Entries by Ómar

Kúluhattshellar – ný rás

Gengið var frá Geitafelli á móts við Stórahvamm. Þaðan voru 3.4 km upp í “Kúluhattshella” ofan við Guðrúnarbotna í Heiðinni há. Ætlunin var að skoða þá betur. Svarta þoka var á svæðinu svo varla sást út úr augum. Auk þess var stormur af suðaustan. Einhver hefði ekki talið þetta árennilegt, en FERLIR, sem er vant […]

Borgarskörð – Bjössabólur

Gengið var frá Hlíðarskarði til austurs undir Katlabrekkunum að Borgarskörðum. Undir skörðunum fundust fljótlega tvær rústir í skjóli við stóran klett. Önnur rústin snéri til vesturs, en hin til suðurs. Svo virtist sem þarna hafi verið beitarhús, líklega frá Hlíð. Skammt sunnan rústanna lá gömul gata niður heiðina úr austri og áfram áleiðis vestur að […]

Fjárskjólshraunshellar

Neðsti hluti Bálkahellis hefur verið mældur. Hellirinn er nánast flatur, eða með um 1-2° halla og mæld lengd var um 220m. Að því loknu var gengið sem leið lá, beint frá Bálkahelli, niður að sjó, en á þeirri leið fundust engin op. En þegar fari var að skoða hraunstraumana austan við Bálkahelli, allt frá strönd […]

Kerlingaskarð – brennisteinsnámur – Kistufellshellar

Gengið var upp Selvogsgötuna um Kerlingaskarð. Áður en komið var efst í skarðið var beygt til austurs að tótt brennisteinsmanna undir hlíðinni. Enn sést móta vel fyrir hleðslum umhverfis húsið, sem þar var. Efst í skarðinu var staðnæmst við drykkjarsteininn, sem er vinstra megin við stíginn. Skálin var full af tæru vatni. Ofan skarðsins var […]

Bjarnastaðaból – Vogsósasel

Gengið var að Hásteini þar sem Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður í Strandarkirkju, tók á móti þátttakendum. Með í för var einnig Guðmundur G. Þorsteinsson, hellafræðingur með meiru. Kristófer vísaði m.a. á Svarthól, sem er þarna vestan við Hástein (Hásteina). Undir Svarthól eiga að vera tóttir. Ætlunin var að skoða þær síðar. Þá lýsti Kristófer landamerkjum og […]

Selalda – meintur Gvendarhellir í Litlahrauni

Ekið var niður að Selöldu og steinbrúin skoðuð yfir Vestari-læk, fjárhúsin undir Strákum, bærinn á Fitjum og fjárhúsin, borgirnar sunnan við Eyri, tóttir bæjarins Eyri og gamla selið frá Krýsuvík þar undir austanverðri Selöldunni. Við skoðun á syðri fjárborginni kom í ljós að hún virðist vera meira en bara fjárborg. Vestan í henni eru tóttir […]

Hrossagjár – Kúluhattshellir

Gengið var frá Sandfelli eftir slóða, vestur yfir grassléttu, Þúfnavelli, austan Geitafells og áfram eftir slóðanum vestur með norðanverðu fjallinu. Norðan og ofan við Geitafell er gróið hraun og því auðvelt yfirferðar. Með í för var m.a. einn helsti hellafræðingur landsins. Þegar komið er upp á brúnina blasir Heiðin á við í vestri. Þegar komið […]

Lambafellshraun – Ólafsskarðsvegur

Gengið var til vesturs yfir Lambafellshraun af Þrengslavegi frá svonefndum Hrafnakletti á móts við Litla-Meitil í stefnu á Fjallið eina. Á milli þess og Heiðinnar há liggur Ólafsskarðsvegur norður með hlíðinni. Honum var fylgt spölkorn til suðurs með Kerlingahnúk, en síðan beygt af honum til suðvesturs og gengið inn í svonefnda Hrossahryggi.  Frá þjóðveginum inn […]

Sýslusteinn – Sláttudalur

Gengið var í þoku upp girðingaveg á mótum Árnessýslu og Gullbringusýslu við Sýslustein. Veður var að öðru leyti milt og hlýtt. Í miðri hraunhlíð var litið ofan í hraunketil, sem nefndur hefur verið Slóðaketill. Ofan í honum er um 6 metra gat virðist hraunrás liggja þar inn undir. Rás þessa þarf að skoða betur síðar. […]

Snorri I

Farið var aftur inn í hraunið austan Geitahlíðar til að leita að Snorra, jarðfalli sem upplýsingar höfðu fengist um að ætti að vera þar inni í hrauninu. Smali hafði gengið frá Vörðufelli í gegnum mosahraun, komið að grasbrekkum neðan við Melhóla og haldið áfram til suðvesturs að geilinni á Geitahlíð ofan við Sláttudal. Austan Geitahlíðar […]