Nefvörður

„Nefvörður“ hafa jafnan valdið ferðalöngum um fornar þjóðleiðir töluverðum vangavöltum.
Nefvarða við Gamla ÞingvallaveginnVörðurnar þær eru hins vegar ekki svo flókið fyrirbæri að ástæða sé að velta vöngum yfir þeim.
Í Tilskipun Danakonungs, Kristjáns VII, 29. apríl 1776 um „Frumvarp til tilskipunar um vegina á Íslandi“ segir í 14. gr.:
„Á öllum þeim fjallvegum, sem ferðamenn eru vanir að fara á vetrardag. skal hlaða vörður, og skal einnig gjöra sæluhús, þar sem yfirvaldi þykir þörf á. Eiga vörðurnar að vera, þegar því verður við komið, svo nálægt hver annari, að tvær að minnsta kosti sjáist í einu, þegar þoka er yfir; skal þar að auki á hverri vörðu vera gjörður stallur eða annað merki á þeirri hlíð, sem snýr til norðurs, ferðamönnum til leíðbeiningar.“
Af framangreindri ástæðu eru enn til vörður hér á landi er hlaðnar voru í kjölfar tilskipunarinnar.  Slík vörðugerð náði hámarki með heimsókn Danakonungs árið 1907, en lagðist síðan smám saman af, einkum í kjölfar bílvæðingarinnar…

Skipsstígur

Nefvarða við Skipsstíg.