Strandarhæð

Vörðufell

Frá Gapinu var gömlu þjóðleiðinni fylgt þangað til komið var á móts við Strandarhelli. Hann er í norður frá götunni.

Gapi

Gapi.

Hellirinn er gamall fjárhellir, stærstur þeirra, í stóru fjarðfalli. Umhverfis jarðfallið hafa verið hlaðnar miklar hleðslur og umhverfis þær eru vítt hlaðið gerði.
Þegar komið er ofan í gróið jarðfallið eru hleðslur fyrir hellismunnanum. Skammt norðan af hellinum er hlaðið stórt gerði umhverfis hól. Þaðan blasir Vörðufellið við. Haldið var í átt að því, en skammt sunnan fellsins er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt austan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.

Vörðufell

Markavarðan á Vörðufelli.

Á Vörðufelli er Markavarða, landamerkjavarða. Undan henni er fornt krossmark á jarðföstum steini. Marks þessa er getið í mjög gömlum heimildum, en þá sem stafurinn „M“. Ástæðan er sprungur í steininum beggja vegna krossins. Ofar eru Smalavörðurnar, en þeim fylgdi sú þjóðtrú að hlæði smali vörðu á fellinu myndi hann umsvifalaust finna það sem týnt væri. Á Vörðufelli er líka stór hlaðinn rétt, Vörufellsrétt. Norðan út af henni er hlaðinn leiðigarður. Réttin var lögð af seint á fjórð áratug 20. aldar og önnur nýrri þá hlaðinn ofan við Hellsholtið nokkru ofar á heiðinni.
Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Þorkelsgerðisseli, miklum tóttum á hól.

Vindássel

Vindássel í Strandarheiði.

Norðar  er Vindássel á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið.
Skammt austar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tótt, Eimuból. Við það er fjárhellir.
Skammt sunnar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.
Gangan tók um 2 klst. Veðrið var í einu orði sagt frábært í bland við söng mófuglanna.

Selvogsheiði

Hluti Selvogsheiðar – uppdráttur ÓSÁ.