Teigur – Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir
Í skýrslu um „Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð“ frá árinu 2018 eru teknar saman upplýsingar um hús í hverfinu. Um sambyggðu húsin Klöpp og Teig segir: „Teigur var byggt 1934. Fyrstu eigendur voru Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir. Um er að ræða metnaðarfullt steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar. Það er lítið breytt og […]