Urriðavatn – skilti
Við göngustíg norðan Urriðavatns (Urriðakotsvatns) eru sex fuglaskilti. Stígurinn er hluti af hringleiðgönguleið umhverfis vatnið. Á skiltunum má lesa eftirfarandi fróðleik:
1. Álft
„Álftin er stærst íslenskra fugla, tígurlegur fugl með hljómmikla rödd sem minnir á lúðrablástur. Álftin er félagslyndur fugl nema yfir varptímann, en þá verja þær hreiður sitt og unga af hörku. Álftin hefur lengi verið yrkisefni íslenskra skálda.“
2. Heiðlóa
„Með algengari varpfuglum á láglendi hér á landi og helst að finna í þurrum móum og hraunum. Fáir fuglar eru jafn elskaðir og lóan og um hana hafa mörg stórskáldin samið lofkvæði.“
3. Skógarþröstur
„Skógarþrösturinn er brúnleitur með rauðbrúnar síður. Hann verpir í kjarrlendi og skógum þar sem hann kemur oft haganlega ofinni hreiðurkörfunni fyrir á grein. Ef skógarþrestir flykkjast að bæjum að voru eða hausti var talið að von væri á vondum veðrum.“
4. Flórgoði
„Verpir í flothreiður sem falið er í störinni í vötnum og tjörnum. Í tilhugalífinu á vorin má sjá tilkomumikinn dans á vatnsskorpunni þar sem fuglarnir rísa upp og þenja út gula fjaðrakambana.“
5. Stokkönd
„Stokköndin er hálfkafari, teygir sig eftir bontngróðri en uppúr stendur afturendinn og stélið. Hún er útbreiddasta öndin, verpir í flestum heimshornum. Stokköndin er formóðir festra „tegunda“ alianda. Staðfugl og er hér allt árið um kring.“
6. Skúfönd
„Kafönd sem er algeng á grunnum tjörnum og vötnum þar sem hún kafar eftir smádýrum og sílum. Verpir oft í nábýli við kríur og máfa sem vara hana við og verja hættum frá rándýrum.“













