Entries by Ómar

Löggarðar (hagagarðar – merkigarðar) – Jón Jónsson

“Landbúnaðurinn hefir hér á Íslandi mikið til þrætt sömu sporin í 900 ár að því er búnaðarhætti snertir. Er það að vísu óræktur vottur um tryggð og fastheldni vor Ísendinga við gamlar venjur og væri að sönnu allrar virðingar vert, ef vér hefðum eigi jafnframt fellt niður aðal-búmannskostina; atorkuna og dugnaðinn. Slægjulöndin skiftust þá eins […]

Aðgengilegur Sagnagrunnur

„Sagnagrunnurinn“ ágæti er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands. Vinna við skráningu hófst árið 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þessi útgáfa (frá 2014) er afrakstur mikilla endurbóta og kortlagningar á gagnagrunninum sem unnið var sem meistaraverkefni Trausta Dagssonar í hagnýtri þjóðfræði. Um er að ræða yfirgripsmikið kort […]

Álagablettir og álfabyggðir

Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifaði um „Álagabletti og álfabyggðir – Bönn og boðskap“ í Smárit Byggðasafns Skagfirðinga XIX árið 2016: „Ætlunin var að taka saman upplýsingar um þekkta álagabletti, sem hafa gengið undir því heiti. Fljótlega kom í ljós að erfitt er að fjalla um álagabletti án þess að fjalla um huldufólksbyggðir, þar sem slíkir […]

Ás – Hellishraunsskjól – eyðilegging I

Þegar FERLIR skoðaði Hellishraunsskjólið í Dalnum norðan Hamraness 23. febrúar 2023 kom í ljós að því hafði verið rústað með stórvirkum vinnuvélum – svo vel að ekki var einn einasti sentimeter eftir af þessu fyrrum fjárskjóli frá Ási. Ekki er minnst á fjárskjólið í örnefnalýsingu Ara Gíslansonar fyrir Ás. Þar segir einungis: „Þá fer að […]

Litli-Rauðimelur „lifir“

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði er m.a. getið um Stóra- og Litla-Rauðamel. Þar segir: „Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan samin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til […]

Seltjarnarnes – örnefni

Kjartan Einarsson, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi, gerði örnefnalýsingu fyrir Seltjarnarnes. hann er fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1914, en fluttis að Bakka á Seltjanarnesi í október 1914 og átti þar heim atil 1961. Hann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi síðan. Kona hans, Unnur Óladóttir, er fædd og uppalin á Nesi…

Ísólfsskáli – örnefni

Ari Gíslason skráði örnefni á Ísólfsskála í Grindavík. Heimildarmaður hans var Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Ísólfsskála. Þá skráði Loftur Jónsson örnefni á Ísólfsskála. Framangreind örnefni hafa verið færð inna á meðfylgjandi loftmynd. Fyrir botni Hraunsvíkur er fjallið Festi. Í áberandi stuðlabergsgangi austarlega í fjallinu eru landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Heitir þar Festin. Þaðan eru merkin í móbergsstrýtur […]

Hraun – örnefni

Ari Gíslason skráði örnefni á Hrauni við Grindavík. Heimildarmenn hans voru Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni og ennfremur um hluta af landinu, Guðmundur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála. Auk þess skráði Loftur Jónsson örnefni á jörðinni Hrauni. Haun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur […]

Hóp – örnefni

Ari Gíslason skráði örnefni í Hópslandi eftir feðgunum á Hópi í Grindavík. Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þorkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í […]

Húsatóptir – örnefni

Ari Gíslason skráðði upphaflega örnefni Húsatópta í Grindavík samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840. Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við […]