Gígahnúkur – skilti
Neðan við Gígahnúk á Hellisheiði er umferðarmerki á staur, „Þjónustumerki fyrir upplýsingar og áhugaverða staði„.
Frá merkinu liggur brattur göngustígur upp á svonefndan Gígahnúk. Þegar upp er komið blasa við tvö skilti. Milli skiltanna er steyptur stöðull fyrir GPS-mælistöð.
Þegar skiltin efst á Gígahnúk eru skoðuð kemur í ljós að bæði hafa þau að geyma sömu upplýsingarnar. Það vestara er öllu greinilegra; tvö kort af Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu, annað með örnefnum og borholum og leiðslum. Gangan upp á Gígahnúk er ekki fyrirhafnarinnar virði.
Merkilegra er þó að berja augum allt jarðraskið á og umhverfis hnúkinn að vestanverðu. Þarna hefur verið efnistaka, en frágangurinn getur ekki talist til fyrirmyndar.











