trésmíði hjá Bjarna Símonarsyni húsasmið. Þar kynntist ég konunni minni og giftum við okkur árið 1923. Það var nóg að gera í trésmíðaiðninni – þó tók ég ekki að mér nein meiriháttar verk til að byrja með heldur var í viðgerðum og ýmsu snatti.

Merkines

Tóft í Merkinesi.

Við bjuggum í Reykjavík fyrstu árin og fluttum ekki hingað í Hafnir fyrr en 1933. Ég hafði þó unnið hér töluvert í bátaviðgerðum og byggt hér 4 hús, þannig að við vorum vel kunnug hér áður en við fluttum hingað.
Það mun hafa verið árið 1930 að ég smíðaði fyrsta áttæringinn minn, og var svo með hann héðan í 3 vertíðir – eins frá Kirkjuvogi og tvær héðan frá Merkinesi. Um það leyti dó hann Guðmundur sem bjó hér á Vesturbænum og talaðist svo til milli mín og erfingjanna að ég fengi jörðina keypta.
Mönnum hefur líkað vel þessir bátar sem ég hef smíðað – þetta hafa verið blendingar af árabátum og vélbátum, allir staðið sig vel held ég. Ég lærði aldrei skipasmíðar sérstaklega en á Eyrarbakka voru miklir skipasmiðir eins og t.d. Steinn í Einarshöfn – og ég hafði þetta svona í blóðinu. Ég gerði mér far um að ná laginu hans Hallgríms á Kalastöðum á Stokkseyri – það voru úrvals skip sem hann smíðaði.
Annars hef ég farið mikið eftir því sem maður hefur fundið og séð. Ég tel mig hafa haft töluverða tilfinningu fyrir þessu, enda lagði ég mig fram um að glöggvar mig á eiginleikum báta, bæði í landi og á sjó. Og ég er ennþá að smíða báta þótt það séu bara smá kríli núorðið – það eru margir sem vilja eiga eftirlíkingar af gömlu áraskipunum, og ég hef ekki undan að smíða. Sérðu hvernig þetta módel hérna er lagað við stafninn að framan – það skiptir afar miklu hvernig byrðingurinn er lagaður. Smá reiging á bógnum getur gert gæfumuninn hvernig sjóskip báturinn verður. Sé stafninn með réttu lagi fara þeir mjúkt í ölduna framan og setjast hæfilega á skutinn. Ef rétta lagið hefur ekki náðst fara bátarnir að höggva þegar eitthvað er að sjó, og geta jafnvel verið hættuleg skip, jafnvel hreinir manndrápsbollar. Alls smíðaði ég níu báta og var sá stærsti 7 tonn og svo eru það ein 9 hús sem ég hef byggt hér í Höfnum.”
– Þú varst hreppstjóri hér í Höfnum og stundaðir hér formennsku lengi.

Merkines

Merkinesvör.

“Já, ég var hreppstjóri hér frá því árið 1956, að mig minnir, þar til ég var áttræður. Þá greip ég tækifærið og lét af starfinu. Ég réri hér á hverri einustu vertíð frá 1931 en hætti 1978. Þá var róið út með Stafnesi eða fyrir Reykjanes, allt inn að Háleyjabungu og Staðarbergi. Þetta gat verið einn vökusprettur ef gott verðu hélst marga daga samfleytt og þótti ekki gott nema farnir væru tveir róðrar á sólarhring að sumrinu.
Þetta er fornfræg veiðistöð hér í Höfnum og héðan hafa róið fræknir formenn. Héðan réri Eldeyjar-Hjalti um eitt skeið, en það var löngu fyrir mína tíð. Þá var Eldeyjar-Hjalti svo fátækur að hann átti ekki heilan stakk og vantaði alveg ermina öðru megin. Þeir sögðu að hann hefði fært stakkinn til eftir því sem hann krusaði og haft heilu ermina áveðurs. Þetta var hörku karl en varð víst rembinn með aldrinum – það hefur sjálfsagt verið tíðarandinn öðrum þræði.
Framanaf voru alltaf einhverjir með mér á sjónum en svo réri ég mest einn síðustu árin. Flugvöllurinn breytti öllu hérna, það fóru allir að vinna þar og menn urðu svo kostbærir að maður hætti að fá nokkurn til að róa með sér. Lengi réri ég héðan úr Merkinesvörinni en svo var gerð bryggja í Höfnum og eftir það fór ég að róa þaðan. Það urðu margar ferðirnar hjá mér á hjóli hér á milli – að athuga með bátinn, maður þurfti alltaf að vera að athuga með bátinn. Nú er ég fyrir löngu hættur öllu sjógutli en maður gat þetta hér í gamla daga – þá gerðist maður mótoristi þegar vélarnar komu og kunni þetta allt saman.
Annars er hafsbotninn hérna útifyrir rannsóknarefni útaf fyrir sig. Það hafa orðið alveg hrikalegar breytingar á landinu hér frá landnámi, og sennilegt að mikið land, sem líklega hefur náð allt út að Eldey, hafi sigið í sæ. Í Íslendingasögunum stendur að landnámsmenn hafi siglt vestur með Reykjanesi þar til þeir höfðu opinn Hvalfjörð – og þá séðu að þeir hafa þá verið langt úti. Þá hefur Reykjanesið verið eitt gjósandi krap og mikið gengið á.

Merkines

Heimtröðin.

Það er grunnt hér út með öllu Reykjanesinu töluvert langt út, og er að jafnaði um 12 faðma dýpi. Svo snöggdýpkar, eins og farið sé fram af klettavegg og er þá um 30 faðma dýpi sem helzt langleiðina út í Eldey.
Þegar komið er svo sem þrjá fjórðu af leiðinni í Eldey tekur við hraunkargi í botninum og síðan kemur stallur þar sem dýpið er aðeins sex faðmar, en þar á milli er dýpið aftur um 30 faðmar, þar til kemur að Eldeyjargrunninu. Þarna hefur mikil landspilda sigið í sæ og hafa það verið ólitlar náttúruhamfarir.”
– Nú varst þú grenjaskytta hér í Hafnahreppi um langt skeið.
“Já, frá árinu 1948 stundaði ég grenjaskytterí og síðar minkaveiði. Ég veit um 14 greni hér á svæðinu og vann mest 4 greni á ári. Núna seinni árin höfum við ekki orðið vör við tófu hér í Hafnahreppi. Ég vorkenndi alltaf refnum – en minkinn hef ég hatað og minkurinn er sú eina skepna sem ég hef haft gaman af að drepa. Það verður þó ekki á móti borið því sem hann Þórður Halldórsson frá Dagverðar á hefur sagt, “að þetta meindýr er til okkar komið í gegn um sali hins Háa Alþingis”. Minkurinn er grimmdarskepna – hann drepur til þess eins að drepa og nýtir ekki nærri alltaf það sem hann drepur. Drápsgirndin er alveg ótrúleg í honum, hann eyðir öllu fuglalífi og er sannkallað afkvæmi andskotans. Tófan vinnur hins vegar upp sína veiði og drepur ekki nema sér til matar. Ég komst upp í 63 minka mest um árið en nú verður ekki vart við mink hérna.”
– Hver heldurðu að sé skýringin á því?
“Ég hef tvær teoríur, en hvoruga get ég þó sannað. Sko, núna undanfarin tvö ár hefi ég gaumgæft landsvæðið hér umhverfis, og aldrei séð far eftir mink, hvorki í snjó eða sandi. Svo virðist sem minkurinn sé hér alveg horfinn. Á sama tíma gengur farsótt í minkabúunum þannig að þeir þurftu að farga hverjum einasta mink. Gæti ekki verið að villiminkurinn hafi fengið þessa sömu veiki? Því þetta virðist gilda um landið allt, að menn verða lítið varir við mink. Vinur minn, Þór Jónsson í Fljótum, hefur veitt 90 minka mest um árið en í fyrra náði hann aðeins tveim. Hann hefur víst veitt eina sex í vor þannig að þeim er eitthvað að fjölga aftur.

Merkines

Brunnurinn.

Svo er það önnur teoría sem ég hef. – Hér á árum áður tóku menn það upp að eitra fyrir refnum og þótti öllum þjóðráð. Upp úr því fækkaði refnum mikið og þökkuðu menn það þessum aðgerðum. En ég er alls ekki á því að þessar aðgerðir hafi fækkað refnum. Athugaðu að á þessum tíma gekk hér einmitt mikið hundafár svo að heilu sýslurnar urðu hundlausar. Refurinn er mjög skyldur hundinum og hefur að minni hyggju smitast af sömu veiki og fækkað vegna þess.
Ég eitraði einu sinni fyrir ref hér í Hafnahreppi á 38 stöðum – með fjallahringnum allt frá Sýrfelli til Hvassahrauns. Ég merkti staðina alla en hræin höfðu aðeins verið snert á tveimur, og ég er alls ekki viss um að það hafi verið tófa sem það gerði. Ég var með afar glöggan hund og hann hafði ekki veður af neinu tófuhræi á allri þessari leið. Ég tel því að fækkun refs á þessum tíma hafi stafað af sjúkdómi í refastofninum en ekki af þessum eitrunum.
Það er nú svona með það sem maður er hneigður fyrir – það lifa margar minningar frá þessum veiðum í gegnum árin. Það skiptir öllu á minkaveiðum að hafa góðan hund. Ég var allaf með byssu til taks þegar ég var á ferðinni ef ég rækist á einhvern af þessum andskotum. Bezt reyndist mér haglaskammbyssa sem ég hef lengi átt en hef nú lánað frá mér.
Einu sinni vann ég þó mink byssulaus – var þá að koma inn úr Kirkjuvogi og verð var við mink í malarkambi hér á Hnausendunum. Ég var með góðan hund með mér og finnur hann strax hvar minkurinn er undir. Ég var ekki einu sinni með hníf og gat ekki farið heim eftir byssu því þá hefði minkurinn sloppið á meðan. Þarna er kastmöl og fer ég að róta til nokkrum steinum þar sem hundurinn ólmaðist og sé þá í skottið á minkinum. Ég bregð þá við, gríp í skottið og kasta honum í háaloft, en svo mikil var snerpan í hundinum að hann greip minkinn á fluginu og allt að því klippti hann í tvennt með kjaftinum.”

Merkines

Möngutóft.

Nú berst talið að ótrúlegum veiðisögum og Hinrík segir mér veiðisögu sem hlýtur að teljast ótrúleg.
“Ég var einu sinni í heimsókn hjá honum séra Lárusi Arnórssyni í Miklabæ. Við vorum að tala um veiðar og ég segi sem svo: “Mikið andsk . . . hefur þetta gengið illa hjá honum Gísla að miss svona þennan stóra fisk.” Þá segir séra Lárus: “Þegar menn eru að segja þessar veiðisögur ýkja þeir að minnsta kosti til helminga.” Ég varð reiður við og sagðist skyldi segja ótrúlega veiðisögu sem engu að síður væri sönn, og sagði honum þessa sögu:
Sumrin 1922 og 1923 var ég við stangveiði við Kaldárhöfða við Úlfljósavatn. Þar veiddist oft vel, upp í 111 á einum degi. Þar er bezt veiðin snemmsumars og veiðist þá þriggja punda bleikja, en nú var komið fram í ágúst og veiddist bara depla og dauft við veiðina. Einhvern daginn fer ég þó út á ána – það þurfti að sperra sig töluvert á móti straumnum til að komast á góðan veiðistað og leggjast þar við dreka. Nú, þarna set ég í allvænan fisk og verð að sleppa drekanum svo hann slíti ekki fyrir mér. Svo kem ég fisknum alveg að borðstokknum og sé þá að hann er kræktur í gegnum fremri bakuggann. En þegar ég ætla að innbyrða fiskinn sé ég að háfurinn hafði gleymst í landi. Ég reyni þá að ná fisknum með höndunum en hann sleppur frá mér.
Þegar ég kem í land gengur mér auðvitað illa að sannfæra hina um að ég hafi misst þennan stóra fisk. Daginn eftir fer ég svo aftur út – og hvað heldurðu gerist þá. Set ég ekki aftur í vænan fisk á sama stað og í þetta skipti var háfurinn með í bátnum. Mér brá þó heldur betur í brún þegar ég fór að skoða fiskinn – fremri bakugginn var rifinn að endilögnu, og þarna var kominn sami fiskurinn og ég hafði sett í daginn áður.

Merkines.

Garður.

Sr. Lárus gapti alveg þegar ég sagði honum þetta – hann sagði ekki eitt einasta orð og ég veit ekki enn hvort hann hefur trúað mér.”
– Hefurðu ekki lent í ýmsu misjöfnu til sjós?
“Jú, það var nú sitthvað sem kom fyrir. Einu sinni hafði ég næstum álpast fyrir borð . – það er ekki segjandi frá því. . . . Jæja, það vildi nú svona til. Það var stýrishús á bátnum, og þilfar út í lunninguna frá því örðu megin. Þarna sem ég var hagar svo til að snardýpkar og var lygnt fyrir innan en töluverð ólga utar enda allmikill straumur. Ég var að kippa inn á lygnuna og ætlaði að fara að fá mér í nefið, en þá tek ég eftir því að ég hef gleymt bauknum frammí.
Nú get ég ekki á mér setið og ákveð að skjótast fram í bátinn og ná í baukinn. Það var handrið meðfram stýrishúsinu og held ég mér í það en þegar ég ætla að fara niður í pontuna skriplast mér fótur . . . þá kemur kröpp alda á bátinn og skiptir það engum togum að ég missi fótanna og fer í sjóinn. Svo einstaklega vildi þó til að í fallinu næ ég taki á borðstokknum og gat hangið þar. “Er það nú búið lagsi minn,” sagði ég þá við sjálfan mig – ég fór alveg í sjóinn upp fyrir haus, en þegar báturinn rétti sig af og valt yfir á hina síðuna, gat ég vegið mig upp og komist um borð aftur.”
– En hvað um refaveiðarnar, á þeim hefur sitthvað borið við er það ekki?
“Jú, það er ekki fyrir aðra en vana menn að sjá við tófunni – hún er svo klækjótt og vör um sig. Svo hafa þau svo ólíkt lundarfar þessi dýr, þau eru rétt eins og menn hvað það varðar. Ég hef oft alið yrðlinga hér sumarlangt og þau geta orðið afskaplega gæf þessi dýr, en svo er eins og önnur sé ómögulegt að temja. Ég var einu sinni með högna og læðu eitt sumar. Högninn var alveg forhertur – virkilegt óartarkvikindi, kom aldrei fram í búrið þegar ég gaf honum og byrjaði aldrei að éta fyrr en ég var farinn. Læðan var aftur afskaplega blíð og vinaleg. Einu sinni ól ég yrðling hérna heimavið og tókst að temja hann. Það var maður sem hét Sólmundur og bjó í Sandgerði sem fékk hann hjá mér og átti í tvö ár. Rebbi elti hann um allt eins og hundur og lagðist aldrei í strok. Það er hægt að temja refinn furðanlega, en þeir veriða aldrei allra og það er alltaf grunnt á villidýrseðlið í þeim.
Hver grenjaferð saga útaf fyrir sig.

Merkines

Varða.

Oft hef ég tekið það nærri mér að vinna greni og sárvorkennt þessum greyjum. Maður verður að spila á þessar helgustu tilfinningar, móðurástina, og það er heldur óskemmtilegt. En þau mega ekki vaxa manninum yfir höfuð.
Annars er gaman að tilstandinu við þetta, og má segja að hver grenjaferð sé saga útaf fyrir sig. Einu sinni sem oftar var ég búinn að vinna bæði læðuna og yrðlingana á greni. Rebba skaut ég í munnanum en hann var það innarlega að ég náði honum ekki. Ekki var hann alveg dauður og gat skreiðst innar í grenið með því að krafsa með löppunum. Nú, ég gat lítið aðhafst og sneri heim við svo búið. Þegar ég kem til hreppstjórans til að fá greitt segi ég honum að ég hafi unnið grenið en misst stegginn inn. “Það er nú venja að sýna þá,” sagði þá hreppstjórinn.
Nú, ég fer aftur af stað nokkrum dögum síðar, og þá eru þau í för með mér Maron sonur minn sem var átta ára og Eldey dóttir mín. Ég hafði með mér stöng, kerti, band og sitthvað fleira sem að gagni gat komið við að ná refnum. Þegar við komum að grenismunnanum sést hvergi til rebba og var þar myrkt innifyrir. Það verður að ráði hjá mér að láta strákinn skríða inn en bind fyrst kaðalinn um lappirnar á honum. Hann skríður svo inn og lýsir fyrir sér með kertinu sem ég hafði fest framaná prikið, en mér er um og ó ef eitthvað líf væri í refnum sem þá gat bitið illa. Nú, ég öskra á strákinn, hvort hann sjái nokkuð refinn. Hann öskrar á móti að þarna sé hann og virðist dauður. Ég öskra á strákinn að taka kertið og setja það fram á prikið og bera að nefninu á rebba – því þá hlaut hann að sýna viðbrögð. Nú stráksi gerir þetta og reynist refurinn steindauður. Nú, ég dreg svo strákinn út úr greninu með kaðlinum og strákurinn refinn. Þannig lauk þeirri viðureign.

Bragi Óskarsson tók viðtalið.

Hinrik í Merkinesi

Hinrik ásamt fjölskyldu.