Sogin II
Haldið var í Sogin, þvergil er Sogalækur hefur myndað á u.þ.b. ellefu þúsund árum. Afurðin liggur að fótum fram; grasi grónir Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki.
Litli Sogalækurinn er ágætt dæmi um hversu lítilmagninn fær áorkað á löngum tíma. Hann ætlar sér að ná til sjávar í Kúagerði – og mun eflaust takast það eftir nokkur hundruð ár.
Sogin skilja nánast af Núpshlíðarháls og Dyngurnar (Trölladyngju og Grænudyngju). Þau eru 150-200 m djúp leirgil sem mikill jarðhiti hefur verið í fyrrum og aðeins eimir af enn. Þægilegt er að ganga að Sogunum frá Lækjarmýri norðan Djúpavatns. Þaðan er u.þ.b. 800 m gangur að litadýrðinni.
Auðveld ganga er upp með Djúpavatnseggjum. Sunnan við gilið er útsýnið stórbrotið yfir að Dyngjunum og litadýrðin mikil. Hún breytist jafnan, bæði eftir birtu og veðri. Þannig eru allir litir skarpari í sólskyni eftir rignardag. Leirkenndur jarðvegurinn er rokgjarn, en drekkur í sig bleytu. Á hálsinum milli Soga og Spákonubatns er ágætt útsýni yfir undirlendið þar sem Keilir trónir í allri sinni dýrð. Fallegur hver er í hlíðinni sunnan við Sogalæk og fallaásýndin sunnan Dyngnanna er stórbrotin. Svæðið er skammt frá höfðuborgarsvæðinu.
Sjá má myndir úr Sogunum og nágrenni HÉR.