Álfasteinn við Hótel Loftleiðir – skilti
Austan við Hótel Loftleiðir (Hótel Reykjavík Natura) í Vatnsmýrinni er skilti, sem á stendur eftirfarandi:
„Tilvist Álfasteinsins má rekja til árdaga Icelanair Hótels Reykjavík Natura, sem þá hét Hótel Loftleiðir. Sagan segir að þegar reynt var að hrófla við álfasteininum á sínum tíma var snarlega hætt við vegna vandræða sem upp komu í kjölfarið. Alþekkt er að álfar og huldufólk gefi ekki eftir heimkynni sín mótþróalaust og hefur mannfólikið ítrekað þurft að láta í minni pokann fyrir þeim. Mælt er með því að þeir sem vilja heimsækja álfana færi gestgjafanum blóm sem tákn um vináttu, setjist á steininn og klappi honum, ef vel liggur á þeim gætu þið átt ánægjulegt samtal.“
Árið 1962 ákváðu Loftleiðir að reisa byggingu fyrir aðalskrifstofur félagsins og fengu til þess lóð við Reykjavíkurflugvöll. Jafnframt var ákveðið að reisa þar flugstöð.
Flutt var inn í skrifstofurnar fyrri hluta sumars 1964. Þá var búið að steypa undirstöður og kjallara fyrir nýju flugstöðina.
Byggingarframkvæmdir hótelsins hófust um miðjan janúar 1965. Fyrstu gestir Hótels Loftleiða komu 29. apríl 1966 en það voru hjónin Marie Louise og Björn
Stenstrup. Björn að aðalumboðsmaður Loftleiða í Svíþjóð. Þann 30. apríl buðu Loftleiðir 800-900 gestum til opnunarhátíðar í nýja hótelinu.
Hinn 11. apríl 1970 hófust svo framkvæmdir við hina nýju álmu, eftir að samningar höfðu verið undirritaðir milli Loftleiða og verktakanna. Fyrstu gestirnir í nýju álmunni gistu þar 1. maí ári seinna.
Allt frá árinu 1971 hafa stöðugar breytingar og endurbætur átt sér stað á hótelinu. Þeim stærstu og umfangsmestu ásamt nafnbreytingu lauk árið 2011. Byggingar af þessu tagi þurfa sífellt að endurnýja sig til þess að fylgja gangi tímans og tískunni. Hótel Reykjavík Natura, eins og hótelið heitir nú, er eitt af glæsilegustu hótelum landsins.
Heimild m.a.:
-E. Aspelund.