Flugvöllurinn á Reykjanesi 1946 – Arnaldur Jónsson

Kflavíkurflugvöllur

Í Samvinnunni árið 1946 fjallar Arnaldur Jónsson um „Flugvöllinn á Reykjanesi„, þ.e. Meeksflugvöll á Keflavíkurheiði.

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Reyndar er um meinvillu eða þekkingaleysi á staðháttum að ræða að staðsetja flugvöllinn á „Reykjanesi“ því hann er á Keflavíkurheiði, þ.e. á „Reykjanesskaga“, í landi er hafði tilheyrt ábúendum í Njarðvíkurhreppi og Gerðarhreppi. Hér um sömu meinvilluna að ræða þegar Grindavík er talið til „Suðurnesja“. Sama bábiljan endurspeglast í nýjustu auglýsingum Reykjanesbæjar um „Safnahelgi á Suðurnesjum„. En hvað um það – hér kemur frásögn Arnaldar:

Flugvöllurinn á Reykjanesi

Samvinnan

Samvinnan 1946 – forsíða.

Flestir Íslendingar munu hafa heyrt getið hins mikla flugvallar, er Bandaríkjamenn létu gera á Reykjanesskaga, en færri munu hins vegar hafa gert sér grein fyrir hvers konar risamannvirki þetta er.
Í stuttu mali má segja, að flugleiðir úr öllum áttum mætist á þesssum flugvelli. Með öðrum orðum, á flugvellinum eru krossgötur Norður-Atlantshafsins. Þegar minnzt er á flugvöllinn sjá flestir í huga sér steinsteyptar brautir, sem notaðar eru til að láta flugvélar lenda á eða hefja sig til flugs, en flugvöllur er í sjálfu sér miklu meira. Um flugvöllinn við Keflavík má segja, að hann sé ein stórkostleg vélasamstæða, þar sem hundruð sérfróðra manna vaka yfir hverjum hlut nótt og dag. Hvergi má vera autt rúm, til þesss að hið mikla tákn geti gegnt því hlutverki sínu á hvaða tíma sólarhrings, sem er, að taka við flugvélum, sem koma svífandi utan úr himingeimnum úr öllum áttum eða leggja þaðan til flugs til fjarlœgra landa handan við höfin. Við skulum nú litast um á flugvellinum og í nágrenni hans.

Völlurinn og umhverfi hans

Varnarsvæði

Varnarsvæðið – uppdrátturinn fylgir umfjölluninni til skýringa.

Flugvöllurinn liggur á Keflavíkurheiði. Ná sumar brautirnar nálega þvert yfir Reykjanesskagann, milli Keflavíkur og Hafna. Brautirnar eru 4, og skerast þær allar nær öðrum endanum, nokkru utan við miðju. Vísa brautarendarnir í allar höfuðáttir, svo að unnt er fyrir flugvélar að lenda og taka sig upp á vellinum í hvaða vindátt, sem er. Er þetta einn höfuðkostur flugvallarins, en auk þess er þarna mjög rúmgott, lítið um fjöll í næsta nágrenni og því auðvelt fyrir flugvélar að ná eðlilegri hæð, án þess að tefla í nokkra tvísýnu.
Lengd hverrar brautar er geisimikil. Til samanburðar fyrir þá, sem þekkja flugvöllinn við Reykjavík, munu brautir þessa vallar vera að minnsta kosti helmingi lengri. Utan með því svæði, sem sjálfar rennibrautirnar liggja á, eru flugvélavegir í hálfhring kringum völlinn. Báðum megin við þennan veg eru upphlaðnar tóftir fyrir um 80 flugvélar af stærstu gerð og auk þesss allmargar tóftir fyrir minni vélar. Þessar tóftir munu aðallega hafa verið gerðar fyrir styrjaldarþarfir, þegar fjöldi risaflugvéla var geymdur á vellinum vikum saman í margs konar tilgangi, en auk þess er mjög hentugt að hafa þessi byrgi, hvenær sem þörf er á að geyma margar flugvélar á vellinum, t. d. fyrir nætursakir. Sjálfar eru rennibrautirnar steinsteyptar og ofan á steininn hefur verið sett mjúkt malbikslag. Undirstaða vallarins er traust — hin aldagömlu brunahraun Reykjanesskaga.

Í „turninum“

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

„Turninn“ er eins konar heili þesssa mikla mannvirkis. Þaðan er allri umferð á vellinum stjórnað. Frá honum er haft samband við veður og loftskeytastöðvar vallarins. Þaðan er enn fremur haft stöðugt þráðlaust samþand við flugvélar, sem eru á leiðum sínum einhvers staðar í loftinu. Sumar eru vestur á Atlantshafi, á miðri leið milli Íslands og Ameríku, aðrar eru suður við Skotland og enn aðrar austur við Noregsstrendur. Flugvélunum eru gefnar leiðbeiningar um veður og önnur flugskilyrði, og jafnframt fá þeir, sem í „turninum“ vinna, vitneskju um, hvernig flugvélunum gengur, í hvaða hæð þær fljúga og hvernig veðrið er á þeirra slóðum.
Mest af þeim byggingum, sem tilheyra þessum hluta flugvallarins, eru neðanjarðar, aðeins „turninn“ sjálfur er ofanjarðar. Í þessari byggingu eru margbrotnar vélar sem tugir sérfræðinga vinna við allan sólarhringinn.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn.

Í miðri turnbyggingunni er talsvert stór salur. Á veggjunum hanga stór landabréf. Sum eru af Íslandi, þar sem svæðið kringum Reykjavík er sérstaklega merkt, en það er raunverulega það veðursvæði, sem sérstaklega kemur flugvellinum við. Einnig eru þar veðurkort af norðanverðu Atlantshafi, og sýna þau Jægðir þær, sem daglega eru að sveima á hafinu hér fyrir vestan og austan landið.
Að öðru leyti er þessi salur notaður til að gefa flugmönnum, sem leggja frá vellinum, leiðbeinigar. Áður en þeir leggja af stað, safnast þeir saman í þessum sal. Þeir skoða veðurkortin og setja sig inn í veðurskilyrðin. Síðan eru þeim gefnar fyrirskipanir um, í hvaða hæð þeir eigi að fljúga. Er þeim gefin mismunandi hæð, sem þeir verða að halda sig í alla leiðina, til hvað lands, sem þeir kunna að fara. Er þetta gert til að forðast árekstrarhættu á leiðunum. Að öðru leyti eru þeim gefnar fyrirskipanir og upplýsingar, sem allar miða að sem mestu öryggi flugvéla og farþega á leiðinni.

Veðurstöðin

Keflavíkurflugvöllur

Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna undirrituðu samning haustið 1946 sem kvað á um um brottför Bandaríkjahers, sem þá taldi einungis um 1.000 menn sem störfuðu við rekstur Keflavíkurflugvallar. Samningnum sem jafnan er nefndur Keflavíkursamningurinn veitti Bandaríkjastjórn heimild til þess að nota flugvöllinn til millilendingar herflugvéla á leiðinni til og frá Evrópu í tengslum við hersetuna í Þýskalandi. Flugvellirnir og önnur mannvirki urðu eign Íslendinga eins og til stóð en Bandaríkjastjórn stóð áfram straum af rekstrarkostnaði flugvallarins sem hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur.

Ekkert er eins mikilvægt fyrir flugmanninn og nákvæmar upplýsingar um veður á þeim leiðum, sem hann flýgur. Veðrið er hans aðal glímunautur, hvort sem flogið er að nóttu eða degi, yfir haf eða land. Af þessum sökum hafa allir fullkomnir flugvellir á að skipa færustu mönnum í veðurfræði, sem vinna til skiptis nótt og dag. Meeks-flugvöllurinn hefur díjög fullkomna veðurstöð. Þar eru tugir veðurfræðinga að störfum nætur og daga að reikna út og fylgjast með hinu breytilega og dutlungasama veðri Norður-Atlantshafsins og í næsta nágrenni flugvallarins. Veðurstöðin er í stöðugu sambandi við „turninn,“ sem eins og áður er sagt, sendir stöðugar fregnir um veður og veðurhorfur til ótölulega margra flugvéla, flugvalla og veðurstöðva á ströndum meginlandanna beggja megin Atlantshafsins. Er þessi þáttur í rekstri hins mikla flugvallarmannvirkis einn sá mikilvægasti, enda krefst hann mikils fjölda sérfræðinga og stöðugrar árvekni

Miðunarstöðvar

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur og umráðasvæði hersins frá einum tíma til annars.

Við flugvöllinn eru tvær mjög fullkomnar miðunarstöðvar, sem eru þáttur í hinu margbrotna leiðsögukerfi flugvallarins. Einnig við þessar stöðvar vinna eingöngu sérfræðingar. Verður að vera þar á varðbergi allan sólarhringinn.
Starfræksla þessara tækja er mjög mikilvæg ekki síður en annarra þátta þess margbrotna vélakerfis, sem tilheyrir flugvellinum. Mjög er algengt nú orðið að fljúga fyrir ofan veður og ský. Það hjálpar þó ekki, Þegar lenda skal á flugvellinum. Þessar stöðvar eru því ómissandi á flugvellinum til að hjálpa flugmönnum til að finna völlinn og rennibrautirnar. Stundum er skýjahæðin lítil og skammt niður í gegnum dimmviðrið, niður á völlinn. Í öðrum tilfellum er skýjahæðin mikil og erfitt að komast í höfn. Verða Þá mennirnir, sem stjórna miðunarstöðvunum, að vera þeim vanda vaxnir að leiða flugvélarnar farsællega gegnum dimmviðrið inn á flughöfnina. Það er í alla staði ábyrgðarmikið starf. Getur þar oft verið Urn hf eða dauða að tefla.

Viðgerðarverkstœðin

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugskýli.

Þær byggingar, sem hæst ber á flugvellinum, eru hin risavöxnu verkstæði, þar sem fullkomnustu tæki eru til að gera við flugvélar og allt, sem þeim tilheyrir. Verkstæði þessi eru tvö, og vinna tugir manna í hvoru fyrir sig. Eru þeir allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þar á meðal eru vélaviðgerðarmenn, menn, sem gera við móttöku- og loftskeytatæki og sérfræðingar í mörgum öðrum greinum. Öryggi loftflutninganna hvílir ekki hvað sízt á starfsmönnum þessarar deildar vallarins. Mikið er undir því komið, að vélar og skeytatæki flugvélanna séu í öruggu lagi. Á því byggist líf og afkoma flugáhafnar og farþega.

Rauðu-Krossstöðvarnar
KeflavíkurflugvöllurVilji svo illa til, að eitthvað beri út af hjá flugvél, er annað hvort er að lenda eða að hefja sig til flugs, er nauðsynlegt að vera við slíkum óhöppum búinn, þótt þau komi nú sjaldan fyrir. Fyrir þessu er líka vel séð á flugvellinum. Á stað, þar sem komast má svo að segja að hvaða rennibraut vallarins, sem er, á broti úr mínútu, hefur hjálparstöð vallarins bækistöð sína. Þar eru læknar og hjúkrunarkonur til taks allan sólarhringinn. Enn fremur sjúkrabifreiðar með sérstaklega æfðum mönnum, sem hafa mikla leikni í því, að komast örskjótt á slysstaðinn. Þetta er mjög nauðsynlegt af þeim sökum, að slík slys ber venjulega að höndum með ofsahraða, og eina lífsvonin getur
oft verið sú, að unnt sé að koma þeim, sem í slysinu hafa lent, til hjálpar um leið og það á sér stað. Eins og áður er sagt, eru slíkir atburðir orðnir mjög fátíðir nú, en fullkimin flughöfn lætur á ekkert skorta til að gera öryggið fyrir loftfarendur sem mest að öllu leyti.

Birgðastöðvar

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – A.T.C.

Hin stóru flugvélabákn, sem fljúga yfir heimshöfin, þurfa auðvitað mikið eldsneyti. Það segir sig hins vegar sjálft, að því meira eldsneyti sem flugvélin hefur meðferðis, því minna getur hún flutt af öðrum þunga. Flugvöllurinn við Keflavík hefur ómetanlega þýðingu í þessum efnum. Vegna þess, að unt er að koma við á íslandi og taka þar forða á leiðinni yfir heimshöfin, geta flugvélarnar flutt fleiri farþega og meiri farangur, og um leið verður flugið ódýrara. En það þýðir hins vegar, að alltaf verður að vera mikið af birgðum við völlinn fyrir flugvélarnar. Hver flugvél, sem þangað kemur, tekur meiri eða minni birgðir. Það þarf því mjög mikið starfslið við birgðadeild vallarins eina saman, eins og allar hinar deildirnar. Sumir þeirra eru sérfræðingar, sem hafa mikla æfingu í að fara með olíur og hina risavöxnu „tanka,“ sem tilheyra vellinum, en aðrir, sem við þetta vinna, eru verkamenn.

Lýsing vallarins og viðhald

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Vegna hinnar miklu úrkomu, sem er yfirleitt á þeim slóðum, sem völlurinn er á, er viðhald vallarins vinnufrekt.
Komið hefur verið upp grjótnámu mikilli við völlinn. Er þar malað grjót og haft tilbúið annað það efni, sem þarf til að endurbæta malbikslagið á vellinum. Hvergi má vera hola eða misfella svo nokkru nemi á rennibrautunum. Slíkt getur orsakað óhöpp og jafnvel stórslys.
Nauðsynlegt er að hafa fullkomna lýsingu á vellinum fyrir þær flugvélar, sem koma og fara að næturlagi. Er völlurinn að nokkru leyti lýstur með ljósum á jörðu, en auk þess með mjög sterkum kastljósum. Þarf að sjálfsögðu sérfræðinga við kastljósin.

Ferðamannaþjónustan

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur við verklok Bandaríkjahers 1943.

Enn er ótalinn mjök mikilvægur þáttur í starfrækslu flugvallarins, en það er sú almenna þjónusta, sem nauðsynleg er fyrir ferðamenn, er þangað koma á öllum tímum sólarhringsins. Sú þjónusta er mannfrek og krefst mikils tilkostnaðar, ef hún á að vera viðunandi. Skal ekki farið lengra út í þá sálma að sinni.
Það ætti hins vegar öllum að vera ljóst af þeim atriðum, sem hér hefur verið drepið lauslega á að framan, að hin mikla flughöfn við Keflavík er ekkert venjulegt fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða og þótt víðar væri leitað. Það er haft eftir manni, sem mjög var kunnugur rekstri vallarins, að ekki væri unnt að reka völlinn, svo í lagi væri á friðartímum, með minna en 600—700 manns. Það mun láta nærri, að svo sé. Flest af þessum mönnum eru sérfræðingar í sinni grein. Að sjálfsögðu verður svo að vera. Það má hvergi vera veila í hinu stórfenglega flugvallarbákni, ef það á að geta verið hlutverki sínu vaxið í framtíðinni, að vera eins konar vegamót Norður-Atlantshafsins.“

Heimild:
-Samvinnan, 2. tbl. 01.02.1946, Flugvöllurinn á Reykjanesi, Arnaldur Jónsson, bls. 40-42.

Meeks-flugvöllur

Meeks-flugvöllur og Patterson – AMSkort.