Vífilsstaðir

Ólafur Marteinsson fann hlaðna refagildru í gönguferð um Urriðavatnslandnám og Svínahraun 11.12.2005. Gildran er ca. 660 m frá Vífilstaðaspítala. Hann skoðaði síðan gildruna nánar þann 26.12.2005. Ólafur taldi gildruna, sem er utan alfaraleiðar, greinilega forna, “þakið á gildruhólfi er fallið að hluta en veggir heilir og inngangur sömuleiðis”.

Refagildra

Refagildran.

Við skoðun á mannvirkinu kom í ljós að þar gæti hafa verið um refagildru að ræða, en þar sem hún er hvorki í lægð undir brún, á brún eða á “tilleiðanlegum” stað fyrir tófuna, heldur á litlum hraunhól, er líklegast að hún hafi verið gerð í tilteknum tilgangi. Þegar umhverfið er skoðað nánar má sjá að hlaðið hefur verið sunnan við gildruna, eins og umhverfis op á greni. Gildran sjálf er svo til hliðar við grenið. Þarna gæti verið komin skýringin á tilvist refagildrunnar á þessum stað. Hún hafi verið gerð til að leiða rebba “rétta” leið að greninu og þá…. – tófubandið snarast af hælnum og lokhellan féll. Enn mátti heyra ámótlegt vælið í dýrinu.
Skoða mætti nánar hliðarhleðslurnar.

Svínahraun

Í Svínahrauni.