Fosshellir

Farið var að Sandfelli við Þrengslaveg undir röggsamri stjórn JS, vestur yfir Þúfnavelli, nokkuð slétta grasvelli norðaustan Geitafells, og áfram vestur með norðanverðu fellinu. Farið var hægt og rólega, en ekki var látið staðar numið fyrr en komið var að slóðaenda við vesturhorn fellsins, ferð sem Meðaljón á minna en 38” hefði ekki treyst sér í. Frá endastöð sást vel suður yfir Kálfahvamm og Selsvelli fyrir neðan.

Fosshellir

Í Fosshelli.

Í suðvestur, ofan við Réttargjá, sást í jarðfall. Gengið var þangað og var þá komið að opi Fosshellis. Gatið er mót suðri og rás þar innan við. Hún er stutt og lokast fljótlega með hruni. Efra opið er hins leið inn í mikla hraunrás. Mikil hrauná hefur runnið þar niður og má sjá einstaklega fallegar hraunmyndanir á börmum hennar. Hrauntröðin inni í rásinni er há og mikil. Fara þarf upp á brún hennar og fylgja henni áfram inn eftir rásinni. Á einum stað hangir u.þ.b. 30 metra langt hraunstrá niður úr loftinu. Allnokkurt hrun er úr loftinu niður í rásina, en víða má sjá fallegar hraunmyndanir og tauma liggja niður með veggjum. Innst inni, en hellirinn er um 80 metra langur, er hár, mjór og mikill hraunfoss. Erfitt er að mynda hann allan nema með sérstökum ljósmyndabúnaði. Í góðu ljósi sést vel hversu tilkomumikill hann er. Ofarlega á veggjunum neðan við hann eru mjög fallegar myndanir. Þótt Fosshellir sé ekki langur er full ástæða til að gera sér ferð til að skoða hann.
Frábært veður.

Fosshellir

Í Fosshelli.