Þorbjarnarfell

Eftirfarandi um ratsjárkampinn á Þorfjarnarfelli ofan Grindavíkur má lesa í bók Friðþórs Eydals “-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950:
camp-vail-5“Vegalagning upp á Þorbjörn hófst í byrjun október 1941. Þar voru að verki liðsmenn byggingarsveitar flughersins bandaríska, þeirra sömu og síðar starfaði við lagningu flugvallanna við Keflavík, og heimamenn í Grindavík sem ráðnir voru til verksins. Fjallið er snarbratt, myndað við gos undir jökli og mikill halli á veginum sem illfær er nema fjórhjóladrifnum bifreiðum. Ratsjárbúirnar nefndust Camp Vail eftirlitsmanni ratsjársveitarinnar, Reymond T. Vail, sem var fyrsti óbreytti bandaríski hermaðurinn sem lést hér á landi. Var þeim valinn staður í gígnum sem opinn er til norðurs en veitir dágott skjól fyrir öðrum áttum. Þar voru reistir 14 braggar og rafstöð en ratsjártækjunum var komið fyrir á toppi fjallsins vestan við gilið sem klýfur hann í tvennt. Hófst starfsemin 18. apríl 1942. Lá raflögn að ratsjárstöðinni sem komið var fyrir í bragga við hlið loftnetsvagnsins.
camp vail - braggarVegna legu sinnar sýndi ratsjárstöðin á Þorbirni allra stöðva best flugvélar í lágflugi á Faxaflóasvæðinu. Truflanir voru þó tíðar og stöðin nýttist ekki nema 60% vegna þess hve oft varð að fella loftnetið sökum veðurofsa.
Ný ratsjá af gerðinni SCR-271-EA var tekin í notkun á Þorbirni í maímánuði 1944. Var ratsjárturninum valinn staður á syllu skammt neðan við fjallstoppinn sunnanverðan þar sem nokkurt skjól gafst fyrir vindi. Nýja ratsjáin leysti af hólmi færanlegu ratsjána á fjallsbrúninni sem var orðin ein sú elsta í Bandaríkjaher.”

Camp Vail

Camp Vail.

Fyrir 50–60 menn eins og dvöldu í búðunum þurfti a.m.k. 5 íbúðarbragga, auk liðsforingjabraggans, en liðsforningarnir voru að jafnaði 3 í Camp Vail og bjuggu sér í sínum bragga. Birgðir hafa verið geymdar í rafstöð, mötuneyti, stjórnstöð og e.t.v. í litla bragganum í miðjunni, hafi hann ekki verið dælustöð.
thorbjorn-9991Staðsetning vatnstankanna nærri akvegum ofan við búðirnar beggja megin bendir til þess að vatn hafi verið flutt til búðanna á tankbílum sem var ekki óalgengt í litlum herbúðum hér á landi. Gamlir Grindvíkingar gætu munað eftir því ef borhola fyrir vatn hefur verið gerð á fjallinu og eins hvað varð um braggana eftir stríð, þ.e. hvort einhver heimamaður hafi keypt þá af sölunefndinni eða Grindvíkingar komið að niðurrifinu.”

Camp Vail

Camp Vail.

Samkvæmt síðari tíma upplýsingum var starfsemi ratsjárstöðvarinnar á Þorbirni hætt í stríðslok og ratsjártækin fjarlægð. Ríkissjóður keypti búnað og mannvirki herliðsins í styrjaldarlok og var Sölunefnd setuliðseigna falið að endurselja þau landsmönnum og annast endurbætur á landi sem herliðið hafði til umráða. Sölunefndin tók við 13 bröggum á Þorbirni og seldi eða lét rífa þá en braginn sem hýsti tækjabúnað eldri ratsjárinnar á fjallstoppnum mun hafa fokið og eyðilagst.

Heimild:
-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal, bls. 206.

Grindavík

Grindavík séð af Þorbjarnarfelli (Þorbirni).