Eldfjöllin – Árni Óla

Grænadyngja

Árni Óla skrifaði um „Heiðina og Eldfjöllin“ umleikis Keili í bók sinni „Strönd og Vogar“.

Ströbnd og Vogar

Strönd og Vogar – Árna Óla.

„Vatnsleysuströnd hefir ekki af mörgum fjöllum að státa, en þau eru þeim mun merkilegri. Þar er Keilir og þar er Vesturháls eða Trölladyngjur, einhverjar merkustu eldstöðvar hér á landi.

Reykjanesskagi

Örnefni á miðjum Reykjanesskaga.

Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur, sem manna mest hefir rannsakað Reykjanesskaga, taldi að hann mundi vera yngsti skagi á Íslandi og skapaður af eldgosum. Hann telur skagann því mjög grimilegan til fróðleiks fyrir eldfjallafræðinga. Hér sé svo að segja allar gerðir eldfjalla, gíga og yngri eldmyndana, sem finnist á Íslandi. Móbergsfjöllin hafi jafnvel myndazt við eldgos. Og Þorvaldur Thoroddsen sagði um eldgígana hjá vestanverðum Núpshlíðarhálsi, að þær gosstöðvar væri mjög merkilegar, því að þær sýni augljóslega hvernig eldgos verða, og hvergi sjáist neitt þessu líkt á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.
Það eru tveir brattir og langir hálsar, sem liggja samhliða um miðjan Reykjanesskaga, og sem eru einu nafni nefndir Móhálsar.

Trölladyngja

Trölladyngja.

En til aðgreiningar voru þeir kallaðir Austurháls og Vesturháls. Nú er Austurhálsinn alltaf kallaður Sveifluháls, og sunnan að honum er Kleifarvatn og Krýsuvík.

Vesturháls

Vesturháls.

Vesturhálsinn er eins og ey í ólgandi hraunhafi, en hefir það til síns ágætis, að hann er grösugur og víða em þar tjarnir og lækir, en slíkt er mjög fátítt á Reykjanesskaga. Hann mun upprunalega hafa verið kallaður einu nafni Trölladyngjur, en nú heitir hann ýmsum nöfnum. Nyrzt á honum em tvö mikil fjöll, Trölladyngja (375 m) og Grænadyngja (393 m). Trölladyngja er hvass tindur og blasir við í suðri frá Reykjavík. í kyrru veðri má þar oft sjá reyki mikla, enda er þar mikill jarðhiti, hverir margir og gufur upp úr hrauninu. Grænadyngja er aftur á móti kollótt og er auðvelt að ganga á hana. Þaðan er mjög vítt útsýni. Sér vestur á Eldey og austur til Kálfstinda, en Reykjanesskaginn blasir allur við og má glögglega greina upptök hinna ýmsu hraunelfa og hvemig þær hafa ruðzt hver ofan á aðra.

Sog

Í Sogum.

Fyrir sunnan Dyngjurnar er skarð í hálsinn og heitir Sog, og er þar 400—500 feta djúpt gil. Þar fyrir sunnan hækkar svo hálsinn aftur og kallast þar Grænavatnseggjar, hvass fjallshryggur. Þar fyrir sunnan heitir svo Selsvallafjall og Núpshlíðarháls og nær hann vestur í Ögmundarhraun.

Vesturháls

Vesturháls og Austurháls með hraunin á millum.

Flest hraunin á Reykjanesskaga hafa runnið fyrir landnámstíð. Þó geta annálar þess nokkrum sinnum, að eldur hafi verið uppi í Trölladyngjum, svo sem 1151, 1188, 1340, 1360, 1389—90 og 1510. Um gosið 1340 segir Gísli biskup Oddsson, að þá „spjó Trölladyngja úr sér allt til hafs við sjávarsveit þá, er kölluð er Selvogur“. Margir hafa dregið í efa, að þetta geti verið rétt, því að hraun úr Trölladyngju hafi ekki getað runnið niður í Selvog, þar sem há fjöll sé á milli. Þessir menn hafa rígbundið sig við ömefnin Trölladyngju og Selvog, eins og þau em nú notuð, en gá ekki að því, að þau vom yfirgripsmeiri forðum.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Þá var allur Vesturháls nefndur Trölladyngja, en „í Selvogi“ mun hafa verið kölluð öll ströndin þaðan og vestur að Selatöngum. Þetta var upphaflega eitt landnám. Þórir haustmyrkur nam þetta svæði allt, setti Hegg son sinn niður í Vogi (sem nú kallast Selvogur), en bjó sjálfur í Krýsuvík. Bær hans mun hafa staðið þar sem nú heitir Húshólmi niðri undir Hælsvík.

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Þennan bæ tók Ögmundarhraun af þegar það rann fram, og í óbrennishólmanum Húshólma má enn sjá veggi og bæjarrústir koma fram undan hrauninu. Er það full sönnun þess, að hraunið hafi runnið eftir landnámstíð og tekið þama af bæ, sem oft er nefndur „gamla Krýsuvík“. Í hólmanum er á einum stað nefndur Kirkjuflötur og bendir til þess að þarna hafi verið kirkja. Þar er og glöggur garður um 900 fet á lengd. Eftir þetta hraunflóð halda menn að bærinn hafi verið fluttur upp til fjallanna, þar sem hann stóð síðan og kallaðist Krýsuvík.

Ögmundarhraun er komið úr nær 100 eldgígum hjá suðurendanum á Núpshlíðarhálsi. Bæði Jónas Hallgrímsson og Þorvaldur Thoroddsen hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hraun þetta hafi runnið 1340. Er því hér um að ræða sama hraunið sem Gísli biskup Oddsson segir að „runnið hafi til hafs við sjávarsveit þá, er kallast Selvogur“. Verður þá allt auðskilið. Selvogsnafnið hefir náð yfir alla ströndina í landnámi Þóris haustmyrkurs.

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Margir staðir hér á landi eru kenndir við tröll, og svo var einnig í Noregi. Má því vera að sum nöfnin hafi landnámsmenn flutt með sér hingað. Um uppruna nafnsins Trölladyngja vita menn ekkert, má vera að mönnum hafi þótt „dyngjan“ svo ferleg, að hún hæfði tröllum einum. Vera má og, að menn, sem aldrei höfðu séð eldgos fyrr en þeir komu hingað, hafi haldið að á eldstöðvunum byggi einhverjar vættir og fest trú á hin reykspúandi fjöll.
Landnáma getur þess um Hafurbjörn Molda-Gnúpsson (þeir námu Grindavík), að hann dreymdi að bergbúi kæmi að honum og byði að gera félag við hann, og þá Björn það. Bergbúar geta verið með ýmsum hætti. Sumir bergbúar vora landvættir.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun og nágrenni.

Það er dálítið einkennilegt, að Landnáma getur hvergi landvætta nema á Reykjanesskaga, og segir: „Það sá ófresk kona, að landvættir fylgdu Hafurbirni þá er hann fór til þings, en Þorsteini og Þórði bræðrum hans til veiða og fiski.“ Því má vera, að Hafurbjörn hafi talið, að bergbúi sá, er hann gerði félag við, hafi verið landvættur og átt heima í Trölladyngju.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands.

Snorri Sturluson segir frá því í Heimskringlu, að Haraldur Gormsson Danakonungur þóttist þurfa að hefna sín á Íslendingum vegna þess að þeir höfðu orkt um hann níðvísu á nef hvert. Sendi kóngur til Íslands fjölkunnugan mann í hvalslíki til njósna. En hann komst hvergi á land fyrir landvættum. Þegar hann ætlaði seinast að ganga á land á Víkarsskeiði, þá „kom í mót honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum“. Þetta voru landvættir. Bergbúinn mikli, sem fyrir þeim var, skyldi þó aldrei vera sá, sem Trölladyngja er við kennd, Hafurbjörn bónda dreymdi, og nú er í skjaldarmerki Íslands?
Vatnsleysubændur hafa nýlega gert akfæran veg að Trölladyngju og er hann um 10 km. Er þá fyrst komið á Höskuldarvelli, en það er einhver stærsti óbrennishólminn á Reykjanesskaga. Er þar vítt graslendi, sem nær frá Trölladyngju langt út í Afstapahraun, eða er þó öllu heldur tunga milli þess og Dyngjuhrauns.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Líklegt má telja, að menn fari að venja komur sínar á þessar slóðir úr því að vegur er þangað kominn. Hér er að sjá stórbrotið og einkennilegt landslag. Óvíða eða hvergi munu vera jafnmargir eldgígar á jafn-takmörkuðu svæði og hér er, og þó mikill gróður. En til þess að skoða sig um, verða menn að ferðast fótgangandi, og er það engum ofætlun, sérstaklega ef þeir hafa nægan tíma, og góða tjaldstaði má finna hér á fallegum stöðum. Menn ætti því að dveljast hér nokkra daga og skoða „öræfadýrð Íslands í miðri byggð“, því að það er fyrirhafnarminna heldur en að þeytast inn á hálendið.

Trölladyngja

Trölladyngja – herforingjaráðskort.

Hér skal aðeins drepið á hvaða leiðir er heppilegt að fara. Er þá bezt að fara fyrst umhverfis Dyngjunnar.
Norður úr Trölladyngju gengur rani og úr honum hafa mestu gosin komið. Vestan í honum er röð af stórkostlegum gígum og eru tveir þeir syðstu langstærstir. Minni gígarnir eru sumir eins og glerjaðir innan og með ávölum brúnum. Aðrir em eins og steyptir geymar eða stórkeröld úr jámi. Menn ætti að fara mjög varlega hjá gígum þessum og ganga ekki tæpt út á brúnir þeirra, því að limlestingar eða bani er búið hverjum þeim, sem í þá fellur.

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Norðan við Trölladyngju er stór, gamall og rauður eldgígur, sem nefnist Eldborg. Hann er um 70 fet á hæð. Milli hans og fjallsins er mikill jarðhiti og koma vatnsgufur þar víða upp, allt inn að Höskuldarvöllum og út að Sogi. Fara má norðan við fjöllin og austur fyrir þau. Blasir þá við fell skammt norðaustur í hrauninu. Kallast það Mávahlíðar. Þar eru einnig stórkostlegar gosstöðvar. Rétt fyrir neðan efsta toppinn á þeim (237 m) er stór gígur, allur sundur tættur af eldsumbrotum. Héðan hafa runnið mikil hraun, og sum eftir landnámstíð.
Hörðuvellir heita austan við Dyngjurnar. Þaðan liggur götuslóði gamall suðurfyrir þær og að Sogi og má svo fara niður með því.

Sog

Sogin og Grænadyngja.

Hjá Sogi hefir áður verið mikill jarðhiti og er þar allt sundur soðið af hveragufum og móbergið orðið að marglitum leirtegundum. Sunnan við Sog, uppi á fjallinu, er rauður leirhver með mörgum opum. Þar fyrir sunnan er Grænavatn. Sunnan við það eru um 100 eldgígar uppi á hálsinum. Eru þeir í mörgum röðum og sumir geysistórir. Við neðri rönd vatnsins er sá stærsti. Umhverfis þessa gíga eru fjöldamargir smærri gígar með ýmsu móti. I hlíðinni hjá Sogi eru eldgígarnir óteljandi.
Skemmtileg og greiðfær leið er frá Sogi suður með hálsinum. Er þar fyrst Oddafell á hægri hönd, en síðan kemur Driffell. Sunnan við það, úti í hrauninu, er Hverinn eini, sem hefir fært sig úr stað oftar en um sinn.

Selsvellir

Selsvellir.

Þar fyrir sunnan er komið á Selsvelli. Þar var áður selstaða frá Hrauni og Stað í Grindavík. Selsvöllum hefir dr. Bjarni Sæmundsson lýst svo: „Einn fallegasti staðurinn á Suðurkjálkanum, og einn sá er verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af Vesturhálsinum.

Selsvellir

Selsvellir – seltóftir fremst.

Selsvellir ná milli hrauns og hlíðar 2 km, rennisléttir og vel grösugir. Tveir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið. Er þarna mjög kvöldfagurt í góðu veðri, iðjagræn hlíðin á aðra hönd, en opið útsýni til Hraunsels, Vatnsfells, Keilis, Driffells o. fl.“ Þorvaldur Thoroddsen var líka hrifinn af Selsvöllum, er hann kom þangað og gisti þar í tjaldi. Hann sagði, að þar væri fríðara land og byggilegra heldur en víða þar sem mikil byggð er, nógar slægjur á völlunum og ágæt beit í hálsinum. Hann hélt, að þar mundu vel geta staðið 2—3 bæir.
Fyrir sunnan Selsvelli em svonefnd Þrengsli. Um þau liggja landamerki Vatnsleysustrandarhrepps í Núpshlíð fremst. Á hlíðinni upp af Selsvöllum er gríðarstór eldgígur, um 3000 fet að ummáli. Niðri í honum em aðrir smærri gígar, og margir einkennilegir smágígar eru utan í hálsbrúninni. Fyrir sunnan Selsvelli eru stórir gígar í hrauninu fyrir neðan hálsinn, en inn með hlíðinni að austan em gígar þeir, sem Ögmundarhraun kom úr.

Stóri-Hamradalur

Stóri-Hamradalur.

Sé nú haldið inn með hlíðinni að austan, liggur leiðin um Stóra-Hamradal og Litla-Hamradal. Enn innar er komið að bæjarrústum. Voru þar fyrrum tveir bæir, kot eitt, er Bali hét og komið er í eyði fyrir löngu, og Vigdísarvellir.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Þarna var áður sel frá Krýsuvík, en bæirnir voru byggðir sem hjáleigur þaðan um 1830. Í miklum jarðskjálfta í lok janúarmánaðar 1905 hrundu öll hús eða stórskemmdust á Vigdísarvöllmn, og fór bærinn þá í eyði. Þarna er enn mikið og slétt tún, en komið í mosa. Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni, að Núpshlíð sé mjög rómuð fyrir það, hve margt fagurra jurta vaxi þar. Getur hann um nokkrar tegundir, þar á meðal jarðarber.
Norðan við Vigdísarvelli skagar háls fram í hraunið og heitir Vigdísarháls. Innan við hann er graslendi, sem heitir Krókamýri, og innan við hana skagar fram annar háls, sem heitir Traðarfjöll. Þar fyrir norðan er graslendi, sem heitir Lækjarvellir. Þar er dálítil tjörn og rennur úr henni lækur í Djúpavatn. En úr Djúpavatni rennur lækur niður Sog, og sé honum fylgt, er aftur komið á Höskuldarvelli og þar með er hringferðinni um Vesturháls lokið.

Húshellir

Í Húshelli.

Í hraununum á Reykjanesskaga má finna óteljandi fylgsni, enda hafa útilegumenn hafzt þar við. Glöggvastar sagnir eru af þremur útilegumönnum, sem settust að í helli hjá Selsvöllum 1703. Hét einn Jón Þórðarson úr Eystrihrepp, annar Jón Þorkelsson úr Landeyjum og sá þriðji unglingspiltur, er Gísli hét Oddsson. Höfðu þeir verið á flækingi áður – og stálu víða á bæjum, seinast í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Bóndinn á Ísólfsskála varð þeirra var, og fluttust þeir þá í annan helli norðar, skammt frá Hvernum eina. (Þess má geta hér, að Hverinn eini þýðir hverinn frábæri). Hellir þessi er í hrauninu milli Selsvalla og Sogs. Meðan þeir voru þarna stálu þeir nokkrum sauðum, og rændu svo ferðamann, Bárð Gunnarsson úr Flóanum. Þarna var þá alfaraleið. Eftir þetta söfnuðu bændur á Vatnsleysuströnd liði, handtóku útilegumennina og fluttu þá til Bessastaða. Þaðan voru þeir svo fluttir til Alþingis á Þingvöllum og dæmdir. Jónarnir voru báðir hengdir hinn 13. júlí, en Gísla var hlíft vegna æsku, en þó fékk hann þá húðstrýkingu, er næst gekk lífi hans.“

Heimild:
-Strönd og Vogar – Heiðin og Eldfjöllin, Árni Óla, Reykjavík 1961, bls. 246-253.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir og Bali – uppdráttur ÓSÁ.