Reykjavik

Á Ártúnshöfða í Reykjavík er fallegur skógarreitur, „Fornilundur“ við fyrrum Krossamýrarblett 1, í landi Hvamms, nú Breiðhöfða 3.

Reykjavík

Ártúnshöfði – loftmynd 1954.

Krossamýrarblettir voru fimmtán skikar sem var úthlutað til leigu eða erfðafestu á árunum 1936-38. Krossamýrarvegur var lagður þar sem gatan Breiðhöfði liggur nú, frá Mosfellssveitarvegi, Vesturlandsvegi, til norðurs og var blettur nr. 1 vestan við veginn en hinir fjórtán voru austan við hann. Á flestum skikunum voru reist hús og var búskapur á mörgum þeirra. Krossamýrarblettur 1 náði yfir svæði þar sem nú eru lóðirnar Bíldshöfði nr. 4-6 og 7, Breiðhöfði 1 og 3 og hluti af Þórðarhöfða 4 vestan við Breiðhöfða, áður Krossamýrarvegur. Meðal fyrstu íbúa blettanna voru Jón P. Dungal og Elísabet Jónsdóttir á Krossamýrarbletti 1. Þau fengu leyfi til að reisa einlyft timburhús, um 60 m², á skikanum árið 1936, sem nefnt var Hvammur. Þar voru þau með garðrækt, en auk þess var þar refabú.
FornilundurÁ blettinum lögðu þau grunninn að trjálundi þar sem ræktaðar voru sjaldgæfar plöntur, eins og eplatré. Þau hlutu viðurkenningu Fegrunarfélags Reykjavíkur árið 1954 fyrir garðinn. Hluti af trjálundinum er nú hluti „Fornalundar“, lystigarðs B.M.Vallár að Bíldshöfða 7. Íbúðarhúsið Hvammur stóð vestan við Fornalund.
Íbúðarhúsið Hvammur var horfið fyrir 1984, en trjálundurinn er eftir. Engin ummerki eru lengur eftir Krossamýrarblettina en áhrifa þeirra gætir í skipulagi, staðsetningu og legu gatna.

Söguskilti um Fornalund og fyrstu ábúendur

Fornilundur

Fornilundur – Söguskiltið var gert að frumkvæði afkomenda Jóns og Elísabetar. Hönnun þess var unnin af starfsfólki Hornsteins og BM Vallár sem lögðu metnað sinn í að heiðra þessa merku sögu í samráði við afkomendur.

Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember 2024, var afhjúpað upplýsingaskilti um sögu Fornalundar, sýningarsvæðis BM Vallár, og fyrstu ábúenda Hvamms, sem stóð við Breiðhöfða. Við þetta tækifæri komu saman afkomendur hjónanna Jóns Dungals og Elísabetar Jónsdóttur ásamt fulltrúum frá BM Vallá og Hornsteini.

Frumkvöðlar á sviði skógræktar
Á skiltinu má lesa um sögu svæðisins og hvernig fyrstu íbúar svæðisins, hjónin Jón Dungal og Elísabet Jónsdóttir, umbreyttu hrjóstugu landi í einstakan trjálund. Hjónin reistu bæinn Hvamm árið 1936 sem var 4,2 hektara landspilda sem þau leigðu af Reykjavíkurborg. Fylgdi samningnum sú skylda að leigutakar ræktuðu landið. Þau gerðu gott betur og komu upp skrúðgarði og miklum, fögrum skógi á þessu hrjóstruga svæði. Þar uxu sjaldséðar tegundir á borð við eplatré og þótti það kraftaverki næst.

Reykjavík

Fornilundur – skilti.

Þessi frumkvöðlastarfsemi vakti verðskuldaða athygli, og árið 1954 hlutu þau viðurkenningu frá Fegrunarfélagi Reykjavíkur fyrir garðinn sinn og framlag til fegrunar borgarinnar.

Lystigarður og einstakt sýningarsvæði
Þegar BM Vallá hóf starfsemi á Breiðhöfða tók fyrirtækið við trjálundinum, sem hlaut nafnið Fornilundur, og hannaði svæðið árið 1991 í anda erlendra lystigarða. Fornilundir gegnir hlutverki sýningarsvæðis fyrir vörur BM Vallár og er þar að finna tjörn, gosbrunna, bekki og blómabeð ásamt fjölbreyttu fuglalífi. Fornilundur hefur allar götur verið opinn almenningi og samkvæmt nýju deiliskipulagi Ártúnshöfða mun garðurinn stækka enn frekar og ættu íbúar og gestir að geta notið hans enn betur.

Á skiltinu í Fornalundi má lesa eftirfarandi:
„BM Vallá hóf starfsemi árið 1956 með rekstri steypustöðvar á Ártúnshöfða. Frá 1983 hefur fyrirtækið borið ábyrgð á svæðinu og séð umviðhald garðsins.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Lystigarðurinn, sem hlaut nafnið Fornilundur, hefur gegnt hlutverki sýningarsvæðis ásamt því að vera almenningsgarður. Þangað geta garðeigendur sótt sér innblástur og skoðað vörur fyrirtækisins, t.d. hellur, hleðslusteina og garðbekki.
Fornilundur á sér merka sögu og er tákn um þrautseigju og metnað fyrstu ábúenda svæðsins. hjónanna Jóns Dungal og Elísabetar Jónsdóttur, sem um miðbik síðustu aldar lögðu grunninn að þessum einstaka trjálundi.
Samkvæmt nýju deiliskipulagi Ártúnshöfða mun garðurinn stækka enn frekar og ættu íbúar og gestir að geta notið hans enn betur. Fornilundur hefur umbreyst úr hrjóstugu landi í eina af grænum perlum Reykjavíkur, þar sem náttúra, menning og arfleifð frumbyggja Hvamms og forsvarsmanna BM Vallár fléttast saman í hjarta borgarinnar.

Saga Ártúnshöfða
ReykjavíkSögu Ártúnshöfða má rekja allt aftur til 12. aldar, þegar jarðirnar Ártún og Árbær voru lagðar til Viðeyjarklausturs. Við siðaskiptin árið 1550 yfirtók Danakonungur allar eignir klaustursins en þær voru seldar einkaaðilum árið 1838. Átrún var lengi vel í alfaraleið og þar var stunduð greiðasala og gistiþjónusta á seinni hluta 19. aldar.
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur jarðirnar vegna fyrirhugaðra vatnsveituframkvæmda og stuttu síðar, árið 1929, voru jarðairnar Ártún og Árbær báðar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Árið 1933 var samþykkt í bæjarráði að úthluta landskikum úr svæðinu, sem nefndir voru Krossamýrarblettir, til loðdýraræktar. Nokkrum árum síðar, frá 1936 til 1938, var löndum þar úthlutað til leigu eða erfðafestu.
ReykjavíkMeðal fyrstu íbúa Króssamýrarsvæðisins voru hjónin Jón Dungal (1899-1972) og Elísabet Ágústa Jónsdóttir (1898-1983). Þau reistu bæinn Hvamm árið 1936 á Krossamýrarbletti 1, sem var 4.2 hektara landspilda sem þau leigðu af Reykjavíkurborg.
Fylgdi samningum sú skylda að leigutakar ræktuðu landið. Þau hjónin gerðu gott betur og komu upp skrúðgarði og miklum, fögrum skógi á þessu hrjóstuga svæði. Þar uxu sjaldséðar tegundir á borð við eplatré og þótti það krafataverki næst (Saga Ártúnshöfða 2021).
Árið 1954 fengu Jón og Elísabet viðurkenningu frá fegrunarfélagi Reykjavíkur fyrir garðinn sinn og framlag þeirra til fegrunar borgarinnar. Fornilundur hlaut einnig viðurkenningu umhverfisverndar Reykjavíkurborgar 1991 fyrir 1. áfanga.

Lystigarður verður til

Reykjavík

Fornilundur 2023.

BM Vallá hefur lagt mikinn metnað og vinnu í að fegra og viðhalda svæðinu síðustu áratugi. Fornilundur var upphaflega hannaður i anda erlendra lystigarða með margs konar dvalarsvæðum, tjörn, gosbrunnum, bekkjum og blómabeðum.
Þegar forsvarsmenn B; Vallár sóttust eftir leyfi til að byggja á lóðinni árið 1983, óskaði Borgarskipulag eftir umsögn garðyrkjustjóra borgarinnar, hafliða Jónssonar, um trjágróðurinn á svæðinu. Hafliði lýsti trjáreitnum sem einstökum og lagði til að hann yrði friðlýstur vegna sérstæðra aðstæðna og árangurs í skógrækt við erfið skilyrði. Hann nefndi sérstaklega elstu grenitrén, semvoru gróðursett þar á árunum 1951-52.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Eftir umsögnina var ákveðið að varðveita greniskóginn sem varð til þess að grunnurinn að lystigarðinum Fornalundi var lagður. Reykjavíkurborg gerði það að slilyrði við sölu landsins að almenningur hefði aðgang að svæðinu og það var opnað í áföngum frá og með árinu 1991. Inni í miðjum lundinum er lystihús þar sem landslagsarkitekt fyrirtækisins veitir ráðgjöf til þeirra sem skipuleggja lóðaframkvæmdir. Mikið fuglalíf prýðir garðinn og gefur honum mikinn sjarma og skapar tengingu við náttúruna.“

Reykjavík

Fornilundur – skilti.

Söguskiltið var gert að frumkvæði afkomenda Jóns og Elísabetar. Hönnun þess var unnin af starfsfólki Hornsteins og BM Vallár sem lögðu metnað sinn í að heiðra þessa merku sögu í samráði við afkomendur.

Heimildir:
-https://www.bmvalla.is/frettir/soguskilti-um-fornalund-og-fyrstu-abuendur
-Ártúnshöfði – Fornleifaskrá, Reykjavík 2021.

Reykjavík

Í Fornalundi.

Ingólfur Arnarsson

Í ritstjórnargrein MBL 17. ágúst 1986, sem ber yfirskriftina „Reykjavík 200 ára“ segir m.a.:

Reykjavík

Aðalstræti – fyrrum búsvæði Ingólfs Arnarssonar.

„Um þessa helgi og sérstaklega á morgun, 18. ágúst, er þess minnst með glæsilegum hætti, að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík og fimm kaupstöðum öðrum voru veitt kaupstaðarréttindi. Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaupstaðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan byggð helst á Íslandi.

Reykjavík

Reykjavík.

Gildi Reykjavíkur fyrir íslenskt þjóðlíf verður seint metið til fulls. Þegar þéttbýli var að myndast þar og annars staðar, voru þeir margir hér á landi, sem töldu þá þróun af hinu illa og að hún myndi spilla menningu og lífi þjóðarinnar.
Á sínum tíma urðu margir um kyrrt í Reykjavík, sem ætluðu aðeins að hafa þar viðdvöl á leið sinni til Vesturheims. Hið sama á við enn þann dag í dag, menn finna kröftum sínum viðnám í borgarsamfélaginu og þurfa ekki að leita út fyrir landsteina í því skyni.“

Reykjavík

Reykjavíkurbréf 17.08.1986.

Í „Reykjavíkurbréfi“ á sömu síðu blaðsins er m.a. af gefnu tilefni fjallað um uppruna borgarinnar, sem reyndar hét þá Reykjarvík:
„Ekki verður annað sagt en ærið óbyrlega blési fyrir landi og þjóð, er árið 1786 rann upp, enda höfðu næstu árin á undan verið hvort öðru erfiðara og óhagstæðara fyrir allan landslýð, og svo átakanlega hafði landsmönnum fækkað, að ekki náði fjörutíu þúsund sálum.
Þó átti þetta ár að verða merkisár í sögu landsins. Með kgl. auglýsingu dagsettri 18. ágúst um sumarið, var gefið fyrirheit um verzlunarfrelsi, sem lengi hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu var það einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóðum óheimiluð áfram öll verzlunarviðskifti við landsmenn. En það skiftir mestu máli fyrir oss íbúa höfuðstaðarins, sem nú lifum, og gerir þetta ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem það er og verður, að með þessari sömu auglýsingu voru Reykjavík (og fímm kaupstöðum öðrum) veitt kaupstaðarréttindi,
svo að segja má, að á þessu ári hefjist saga Reykjavíkurkaupstaðar.“

Reykjavík

Árbækur Reykjavíkur 1786-1930.

Þannig hefst bókin Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir dr. Jón Helgason biskup, sem kom út 1941. Höfundur segist rita verkið í von um, að einhver gæti síðar meir notað þau „drög að Reykjavíkursögu“, sem í ritinu geymdust, við samningu fullkomnari sögu bæjarins. Í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar verður nú ráðist í að skrá þessa sögu, hafa þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson verið fengnir til þess. Við ritun sögu Reykjavíkur er unnt að nýta margar heimildir. Fyrsta reglulega Reykjavíkursagan, Saga Reykjavíkur, var skráð af Klemenz Jónssyni, landritara og ráðherra, og kom út í tveimur bindum á árinu 1929.

Bær Ingólfs Arnarsonar
Enginn hefur ritað meira um sögu Reykjavíkur hér í Morgunblaðið en Árni Óla, blaðamaður. Hafa ritgerðir hans og sagnaþættir auk þess verið gefnir út í mörgum bókum.

Árni Óla

Árni Óla (1888-1979).

Eins og svo mörgum öðrum, sem um Reykjavík fjalla, var Árna Óla það hugleikið, að fyrsti landnámsmaðurinn settist að, þar sem síðan varð höfuðborg. Síðasta ritsmíð Árna um þetta efni heitir Verndið helgar tóftir og er frá 1968. Þar segir meðal annars:
„Mér hefír löngum verið mikið áhugamál, að Reykjavík glataði sem fæstu af minningaarfi sínum. En þar sem ég geri ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú fast til þess að lokum að eggja Reykvíkinga lögeggjan, að láta ekki helgasta söguarf sinn og minningar fara forgörðum.
Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helgasti reitur þessa lands og hefir forsjónin falið hann vernd og umhyggju borgarbúa. Helgi hans er bjartari og meiri en sagnhelgi Þingvalla og menningarhelgi biskupsstólanna fomu. Þetta er reiturinn, þar sem fyrsti landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenska bæ að tilvísan guðanna.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Fyrir rúmum 100 árum var til félag menntamanna hér í Reykjavik og nefndist Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um það 1864 hvernig Íslendingar, og þó einkum Reykvíkingar ættu að minnast þúsund ára byggingar Íslands árið 1874. Og þá gaf það út ávarp til Reykvíkinga og lauk því á þessum orðum: Allir erum vér Reykvíkingar leiguliðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld aðgjalda. Nú er komið að skuldadögunum. Annað ávarp sömdu nokkrir merkir menn í desembermánuði 1959, þar sem því var beint til Alþingis og ríkisstjómar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður (leturbr. mín).
Í þessu ávarpi segir meðal annars: „Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavík.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævafom sögn hermir að guðimir hafi vísað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sameign allra Íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að
bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóðminningarstaður.“
Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín undir ávarp þetta: Bjarni Jónsson vígslubiskup, Einar Ól. Sveinsson prófessor, Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar rithöfundur, Kristján Eldjám þjóðminjavörður, Magnús Már Lárusson prófessor, Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurbjöm Einarsson biskup, Sigurður Nordal prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorkell Jóhannesson háskólarektor.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifauppgröftur í Aðalstræti.

Senn líður að því, að vér eigum að minnast 11 alda afmælis landnámsins, og vér höfum eigi enn goldið Ingólfi landskuldina, né heldur rækt þá höfuðskyldu, er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi stað hinna „helgu höfuðtófta“ fyrsta landnámsmannsins.
Enginn maður þarf að vera í vafa um, hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höfum vér einróma álit þeirra merku manna, er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta að teljast fullnaðarúrskurður um hvar bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið.“
Í fyrrgreindu ávarpi segir meðal annars fyrir utan þau orð, er Árni Óla vitnar til: „Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né miklum mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnismerki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir almenning gerður þar umhverfis.

Reykjavík

Reykjavík – skáli (langeldur) eftir forneifauppgröft í Aðalstræti.

Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar og landnáms Ingólfs.“

Fornleifagröftur

Á þeim tíma, sem þetta ávarp var samið, urðu töluverðar umræður um bæjarstæði Ingólfs Amarsonar. Helgi Hjörvar ritaði á árinu 1961 nokkrar greinar um málið hér í Morgunblaðið. Í tilefni af því, að nú rétt fyrir 200 ára afmælisdag höfuðborgarinnar hefur verið kynnt niðurstaða í samkeppni um nýtt húsnæði fyrir Alþingi, er forvitnilegt að rifja upp þennan kafla úr einni af Morgunblaðsgreinum Helga (1. febrúar 1961): „Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að reisa hús sitt á bæjartóftum Ingólfs, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, á tóftum Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur frumkvöðull að allsherjarríki á Íslandi, í sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þingvelli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti allsherjargoðinn.

Reykjavík

Reykjavík – uppgröftur í Alþingisreitinn.

Þorsteinn flutti fórnarblóðið til Þingvalla úr hofi föður síns. Hann gerði Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón Sigurðsson flutti Alþingi aftur til Reykjavíkur, þá flutti hann þingið með vissum hætti heim aftur, til síns uppruna. Þá voru mönnum þessir furðulegu þræðir örlaganna ekki svo ljósir sem nú er orðið.“
Vegna Morgunblaðsgreina Helga Hjörvar um bústað Ingólfs var eftirfarandi sagt í Reykjavíkurbréfí 15. júlí 1961: „Ætla verður að bær Ingólfs hafi staðið þar sem nú er horn Aðalstrætis og Túngötu eða þar á næstu slóðum. Með því mæla allar líkur, enda koma beztu fræðimenn sér saman um það. Úr þessu verður sennilega aldrei skorið til fulls, en uppgröftur sunnan við Herkastalann fyrir nokkrum árum studdi mjög fyrri rök fræðimanna.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – August Mayer.

Helgi Hjörvar hefur með réttu hneykslazt á, að þeim uppgreftri var ekki sinnt sem skyldi. Úr því verður ekki bætt héðan af. En nú er nýlega búið að rífa neðsta húsið við Túngötu, er stóð andspænis Suðurgötu og mikill hluti Andersenslóðarinnar er enn óbyggður. Leikmönnum virðist svo sem nú sé einstætt tækifæri til að grafa á þessum slóðum og kanna hvort einhverjar fornar minjar finnist í jörðu. Þó að slíkur uppgröftur geti líklega ekki eðli málsins samkvæmt skorið úr um það, hvort fyrsta byggð Reykjavíkur var á þessum slóðum, sýnist hvergi fremur ástaeða til fornleifagraftar hér á landi en einmitt þarna. Menn mega því ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga.“

Reykjavík

Reykjavík – fornskáli í Aðalstræti eftir fornleifauppgröft.

Fyrir ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar 1974 beitti Reykjavíkurborg sér fyrir fornleifagreftri á þessum stað. Í byrjun júlí 1971 hófst fornleifagröftur á horni Aðalstrætis og Túngötu. Var sænskur fornleifafræðingur, Bengt Schönbeek, ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Vann hann við það ásamt konu sinni, Else Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur. Stjórnuðu þau rannsóknum þarna í nokkur sumur, og með þeim unnu bæði fornleifafræðingar, nemendur í fornleifafræði, jarðfræðingar og ósérhæft fólk. Þorkell Grímsson vann þarna í umboði Þjóðminjasafns. Reykjavíkurborg kostaði verkið. Því miður hefur ekki enn verið lögð fram endanleg greinargerð um niðurstöður þessara rannsókna, þótt leikmönnum sýnist, að tími til að vinna þær sé orðinn meiri en nægur.

Aðalstræti

Landnámsskálinn í Aðalstræti.

Hitt er vitað, að fornleifagröfturinn leiddi í ljós órækar sannanir fyrir því, að þarna var byggð á landnámsöld. Eða svo vitnað sé til orða dr. Kristjáns Eldjárns á Reykjavíkurráðstefnu 1974: „Ég undirstrika það að lokum, að engin sýnileg fomfræðileg ástæða virðist til að rengja að landnám hafí hafizt á þeim tíma sem Ari nefnir, nefnilega 870 eftir burð Krists,
heldur benda fornleifar hér á landi miklu fremur til þess að það geti verið laukrétt og um leið að líta megi á það sem sögulega vissu að þá hafí Reykjavík byggzt.“

Reykjavík höfuðstaður
Þegar minnst var 150 ára afmælis kaupstaðarréttinda Reykjavíkur, kom út ritið Þættir úr sögu Reykjavíkur. Var félagið Ingólfur útgefandi þess. Félagið starfaði á árunum 1934-42 og var Georg Ólafsson, bankastjóri, formaður þess til 1940 en síðan Bjarni Benediktsson, þáverandi borgarstjóri. Gaf félagið út 26 ritverk, stór og smá. Félagið Ingólfur var endurreist á fundi 14. nóvember 1981 og hafði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor, forgöngu um það, en Steingrímur Jónsson er formaður félagsins. Tilgangur þess er að gefa út rit er heiti: Landnám Ingólfs og hafa verið gefín út tvö bindi í safninu frá endurreisn félagsins.

Landnám

Landnám Ingólfs – Safn til sögu þess, I. bindi.

Í fyrrgreindu afmælisriti, sem félagið Ingólfur gaf út 1936, er ritgerð eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, sem heitir: Hversu Reykjavík varð höfuðstaður. Þar er skýrt frá því, að Skúli fógeti Magnússon „varð til þess sjálfrátt og ósjálfrátt, að leggja grundvöll hins íslenzka höfuðstaðar í skjóli stjórnar- og viðskiptastefnu hins upplýsta einveldis. En hann og hrakfarir erlendrar einokunar urðu til þess að lyfta undir trúna á tilraunimar til að þess að bæta ástandið á íslenzkum grundvelli. Á þeim grundvelli reis Reykjavík sem höfuðstaður nýs lífs í nýju landi.“
Segir Vilhjálmur að nú finnist mönnum það máske ekkert merkilegt, hvað Skúla fógeta og fylgismönnum tókst þegar þeir lögðu í hina þjóðlegu íslensku viðreisnarbaráttu nýjan þátt, baráttuna fyrir efnalegri endurreisn atvinnulífsins í landinu. En þá hafi þetta verið „það merkilegasta, sem fyrir þjóðina hafði komið í mörg hundrað ár og það svo, að mikill hluti Íslendinga þumbaðist á móti þessu, á meðan hann gat. Það, sem um var að ræða, og það, sem stórhugur og framkvæmdaþrek Skúla fógeta vildi koma hér á, var nýtt íslenzkt þjóðfélag, verklega og fjárhagslega séð, ný íslenzk verzlun, peningaverzlun, og ný íslenzk sjósókn og íslenzkur iðnaður. Hið sýnilega tákn þessarar nýju íslenzku menningar var Reykjavík.“

Vilhjálmur V. Gíslason

Vilhjálmur Þ. Gíslason (1897-1982).

Í ritgerð sinni segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að sú almenna skoðun hafí legið í loftinu, að Reykjavík hafi verið valin sem tilraunastöð hins nýja atvinnulífs, af því að hún var bær fyrsta landsnámsmannsins. Hann bendir á, að í Reykjavíkursögu sinni telji Klemenz Jónsson, að þetta muni að minnsta kosti með fram hafa ráðið staðnum. „En þetta er eflaust ekki rétt,“ segir Vilhjálmur og minnir á þau orð Eggerts Ólafssonar í ferðabókinni, að enginn hafi hugsað um það, að í Reykjavík var elsti bær landsins og bústaður fyrsta landnámsmannsins, þegar innréttingunum var valinn þar staður. Sama segi Eggert í einu kvæði sínu, Mánamálum, að enginn hafi munað, að í Reykjavík væru „helgar tóftir“ hins fyrsta landnámsmanns.
Vilhjálmur segir, að Reykjavík hafi vantað virðuleikann. Um þetta hafí Skúli fógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið eftir því. En hér hafi Eggert Ólafsson, einn helsti aðdáandi Skúla, komið til sögunnar. Hann hafi gert sér grein fyrir því, að til að hin nýja atvinnumálastefna bæjarmenningarinnar í Reykjavík ætti að heppnast, þyrfti hún ekki einungis að vera reist á rökum hagfræðinnar og hinnar nýju náttúrufræði um hagnýtingu landsgæðanna, heldur þyrfti Reykjavík einnig að tileinka sér þann þjóðlega, sögulega grundvöll, sem eldri sveitamenning og stórbýlaskipulag hvíldi á og verða þjóðlegur framtíðarbær á sögulegum grundvelli.

Reykjavík

Ferðabók Eggerts – Vilhjálmur Þ. Gíslason.

„Þann grundvöll fann Eggert í þeirri staðreynd, að Reykjavík var einhver elzti sögustaður landsins og helgur staður hins fyrsta landnámsmanns. Þannig varð Eggert Ólafsson höfundur hinnar nýju Ingólfshelgi í landinu og hvatamaður hinnar þjóðlegu Reykjavíkur, eins og Skúli er stofnandi Reykjavíkur sem verzlunar- og atvinnubæjar.“

Alþingi í Reykjavík
Hér verður ekki rakin saga byggðarþróunar í Reykjavík eða lýst reiptogi milli embættismanna og kaupmanna. Smám saman safnaðist valdið í þjóðfélaginu á hendur manna, sem bjuggu í bænum. Menn skiptust í flokka um það, hvar skóli og biskupsstóll ættu að vera, en deildu laust fyrir miðja 19. öld enn ákafar um það, hvar þingstaður þjóðarinnar ætti að vera. Í konungsauglýsingunni frá 1840 um endurreisn Alþingis var hugmyndinni um að þingið skyldi endurreist á Þingvöllum gefíð undir fótinn. Jón Sigurðsson beitti sér fyrir því af festu og rökvísi, að Alþingi yrði í Reykjavík. Um þetta segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Jón Sigurðsson er að vísu engu ómælskari en Þingvallamennirnir sjálfir, þegar hann er að tala um hinn forna alþingisstað: „Hvergi væri því hátíðlegri staður en við Öxará til að byrja starf það, sem vekja skal oss og niðja vora til föðurlandsástar og framkvæmdarsemi, slíkra sem sæmir siðuðum og menntuðum mönnum á þessari öld,“ segir hann og enn fremur:

Víkingur

Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.

„Sá mætti vera tilfinningarlaus Íslendingur, sem ekki fyndi til föðurlandsástar eða nokkurra djúpra hugsana, þegar hann kemur á þann stað, sem Alþingi feðra vorra hefír staðið. Náttúran hefir í fyrstu sett þar á merki sitt, eitthvert hið stórkostlegasta, sem hún á til … sá staður hefir verið vitni til hins bezta og ágætasta, sem fram hefir farið á landi voru: til heitrar trúar og sambands hinnar fyrstu kristnu, til margra viturlegra ráðstafana, til að halda við góðri stjórn og reglu í landinu, til baráttu feðra vorra fyrir frelsi sínu…“

Hvað á nú Reykjavík á móti þessu öllu?
Jón Sigurðsson telur sjálfur fram ýmsa kosti Reykjavíkur — „ekki ófagurt bæjarstæði“, nóg rými til bygginga, góða höfn og víða, stutt til aðdrátta á sjó og landi frá beztu héruðum og samgöngur jafnhægastar til alls landsins og til útlanda, og loks telur hann það, að töluverður stofn sé í þeim embættis- og lærdómsmönnum, kaupmönnum og iðnaðarmönnum, sem þar séu. Þess vegna telur Jón Sigurðssom, að „þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“.

Landnám

Aðkoma landnámsmannanna.

Þótt menn hafi hatazt við Reykjavík af því að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóðerni Íslendinga, þá telur hann, „að það standi í voru valdi að gera hana íslenzka, ef vér viljum“. Jón Sigurðsson var samt ekki með Reykjavík sem alþingisstað, af því að þingið ætti að vera Reykjavík til framdráttar, þvert á móti af því „að þingið getur betur orðið það, sem því er ætlað í Reykjavík en á Þingvöllum“. Þessar og þvílíkar röksemdir Jóns Sigurðssonar og hans manna urðu ofan á, eins og kunnugt er. Þar með var Reykjavík í sannleika orðin höfuðstaður, og af Alþingi fékk hún nýjan virðuleik, vegna þeirrar helgi, sem hvíldi á hinni fornu stofnun, sem gekk í endumýjun lífdaga sinna, og Reykjavík varð þá einnig Alþingi gott hæli.“

Mikil saga

landnámsskáli

Reykjavík – minjar landnámsbæjar í Aðalstræti.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkur hefur hér verið staldrað við þá þætti úr sögu hennar, sem lúta að Ingólfshelginni og þeirri ákvörðun að endurreisa Alþingi hér á þessum stað. Saga mannlífs, atvinnu, menningar og lista er ekki síður merk. Þar er af mörgu að taka eins og sést af öllu því, sem um Reykjavík hefur verið ritað og á eftir að rita. Árið 1967 bundust Reykjavíkurborg og Sögufélagið samtökum um að hefja útgáfu á Safni til sögu Reykjavíkur, Ac.ta Civitatis Reykiavicences. Í þeim flokki hefur Lýður Björnsson annast útgáfu á tveimur bókum, Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836 og Bæjarstjórn í mótun 1836-1872. Auk þess hafa komið út fjögur verk önnur í ritröðinni; tvö ritgerðasöfn: Reykjavík í 1100 ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs; og Ómagar og utangarðsfólk. Fátæktarmál Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson og nú í tilefni 200 ára afmælisins Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950 eftir Þóranni Valdimarsdóttur.

Reykjavík

Reykjavík – nútímalistaverk er minna á forna frægð. Svo virðist sem seinni tíma afkomendur hafi ekki tekist á skrá sig á spjöld sögunnar svo marktækt getur talist.

Reykjavík er borg er býður allt það, sem miklu fjölmennari borgir í milljónaþjóðfélögum veita. Þeirri þróun verður ekki snúið við og henni á ekki að snúa við. En því aðeins viðurkenna menn þau stórvirki, sem unnin hafa verið, að þeir meti þau í réttu ljósi. Þá birtu veitir rannsókn á fortíðinni. Nú á tímum hættir okkur til að leggja efnislegt mat á alla hluti, en eins og hér hefur verið leitast við að draga fram, er það eldmóður hugsjónanna, þróttur skáldanna, virðingin fyrir fortíðinni ásamt með skynsemi og forsjálni, sem hefur veitt Íslendingum þann kraft, er einn dugði til að gera Reykjavík að þeirri höfuðborg, sem nú fagnar 200 ára afmæli sínu.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 182. tbl. 17.08.1986, Reykjavík 200 ára – Reykjavíkurbréf, bls. 32-33.

Reykjavík

Reykjavík – landnámsbæjarstæðið.

Reykjavík

Fúlutjarnarlækur í landnámi Ingólfs, síðar í umdæmi Seltjanarneshrepps og loks Reykjavíkurbæjar (reyndar um stund í umdæmi Reykjavíkurborgar frá 1908) var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafnið dregur hann af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón ofan vestanverðan Kirkjusand. Lyktaði hún jafnan af rotnandi gróðri og var til lítils nýtanleg.

Reykjavík

Reykjavík – skipulag 1947.

Fúlatjörn, var sem fyrr segir, tjörn eða lón í norðaustanverðri Reykjavík, við sjávarborðið vestan við Kirkjusand, þar sem Borgartún og Kringlumýrarbraut mætast núna. Þegar Borgartún var fyrst lagt, lá það að hluta á brú yfir Fúlutjörn. Á meðan Kringlumýri var eiginleg mýri, þá rann lækur eða framræsluskurður úr henni og endaði norður í Fúlutjörn. Tvær aðrar brýr voru byggðar yfir Fúlutjarnarlæk fyrir og eftir aldamótin 1900; á Suðurlandsvegi og á Laugarnesvegi. Í öllum tilvikum var um að ræða steinhlaðnar brýr með trégólfi.

Reykjavík

Reykjavík – Fúlutjarnarlækur.

Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessara jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó að upptökum hans við Ámundaborg, en samkvæmt eldri landamerkjalýsingum lágu merkin austar, þ.e.a.s. frá Ámundaborg sjónhendingu í stein á Kirkjusandi sem nefndur var Stúlknaklettur (Stúlkuklettur). Munnmæli segja að einhvern tíma hafi vanfær vinnukona í Laugarnesi horfið, en svo fundist við þennan stein ásamt tveimur stúlkubörnum. Hornmark Rauðararár, Reykjavíkur og Laugarness lá um Ámundaborg sem var fjárborg. Ámundaborg er löngu horfin en hefur verið þar sem býlið Lækjarhvammur var, nálægt því þar sem Lámúli 4 er nú ofan Suðurlandsbrautar og austan Kringlymýrarbrautar.

Reykjavík

Reykjavík 2024.

Fúlutjarnarlækur var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Fyllt var upp í Fúlutjörn og var því lokið um 1960. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og er því ekki sýnilegur lengur. Lækurinn var jafnframt nefndur Laugalækur sem afrennsli frá Þvottalaugunum og rann um Laugamýri (Laugardal), vestan við Laugarás. Laugalækur var settur í stokk árið 1949 og gata sem er á svipuðum slóðum nefnd eftir honum.

Reykjavík

Herforingjarráðskortið 1902 – örnefnaskrárlisti.

Í nýlegum fréttum Mbl.is og Rúv.is 26. júlí 2025 er fjallað um „horfna brú talin fundin undir Suðurlandsbraut“. Í báðum tilvikum er vitnað í vefmiðlilinn Sarpur.is. Þar segir m.a.: „Brúin var merkt inn á kort frá 1902 þar sem Laugavegur lá yfir Fúlutjarnarlæk, nú er þar Suðurlandsbraut. Líklega var þetta trébrú á steinhlöðnum stólpum. Fúlutjarnarlækur var settur í rör/stokk um og eftir 1957 og kallað þá Kringlumýrarholræsi, það er en í notkun og er það aðeins vestan við gömlu brúnna. Líklega hefur herinn breikkað brúnna en Suðurlandsbraut var eina af aðalleiðunum út úr bænum, en vestari búin á Elliðaánum var þá gerð úr steypu og brúin yfir eystri kvíslina var þá líka endurgerð með steypu 1941.

Í ljós kom sumarið 2025 við framkvæmdri Orkuveitunnar, mannvirki sem líklega er þessi brú.

Brúin var talinn horfinn, en líklega er hún það ekki, í ljós kom mannviki sem gæti verið hún, steinhlaðnir stólpar, undir steyptu brúargólfi, þar sjást um 5 raðir af tilhögnu grágrýti, líklega hefur það verið sótt í grjótnámuna á Rauðaárholti fyrir norðan Sjómannaskólann. Áður hefur líklega verið timburgólf á þessari brú. Seinna hefur brúin verið breikkuð til norðurs. Þá hafa stólparnir verið steyptir og líklega hefur þá verið steypt nýtt brúargólf. Austan við brúnna er mikið grjópúkk.

Reykjavík

Fúlutjarnarlæksbrú opinberuð 2025.

Líklegt er að bandaríski herinn hafi breikkað brúna til norðurs en Suðurlandsbraut var þá ein af aðalleiðunum út úr bænum.“

Undir brúnni eru fimm raðir af tilhöggnu grágrýti er bendir til að brúin hafi verið byggð öðru hvoru megin við aldamótin 1900.

Úr miðbæ Reykjavíkur og inn að Þvottalaugum eru rúmir 3 km. Sú leið var ekki hættulaus og gat orðið æði torsótt í svartamyrkri. Úr Lækjargötu lá leiðin upp Bankastræti. Á móts við Laugaveg 18 eða 20 beygðu þvottakonur niður í Skuggahverfi. Þær þræddu síðan strandlengjuna og reyndu að fylgja götutroðningum uppi á bakkanum fyrir ofan fjöruna.

Reykjavík

Reykjavík – brúin yfir Suðurlandsbraut á Fúlutjarnarlæk.

Þegar komið var að Fúlutjarnarlæk var snúið upp frá sjónum og yfir Kirkjumýri sem var blaut og keldótt. Fúlutjarnarlækur gat orðið erfiður farartálmi í votviðri. Þá breyttist lækurinn í stórfljót sem þvottakonur komust ekki yfir nema á fjöru.
Göngumóðir laugagestir komu örugglega gegnvotir til fótanna í áfangastað. Íslenskar alþýðukonur áttu fæstar vatnsstígvél fyrr en á fyrstu áratugum líðandi aldar.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar í Laugardal.

Á haustdögum árið 1885 var byrjað að leggja veg inn að Þvottalaugum, Laugaveginn. Fimm árum síðar var hann loks fullgerður. Eftir það fóru konur að nota heimasmíðuð farartæki til laugaferða. Þau voru af ýmsum gerðum og sum býsna frumleg.
Hjólbörur og litlir fjórhjólaðir vagnar voru algengastir. Kerrur sem konum var beitt fyrir í stað hesta komu til sögunnar í aldarlok. Á vetrum þegar snjór var á jörðu komu sleðar sér vel til laugaferða.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 1900.

Þá drógu drengir oft sleðana fyrir mæður sínar. Þvottakonur treystu þó varlega dragfærinu. Þegar þær höfðu unnið á óhreinum fatnaði var snjórinn stundum horfinn. Þess eru dæmi að konur og börn hafi borið sleða og annan farangur heim úr Þvottalaugunum. Í úrkomutíð óðu Reykvíkingar leðjuna á Laugaveginum í ökkla. Þá gat orðið illfært heim úr Laugunum með blautan þvott á frumstæðum hjólatíkum.

Fyrstu reglubundnar áætlunarferðirnar í Reykjavík inn að Þvottalaugunum hófust í júníbyrjun árið 1890. Þá var kominn vagnfær vegur heim að þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins. Þetta voru fyrstu áætlunarferðir í Reykjavík enda höfðu aldrei fyrr verið aðstæður fyrir hestvagna í vegleysunum í bænum.
ÞvottalaugarVagninn var fjórhjólaður og gat tekið allt að átta menn í sæti. Einn eða tveir hestar drógu hann. Hestvagninn var ekki notaður til að flytja fólk inn í Laugar heldur þvott.
Laugapokar Reykvíkinga voru sóttir heim til þeirra sem bjuggu við akfæra vegi. Hinir urðu að koma þvottinum á ákveðinn móttökustað í bænum. Þvottakonur urðu enn sem fyrr að fara fótgangandi í Laugarnar. Þar gátu þær tekið óþreyttar til hendinni ef hestaflið létti laugapokaklyfjunum af þeim. Of fáir Reykvíkingar voru hins vegar reiðubúnir að greiða fyrir þjónustuna. Þessar fyrstu áætlunarferðir í bænum lögðust því fljótt niður.

þvottalugarHið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík árið 1894. Á öðru starfsári ákvað það að „létta af kvenfólki hinu þunga oki, laugaburðinum.“
Kvenfélagið hóf laugaferðir um miðjan maí árið 1895 undir fyrirsögninni „Laugaferðir“. Félagskonur hugðust þannig koma í veg fyrir að kynsystur þeirra væru notaðar sem áburðarklárar í Þvottalaugarnar. Í árslok höfðu rúmlega 600 pokar fullir af þvotti verið fluttir í Laugarnar. Réttu ári síðar neyddist Kvenfélagið til að leysa flutningafyrirtækið upp. Fjölmörg heimili í bænum gátu ekki pungað út aurum fyrir akstri á þvotti.

Sagan segir að þegar Anna kom inn í Þvottalaugar varð hún að standa úti við vinnuna. Bæjarbúar höfðu ekki hirt um að endurreisa þvottahúsið sem fauk árið 1857. Starfssystur Önnu höfðu mátt strita óvarðar fyrir veðri og vindum við þvottana í tæpa þrjá áratugi. Náttmyrkur var skollið á þegar hún lauk við þvottinn. Þá arkaði hún af stað heim með allt sitt hafurtask á bakinu.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar.

Anna hafði unnið sér til hita í Þvottalaugunum. Hún hefur sennilega ekki veitt því athygli að þíða hafði leyst frostið af hólmi. Þegar Anna kom að Fúlutjarnarlæk hugðist hún fara yfir hann á snjóbrú.
Lækurinn var hins vegar búinn að éta neðan úr henni í blotanum. Snjóbrúin brast undan Önnu og hún féll í lækinn.
Morguninn eftir fannst hún örend liggjandi á grúfu í Fúlutjarnarlæk. Balinn og blautur þvotturinn með öllum sínum þunga hvíldu á Önnu.

Reykjavík

Reykjavík – Fúlutjarnarlækur og brýrnar þrjár skv. Herforingjaráðskorti 1902.

Talið er líklegt að Fúlutjarnarbrýrnar þrjár; á Borgartúni, Laugarnesvegi og Suðurlandsbraut, hafi verið byggðar fljótlega eftir framangreint slys, ekki endilega vegna þess heldur ekki síður vegna vaxandi áhyggna af velferð fólks og stækkandi byggðar Reykjavíkur til austurs og aukinni ásókn fólks í Þvottalaugarnar…

Árið 1917 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að hefja skipulagðar laugaferðir. Fjórir móttökustaðir víðsvegar um bæinn tóku á móti farangri Reykvíkinga í Þvottalaugarnar.
Laugakeyrslan hófst 16. júní en mest var flutt í september og október. Í árslok 1917 var búið að flytja 72 tonn í Þvottalaugarnar. Árið 1918 voru flutt rúm 161 tonn og árið eftir tæplega 178.

Reykjavík

Kamar fínna fólksins eftir aldamótin 1900. Alþýðan þurfti að lá sér nægja holu í fjöl.

Reykvíkingar sendu raunar fleira en þvott með hestvagninum. Hann var hlaðinn bölum, fötum, körfum, þvottabrettum og nokkrar þvottavindur slæddust jafnvel með. Á árunum 1918-1919 var mest flutt á vormánuðum en minnst í desember. Harðindaveturna 1918 og 1919 voru afurðir kamra bæjarbúa fluttar inn að laugunum í þeim til gangi að afþýða úrganginn og losa sig við hann í Laugalæk.

Á millistríðsárunum dró töluvert úr aðsókn í Þvottalaugarnar. Hún jókst þó aftur eftir að Ísland var hernumið í maímánuði árið 1940. Fjölmargar konur í Reykjavík tóku að sér þvotta fyrir hernámsliðið. Í árslok 1940 unnu um 200 konur í bænum við þvotta. Þá fengu þær greiddar 2 krónur fyrir þvott af einum hermanni.

Á vormánuðum árið 1928 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að kaupa jarðbor og byrja rannsóknir á jarðhita í bæjarlandinu. Haglaborinn sem bærinn keypti var jafnan nefndur Gullborinn. Mastrið á bornum er þrífótur úr stálrörum, sex til sjö metra hár. Gullbornum fylgdu um 300 m af borstöngum en hann gat í raun borað helmingi dýpri holur.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar – Gullborinn.

Á árunum 1928-1942 var byrjað á 15 borholum í Þvottalaugunum og næsta nágrenni, m.a. við Lækjarhvamm. Af þeim var lokið við 14 holur. Boranir hófust 26. júní árið 1928 og var að mestu lokið 19. maí 1930. Rafmagnsveita Reykjavíkur stóð að þessum jarðborunum í Laugunum. Kanna átti möguleika á því að nota gufuna til þess að framleiða rafmagn. Það höfðu Ítalir gert með góðum árangri á jarðhitasvæði hjá Larderello nálægt Toskana.
Vatnið í borholunum við Þvottalaugarnar reyndist þó ekki nógu heitt til að nýta mætti gufuna til rafmagnsframleiðslu. Þá lagði Rafmagnsveita Reykjavíkur til að vatnið yrði notað til að hita hús.

Reykjavík

Reykjavík – þvottalaugarnar.

Hitaveita Þvottalauganna var lögð árið 1930. Aðalborholur borgarinnar voru í landi Lækjarhvamms, neðan við Lágmúla 4, gegnt umfjallaðri brú fjölmiðlanna fyrrum yfir Fúlutjarnarlæk.

Nauðsynlegt er að gera umfjallaðrar minjar sýnilegar borgarbúum og gestum þeirra er eiga gangandi leið um sunnanverða Suðurlandsbraut austan Kringlumýrarbrautar að viðbættu söguskýringarskilti á nefndum stað brúarinnar yfir Fúlutjarnarlækinn fyrrum. Allar minningar um tilurð borgar eru mikilvægar. Brúargerðin ber öll merki um búargerð fyrir og um aldamótin 1900.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%BAlatj%C3%B6rn
-https://ferlir.is/kirkjusandur-sagan/
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-26-horfin-bru-talin-fundin-undir-sudurlandsbraut-449507
-https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=2463149

Reykjavík

Reykjavík – Þvottalaugar.

Grindavík

Reykjanes vaknar“ er ljósmyndsýning Sigurðar Ólafs Sigurðssonar á nokkrum stöndum á bifreiðastæðinu ofan við Festi í Grindavík. Sýningin ber fyrirsögnina „Ljósmyndaferðalag mitt um sögulega tíma á Íslandi – Ljósmyndir og frásagnir af jarðhræringum og mannfólki á Reykjanesi frá 2020-2024„. Á forspjaldi sýningarinnar má lesa eftirfarandi:

Grindavík

Grindavík – „Reykjanes vaknar“; ljósmyndasýning.

„Myndirnar á þessari sýningu [eru] hluti af verkefni sem ég kýs að kalla „Reykjanes vaknar„. Verkefnið í heild sinni hefst á íbúafundi í Grindavík 29. janúar 2020 og stendur enn yfir. Áþeim fundi var farið yfir jarðhræringar við Þorbjörn og mögulega jarðskjálfta og eldgos í kjölfar þeirra. Líklega voru þó fá á þeim fundi sem gátu séð fyrir sér þá atburðarás sem við þekkjum í dag og líklega erum við öll í sömu sporum hvað varðar framtíðina um komandi ár.

Verkefnið
Markmiðið með Reykjanes vaknar verkefninu er að skjalfesta ljósmyndir jarðhræringarnar á Reykjanesi og áhrif þeirra á mannfólk, mannvirki, náttúru og byggð.

Grindavík

Grindavík – ljósmyndasýning; „Reykjanes vaknar“.

Þó að ljósmyndarinn leggi metnað sinn í að vitna sem stærstan hluta sögunnar þá mun svo viðarmikil saga vart sögð af einum manni. Þannig er verkefnið í raun sýn eins manns í gegnum linsu myndavélar, innsýn utanaðkomandi áhorfanda fremur en heildstætt yfirlit yfir atburðina. Þegar þessi sýning lítur dagsins ljós spannar verkefbið tíu eldgos á Reykjanesi, jarðhræringar, rýmingar, varnargarða, mannvirki, rafmagnsleysi og vatnsleysi, fólk og dýr, sorg og gleði, von og vonleysi, dugnað, áræðai, úrræðasemi og íslenska þrautseigju. Í dag er alls hátt í 90 þúsund ljósmyndir og myndbönd af atburðunum á Reykjanesi í safninu og er þessi sýning úrvalið úr því safni. Annar angi verkefnisins er 416 blaðsíðna ljósmyndabík, sem segir sína sögu á ýtarlega hátt í máli en aðallega myndum. Eins og áður segir hófst verkefnið í janúar 2020 en enginn veit hvenær því líkur enda erum við stödd í sögunni miðri og enginn leið að segja hverning næstu kaflar verða eða hvort sagan sé rétt að byrja eða brátt að taka enda.

Ljósmyndarinn

Sigurður Ólafur Sigurðsson

Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Sigurður Ólafur Sigurðsson, eða Siggi Sig eins og fleiri kannast við hann, er ljósmyndari að mennt og atvinnu og hefur í einn og hálfan áratug ljósmyndað leit, björgun og neyðarstörf á Íslandi. Á þessum tíma hefur hann sinnt verkefnum fyrir Slysavarnarfélagagið Landsbjörg, Almannavarnir, Rauða krossinn, slökkvilið, neyðarlínuna og fleiri neyðaraðila. Gefið út þrjár bækur, haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir af björgunarstörfum og haldið fyrirlestra með ljósmyndum frá störfum neyðaraðila hérlendis og erlendis. Siggi hefur verið félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi í 34 ár, starfaði hjá Slysavarnarfélaginu Landbjörg um árabil og sinnti þar meðal annars ritsjórn tímarits um björgunarmál, menntun björgunarfólks og stjórnun neyðaraðgerða ásamt ýmsum verkefnum tengdum leit, leitarstjórn, ferðamennsku of fleiru. Árið 2012 fór Siggi svo að starfa í fullu við ljósmyndun og hefur gert það síðan. Það er í raun samansuða þessara tveggja ráðandi þátt í bakgrunni hans sem er undirstaða verkefnisins Reykjanes vaknar.

Þakkir

Grindavík

Grindavík – ljósmyndasýning; „Reykjanes vaknar“.

Þó að vinna ljósmyndarans að baki slíku verkefni sé mikil þá væri hún til lítils án aðstoðar og velvildar annarra sem ber að þakka. Þið öll sem hafið lent fyrir framan linsuna, þið öll sem hafið gefið mér ábendingar og látið vita þegar eitthvað markvert er að gerast, allir neyðaraðilarnir sem hafa umborið mig, tekið mig með og aðstoðað á svo margan hátt, verktakar, íbúar, yfirvöld, vísindamenn, Almannavarnir, Landbjörg, lögregla, slökkvilið og svo mætti lengi telja, lengi takk. Takk öll. þetta verkefni er ekki unnið í tímarúmi pg það er eins mikið ykkar og það er mitt.“

Grindavík

Grindavík – ljósmyndasýning; „Reykjanes vaknar“.

Um sýninguna má segja a.m.k. fernt: Í fyrsta lagi er Grindavík og jarðeldarnir ofan byggðarinnar ekki á „Reykjanesi“, hvorutveggja eru á Reykjanesskaga! Í öðru lagi eru ljósmyndirnar ekki teknar af frumkvæði viðbragðs- og neyðaraðila, s.s. lögreglu og slökkviliðs, enda slíkt með öllu óheimilt. Í þriðja lagi geta ljósmyndirnar vart talist meira upplýsindi en myndir annarra ljósmyndara af umræddri atburðarárs og í fjórða lagi hefur nefndur ljósmyndari gert Grindvíkingum meiri grikk en greiða með athöfnum sínum. Þá þar t.d. nefna ómerkilega og algerlega tilgangslausa ljósmynd þá sem viðkomandi tók af Grindvíkingnum Hermanni Ólafssyni á Stað er varð til þess að honum varð í framhaldinu gerður óbætanlegur miski, bæði að hálfu Landsbjargar og lögreglu.
Fólk þarf stundum að kunna fótum sínum forráð, einnig „sjálfsummikilsmetandi ljósmyndarar“, með þröngt áhugasvið. Ljósmyndin getur nefnilega stundum orðið stærri og tvíræðari en ljósmyndarinn heldur. Auk þess er fjöldi ljósmynda af tilteknu landssvæði engin mælikvarði á gæði þeirra eða merkilegheit…

Grindavík

Grindavík – ljósmyndasýning; „Reykjanes vaknar“.

Selatangar

Lilja Björk Pálsdóttir skrifaði árið 2009 í Hugsandi.is um „Rannsókn á firkbyrgjum á Gufuskálum og á Selatöngum„:

Lilja Pálsdóttir

Lilja Björk Pálsdóttir.

Við upphaf þeirrar rannsóknar sem hér verður fjallað um voru settar fram ýmsar spurningar sem leitast var við að svara. Spurningarnar voru af ýmsum toga en flestar tengdust mannvirkjunum sjálfum, aldursgreiningu, byggingarforminu og byggingarefninu, fjölda og varðveislu. Auk þess voru almennari spurningar um fiskbyrgi; Hvort þau er að finna víðar en á Gufuskálum og Selatöngum og hvaða heimildir eru um slík mannvirki?

Engin samantekt hefur átt sér stað um fjölda byrgja, gerð, ástand og dreifingu þeirra að því er höfundur kemst næst og hefur því land verið lagt undir fót síðustu misseri til að skoða og skrá einkenni hinna ýmsu byrgjastaða. Markmiðið er að skrá sem flestar þyrpingar byrgja og einkenni hvers staðar fyrir sig, ef einhver eru og með því, meðal annars, varpa skýrara ljósi á notkun byrgjanna og þar með framleiðsluaðferðir skreiðar fyrir vélaöld.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Upphaf þessa áhuga á fiskbyrgjum er hægt að rekja til Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem byrgin hafa vakið undrun og athygli ferðamanna um langa hríð. Gríðarlegur fjöldi byrgjanna þar vekur furðu og óvenjulegt byggingarformið vekur athygli. Að standa úti í Bæjarhrauninu með fiskbyrgin allt í kringum sig er eins og að vera lentur í ævintýraveröld þar sem þessar kúptu byggingar renna saman við hraunið. Þessi ævintýrablær sem hvílir yfir byrgjunum nú er í mótsögn við ætlað hlutverk þeirra; þau hversdagslegu verk að herða og geyma fisk. Reyndar hafa komið upp hugmyndir um að byrgin hafi ekki verið notuð til fiskverkunar heldur jafnvel verið bænhús írskra munka sem sagnir eru um að hafi dvalið á þessu svæði í fyrndinni. Er því til stuðnings bent á örnefni í landi Gufuskála sem vísa til írskra manna, þ.e. Írskrabrunnur, Írska byrgi og Írsku búðir.

Gufuskálar

Gufuslálavör.

Gufuskálabyrgin eru hugsanlega þekktust ásamt byrgjum við Selatanga á Suðurnesjum. Hins vegar má vænta fiskbyrgja á Snæfellsnesinu öllu, nærri þekktum lendingum. Þeir staðir sem hafa verið heimsóttir enn sem komið er í tengslum við þessa samantekt eru, auk Gufuskála, Dritvík og Beruvík á Snæfellsnesi en einnig hefur verið farið að Selatöngum á Suðurnesjum. Mikil útgerð var á Suðurnesjum líkt og á Snæfellsnesi og því er fiskbyrgi að finna meðfram nær allri strandlengjunni.

Það er erfiðleikum bundið að aldursgreina fiskbyrgin þar sem byggingarefnið gefur ekkert uppi um slíkt. Að vísu eru til aðferðir sem notaðar eru til að aldursgreina skófir og af þeim er nóg á byrgjunum, en sú aðferð er ekki mikið, ef eitthvað, notuð hér á landi. Sú aldursgreiningaraðferð sem mest er notuð, gjóskugreining, dugar ekki á Gufuskálum því ekki finnast nothæf, greinanleg gjóskulög á norðanverðu Snæfellsnesinu.

Gufuskálar

Gufuskálar – eitt fiskibyrgjanna.

Við skráningu byrgjanna fyrir þessa rannsókn var reynt að skipta þeim í aldursflokka eftir ástandi og útliti. Þau sem voru mikið fallin með miklum skófum, mosa- og/eða lyngvaxin voru skráð elst og svo framvegis. Á hinum endanum voru þau sem stóðu nær alveg heil en þau eru einnig minna yfirvaxin og minna er af skófum á þeim. Með þessari aðferð er hægt að fá einskonar innbyrðis aldursgreiningar, en hún segir að sjálfsögðu ekkert um raunverulega tímasetningu byrgjanna. Því er eðlilegast að reyna að tímasetja þau út frá verstöðinni sem þau tilheyra.

Hluti af þessari rannsókn var að kanna fjölda byrgjanna á Gufuskálum og ástand þeirra og voru talin alls 153 byrgi. Ekki er ósennilegt að byrgin hafi verið fleiri þar sem mörg þeirra byrgja sem nú voru talin eru mjög fallin og eru að hverfa í mosa og lyng. Það eru því meiri líkur en ekki á að einhver byrgi séu þegar horfin sjónum vegna þessa. Fjöldi byrgjanna sem nú voru talin bendir til gríðarmikillar framleiðslu á hertum fiski á Gufuskálum.

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskibyrgi.

Byrgin eru misfallin og sum yfirvaxin gróðri og hafa þau því ekki verið öll í notkun á sama tíma. Elstu byrgin virðast vera á jöðrum minjasvæðisins, þ.e. lengra uppi í hrauninu en einnig fjær verbúðunum/bæjarhólunum. Yngstu byrgin, þ.e. þau sem standa enn vel og eru jafnvel heil, virðast raðast beint fyrir ofan verbúðirnar/bæjarhólana og eru sem næst hraunjaðrinum. Hugsanleg skýring er sú að eftir því sem umsvif minnkuðu hafi umfang svæðisins einnig minnkað og fjarlægari byrgi því orðið óþörf.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Staðsetning byrgjanna hefur án efa orðið til þess að varðveita þau. Þar sem hraunið er svo úfið nýtist það illa í annað og því hafa ekki átt sér stað neinar síðari tíma raskanir, nema ef vera skyldi endurnýjun á byrgjunum sjálfum. Lúðvík Kristjánsson nefnir í Íslenskum sjávarháttum að 12 byrgi séu heil, en nú reyndust þau því miður einungis 4 sem eru alheil, að auki voru tvö tvöföld byrgi þar sem annar hlutinn er heill, en hinn fallinn. Þessar minjar eru friðlýstar en hugsanlega þyrfti að veita þeim meiri athygli með það að markmiði að verja þau sem eftir standa, ekki síst vegna aukins og óhefts aðgangs ferðamanna.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Lögun byrgjanna og stærð hefur ráðist af staðsetningu þeirra og byggingarefninu þar sem oft hefur verið notast við hraunkletta og hlaðið utan í þá. Byrgin eru yfirleitt ekki breið en geta hinsvegar verið löng. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þrátt fyrir að óreglulegt hraungrýtið henti vel í hleðslur og festist vel saman, ber það ekki kúpt þakið (borghlaðið) ef breitt er milli langhliðaveggja. Af sömu ástæðu hentar vel að hafa veggina sporöskjulaga eða rúnnaða. Staðsetning byrgjanna er heldur ekki tilviljun. Uppi í hrauninu er byggingarefnið og þar eru hæstu staðirnir þar sem vel blæs svo fiskurinn þornar vel.

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi.

Slétt svæði sem finnast við sum byrgin á Gufuskálum eru athyglisverð. Slétt svæði myndast væntanlega við efnistöku fyrir byrgin, en það skýrir þó ekki svæðin að öllu leyti þar sem greinilega hefur verið hlaðið í kringum sum þessara sléttu svæða. Þá er hlutverk grjóthleðslanna utan um sléttu svæðin óljóst. Ef aðeins er verið að bera fisk í byrgin til herslu þarf varla að hlaða garða til varnar búfénaði, þar sem inngangi byrgjanna var lokað og fiskurinn því öruggur. Ef fiskurinn var hinsvegar lagður í kös fyrir utan byrgin líta svæðin öðruvísi út.

Selatangar

Selatangar – tóft.

Áhugavert væri að líta undir gróðurþekjuna innan garðanna og sjá hvort merki um fiskvinnslu sé þar að finna. Mögulega kæmi sú vinnsla í ljós með fiskibeinum og lífrænum úrgangi, þ.e. í meiri mæli en myndi myndast við að leggja frá sér fiskböggla á meðan verið væri að koma fisknum hálfþurrum í byrgið. Engir fiskigarðar voru sjáanlegir eða greindir í hrauninu á Gufuskálum. Þeir eru ekki heldur greinilegir við verbúðarhólana eða á flatlendinu fyrir neðan hraunið. Möguleg skýring á þessum afmörkuðu svæðum við byrgin er, að þar hafi verkunin hugsanlega farið fram að miklu leyti og að þessi sléttu vinnusvæði séu í raun kasarreitirnir.

Gufuskálar

Gufuskálar – skilti.

Sandfok er og hefur ávallt verið mikið vandamál á þessu svæði og því er kannski líklegt að betra hafi verið að kasa og hálfþurrka fiskinn í hrauninu, hátt yfir sandsvæðinu. Einnig er alls ekki víst að notast hafi verið við fiskigarða á Gufuskálum, heldur einhverskonar hjalla eins og Lúðvík bendir á, en talið er að á Gufuskálum hafi fiskurinn verið hnakkaflattur, þ.e. þurrkaður á rám. Slíkur fiskur þótti heldur síðri en plattfiskurinn sem var þurrkaður á fiskigörðum. Við eitt byrgið leit út sem einhverskonar stoðarpakkning, þ.e. grjót sem notað hefur verið til að styðja við stoð, væri á vinnusvæði utan við inngang. Þetta gæti verið vísbending um lofthjall. Ef slíkir hjallar hafa verið notaðir er ekki líklegt að mikið finnist af þeim eða ummmerkjum eftir þá vegna áðurnefndrar gróðurþekju sem sveipar hraunið. Áhugavert væri þó að kanna svæðið aftur með þessi ummerki í huga.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Það sem einkennir minjarnar á Selatöngum eru hinir mörgu grjóthlöðnu garðar sem tilheyra hverju byrgi. Saman mynda þessir garðar og byrgin flókið kerfi athafnasvæða þar sem fiskverkun af einhverjum toga hefur átt sér stað. Verkunarsvæðin innan garða við byrgin á Selatöngum styðja þá kenningu að vinnusvæði sé að finna við sum byrgin á Gufuskálum. Fiskbyrgjunum í Dritvík svipar mikið til byrgjanna á Selatöngum hvað stærð og hleðslur varðar en auk þess eru greinilegir garðar tengdir byrgjunum og mynda verkunarsvæði.

Margt er þó ólíkt með stöðunum og eru jafnvel byrgin sjálf greinilega öðruvísi. Á Selatöngum eru byrgin hlaðin mikið til úr hraunhellum (þó ekki algilt) og við það líta þau út fyrir að vera mun reglulegri en byrgin á Gufuskálum, sem með sínu óreglulega hraungrýti líta svolítið út eins og þau hafi verið hlaðin í flýti og ekki vandað til verks. Ef betur er að gáð er hleðslan hinsvegar vönduð, þar sem hver steinn skipar mikilvægan sess í hleðslunni, eigi ekki allt að falla saman.

Selatangar

Selatangar – brunnur. Jón Guðmundsson frá Skála með í för.

Ljóst er að mikið verk er eftir ef kanna á fiskbyrgi á Íslandi til hlítar og er þessi rannsókn langt frá því að vera tæmandi. Hinsvegar er ekki síst mikilvægt að skoða minjar sem þessar í ljósi þess að ótrúlega lítil áhersla hefur verið í fornleifafræði á minjar tengdum sjósókn og fiskverkun hér á landi. Þrátt fyrir hversu stór þáttur og mikilvægur sjósókn hefur verið Íslendingum frá upphafi er undarlegt hversu lítið af verbúðum og öðrum sjávarminjum hefur verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Þónokkuð hefur verið skrifað um efnið og má þar sem dæmi nefna rit Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávarhættir en einnig eru nýlega komin út þrjú bindi Jóns Þ. Þórs, Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi. Með því að skoða fiskbyrgin er vonast til að upplýsingar um mismunandi verkunaraðferðir milli verstöðva, ef ekki landshluta komi í ljós. Þá gæti fjöldi þeirra og stærðir í tengslum við verstöð gefið vísbendingar um hvort um fisk til heimabrúks er að ræða eða söluvöru og bætt þannig við vitneskju okkar um sjósókn fyrri tíma. Þá væri fróðlegt að athuga hversu mikið magn af flöttum fiski kemst fyrir í meðal byrgi en þannig væri hugsanlega hægt að áætla umfang útgerðarinnar.

Heimild:
-https://vefsafn.is/is/20091104110757/http:/hugsandi.is/articles/rannsokn-fiskbyrgja-a-gufuskalum-og-selatongum/

Gufuskálar

Gufuskálar – fiskbyrgi.

Eldgos

Daníel Páll Jónasson skrifaði um „Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða“ í ritgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2012. Ritgerðin var hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í landfræði. Þar skrifar hann m.a. jarðfræði Reykjanesskagans og yfirlit um jarðfræði svæðisins þótt megininntakið felist í titli ritgerðarinnar.

Daníel Páll Jónasson

Daníel Páll Jónasson.

„Vel er hægt að ímynda sér einhvern af forfeðrum Íslendinga, eftir miðja 12. öld, standandi uppi á hæð nærri Hafnarfirði og horfandi hughrifinn á úfið Kapelluhraunið þar sem það skreið í sjó fram hjá Straumsvík. Hefur hann hugsanlega, á svipaðan hátt og Vésteinn Vésteinsson mælti um vatnasvið Dýrafjarðar, muldrað þessi fleygu orð: „Öll hraun renna til Hafnarfjarðar“ enda voru forfeður Íslendinga upp til hópa orðheppnir, að minnsta kosti ef miðað er við Íslendingasögurnar. Sá hefur þó líklega gleymt blekinu og kálfskinninu heima því engin slík fleyg setning hefur varðveist í bókmenntaarfi Íslendinga.
HraunÍ staðinn hafa ummerki þessa atburða varðveist og nú byggist stór hluti Vallahverfisins skammt austan þessa úfna hrauns sem í daglegu tali nefnist Kapelluhraun. Örnefnin í vestanverðum Hafnarfirði bera líka enn merki af brennandi áhuga forfeðra Íslendinga af eldsumbrotum en sem dæmi um örnefni sem lýsa vel eldrænu landslagi á svæðisin má nefna „Óbrinnishóla“, Háabruna“, „Hraunhól“ og „Brennu“.
Ef litið er lengra aftur en til þess tíma þegar Kapelluhraun rann, má sjá að hraun hafa runnið alloft um Reykjanes á síðustu öldum og árþúsundum. Eru þessi hraun til marks um að Reykjanesið er virkt svæði þar sem enn má búast við eldsumbrotum.
ReykjanesskagiReykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi.
Reykjanes er það svæði þar sem Reykjaneshryggurinn nær yfirborði en fyrir suðvestan skagann er hryggurinn undir sjávarmáli. Jarðfræðileg lega skagans nær frá Reykjanestá í suðvestri og að þrígreiningu plötuskilanna fyrir sunnan Hengilinn en á því svæði mætast Reykjanesgosbeltið, Suðurlandsbrotabeltið og Vesturgosbeltið.
FlekaskilÁ skaganum er sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í eldstöðvakerfum sem liggja frá suðvestri til norðausturs. Heildarlengd þessa rekbeltis á skaganum eru um 65 kílómetrar. Allt eldgosaberg á yfirborði skagans er yngra en 700.000 ára. Stór hluti yfirborðs Reykjaness er þakið hraunum frá nútíma. Hraunin eru ýmist úr dyngjugosum eða sprungugosum en móberg frá fyrri og seinni hluta síðasta jökulskeiðs mynda fjallgarða og hryggi á skaganum auk móbergs frá eldri jökulskeiðum Brunhes. Síðasta jökulskeið, Weichsel, er almennt talið hafa náð frá því fyrir um 10.000 til 100.000 árum en segulskeið Brunhes, sem nær yfir önnur jökulskeið, byrjaði fyrir um 780.000 árum.

Jarðfræðikort

Ísland jarðfræðikort ISOR.

Sé Ísland skoðað í heild hafa samtals komið upp 369 km3 basalts í 457 hraungosum á nútíma, eða eftir hvarf Ísaldarjökulsins fyrir um 11.000 árum. Eru þessi 457 gos rúmlega 90% þeirra 501 hraungosa sem samtals hafa komið upp á Íslandi á nútíma en 56 þeirra hafa orðið eftir landnám. Komu 111 km3 (30%) upp á síðustu 5.000 árum, eða að meðaltali um 22,2 km3 á hverju árþúsundi, og um 188 km3 fyrir 5.000 til 10.000 árum, eða að meðaltali 37,6 km3 á hverju árþúsundi. Dreifðust rúmmálin nokkuð jafnt á hvort tímabil fyrir sig en þó var mjög lítil eldvirkni á tímabilinu fyrir um 2.000 til 3.000 árum síðan.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.

Á tímabilinu fyrir 10.000 til 11.000 árum síðan gaus 70 km3 basalts, tvöfalt meira hraunmagn á árþúsundi en árþúsundin á eftir, og hefur basalthraunflæði samkvæmt þessum tölum því að jafnaði minnkað á nútíma á Íslandi.
Talið hefur verið að þetta mikla rúmmál hrauns, sem og annarra gosefna, sé rakið til hraðrar upplyftingar landsins eftir að síðustu ísöld lauk en þá komu upp flestar þær rúmmálsmiklu dyngjur sem til dæmis má sjá á Reykjanesi.
Líkt og á Íslandi öllu kemur nær eingöngu upp basaltkvika á Reykjanesi. Á skaganum hafa basalthraungos samtals verið um 111 á nútíma, og þar af 15 á sögulegum tíma, og 33 sprengigos.

Jarðfræðikort

Ísland – jarðfræðikort.

Úr öllum þessum gosum hafa samtals myndast 26 km3 af hrauni og 7 km3 af gjósku eða sem samsvarar 29 km3 af föstu bergi. Sé gengið um Reykjanes sjást ummerki þessarar eldvirkni afar vel og mörg eldvörp eru í steinsnar frá byggð og samgöngum. Eru þessi eldvörp enn greinanleg meðal annars sökum þess að eftir að ísaldarjökullinn hvarf hefur rof á skaganum minnkað verulega. Mörg ummerki eldvirkni eru einnig undir nýrri hraunum sem sífellt mynda ný lög ofan á skaganum en sem dæmi má nefna að síendurtekin hraunflæði hafa fært ströndina í Straumsvík fram um 1,5 til 2 kílómetra frá ísaldarlokum. Þar að auki eru fjöldi hrauna grafin undir yngri hraunum og sjást þau því ekki á yfirborði en þeirra verður aftur á móti vart í borholum.“
Sjá meira HÉR.

Í frétt mbl.is árið 2023 er stutt viðtal við Daníel Pál eftir göngu við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli þar sem hann taldi sig hafa funið „minnsta hraun í heimi“:

Fagradalsfjall

„Minnsta hraunbreiða í heimi“ – Litli-Keilir fjær. Ljósm DPJ

„Daníel Páll Jónasson landfræðingur fann minnstu hraunbreiðu í heimi við gosstöðvarnar við Litla-Hrút þegar hann gekk umhverfis þær á sunnudag. Daníel, sem vinnur nú að útgáfu bókar um síðustu þrjú eldgos á Reykjanesskaga, var í sinni fertugustu ferð að gosstöðvunum þegar hann kom auga á hraunið litla. Hraunið er norðan við gíg­ana sem gaus úr við Litla-Hrút nú í sumar.
„Ég ákvað að labba hringinn í kringum hraunið og þá tók ég eftir þessari litlu klessu. Ég sá að það voru tvö lítil hraun sem voru ekki tengd við stóra hraunið og svo þessi litla klessa,“ segir Daníel í samtali við mbl.is.
Hann birti mynd af klessunni í Iceland Geologyhópnum á Facebook og stakk upp á því að þetta væri minnsta hraunbreiða í heimi. Fékk hann góðar undirtektir og var húmorinn ekki langt undan hjá öðrum notendum sem spurðu í góðu gamni hvort best væri að fylgja leið A eða B að hrauninu.“

Heimildir:
-Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða, Daníel Páll Jónasson, Háskóli Íslands 2012.
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/15/fann_minnsta_hraun_i_heimi/

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaganum.

Háuhnúkar

Háuhnúkar eru efstu móbergshæðir Undirhlíða. Undirhlíðar eru framhald á Sveifluhálsi til norðurs, norðan Vatnsskarðs.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Sveifluháls eða Austurháls er 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Það hverasvæði er kennt við Krýsuvík. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar (364 m.), Stapatindar (395 m.) og Miðdegishnúkar. Sveifluháls (Austurháls) er 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni. Efst á hálsinum miðjum er Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Sveifluháls

Sveifluháls – Miðdegishnúkur efst.

Á Sveifluhálsi er móbergið megin bergtegundin. það verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun.

Móberg

Móberg – skessukatlar.

Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.

„Löngu áður en Ísland byggðist og saga þess hefst hafa afar mikil eldsumbrot orðið á Reykjanesskaganum, og má svo heita að allur vesturhluti hans sé hraunstorkið flatlendi, sem er þó svo gamalt að ógjörlegt er að segja, hvenær það hafi brunnið eða hvaðan það hafi runnið. Upp úr hraunbreiðu þessari standa þó einstakir móbergshnúkar og eldvörp, sem allt eru gamlar eldstöðvar en þó mjög misgamlar.

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsfjallgarður.

Þessi samfellda fjallatunga nær allt vestur á miðjan skagann eða vestur á móts við Grindavík og er mjög eldbrunnin, enda er þar hinn mesti urmull af eldgígum og öðrum gosstöðvum, bæði frá mismunandi ísaldaskeiðum og nútíma.
Þó að langmestur hluti hinna víðáttumiklu hrauna á Reykjanesskaganum hafi runnið áður en sögur hefjast, og engar sagnir séu til af þeim náttúruhamförum, sem myndað hafa undirstöðu skagans, þá er málum þó ekki svo farið, að engin gos hafi orðið eða engin hraun runnið svo að sögur fari af.

Háuhnúkar

Háuhnúkar.

Undirhlíðarnar eru af að mörgu leyti af sama meiði og Sveifluháls. Þó er sá stigsmunur á þessum samfellda ási að í Undirhlíðum er grágrýti og brotaberg meira áberandi samhliða móbergsásunum, s.s. Háuhnúkum. Grágrýtisberggangar, uppsprettur hraunanna, eru þar víða áberandi og má segja að einn tilkomumesta bergganginn megi berja augum efst á hnúkunum.

Háuhnúkar

Háuhnúkar.

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um „Garða – Garðakirkjuland“ segir: „Þá eru Undirhlíðarnar. Norðan við Vatnsskarð rís upp allhár hnúkur, sem heitir Háuhnúkar. Þetta er móberg, en upp úr því kemur eins og garður. Nokkuð norðar, vestan undir hlíðunum, er allmikill hvammur, sem heitir Stóri-Skógarhvammur, vestur af Slysadölum. Þá lækka hlíðarnar, og þar norður af er önnur hæð, sem heitir Gvendarselshæð.“ Í örnefnalýsingunni er ekki getið um Móskarðshnúka, sem bendir til þess að örnefnið sé tiltölulega ný til komið.

Háuhnúkar

Háuhnúkar – berggangur.

Í skrá um „Örnefni í óbyggðinni suður og inn frá Hafnarfirði“, segir: „Inn með Lönguhlíð að vestan eru Undirhlíðar. Austan í þeim er Leirdalur,
Breiðdalur og Slysadalur. Austan við Leirdal er Leirdalshöfði. Uppi á Undirhlíðum er Gvendarsel og Háuhnúkar.“

Háuhnúkar, móbergsstaparnir, eru hæstu ásar Undirhlíða suðvestan Markrakagils og skammt frá Vatnsskarði, allt að 263 metra háir sem fyrr segir. Bergtegundir veðrast mjög mishratt. Þegar móbergið sem kemst í snertingu við gufuhvolfið veðrast það auðveldlega. Vindur og vatn eru mikilvægir þættir veðrunar. Glögg ummerki þessa má glögglega sjá hér í Háuhnúkum.

Berggangur

Berggangur.

Þarna er um er að ræða mótun landsins, allt frá því um a.m.k. ellefu þúsund árum, þegar eldgos voru tíð undir jökli á síðasta ísaldarskeiði.

Auðvelt er að ganga að Háuhnúkum frá Bláfjallavegi ofan við aflagða malarnámuna, upp á hæðina sunnanverða og fylgja henni og nöfnum hennar að hnúkunum.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar um „Garða – Garðakirkjuland“.
-Örnefni í óbyggðinni suður og inn frá Hafnarfirði – Þorsteinn Bjarnason.

Háuhnúkar

Háuhnúkar (Móskarðshnúkar). Horft frá Krýsuvíkurvegi.

Kvöldsól

Í „Fornleifaskráningu í Grímsneshreppi I: Fornleifar á Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú, Ásgarði og Miðengi„, skráða af Fornleifastofnun Íslands árið 1999 segir eftirfarandi um kumlið að Kaldárhöfða, nánar tiltekið við Efra-Torfunes, en fundur uppgötvun þess er talinn einn sá merkasti hér á landi hvað varðar fjölda og tegundir gripa er í því voru:

Efra-Torfnes kuml/legstaður

Kaldárhöfði

Úlfljótsvatn – dys í landi Kaldárhöfða, nú komin undir vatn.

„Vestur af Vaðhól var Efra-Torfnes. Það er nú komið undir vatn nema lítill hólmi, þar sem það var hæst. Vestan í því var fornmannadys, sem fannst 1946. Þar sem dysin var, er nú komið undir vatn“, segir í örnefnaskrá. Hólminn sést vel frá brúnni yfir Sog við Úlfljótsvatn. Þar sem hann er næst landi eru um 80-100 m í hann. Hátt rafmagnsmastur trónir á hólmanum. Lítill hólmi, u.þ.b. 70×40 m. Sléttur og gróinn.

Eftirfarandi kafli er tekinn úr bókinni Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn:
Kaldárhöfði er nyrzti bær í Grímsnesi. Í landi hans, rétt neðan við þann stað, þar sem Sogið rennur í Úlfljótsvatn, er lítill hólmi í vatninu og heitir Torfnes. Eins og nafnið bendir til, var hann áður landfastur, en þegar aflstöðin við Ljósafoss var reist (árið 1937), var vatnsborð Úlfljótsvatns hækkað nokkuð, svo að Torfnes losnaði frá landi og nýir bakkar mynduðust.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Torfunesi við Kaldárhöfða árið 1946. Fornleifafræðingar munu seint verða á ný svona töff í tauinu.

Maður, sem var að vitja um silunganet við hólmann – því að silungsgengd er þarna mikil – varð þess var, að fornleifar stóðu út úr bakkanum, og þótti líklegt, að fornt kuml væri. Rannsakaði ég kumlið samdægurs fyrir Þjóðminjasafnið. Reyndist þetta vera einn hinn glæsilegasti kumlfundur, sem fram hefur komið hér á landi.
Kumlið stóð mjög lágt, aðeins 2-3 m ofar hinu upprunalega vatnsborði, í stórþýfðum, rökum móa. Lík og haugfé var mjög lítið niðurgrafið, en orpinn hafði verið lágur haugur með miklu grjóti í. Haugurinn var mjög siginn og vakti ekki lengur neina athygli í stórþýfinu, og líklega hefur hann aldrei verið meira en 1 m í hæsta lagi. Grjótið hefur verið tekið hér og hvar í vatnsbökkunum. Þegar vatnið fór að þvo moldina úr kumlinu, hrundi grjót þetta niður og skemmdi nokkuð þá forngripi, sem voru vestast í kumlinu. Einnig gæti verið, að eitthvað hefði með öllu skolazt í vatnið, en það mun varla hafa verið mikið.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Kaldárhöfða við Úlfljóstvatn.

Að öðru leyti var kumlið algjörlega óhreyft frá upphafi vega. Höfðahlutinn einn er ekki alveg ljós vegna landbrotsins. Þá gerði það og myndina nokkru óskýrari, að allar líkamsleifar voru horfnar að undanteknum örlitlum beinögnum, er mettazt höfðu spanskgrænu. Fótleggir og lærleggir sáust þó sem svört strik í moldinni og sýndu, að þarna hafði verið grafinn fullorðinn maður, liggjandi á bakið, með höfuð til vesturs. Þetta mátti einnig að nokkru leyti ráða af niðurröðun haugfjárins. En við vatnsbakkann fundust tvær augntennur úr 7-8 ára barni, og má því víst þykja, að hér sé um tvíkuml að ræða, fullorðins manns og barns. Tennur hins fullorðna hljóta þá að hafa týnzt í vatnið, af því að þær voru vestast í kumlinu.

Kaldárhöfðii

Kumlið á Kaldárhöfða – uppdráttur.

Óvíst er um afstöðuna milli líkanna tveggja, en þó hefur barnslíkið verið fremur vestarlega en austarlega í gröfinni. Ástæðan til þess, að bein fundust ekki í kumlinu, er eflaust sú, að jarðvegurinn hefur eytt þeim með öllu. Í kumlinu var mesti fjöldi gripa, enda má ætla þá haugfé tveggja manna. Þeir eru sem hér segir: Sverð af O-gerð, Sverd 104, knappur og hjölt silfurrekin, mjög fágætt vopn: Hafði verið við hægri hlið manninum, niður frá beltisstað. Spjót af I-gerð, Sverd 20, lá hægra megin við fætur og sneri oddi niður eftir. Leifar af skafti sáust. Örvaroddar, 5 heilir og tangi af þeim sjötta, af gerðinni Rygh 539. Tveir loða saman, og á þeim sjást leifar af leðri, líklega úr örvamæli. Heilu örvaroddarnir voru fjórir vestan við og einn austan við spjótið og sneru allir eins og það. Staki tanginn mun hafa verið í þeim hluta kumlsins, sem brotinn var.Öxi af G-gerð, Sverd 38, nú í brotum, af því að vatnið hafði fært hana úr stað og grjóthrunið brotið hana. Á öxinni sjást för eftir einskeftudúk, sams konar og einnig sjást á meðalkafla sverðsins. Leifar af skaftinu sjást í axarauganu.
FornminjarAxarblað þetta virtist munu hafa legið ekki allfjarri mitti mannsins. Beltishringja úr bronsi, í Borróstíl, mjög lík Rygh 605 og hringjum frá Gokstad og Borró. Svipt hringjunnar er úr bronsblikki, og innan í henni eru leifar af leðri. Hefur því maðurinn verið gyrtur leðurbelti. Hringjan lá í mittisstað. Beltissproti úr bronsi, skreyttur upphleyptri pálmettu, sem er ættuð frá frankversku skrautverki. Lá niður frá hringjunni. – Við smáhluti þessa úr bronsi höfðu varðveitzt pjötlur af dúk þeim, sem föt mannsins höfðu verið úr að einhverju leyti. Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldúk, sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum. Á þessu svæði, í kringum hringjuna, var einnig töluvert af litlum glimmerflögum, sem minna á síldarhreistur. Ekki er ljóst, hvernig á þeim stendur. Silfurvír, lítil hönk, 2,78 g að þyngd, virðist vera sams konar og vafinn var um sverðsmeðalkafla, t.d. á Hafurbjarnarstaðasverðinu. Lá rétt hjá hringjunni. Tveir molar af rauðum jaspis, eldfæri. Lágu hjá silfurvírnum. 80-90 rær úr járni og naglabrot með áföstum, ryðmettuðum viðarbútum.

Fornminjar

Sverð, sem fannst í kumli manns og ungs drengs, hjá Kaldárhöfða í Grímsnesi, sem grafnir höfðu verið í smábát ásamt veglegu haugfé. Hjölt og knappur eru úr bronsi og knappurinn með fimm tungum.

Gripir þeir, sem áður voru taldir, höfðu sýnilega allir legið hið næsta manninum. Rærnar og naglarnir lágu í breiðu norðan við þá og virtust augljóslega vera úr litlum bát, sem lagður hafði verið norðan við lík mannsins. Af bátnum var ekki annað eftir en saumurinn, og sennilega hafa aldrei verið í honum meira en um 100 járnnaglar. Aðeins 5 naglar eru heilir, og er lengd þeirra 2,4-8,0 sm. Vatnið hafði ekki þvegið burtu neitt af bátsleifunum, og kom svæði hans vel fram í odd í vesturendanum, en miður austast. Eftir nöglunum að dæma hefur bátslengdin verið um 2,80 m, en breiddin um 80 sm miðskips, mjög lítil fleyta. Öll smíði bátsins er annars óljós. Skjaldarbóla af gerðinni Rygh 562. Var við austurenda bátsins, líkt og skjöldurinn hefði verið reistur upp við hann.
FornminjarBrot af annarri skjaldarbólu lá frammi við vatnið, fært úr stað. Annar skjöldur virðist því hafa verið nær vesturenda. Spjót, eins konar afbrigði af K-gerð, lá norðan við bátssauminn, líkt og hefði því verið smeygt inn undir bátssíðuna. Öxi af H-gerð, Sverd 39, lá einnig norðan við sauminn. – Þessi tvö vopn eru minni en hin, sem fyrr voru talin, og gæti verið, að þau væru vopn barnsins (drengsins?), enda er í kumlinu alvæpni tveggja manna. Járnkrókur af krókstjaka, sem fylgt hefur bátnum. Öngull úr járni, margbrotinn, þræði (færi) vafið um legginn. Blýsakka með einföldu skrautverki. Tveir litlir hnífar úr járni. Tveir tinnumolar. Járnkekkir, ókennilegir.

Kristján Eldjárn

Sverð úr fornmannagröf á Kaldárhöfða við Úlfljóstvatn. Þrátt fyrir merkilegheitin er nákvæmlega ekkert á vettvangi sem bendir til fundarstaðarins.
Svona er fornleifafræðin í dag…

Kaldárhöfðakumlið er eitt hinna örfáu bátkumla, er fundizt hafa á Íslandi. Eftirtektarvert er, að hvorugur mannanna, sem heygðir voru í kumlinu, höfðu þó verið lagðir í bátinn, heldur virðist hafa verið litið á hann þarna eins og hvert annað haugfé, enda var hann mjög lítill. Yfirleitt benda forngripirnir til fyrri hluta 10. aldar.

(Rannsóknarskýrsla höfundar og safnaukaskrá, sem eftir henni er gerð. Frétt í Morgunblaðinu 21.5. 1946. Alþýðleg frásögn: Vopngöfgir Grímsnesingar, Gengið á reka, bls. 25-44. 31. Kaldárhöfði, Grímsneshreppur. Þjms. 20.5.1946).

Sjá einnig HÉR.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Grímsneshreppi I: Fornleifar á Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú, Ásgarði og Miðengi, Fornleifastofnun Íslands 1999.
Kuml og haugfé

Skógfellavegur

FERLIRsfélagar gengu suður Skógfellaveg um og eftir miðjan júlímánuð 2025. Á opinberum vefmiðlum var stikuð gatan sögð 15 km löng millum Voga og Grindavíkur.

Skógfelavegur

Skógfellavegur – vegvísir.

Gangan hófst, sem fyrr segir, austan Stapans. Ofan rafveituskúrs er skilti er bendir til vesturs). Á því stendur: Skógfellavegur – 15 km. Frá vegvísunum er greið gönguleið um undirgöng undir Reykjanesbrautina. Handan þeirra lútir handunnið timburskilti með vegvísi; Skógfellavegur – 16 km, en þessi vegvísir bendir nú til vesturs, í átt að Stapagötunni. A.m.k. tvær grímur gætu runnið á óstaðkunnugra við lestur á framangreindar ábendingar.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

FERIRsfélagar vissu hins vegar betur og héldu göngu sinni áfram með vísan á tilfallandi ábendingar og tilvísanir á nálægum holtum til suðausturs, í átt að Litla-Skógfelli.

Í bókinni „Örnefni og gönguleiðir í vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegar)“ lýsir Sesselja Guðmundsdóttir Skógfellaveginum frá Stapanum og áfram til Grindavíkur.

„Skógfellavegur er hluti gömlu þóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Vogum, Strönd og Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, Litla- og Stóra-Skógfelli sem standa rétt við götuna með nokkru millibili um miðja vegur til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hún Sandakravegur, þ.e. sá hluti sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra-Skógfelli en þar eru vegamót. Sandakravegur heldur svo áfram í átt að kasti í Fagradalsfjalli en Skógfellavegur til Grindavíkur.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Í sóknarlýsingu séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn frá árinu 1840 segir: „Norðan til við Stapann liggur vegur upp í heiðina austur, er kallast Sandakravegur. Á þeim vegi mætir ofan Stapans, 3 tjarnir, sem heita Snorrastaðatjarnir…“
Séra Geir Bachmann á Stað í Grindavík segir í lýsingu sinni: „Yfir þau [hraunin út frá Grindavík] liggja 4 aðalvegir, þrír þeirra til Keflavíkurkaupstaðar og einn til hafnanna. Sá norðasti kallast Sandakravegur; liggur hann í norður útnorður út úr þeim eina alfaravegi austanmanna, sem frá Ölfusinu og Selvogi er hingað, skammt fyrir austan og ofan Hraun (bær í grindavík), fram hjá Fiskidalsfjalli og Skógfellunum, sem öll eru að vestanverðu við veginn, og kemur maður af honum ofan á Vogastapa.“

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Nafnið Skógfellavegur er fullgilt í dag og hefur skapað sér sess í tugi ára meðal Suðurnesjamanna og útivistarfólks. Vegurinn lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður frá Stapanum til Grindavíkur.
Mikil umferð hefur verið um þess götu fyrrum því djúp hófför sjástí klöppum og hún hefur verið vel vörðuð þó vörðurnar séu nú [margar] hrundar.
Við hefjum gönguna umSkógfellaveg rétt ofan Reykjanesbrautar við austasta hluta Stapans en þar er vegvísir á götuna. Þegar þetta er skrifað er ekki fyrirséð hvernig aðgengi frá Reykjanesbraut verður inn á leiðina sem hefur verið stikuð alla leið til Grindavíkur.
Gatan er nokkuð óljós framan af og vörður fáar og ógreinilegar og því var það þarft verk að stika þennan hluta leiðarinnar svo gatan tapaðist ekki alfarið.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Við fylgjum stikunum og komum fljótlega að okkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og um það austarlega liggur gatan en holtið er suðaustur af Snorrastaðatjörnum. Undir Nýjaselsbjalla austan götunnar eru litlar seltóftir undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn sitt af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni en þær verða okkur ekki til trafala enda auðveldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirr allra til strandar. Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir gjána er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Á þessum slóðum liggur mörkuð leið nálægt austurjarðri Skógfellahrauns.
Á milli Huldugár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokkuð óljós en greinileg þar sem hún liggur yfir Aragjána. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjárbarminum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – endamörkin að norðanverðu.

Þegar líður á gönguna verður gatan greinilegri og næsta gjá sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar stendur myndarleg varða sem heitir Aragjárvarða. Þarna við vörðuna heitir gjáin Brandsgjá en saga hennar er sögð í örnefnefnalýsingu.
Fyrir ofan Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum…“.

Ups…
U.þ.b. 50 metrum fyrir ofan Skógfellaveginn ofan Stóru-Aragjár, þar sem leiðin hafði allt frá landnámi liðið um annars slétt helluhraunið, sagði nýrunnin svartlitaður úfin hraunkanturinn, u.þ.b. 6-7 metra hár: „Hingað og ekki lengra!“.

Eldgosahrindan ofan Grindavíkur er sú níunda frá því að eldgosið á og við Sundhnúksgígaröðina ofan Grindavíkur hófst í desember árið 2023. Líklega er þó hér um eitt og sama gosið að ræða – með hléum?

Skógfellavegur

Skógfellavegur – ásýndin að eldvirkninni ofanverðri.

Skógfellavegurinn er nú horfinn með öllu ofan Stóru-Aragjár, allt til Grindavíkur, að undanskildum frá því u.þ.b. fimmtíu metrum ofan vörðurnar tvær ofan gjárinnar. Það má því segja að 3/4 af 15 km veginum sé nú horfið með öllu sem og Sandakravegurinn að mestu.

Fátt er þó svo með öllu illt; enn má sjá fyrrum umfjöllun um Skógfella- og Sandakraveg sem og myndir á vefsíðum FERLIRs – sjá m.a. HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegar), Sesselja Guðmundsdóttir 2007, bls. 153-155.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – lítið blóm horfir á hraunkantinn.

Mosfellsbær

Skammt norðan Hafravatns í Mosfellsbæ, við veg að sumarbústaðarbyggð, er skilti með yfirskriftinni „Jeffersonville„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Mosfellsbær

Jeffersonville – skilti.

„Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi.

Braggahverfi. svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.

Hér norðvestan við hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einng voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði.

Braggabyggðin hér við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.“
Mosfellsbær