Brennisteinsfjöll

Gengið var um Kerlingarskarð með stefnu upp í Brennisteinsfjöll. Ætlunin var m.a. að koma við í Kistufellsgíg, Jökulgeimi, Kistuhellum, skoða flugvélaflak sunnan í Kistufelli og skoða námusvæðið í Fjöllunum.
KistufellsgigurÁ Reykjanes-skaganum má rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1.500-1.800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 og 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2.000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2.000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta, Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5.000 árum og svo aftur fyrir 2.000 árum.
Brennisteinsfjoll-2Brennisteinsfjöll eru fjallshryggur á Reykjanesskaga, hluti af Reykjanesfjallgarði. Mikil hraun hafa runnið frá Brennisteinsfjöllum suður í Herdísarvík og eru tignarlegir hraunfossar þar sem þau steypast ofan af hálendisbrúninni skammt frá sjó. Áður var talið að hraunin væru öll frá því fyrir landnám en fundist hafa reiðgötur, sem hverfa undir hraun, svo einhver hraunanna hljóta þar af leiðandi að hafa runnið eftir að land byggðist.
Eins og nafnið gefur til kynna finnst nokkur brennisteinn í Brennisteinsfjöllum. Skoti nokkur, W. G. Spencer að nafni, var forvígismaður brennisteinsnáms, sem Englendingar stóðu fyrir á svæðinu í kringum árið 1880.

Brennisteinsfjoll-3

Erfitt reyndist að vinna brennisteininn og bar námið sig ekki þrátt fyrir að brennisteinninn væri tiltölulega hreinn. Brennisteinninn á svæðinu tengist hverum en talsverðan jarðhita er þarna að finna. Brennisteinsfjöll er háhitasvæði.
Þegar gengið er um Reykjanesskagann er mikilvægt að skoða hann með heildstæðum hætti. Jarðhitasvæðin á Skaganum eru eftirsótt til nýtingar og því er enn mikilvægra að reyna að skilgreina hvaða svæði skuli nýtt og hvað skuli vernda. Jarðfræðileg sérstaða Reykjanesskagans er óumdeild og hefur umtalsvert verndargildi, ekki síst Brennisteinsfjöllin sjálf, þar sem um er að ræða eina staðinn í heiminum þar sem úthafshryggur gengur á land. Í raun væri nú þegar ástæða til að friða Brennisteinsfjöllin, eins og Umhverfisstofnun lagði til í tillögu sinni að náttúruverndaráætlun.
Brennisteinsfjoll-4Ganga um Brennisteinsfjöll er frekar erfið þar sem ganga þarf um 500 m upp á við og síðan yfir úfin hraun og langar vegalengdir. Þó má ganga inn í Fjöllin um slétt hraun ef þekking á svæðin er fyrir hendi, s.s. upp Kistuhraun frá Fagradal eða að sunnan frá austanverðri Geitahlíð.
Ef gengið er upp Kistuhraunið blasa Fjöllin við og tiltölulega auðvelt er að ákveða hvert skal halda; að Kistufelli, Kistu eða Eldborgum. Þegar komið er upp á háhrygginn blasir við m
ikilfenglegt útsýni. Í suðaustri eru Vestmannaeyjar og Surtsey. Í austri sést yfir suðurlandið með Eyjafjallajökul við sjónarrönd og í norðvestri sést yfir Faxaflóann þar sem Snæfellsjökull sést á góðum degi.

Brennisteinsfjoll-9

Reykjanesskaginn nýtur þeirrar sérstöðu að vera eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má með berum augum hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum s.s. fyrr var nefnt. Jarðeldar og jarðhiti setja sinn svip á Brennisteinsfjöll en þar er að finna mikilfenglegar gígaraðir, hrauntraðir, hraunhella og móbergsmyndanir svo fátt eitt sé nefnt.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli, vestan Bláfjalla, suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Þessi víðerni eru eina ósnortna eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum þar sem öðrum kerfum hefur verið raskað með mannvirkjagerð af ýmsu tagi. Einu sjáanlegu ummerki mannsins í Brennisteinsfjöllum má rekja til námuvinnslunnar sem var lögð af 1882. Nokkrir steinar og lítill ofn, gamlar götur og tóftir frá tíð námuverkamanna í brennisteinsnámunum. Fornar gönguleiðir, s.s. Selvogsgatan og (Hlíðavegur) koma inn á Fjöllin.
Brennisteinsfjoll-10Eldborg virðist við fyrstu sýn vera reglulegur gígur efst á hryggnum. Drottningin er hins vegar skammt norðar. Hún hvílir í hraunhlíð þar sem hraunið úr þeirri fyrrnefndu hefur umlukið að nokkru. Þegar staðið er á gígbrúninni má hins vegar vel sjá hvaðan hinn mikli hraunmassi er myndaði m.a. Hvammahraunið er upruninn. Kistufellsgíg má líkja má við ofurvaxið hringleikahús með mikilfenglegum grágrýtis kraga og stöllum. Kyrrðin í mosanum er alger og þegar horft er upp á grágrýtis hamrana fyllist maður lotningu yfir sköpunarverkinu.
Flugslysastaðurinn frá árinu 1945 var skoðaður – sjá HÉR.
Þeir sem ganga í Brennisteinsfjöll uppgötva að Fjöllin hafa að geyma fjölmargar náttúruperlur, hér í túnfætinum heima hjá okkur.
Þjóðleið lá áður fyrr á milli Hafnarfjarðar og Selvogs austan við Brennisteinsfjöll og um Grindarskörð. Sú leið var grýtt og erfið yfirferðar en stysta leiðin sunnan yfir Fjöllin frá Hafnarfirði.

Brennisteinsfjoll-5

Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum. Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn.

Brennisteinsfjoll-8

Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”. Ganga þarf upp Grindaskörð frá Bláfjallavegi (syðri) og suður á fjöllin og niður að jarðhitasvæðinu, eða upp í eldgígalandið. Háspennulínur, jarðýtuvegir, borholur og virkjunarmannvirki myndu þarna valda verulegu raski á landslagi.
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.

Brennisteinsfjoll-7

Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði. Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í
rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að
finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Brennisteinsfjoll-6Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því 
hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í  námuskvompunum í kring.

Brennisteinsfjoll-11

Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-12

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). 

Brennisteinsfjoll-13

Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.
Af jarðeðlisfræðilegum mælingum liggja fyrir viðnámsmælingar (TEM), kortlagning á skjálftavirkni, þyngdarmælingar og segulkort sem hluti af Reykjanesskaga öllum. Viðnámsmælingar (Ragna Karlsdóttir 1995) benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Jafnviðnámslína 10 ohmmetra á korti 3 gefur til kynna ytri mörk jarðhitakerfisins á 700 m dýpi undir sjávarmáli. Innan hennar sunnan til er s.k. háviðnámskjarni, Hann er bungulaga og stafar af mikilli ummyndun bergs við yfir 240°C hita.

Brennisteinsfjoll-14

Háviðnámskjarninn er undir því svæði þar sem hverirnir eru og ummyndun á yfirborði mest og samfelldust. Viðnámskortið fellur mjög vel að jarðhitamerkjunum og sprungureininni. Í þyngdarmælingunum má greina um tveggja km breitt svæði, ílangt NA-SV undir Brennisteinsfjöllum og jarðhitasvæðinu (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir 2004). Niðurstöður segulmælinga liggja fyrir í segulkorti Þorbjörns Sigurgeirssonar 1:250.000 (1970). Þar er sýnd segullægð á jarðhitasvæðinu, ílöng NA-SV, sem nær frá Brennisteinsfjöllum norðaustur á móts við Grindaskörð (kort 3). Lágt segulsvið er talið stafa af eyðingu magnetíts við ummyndun bergs, en móbergið sem fannst í þyngdarmælingunum kann þar einnig að eiga hlut að máli.

Brennisteinsfjoll-15

Á 20. öld er vitað um tvo skjálfta af stærð um 6 með upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í
nánd. Sá fyrri varð í júlí 1929, 6,2 á Richter. Sá seinni varð í des. 1968, 5,8 ??? að stærð. 17. júní 2000 varð skjálfti á þessu svæði að stærð 4,7 ????. Einhverjir af þessum skjálftum kunna að tengjast jarðskjálftasprungu austan við Hvalhnúk. Kort af skjálftaupptökum eftir 1990 sýnir mesta virkni töluvert austan við Hvalhnúk og á belti yfir norðanverðar Draugahlíðar austur fyrir Litla- Kóngsfell. Hins vegar hefur lítil virkni verið í Brennisteinsfjöllum á nútíma. Stærstu skjálftarnir sem verða í Brennisteinsfjöllum og þar í grennd eru efalaust
sniðgengisskjálftar á norður-suður sprungum.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Heimild:
-wikipedia.org
-Freysteinn Sigurðsson.
-http://www.rammaaaetlun.is
-Guðrún Hallgrímsdóttir – Mbl. mánudaginn 20. mars, 2006.

Brennisteinsfjöll

Útsýnið að Brennisteinsfjöllum úr Kistuhrauni – ÓSÁ.