Grindavíkurvegir

Grindavíkurvegir

FERLIR hafði lengi unnið að gagnasöfnun og vettfangsferðum um svonefnda „Grindavíkurvegi“ með það fyrir augum að setja hvorutveggja á prent og gefa út til handa áhugasömum göngugörpum.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Nú hefur Vegagerðin gefið út fróðlegt rit um Grindavíkurvegina – frá upphafi til nútíma með sérstakri áherslu á „Gamla Grindavíkurveginn“, fyrsta akveginn frá Stapanum, „Gamla Keflavíkurveginum“, til Grindavíkur. Tilgreindar er allar minjar hinna gömlu vegagerðar við veginn, s.s. vegavinnubúðir, hellaskjól, hraunskjól og hleðslur. Fornleifaskráning fylgir verkinu.
Margar þjóðleiðir lágu til og frá Grindavík frá upphafi vega, í fyrstu mótuð af fótum, hófum og klaufum, síðan þróaðri götur unnar af mannanna höndum fyrir vagna og í framhaldi af því bifreiðar.
Saga þjóðleiðanna er fyrir margt mjög merkileg, enda teljast þær til fornleifa – þótt þeirra, a.m.k. framan af, hafi ekki verið getið sérstaklega í fornleifaskráningum.

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindavíkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Greindavíkurvegur

Grindavíkurvegur 1913-1918.