Entries by Ómar

Hrauntún – Skógarkot

Það var grenjandi lárétt rigning í bænum þegar lagt var af stað. Þegar komið var á Þingvelli skein sólin á Þingvallahraunið og nálæg fjöll. Frábært veður. Ætlunin var að ganga í Hrauntún og Skógarkot frá þjónustumiðstöðinni að Skógarkoti og rifja upp búsetusögu og mannlíf á svæðinu fyrr á öldum sem og náttúrufarið. Í Skógarkoti eru […]

Pattersson-vallarsvæðið – lífsstöðugrjót

Haldið var út á Pattersonflugvallasvæðið ofan við Njarðvík. Girðingin, sem einhverju sinni hefur umlukið vallarsvæðið, er horfin og standa staurarnir einir eftir. Skammt fyrir innan “girðinguna”, í jarðri vallarins skammt frá þjóðveginum út að Höfnum, er ruðningur með móbergsmolum, misjafnlega stórum. Móbergið er set, sem hefur þjappast saman undir þrýstingi. Þegar setið er brotið koma […]

Grindarskörð – Selvogsgata – Hlíð

“Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni. Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, […]

Geitahlíð – Fagridalur

Gengið var frá Herdísarvíkuvegi að Geitahlíð og síðan áfram norður með henni að Vegghömrum. Hamrabeltið er bæði fagurt og skjólsælt. Grösugt er undir veggjunum, en hvergi bar á minjum eða tóftum. Þegar yfir hálsinn norðan Vegghamars var komið tóku við “tunglummyndað” umhverfi. Þangað komu t.a.m. til æfinga fyrstu bandarísku geimfararnir er stigu fæti á tunglið […]

Þingvellir – Almannagjá – Lögberg

Lagt var af stað frá Hakinu þar sem horft var yfir Þingvelli og Almannagjá. Leiðin lá niður gjána með viðkomu að Lögbergi, tóftum þingmannabúða, Drekkingarhyl, Öxarárfossi og Langastíg. Ætlunin var að nota tækifærið í góða veðrinu og rifja upp umhverfislýsingar frá fyrri tíð á þessum helgasta stað íslensku þjóðarinnar. Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur […]

Kapella í Kapelluhrauni – Þorbjarnarstaðir

Gengið var að „kappellunni“, sem eitt sinn átti að hafa verið í Kapelluhrauni, Brunanum eða Nýjahrauni, eins og hraunið var nefnt eftir að það rann seint á 12. öld (1188). Við „kapelluna“ er merki er segir til að þarna sé um friðlýstar fornminjar að ræða. Kristján Eldjárn, ásamt fleirum, gerði rannsókn á kapellunni í Kapelluhrauni […]

Fjárborg í Urriðakotshrauni – sauðahellir

Mikil leit hafði verið gerð að Vífilstaðafjárborginni. Misvísandi upplýsingar voru um staðsetningu hennar og var jafnvel talið að hún hefði farið undir nýja veginn í gegnum Heiðmörk vestan Vífilstaðahlíðar. En nú er hún fundin – á ólíklegasta stað. Um er að ræða hlaðnar tvískiptar tóttir auk fjárborgarinnar. Augljóst er að grjót hefur verið tekið úr […]

Stóra-Vatnsleysa – Flekkuvík

Tekið var hús á Sæmundi bónda á Stóru-Vatnsleysu. Hann var úti við þegar FERLIR bar að garði, enda hitinn yfir 20°C. Sól skein bæði í heiði og á bæ. Byrjað var að skoða letursteininn á túninu sunnan við bæinn. Á honum eru klappaðir stafirnir GI og koma þeir saman með krossmarki að ofanverðu. Til hliðar, […]

Selvogsgata – Lækjarbotnar – Setbergshlíð

Gengin var Selvogsgata upp frá Lækjarbotnum og áfram áleiðis upp með Setbergshlíð. Komið var að stíflu vatnsveitunnar í Lækjabotnum og kíkt á hleðslur undan húsinu, sem þar var yfir “vatnsuppsprettunni” nyrst undi Gráhelluhrauni. Enn má sjá leifar gömlu tréleiðslunnar í tjörnunum ofan við stífluna. Andarpar lá við annan bakkann með höfuð undir vængum. Lúpínan er […]

Krýsuvík – Seltúnssel – Grjóthólsrétt (Gráhólsrétt) – Arnarfellsrétt

Gengið var frá Seltúni að tóftum bæjarins Fells skammt sunnan Grænavatns. Nafnið Seltún bendir til selstöðu frá einhverjum Krýsuvíkurbæjanna, en hvergi er hægt að greina ummerki eftir það svo glögglega megi teljast. Lítil tóft er á gróinni skák nálægt hverasvæðinu, en hún gæti einnig hafa verið eftir námumenn, sem unnu brennistein á svæðinu á 19. […]