Þingvellir

Síra Guðmundur Einarsson skrifar um “Alin-málsteininn á Þingvöllum” í Dagrenningu árið 1946. Steinn þessi stendur fyrir sjónum manna framan við dyr Þingvallakirkju.

Þingvellir

Alin-málssteinninn. Síra Guðmundur við steininn.

“Steinn nokkur allstór stendur fyrir framan dyrnar á Þingvallakirkju, sem mér var sagt, þegar ég kom sem prestur til Þingvalla, að á væri alinmál Íslendinga til forma, og þar sem ég sá,- að þverskorur nokkrar höfðu verið höggnar á steininn, þá taldi ég víst, að þetta væri fyrsta alinmál Íslendinga og löggilt mál þeirra. Þegar ég lagði framhandlegg á steininn frá neðstu skoru til fimmtu, sem allar voru greinilega höggnar, þá kom í ljós, að það var sama og framhandleggurinn frá olnboga til fingurgóms; það staðfesti mér þann orðróm, sem fylgdi steini þessum, og leit ég því svo á stein þennan, að hann væri ein af dýrmætustu eignum Íslendinga og einn merkasti forngripur þeirra.
Nú sé ég, í nýútkominni bók eftir fornminjavörðinn, Matthías Þórðarson, sem hann nefnir „Þingvöllur, Alþingisstaðurinn forni”, að hann efast um að steinn þessi sé alinmálið forna, og jafnvel að skorurnar, sem hann nefnir „rákir”, hafi verið höggnar af mönnum, heldur séu þannig gerðar af náttúrunni. Hann segir svo: „Yfirleitt er það að segja um álnarmál eða stikumál á steini eða steinum við kirkju á Þingvöllum, að ekki er líklegt, að það hafi nokkru sinni verið til.”
Manni verður fyrst á, að hugsa og spyrja, hvernig mældu landsmenn vaðmál sín í „bændakirkjugarði” á Þingvöllum, þegar þeir greiddu gjöld sín með þessari vöru, ef ekkert alinmál var til, sem hægt væri að byggja á sem löglegu máli?

Þingvellir

Alin-málasteinninn framan við Þingvallakirkju.

Til þess að athuga og mæla steininn, eða bilið milli skoranna, var ég staddur á Þingvöllum 22. júní 1946 og hjálpaði síra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki mér til þess að mæla það, eins nákvæmlega og hægt var. Á austurhlið steinsins, þeirri sem snýr að kirkjudyrum eru greinilega höggnar 5 skorur, með mismunandi millibili og litlu ofar á steininum, er sjötta skoran, sem þó virðist fremur vera boruð í steininn, eða gerð með þremur holum, en að hún sé höggvin, og enn ofar, næstum efst á steininum, er sjöunda skoran gerð á svipaðan hátt og sjötta skoran, og virðast þær báðar gerðar síðar en 5 neðri skorurnar, en allar eru þær gerðar þversum á steininn og engin nær yfir alla breidd hans. Skorunar hafa viðrast gegnum aldirnar og því lítt mögulegt að mæla millibilin milli þeirra, svo að nákvæmt sé, en nærri því sanna er hægt að fara. Millibilin milli skoranna frá þeirri neðstu til þeirrar efstu mældust okkur þannig; 7; 11; 19; 10, 5 og 43 sentimetrar. Bilið milli neðstu skoranna fimm voru 47 sentim. samtals; frá neðstu til 6. skoru 52 sm, og frá neðstu skoru til 7. voru 95 sm. (2 19/16; 4 3/16; 7 6/10; 3 13/16 danskir þumlungar eða samtals 18 þumlungar frá 1.—5. skoru, en frá neðstu til efstu skoru ca. 36 1/3 d. þuml.) í bók Matthíasar Þórðarsonar fornminjavarðar segir svo á bls. 270: „Í safni Sigurðar Guðmundssonar til Þingvallalýsingar er teikning eftir hann af steininum, sem nú er fyrir framan kirkjuna. Eru rákirnar 6 og bilin milli þeirra talið frá neðstu, 2″ 9′”, 4″ 3′”, 7″, 3″ 6″‘ og 2″ 6′”. Samkvæmt Skýrslu um Forngripasafnið I bls. 117 hefir hann álitið, að þeir 17″ og 6′” (þ. e. 17 1/2 þuml.), sem eru samkvæmt teikningu hans milli neðstu og næst efstu rákar, merktu hina fornu alin, en ekki virðist það vera rétt.”

Þingvellir

Alin-málssteinninn – letur.

Bilið milli 5 neðstu skoranna reyndist okkur 18 þuml. (47 sm), sem Sigurður Guðmundsson telur 17 1/2 þuml.; frá neðstu til 6. skoru reyndist okkur 19 7/8 en Sigurður telur það 20 þuml.; bilið milli 5. og 6. skoru mældist honum 2 1/2 þuml. en okkur aðeins 1 7/8 þuml. (5 sm).

Þinfvallakirkja

Þingvallakirkja – mælisteinninn innar.

Það virðist létt, að 5 neðri skorurnar eigi að sýna hina elstu alin á landi hér, eins og Sigurður Guðmundsson hélt fram, það sést af því, að þessar skorur hafa verið höggnar og eru eldri en hinar tvær. Eftir rannsóknum B. M. Ólsen (sbr. Árbók Fornleifafélagsins 1910 bls. 1—27) var hin „elzta alin”, hin náttúrlega öln, lengd framhandleggsins frá olnboga til langafingúrgóms, 47 sm (18 d. þuml.), eins og okkur mældist þessi alin á steininum.

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

En snemma varð það siður, þegar vaðmál voru mæld, að þumalbreidd var bætt við hverja alin, til þess að tryggja það að vel væri mælt, því ef teygt var á vaðmáli gat það orðið of stutt ef engu var bætt við alinina. Þessi viðbót mun hafa verið 2 til 2 7/2 sm (0,79—0,96 d. þ.). Minn þumalfingur um naglrót er ‘2,4 sm, svo viðbótin mun hafa verið nálægt því, 2—2 1/2 sm. Þetta virðist svo hafa verið hin svonefnda „forna lögalin” (sbr. B. M. Ó. bls. 27), sem var notuð manna meðal, þótt ekki væri löggilt. En svo þegar tímar liðu, og þessi mæling á alin var orðin að fastri venju, virðast menn enn hafa viljað fá nýja viðbót, og þessi alin verið svo nefnd „þumalalin”. í Grágás ((Havnia I bls. 500) stendur: „Vararfeldur fyrir II aura, sa er fiogörra þumalalna er langr, en II breiðr,” sem sýnir að þumalalin er hér skoðað sem fast lögákveðið mál, sem allir þekkja, en það var því aðeins löggilt mál, að einhverstaðar væri það afmarkað og þá sérstaklega á alinmál-steininum forna á Þingvöllum, sem notaður var við mælingu vaðmáls, lérefta og klæða, enda voru vaðmálin aðalgjaldmiðill landsmanna til forna.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Þegar þessi þumalalin hefir verið löggilt á Þingvöllum hefir 6. skorunni verið bætt við á steininn, til þess að sýna þetta nýlögákveðna mál, þumalalinina, sem í raun og veru var alin og tveir þumlungar, 52 sm (19 7/8 d. þuml.).
Um 1200 kemur svo nýtt mál til sögunnar, sem nefnt var stika, en hún var 2 álnir. En hvaða álnir hún var miðuð við er ekki víst, hvort það var „elzta alin”, „forn alin” eða „þumalalin”, en þar eð talað er um að „stikan” skuli vera uppbætt 1 þuml., fingurbreidd, fyrir hverja stiku, getur naumast verið um þumalalin að ræða. B. M. Ólsen telur í Árb. Fornl.fél. 1910 bls. 27 að það hafi verið „forn alin”, sem var lögð til grundvallar fyrir stikunni, hún hafi verið 2 „fornar álnir” ca. 98,28 sm, eða 37,58 d. þuml. En hin „forna alin” virðist aldrei hafa verið lögfest, en aðeins sá siður við mælingu vaðmála, að bregða fingri fyrir framan hverja alin og mæla svo alin frá hinni hlið fingursins, en þá getur ekki verið átt við þessa svonefndu „fornu alin”, heldur hina lögfestu, elztu alin, sem var 47 sm eða 18 d. þuml., stikan hefir þá átt að vera 94 sm eða 36 d. þuml.

Þingvallakirkja

Þingvallakirkja – alinsteinnin sést framan við kirkjuna.

Á alinmálsteininn á Þingvöllum er 7. skoran mörkuð með holum, eins og 6. skoran, en milli þeirra eru 43 sm, en frá neðstu skorunni til 7. skoru mældist mér 95 ,sm, en þessi stika er þá ca. 1 sm lengri en 2 álnir, sem stafar af því að bilið milli 5. og 6. skoru var ¥2—1 sm of langt, eða ég hef rnælt of djarft, að mæla frá miðri neðstu skoru til miðrar 7. skoru, eða hvortveggja valdið bilinu, of langt bilið milli 5. og 6. skoru og ég mælt full stranglega.
Tel ég því vafalítið að þessi 7. skora hafi átt að sýna stikuna, svo á steini þessum sjáist greinilega öll þau alinmál, sem lögfest vóru á íslandi frá byrjun þinghalds til loka 16. aldar, að Hamborgaralinin kom til sögunnar.

Þingvellir

Þingvellir 1906 – Ásgrímur Jónsson.

Hvort stikumálið hafi verið löggilt hér til samræmis við enska málið „yard”, eins og Jón Sigurðsson hélt, þá er það vafasamt, en þegar þess er gætt, að skotska alinmálið var rúmlega 36 d. þuml. eða sama og tvær „elztu álnirnar” íslenzku, þá væri eðlilegt, að hugsa sér, að stikan ísl, ætti fremur þaðan uppruna sinn, enn frá enska „yardinum”, sem var 2,72 sm styttri en 2 „elztu álnirnar” íslenzku.
Stikan var bara 2 ísl. álnir, en skotska málið sannar það, að frumalinin á Norðurlöndum var 47 sm eða 18 d. þuml., en stikan ísl. og mál Skota, yard þeirra, var 94—95 sm, Skota 94,4, en ísl. ca. 95 sm. Ég tel því sennilegast, að alinmál það, sem landnámsmenn fluttu með sér til landsins hafi verið, 47 sm. eða 18 d. þuml., en þá hafi sú alin verið bætt upp með einni þumalfingurbreidd þegar vaðmál og léreft var mælt eftir því.

Þingvellir

Þingvellir 1882.

Af þessu leiði ég það, að á steininum, sem er fyrir kirkjudyrum á Þingvöllum, séu merktar allar þær álnir, sem löggiltar voru á Íslandi frá landsbyggð og til loka 16. aldar og vóru þessar: 1.. að frumalin ísl. hafi verið 47 sm = 18 d. þuml., 2. að þumalalin ísl. hafi verið ca. 52 sm = 19 7/8 þuml. og 3. að stikan ísl. hafi verið ca. 95 sm = 36 1/3 d. þuml., en að „forn alin” hafi aldrei verið lögfest, heldur orðið að föstum vana í viðskiptum.

Þingvellir

Þingvellir.

Hvað lýsingu Ch. Theilmanns snertir á steini þessum og teikningu hans af honum, er ekki auðvelt að átta sig á eftir frásögn fornminjavarðar á bls. 270 í „Þingvöllur, Alþingisstaðurinn forni”, því þar segir svo eftir Ch. Theilmann: „að ekki hafi þá (um 1820) verið litið svo á, að rákirnar á honum hafi táknað neitt mál, heldur lárétt lægð er var yfir framhlið hans um 1 1/4 alin að lengd.”
Theilmann rannsakar ekkert skorurnar og millibilin milli þeirra, en þessi 1 1/4 alin langa lárétta lægð, sem hann talar um, er ekki til á þeirri hlið, sem skorurnar eru á, en hvaða hlið steinsins er nefnd „framhlið” er ekki sagt frá, svo á þessari lýsingu er ekkert að græða. Allar skorurnar 7, sem enn sjást á steini þessum, á þeirri hlið, sem snýr mót austri, eru láréttar, nokkuð mislangar, en engin nær þvert yfir steininn, eða nálgast neitt það að vera 1 1/4 alin.

Þingvallakirkja

Þingvallakirkja um 1860.

Millibilið milli skoranna er mjög mismunandi, eins og áður segir, og hefir það sennilega valdið því, að steini þessum var minni gaumur gefinn en ella mundi, og að margir hafa efast um að á honum væri markað alinmálið forna, sem menn vissu um, að skiptist í 2 spannir og 24 þumlunga, og sumir máske haldið, að alinin hafi þá eins og nú skipst í 4 hluta, kvartil, en sú skipting þekktist ekki hér fyrr en Hamborgaralinin kom til sögunnar í lok 16. aldar.
Á stein var auðvitað ekki hægt að höggva út hvern þumlung fyrir sig, en spönn hefði mátt afmarka, en það hefir ekki verið gert. Aftur er hugsanlegt, að við neðsta bilið milli skoranna hafi átt að mælast 3 þuml. „meðalmanns í naglrótum”, 2. millibilið 5 þuml. og 3. millibilið 9 þuml., allt vel mælt, því þessi þrjú millibil eru samtals 37 sm, en B. M. Ólsen telur að 17 þuml. „meðalmanns í naglrótum” muni hafa verið forðum eins og nú rúmir 35 sm, en þá á síðasta millibilið milli 4. og 5.,  ekkert að þýða, aðeins verið afgangurinn.

II.

Þingvellir

Þingvellir 2023.

Alinmálin hafa verið mjög breytileg hjá þjóðunum og mismunandi hjá einni og sömu þjóð, en hjá flestum, eða öllum þjóðum, virðist frummæling hafa miðazt við framhandlegg, frá alboga til fingurgóms, eða spönn, sem alltaf er helmingur framhandleggsins, en þó virðist fetið hafa verið frumeining nokkurra þjóða, eða að spönn og fet hafi verið tekið jafngilt mál, að minnsta kosti er fram liðu stundir, svo fetið varð að lokum aðal mælikvarðinn, og svo tvöfaldaður orðið lögfesti málkvarðinn, alinin.
Elztu þekktu alinmálin eru hjá Assýríumönnum, Ísraelsmönnum og Egyptum. En þó alinmál Assyríumanna séu enn til, þá er ekki alveg víst hvernig alinmál þeirra varð til, hvort spönn eða fet var frummælingin. Það er aftur talið víst að Ísraelsmenn hati skipt sinni alin í 2 spannir og 24 þumlunga eins og vér Íslendingar gerðum til forna.
Alinmál Ísraelsmanna er talið að hafi verið 48,39 sm, en það er, að kalla, sama og alinmál Egypta, sem var 48,42 sm. Spönnin hefir þá verið ca. 24,195 sm. Nú virðast fræðimenn líta svo á, að alinmál þessara þjóða eigi uppruna sinn frá Assyríumönnum, en þeir hafi lagt fetið til grundvallar sínu alinmáli, því það er víst, að alinmál þeirra í sögutíð var 52,5 sm, næstum því sama og þumalalin á álnarsteininum á Þingvöllum.

Þingvellir

Þingvellir 1867.

Fetið í þessari alin Assýríumanna hefir verið nálega sama og B. M. Ólsen hefir fundið, að er meðalfet Íslendinga og reyndist vera 26,5 sm (Arb. Fornl. 1910 bls. 14), því fet Assýríumanna var 26,25 sm. Til er forn málstokkur Assýríumanna, á knjám styttunnar í Telló. Honum var skipt í 16 jafna parta, og er talið, að þessi málstokkur, sem var nálega 31,5 sm að lengd, hafi verið Ys úr alin, sem er rétt, að því leyti, að 31,5 sm eru 3/5 af 52,5 sm, en þá hefði alinmál þeirra átt að skiptast í 27 parta, eða þumlunga, en hver þuml. ca. 1,95 sm og spönnin ca. 23,4 sm. Hitt er þó sennilegra, að þessi málstokkur sé 2/3 af fornri alin þeirra og hún hafi verið 47,25 sm, sama að kalla, og elzta alin Íslendinga (sbr. B. M. Ólsen Árb. Fornl. 1910 bls. 24 og mælingu mína á alinmálssteininum á Þingvöllum).

Þingvellir

Þingvellir 1882. Steinninn sést fyrir framan kirkjuna.

Vera má þó, að þessi málstokkur Assýríumanna hafi verið fullt alinmál þeirra, en þá hefir því verið skipt í 16 parta, eins og Grikkja, Rómverja, Þjóðverja og jafnvel Englendinga var skipt til forna (sbr. cubitus Rómverja og Englendinga).
Sé aftur hitt rétt til getið, að alinmáli Assýríumanna hafi verið skipt í 24 parta, eða þuml., hafa verið tvö alinmál í Assýríu, hið eldra 47,25 sm og sú alin miðuð við spönn, og síðari alinin 52,5 sm og hún miðuð við fet.
En það sem sérstaklega vekur athygli, þegar rannsökuð eru alinmál þjóðanna er þetta, að það virðist sem Íslendingar og Ísraelsmenn séu þær einu þjóðir, sem skiptu alinmáli sínu á sama hátt, í 24 þuml. Ísraelsmenn skiptu alin sinni þannig: í 2 spannir, 6 þverhendur og 24 þuml. Íslendingar skiptu sinni alin í 2 spannir og 24 þuml., og þverhönd var líka notuð sem mál hjá þeim, því í sögu Guðmundar góða getur um konu, sem þrútnaði um kviðinn, svo að hún var 3 álnir og þverhandar digur (sbr. Árb. Fornl. 1910 bls. 13 neðanmáls), mun þá þverhönd eiga að jafngilda 1/6 hluta úr alin.

Þingvellir

Þingvallakirkja eftir 1930. Mælisteinninn er á myndinni framan við kirkjuna.

Hjá Ísraelsmönnum var til lengdarmál, sem þeir nefndu „gomed” og giskað er á, að það sé sama og 2 álnir, eða „stika” á íslenzku; en það er vafasamt að „gomed” hafi táknað tvær álnir, eða verið sama og forn „stika.”
Að alinmál Ísraelsmanna og Íslendinga, eða Norðmanna, hafi verið svo lík, eins og raun ber vitni um, er ekki neitt merkilegt, ef Ísraelsmenn hafa fluttst til Norðurlanda og tekið sér bólfestu þar, eins og fjöldi sagnfræðinga er nú farinn að álíta að verið hafi, því þá hafa þeir flutt með sér lengdarmál sitt, eins og þeir notuðu það um 700 árum f. Kr. austur í Asíu, og það síðan orðið að föstu alinmáli í Noregi og Íslandi til forna.”
-Guðm. Einarsson.

Heimild:
-Dagrenning, 3. tbl. 01.08.1946, Alinmál-steinninn á Þingvöllum, síra Guðmundur Einarsson, bls. 22-26.

Þingvellir

Þingvellir. Alin-málssteininn sést framan við kirkjuna.