Garðabær – Dysjar
Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 kemur m.a. eftirfarandi fram um Dysjar sunnan Garða á Garðaholti:
1397; Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: „Dysiar. Jone Markussyne fyrer iij. vætter fiska mannslán. vallarslátt, med jördunne ij kugillde. Jtak j sölfafiöru stadarins einn dag.“ DI XIV, 437. Garðakirkjueign. „Lögbýli kallað því það hefur fullkomið fyrirsvar sem aðrar sveitajarðir, en stendur þó í óskiftu Garðastaðarlandi og samtýniss við Garða, nema hvað túnið alleina er afdeilt. Jarðadýrleiki er óviss.“ JÁM III, 181. Hafnarfj. að Garðahreppur gerðu makaskipti árið 1971 og eignaðist bærinn hluta úr landi Dysja. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116.
1703: „Túnum spillir sjáfargángur.“ JÁM III, 182.
1918: „Austurbæjarkálgarðurinn á Dysjum hefur verið færður 5 sinnum síðustu 28 árin undan sjóbakkabrotinu, rúmleg garðsþyktina um sinn. Hér mun og hafa britað upp síðan í fornöld engjar miklar.“
„Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. … Gömlu bærinir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu,“ segir í örnefnaskrá KE. „Á Túnakortinu 1918 er eystri bærinn, Austur-Dysjar eða Dysjar-Austurbær, ögn stærri en sá vestari. Hann skiptist í fjögur hólf og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Byggingarefnið virðist vera torf en Samkvæmt Fasteignabókum var þar komið timburhús árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 […]. Bæirnir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar Fornleifaskráning fór fram 1984 en annar þeirra, líklega Austurbærinn var beint norðvestan fjóss og hlöðu sem fundust, milli þeirra „og útihúss sem þarna er nú“,“ segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.
„Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. … Gömlu bærinir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. … U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir, og er þeirra áður getið,“ segir í örnefnaskrá KE. „Á Túnakorti 1918 má sjá tvær stórar torfbyggingar í bæjarstæðinu, væntanlega bæina tvo en sá vestari skiptist í tvö aflöng hólf og hið vestara aftur í tvö ferningslaga hólf. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Samkvæmt Fasteignabók eru Vestur-Dysjar enn úr torfi árið 1932 […] en þær eru ekki nefndar árin 1942-4 og hafa væntanlega verið komnar úr byggð þá. Í örnefnaskrá 1964 er talað um Dysjar Vesturbæ og Dysjar Austurbæ. Stóðu bæirnir „lítið eitt aðgreindir fram um 1970“ […]. Í Örnefnalýsingu frá 1976-7 segir: „Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl. Gömlu bæirnir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. Fast fyrir norðan núverandi íbúðarhús er fjós og hlaða, byggt um 1944-45. Bílskúr tengir það íbúðarhúsinu. Fjárhús er fast norðaustan fjóssins. […] Íbúðarhúsið á Vestur-Dysjum stendur, eins og nafnið bendir til, rétt vestan við Austur-Dysjar og gripahús og hlaða frá Vestur-Dysjum rétt sunnan hússins. U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […]“. Þeir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar fornleifaskráning fór fram 1984, annar þeirra, líklega sá vestari, var alveg farinn en „hleðslugrjót sést í bakkanum.“
Árið 1703 var hér góð lending. „Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl,“ segir í örnefnaskrá KE. „Í Jarðabók 1703 segir: ,,Heimræði er hjer árið um kríng og lending góð, varir stórar nóg so inntökuskip mætti gánga, og heyrir þá sú undirgift leiguliða til.“ […] Á Túnakorti 1918 má nokkuð austan bæjanna á Dysjum sjá vör með tveimur naustum og einhvers konar gerði, líklega úr grjóti. Dysjavör er nefnd í Örnefnaskrá 1964: „Hún var neðan bæjanna og austanvert við þá. Góð vör. […] Lík er flutt voru til Garðakirkju fóru um Dysjavör.“ […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: Dysjabæir standa vestan Balatjarnar“ og „Dysjavör er vestan við Balamöl“ en svo nefnist kamburinn við tjörnina. „Skerjarani gengur í sjó fram suðvestur frá Dysjabænum, og heitir hann Dysjabryggja. Uppsátrið var austan Dysjabryggju, þar sem skerjunum sleppir.“ […] Ekki er tekið fram hvort uppsátrið við bryggjuna sé Dysjavör en að sögn skrásetjara 1984 er hún í grýttum sjávarbakkanum „rétt sunnan við bárujárnssker sem þarna er“. Þegar Fornleifaskráning fór fram var bátabyrgi sem þarna var hins vegar farið í sjó og sér nú engin merki um mannvirki.“
„Rétt norðaustan vesturbæjarins, er samkvæmt Túnakorti útihús, líklega úr steini, byggt við garðsenda vestan heimreiðar eða Dysjatraða.“
„Rétt norðan Austurbæjarins, við garðsenda austan Dysjatraða, er á Túnakortinu 1918 útihús úr torfi.“
„Rétt norðan við Austur-Dysjaútihúsið, utan við garðshorn austan Dysjatraða, er á Túnakortinu 1918 útihús úr timbri.“
„Nálægt austurhorni eystri Dysjabæjarins sýnir Túnakortið 1918 svolítið mannvirki sem gæti verið for eða skólpgryfja.“
„Rétt við austurlangvegg eystri Dysjabæjarins er samkvæmt Túnakortinu 1918 útihús, líklega úr timbri.“
„Niðri við sjóinn, sunnan Austur-Dysja sýnir Túnakortið ferhyrningslaga útihús úr torfi. Þetta er á sömu slóðum og fjós og hlaða sem fundust við Fornleifaskráningu 1984: „Sunnan við Austurbæinn, alveg fram á sjávarbakkanum“ og ,,tilheyrðu gömlu bæjunum að Dysjum“. Nú er þarna kálgarður og „aðeins veggur að vestan og vísar í 220° hornrétt á hann til suðausturs“.“
„Á Túnakorti 1918 liggja kálgarðar umhverfis Dysjabæina og eru girtir með hlöðnum veggjum út að sjógarðinum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […] Kartöflugarðar voru fyrir framan þá, nú að mestu komnir í sjó.“ Við Fornleifaskráningu 1984 segir: „Hér er núna kálgarður og aðeins veggur að vestan og vísar í 220°hornrétt á hann til suðausturs. Grjót og torfhlaðinn, 21 m á lengd, grasivaxinn. Mjög hár“.“
„Norðan Dysjabæja sýnist á Túnakortinu 1918 vera útihús með áföstum garði, nánar tiltekið upp við Dysjatraðir austan megin þar sem þær taka á sig hlykk til austurs.“
„Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Dysjabrunnur „austan bæjanna […] í mýrlendri flöt“. Brunnurinn sést ekki á Túnakortinu 1918 en þar er hins vegar „pollur“ á þessum slóðum í Dysjatúni og nokkru austar byrjar „mýri“,“ segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003. Í skráningu RT og RKT kemur fram að fornleifin sjáist ekki á yfirborði.
„Í Örnefnaskrá 1964 segir að Dysjabrunngata lá „frá brunninum heim til bæja“, segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003. Engin lýsing á götunni fylgir skráningu RT og RKT, né kemur fram hvort enn sjáist til hennar.
„Túnakortið sýnir útihús í túninu norðvestan Dysjabæja, nálægt sjávarbakkanum. Húsið er aflangt og virðist úr torfi. Það hefur nokkurn veginn stefnuna norður-suður.“
„Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir […]: ,,Skerjarani gengur í sjó fram suðvestur frá Dysjabænum, og heitir hann Dysjabryggja. Uppsátrið var austan Dysjabryggju, þar sem skerjunum sleppir. Stakur steinn er í Dysjabryggju nálægt því beint fram af gripahúsum Vestur-Dysja. Sá heitir þórarinn.“ […]. Samkvæmt Fornleifaskráningu 1984 gengur Dysjabryggja „út í sjó suður af bænum“ og er ekki um mannvirki að ræða, heldur er þetta „náttúrulegur lágur tangi sem lent var við“ […] má bera þetta saman við Bakkabryggju, Miðengisbryggju og Hausastaðabryggju sem einnig hafa verið
myndaðar af náttúrunnar hendi. Staki kletturinn Þórarinn á Dysjabryggju er forvitnilegur í ljósi þess að á Hausastaðabryggju er annar slíkur klettur sem einnig heitir Þórarinn. Sá sem er við Dysjabryggju var ysta sker við innsiglingu til Hafnafjarðar gegnt Helgaskeri.“
„Við fornleifaskráningu 1984 fundust grunnur og tóft byggingar á grasi grónum tanga rétt austan við afrennslið úr Balatjörn, þ.e. á bakkanum Dysjamegin. Að sögn húsfreyjunnar á Dysjum er þetta frá lýsisbræðslu sem norskur maður setti upp.“ „Grunnurinn er mjög reglulega ferhyrndur og frambrúnin greinilegust en vestast hefur sjórinn borið möl upp á bakkann. Hann er um 7,7 m á breidd og 10,7 m á lengd miðað við það sem sýnilegt er, grjóthlaðinn með grófri steinsteypu í samskeytunum. 1,75 m frá suðurausturhorni grunnsins, um 0,5 m neðan hans, gengur grjóthlaðinn stallur 2,75 m út til austurs. Óljóst er hve langt hann nær til norðurs en hann er líka hlaðinn úr grjóti og hefur e.t.v. verið undirstaða timburhúss. Norðan megin við stóra grunninn er lítil tóft, 9,15 m á breidd og 3,4 m á lengd.“
„Á Túnakorti 1918 er girt í kringum mestan hluta Dysjatúns, með túngarði út að mýrinni norðaustan megin og að austan en þar er hann sérlega skýr. Að suðvestan tekur við sjógarður sem liggur eftir sjávarbakkanum framhjá bæjunum. Á kaflanum frá þeim yfir að Bakka hefur sjórinn brotið af landinu og er þar enginn garður. Girðing skilur svo tún Dysja frá túnum Bakka og Pálshúsa. Skv. Fasteignabók er enn girt með túngarði og girðingu árið 1932. Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Dysjatúngarður „aðallega á austurkanti túnsins“.“
„Á Túnakortinu 1918 má sjá traðir sem liggja milli Dysjabæja, annars vegar suður gegnum kálgarðana niður að sjó, hins vegar norður í átt að Pálshúsum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […] Traðir lágu niður í fjöru milli þeirra.“ Í örnefnaskrá 1964 er nefndur Dysjavegur eða Dysjatraðir sem „lá frá Dysjum eftir túninu að Pálhúsahliði“ en það mun vera sama og Nýjabæjarhlið. Frá því lágu Nýjabæjartraðir og Pálhúsatraðir og hafa Dysjatraðir tekið við af þeim.“
„Á milli Dysja og Pálshúsa var gamalt býli, nefnt Dysjakot,“ segir í örnefnaskrá KE. „Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Syðsta jörðin og næst sjó er Dysjar. Þar ofan túns var býli, sem nefnt er nú Gamlakot. Nú er þar kálgarður, og þar sem vegur liggur heim, er stykki í túni, sem heitir Gamlakotsvöllur.“ […] Samkvæmt örnefnaskrá 1964 var þetta „þurrabúð í Dysjatúni upp með veginum“ ýmist nefnt Dysjakot eða Gamlakot og hefur annaðhvort verið „kennt við Gamla er það bjó, eða verið upprunalegasta kotið við Dysjar“ […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir nánar frá: „Skammt norðan Dysja, en lengra frá sjónum, eru Pálshús. Á milli Dysja og Pálshúsa var gamalt býli, nefnt Dysjakot. Síðasti ábúandinn þar hét Gamalíel Jónsson, kallaður Gamli. Var kotið í hans tíð nefnt Gamlakot. Dysjakotsvöllur nefndist þríhyrnd spilda, sem fylgdi kotinu. Í tíð Gamla var einnig farið að kalla hana Gamlakotsvöll. Gamlakot og Gamlakotsvöllur er nú komið í tún. […] Ekki er kotið merkt inn á Túnakortið árið 1918 enda hefur það verið komið í eyði fyrir þann tíma. Þar virðist þó mega sjá garðinn miðja vegu milli Dysja og Pálshúsa.
„Á Túnakorti 1918 sést ferhyrndur garður þar sem Gamlakot á að hafa verið í Dysjatúni, þ.e. miðja vegu milli Dysjabæja og Pálshúsa en samkvæmt Örnefnalýsingu 1958 er kálgarður þar sem kotið var áður […] Í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Gamlakotsgerði: „Svo var lítið gerði kallað kringum kotið, nú flöt.“ […] Garðurinn var skrásettur við Fornleifaskráningu 1984,“ segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.
Heimildir:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning á Garðaholti 2003.