Entries by Ómar

Herdísarvík – Stakkavík

Gengið var um Herdísarvík. Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í […]

Selvogsgata – Kerlingarskarð – Hlíðarvegur – Hlíð

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi, upp Kerlingarskarð og áfram niður Hlíðarveg, um Hlíðarskarð og niður að Hlíð við Hlíðarvatn. Skammt ofan Bláfjallavegar greinist Selvogsgatan. Annars vegar liggur hún áfram áleiðis upp að Kerlingarskarði og hins vegar til vinstri, áleiðis að Grindarskörðum. Síðarnefnda leiðin hefur lítið verið farin í seinni tíð, en þá leið var […]

Hópsnes – Þórkötlustaðanes – Klöpp – Sloki – fiskigarðar

Gengið var um Hópsnes, framhjá Siggu, ofan við Bólu, framhjá Hópsnesvita (sem heitir í raun Þórkötlustaðaviti því landamerkin eru í fjörlægan stein u.þ.b. 60 metrum vestan hans), um Þórkötlustaðanesið, um Strýthólahraun, framhjá Leiftrunarhól, ofan við Þórkötlustaðabótina, yfir Kónga, neðan Buðlungu, inn á Klappartúnið, upp á Sloka og að landamerkjum Hrauns nyrst í Slokahrauni. Róleg ganga […]

Kaldárhraun og Gjárnar – friðlýsing

Á vef Umhverfisstofnunar má lesa eftirfarndi um friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjárna, þ.m.t. Lambagjá. Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda helluhraunsmyndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli. Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, […]

Kolagrafir II

Viðarkol eru unnin úr viði sem settur er í kolagröf, kveikt í og hún byrgð með torfi þannig að loft komst ekki að viðnum. Þetta var látið krauma í þrjá til fjóra daga. Viðarkolin voru nauðsynlegt eldsneyti í smiðjum og til rauðablásturs. Viðarkol eru notuð í svart púður. Á Íslandi var áður fyrr algengast að […]

Grindavíkurvegurinn – vegavinnubúðir 1913-1918

Umhverfi Grindavíkurvegarins er miklu meira en bara hraun og gamburmosi eða fjöll og gufustrókar tilsýndar. Á leið um veginn, frá gatnamótum Reykjanesbrautar til Grindavíkur, er fjölmargt að sjá um aðdraganda hans – ef vel er að gáð. Áður fyrr, reyndar um árþúsund, voru helstu samgönguæðar til Grindavíkur um Skógfellaveg frá Vogum, Skipsstíg og Árnastíg frá Njarðvíkum og […]

Krýsuvík – Benedikt Elínbergsson

Benedikt Elínbergsson (09.09.1941) var í Vinnuskólanum í Krýsuvík á árunum 1953-’54. „Í þá daga fóru drengirnir heim á föstudögum og sneru aftur til vinnu á mánudögum. Síðar breyttist það í að drengirnir voru tvær vikur í senn í Krýsuvík, en fengu þá helgarfrí. Eyjólfur Guðmundsson og Snorri Jónsson, kennarar, veittu Vinnuskólanum forstöðu í fyrstu. Þeim […]

Hamarskot

Bær í byrjun aldar – Magnús Jónsson skrifaði bók, „Bær í byrjun aldar„, og gaf út handskrifaða, á eigin kostnað, árið 1967. Í henni fjallar hann m.a. um nánast alla íbúa sem og hús og bæi í Hafnarfirði árið 1902. Um Hamarskot segir hann: „Hamarskot; nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot […]

Þórukot og Þóruklöpp

Þórukot var bær á holtinu ofan Litla-Hamars skammt frá Mýrarhúsum og Holti, norðan Ófriðarstaða (Jófríðarstaða). Norðan Þórukots var myndarlegur grjótgarður er afmarkaði umdæmið. Bærinn stóð skammt vestar þar sem [fyrrverandi] leikskóli austan St. Jósepsspítala var [áður en hann var rifinn]. Þjóðsaga var skráð á landi Þórukots. Tengist hún svonefndri „Þóruklöpp“, sem var innan nefnds túngarðs […]

Krýsuvík – á móti sólu; Helga Stefánsdóttir

Í MS-ritgerð Helgu Stefánsdóttur, „Krýsuvík – á móti sólu„, frá Landbúnaðarháskóla Íslands er m.a. fjallað um sögu Krýsuvíkur: „Gjóskulagarannsóknir sýna að Krýsuvík hefur verið í byggð allt frá landnámsöld. Samkvæmt Landnámu var jörðin hluti af landnámi Þóris haustmyrkurs Vígbjóðssonar. Krýsuvíkurjörðin var snemma talin til stórbýla vegna mikilla landgæða, sjávarfangs og hlunninda, t.d. eggjatekju, trjáreka og […]