Mosaskarðshellir

Gengið var með Stakkavíkurfjalli að Náttahagaskarði, upp skarðið og inn með brún fjallsins.

Stakkavíkurhellir

Stakkavíkurhellir.

Þar er Stakkavíkurhellir í jarðfalli. Neðra opið er skammt fyrir ofan brúnina þar sem hallar undan til austurs að skarðinu. Hann er stór að neðan, en talsvert hrun er í honum. Efri rásin er mjórri og opnast í minna jarðfall skammt ofar. Úr því heldur mjó rás áfram til vesturs inn á hraunið, í átt að öðru Annars í aðventu. Fy opið er rétt innan við fjallsbrúnina á móti suðri. Báðum megin við það eru litlar vörður. Hrun er skammt fyrir innan innganginn. Annað opið er í litlu jarðfalli skammt norðar. Þar fyrir innan er heilleg og falleg hraunrás nokkurn spöl upp hraunið. Tvö önnur op eru á hraunrásinu ofar í hrauninu.

Nátthagi

Við op Nátthaga.

Í sömu stefnu enn ofar er Nátthagi, stærstur og fallegastur þessara hella. Neðra opi hans er í jarðfallið rétt neðan við hraunbrúnina, þar sem hún tekur að hækka. Gengið var upp eftir hra. Talsvert hraun er í hellinum og allnokkur ísing var á grjótinu. Stórkostleg litbrigði eru í hellinum og í miðri rásinni er fallegur flotsteinn. Þessi rás opnast í miklu jarðfalli nokkru ofar og heldur síðan áfram til norðurs, enn stærra en áður. Gengið var alllangt upp rásina uns komið var að þverrás.

Mosaskarð

Í Mosaskarði.

Ákveðið var að láta þarna staðar numið og koma aftur síðar með betri ljós því þarna er margt að skoða. Litið var á greni við brún Stakkavíkurfjalls. Skammt vestan þess fundu leiðangursmenn fallegan helli skammt ofan við brún fjallsins. Var hann nefndur Brúnahellir.

Þaðan var haldið áfram vestur með fjallinu og gengið niður Mosaskarð að Mosaskarðshelli. Sigið var ofan í hellinn og hann skoðaður, bæði upp og niður á við. Um mjög fallegan hellir er að ræða. Var greinilegt að þarna hafði enginn lifandi vera stigið fæti sínum á undan FERLIRsfólkinu. Hann var myndaður hátt og lágt.
Litið var á greni í Mosaskarði og síðan haldið niður að Draugatjörn og umhverfi hennar skoðað í lygnunni.
Frábært veður.

Nátthagi

Í Nátthaga.