Entries by Ómar

Gerði – Efri-Hellar – Hrauntungur

Gengið var frá Gerði eftir að stóttir gamla bæjarins höfðu verið skoðaðar sem og útihúsatóttir sunnan þeirra. Haldið var eftir Gerðisstíg til suðausturs að kanti Kapelluhrauns. Stígurinn hefur verið ruddur þar sem hann liggur inn í Selhraunið og áfram með hraunkantinum. Á leiðinni eru nokkur merki frá Byggðasafni Hafnarfjarðar er benda til fornminja. Má m.a. […]

Strandarhæð

Frá Gapinu var gömlu þjóðleiðinni fylgt þangað til komið var á móts við Strandarhelli. Hann er í norður frá götunni. Hellirinn er gamall fjárhellir, stærstur þeirra, í stóru fjarðfalli. Umhverfis jarðfallið hafa verið hlaðnar miklar hleðslur og umhverfis þær eru vítt hlaðið gerði. Þegar komið er ofan í gróið jarðfallið eru hleðslur fyrir hellismunnanum. Skammt […]

Reykjaneshringferð

Farið var í ferð um Reykjanesið frá Njarðvíkum til Grindavíkur undir leiðsögn Þorvaldar Arnar Árnasonar og Ægis Sigurðssonar. Ferðin var liður í námi leiðsögumannsefna um Reykjanesið. Byrjað var í Grófinni í Keflavík. Undir berginu að norðanverðu útskýrði Ægir bergið og myndun þess. Það er að mestu blágrýti og grágrýti. Þétt setlög liggja ofan á berginu. […]

Krýsuvík – Litlahraun – Bergsendar

Ekið var eftir slóða niður í Litlahraun og að Bergsendum, austast á Krýsuvíkurbjargi. “En það sólskin um mýrar og móa, merki vorsins um haga og tún, gróandi tún”. Áður hafði verið ekið framhjá tóttum “Gvendarhellis (Gvendarstekks)” suðvestast í hrauninu. Frá Bergsendum blasti neðsti hluti bergsins vestan Keflavíkur við. Gengið var eftir forna stígnum niður Endana […]

Stakkavíkurfjall – Nátthagi

Gengið var með Stakkavíkurfjalli að Náttahagaskarði, upp skarðið og inn með brún fjallsins. Þar er Stakkavíkurhellir í jarðfalli. Neðra opið er skammt fyrir ofan brúnina þar sem hallar undan til austurs að skarðinu. Hann er stór að neðan, en talsvert hrun er í honum. Efri rásin er mjórri og opnast í minna jarðfall skammt ofar. […]

Hólmur – Herdísarvík

Vegna mikillar aldursbreiddar í hópnum var ákveðið að nota vel hið frábæra veður og fara skemmtilegan hring og skoða það sem fyrir augu bæri. Í stað þess að fylgja FERLIR-323 upp á Þráinsskjöld var ákveðið að halda að Hólmi við Suðurlandsveg og líta á Hólmshelli í bæjartúninu. Norðan hans er forn stekkur og austan opsins […]

Kaldársel með Jóni Bergs

Farið var í fylgd Jóns Bergs um Álftanesið, Kaldársel, Vatnsleysuströnd og Grindavík. Jón er hafsjór fróðleiks, hvort sem um er að ræða jarðfræði, verkfræði, sögu, náttúru, landamerki eða annað. Skoðaður var Skjónasteinninn á Hliði og forn steinbrú yfir Skógtjörnina, frá Görðum að Bessastöðum. Jón sýndi fram á nytsemi blaðfífilsins, en hann, ásamt njólanum, var fluttir […]

Höskuldarvellir – Grænavatn

Á uppstigningardag gekk FERLIR um Trölladyngjusvæðið, eitt fallegasta útivistarsvæði landsins. Gengið var til suðurs austan Höskuldarvalla og upp í Sogagíg sunnan í Trölladyngju. Þar eru fyrir tóttir þriggja selja, m.a. frá Kálfatjörn, ein í miðjum gígnum, önnur með austanverðum gígnum og þriðja með honum norðanverðum. Hin síðarnefndu hafa verið nokkuð stór, a.m.k. telur norðurselið sex […]

Ólafsgjá – Þráinsskjöldur

Gengið var að Ólafsgjá þar sem Ólafur Þorleifsson frá Hlöðuneshverfi féll niður í þann 21. desember árið 1900 og fannst ekki fyrr en um 30 árum síðar (sjá nánar Frásagnir). Við gjána er myndarleg varða. Nefnd gjá er spölkorn ofan við Stóru-Aragjá, um 2.5 km austan núverandi Reykjanesbrautar. Neðar er Litla-Aragjá. Skammt vestan hennar eru […]

,

FERLIR – viðtal

Eftirfarandi viðtal var tekið við einn FERLIRsfélaga og birtist í hinu virta dagblaði Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum: Hvað er FERLIR? FERLIR er FErðahópur Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Í hópnum eru auk starfsmanna deildarinnar fleira fólk, s.s. úr sektardeild embættisins, almennu deild, útlendingaeftirliti og fleiri deildum, allt eftir áhuga hvers og eins sem og á hollri […]