Krýsuvík – skilti
Orkurannsóknir á vegum HS Orku eru hafnar á ný í Krýsuvík. Stór borpallur hefur verið gerður á svæði undir Hettu þar sem áður voru fornar tóftir námuvinnslunnar í Baðsofunámunum.
Þrjú skilti hafa verið sett upp við afleggjarann að Starfsmannahúsinu frá Krýsuvíkurvegi. Á þeim má lesa eftirfarandi upplýsingar:
Í leit að orku
Hér í Krýsuvík fer nú fram rannsóknarborun til að kanna möguleika á að nýta jarðvarma til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni á Krýsuvíkursvæðinu. Jarðfræðilegar rannsóknir benda til þess að Sveifluháls g Austurengjar geymi öfluga háhitaauðlind sem hægt verður að nýta til orkuvinnslu og hitaveitu til framtíður
Stefnuborun
Við munum kanna svæðið niður á allt 2500 metra dýpi. Til að auka líkur á að orkuríkt jarðhitavatn finnist er stefnuborað undir hálsinn, þvert á sprungur sem oft geyma heitan jarðhitavökva.
Jarðvarmaver
Frá árinu 1941 hafa farið fram umfangsmiklar jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu með jarðborunum niður á allt að 260 metra. Hitastig í borholunum hefur mælst á bilinu 50-120°C. Nú er unnið að mun dýpri borunum til að meta nýtingarmöguleika svæðisins og grundvöllinn fyrir nýtt jarðvarmaver – það þriðja á vegum HS Orku.
Lífsggæði
Verði nýtt orkuver að veruleika verður hér framleitt bæði rafmagn og heitt vatn. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu og mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Í framkvæmdunum verður rík áhersla lögð á að mannvirki falli vel að fegurð og sérstöðu svæðisins.
Auðlindagarður
Hafnarfjarðarbær og HS Orka vilja vinna að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, ferðaþjónustu og vistvæna atvinnustarfsemi. Sjálfbær orkuvinnsla skapar óvenjulegt aðdráttarafl fyrir fyrirtæki og ferðalanga sem vilja njóta þessa einstaka svæðis.















