Færslur

Mosaskarðshellir

Gengið var með Stakkavíkurfjalli að Náttahagaskarði, upp skarðið og inn með brún fjallsins.

Stakkavíkurhellir

Stakkavíkurhellir.

Þar er Stakkavíkurhellir í jarðfalli. Neðra opið er skammt fyrir ofan brúnina þar sem hallar undan til austurs að skarðinu. Hann er stór að neðan, en talsvert hrun er í honum. Efri rásin er mjórri og opnast í minna jarðfall skammt ofar. Úr því heldur mjó rás áfram til vesturs inn á hraunið, í átt að öðru Annars í aðventu. Fy opið er rétt innan við fjallsbrúnina á móti suðri. Báðum megin við það eru litlar vörður. Hrun er skammt fyrir innan innganginn. Annað opið er í litlu jarðfalli skammt norðar. Þar fyrir innan er heilleg og falleg hraunrás nokkurn spöl upp hraunið. Tvö önnur op eru á hraunrásinu ofar í hrauninu.

Nátthagi

Við op Nátthaga.

Í sömu stefnu enn ofar er Nátthagi, stærstur og fallegastur þessara hella. Neðra opi hans er í jarðfallið rétt neðan við hraunbrúnina, þar sem hún tekur að hækka. Gengið var upp eftir hra. Talsvert hraun er í hellinum og allnokkur ísing var á grjótinu. Stórkostleg litbrigði eru í hellinum og í miðri rásinni er fallegur flotsteinn. Þessi rás opnast í miklu jarðfalli nokkru ofar og heldur síðan áfram til norðurs, enn stærra en áður. Gengið var alllangt upp rásina uns komið var að þverrás.

Mosaskarð

Í Mosaskarði.

Ákveðið var að láta þarna staðar numið og koma aftur síðar með betri ljós því þarna er margt að skoða. Litið var á greni við brún Stakkavíkurfjalls. Skammt vestan þess fundu leiðangursmenn fallegan helli skammt ofan við brún fjallsins. Var hann nefndur Brúnahellir.

Þaðan var haldið áfram vestur með fjallinu og gengið niður Mosaskarð að Mosaskarðshelli. Sigið var ofan í hellinn og hann skoðaður, bæði upp og niður á við. Um mjög fallegan hellir er að ræða. Var greinilegt að þarna hafði enginn lifandi vera stigið fæti sínum á undan FERLIRsfólkinu. Hann var myndaður hátt og lágt.
Litið var á greni í Mosaskarði og síðan haldið niður að Draugatjörn og umhverfi hennar skoðað í lygnunni.
Frábært veður.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Sængurkonuhellir

Farið var með fulltrúum Hellarannsóknarfélagsins. Í för voru fjórir áhugasamir Ítalir, samtals 14 manns. Byrjað var að skoða holuna í Brunntorfum. Hún er um sex metra djúp. Innundir henni er skúti. Í honum var talsvert af drasli, s.s. nokkrir plastpokar og krossviðsferðataska.

Sængurkonuhelir

Sængurkonuhellir.

Þaðan var haldið í Tvíbollahraun. Neðan undir hlíðinni, vestan Kristjánsdala, rakst FERLIR fyrir skömmu á holu í hrauninu. Stigi var látinn síga niður, en dýpið var um 7-8 metrar. Kom í ljós að þarna var um op á fallegri hraunrás að ræða. Lá hún upp á við spölkorn til suðurs, en neðri hraunrásin var á tveimur hæðum. Var skriðið eftir rásunum, en þær enduðu eftir nokkra tugi metra.
Þá var haldið í “Sængurkonuhelli” á Klifshæð í Herdísarvíkurhrauni. Þar er jarðfall. Vestan í því er skúti, sem vel gæti verið svonefndur Sængurkonuhellir, sem lýst er í gamalli sögu. Þar á kona á leið á milli bæja að hafa alið barn.

Sængurkonuhellir

Hraunstrá í Sængurkonuhelli.

Í einni örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík (GS I) segir m.a.: “Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn. Niður frá Geitafellsendanum eystri lá stígur milli Krýsuvíkurhrauns eða Krýsuvíkurbruna og Herdísarvíkurbruna, neðan brunans austur í Brunna. Þótti hann betri en að fara um Háaklif. Neðrileið var hún nefnd.”

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir í Klifinu við Herdísarvíkurgötuna gömlu.

Í annarri örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík (GS-II) segir einnig: “Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.”
Þegar FERLIR var þarna á ferð nokkur áður, leitaði á Klifshæðinni og fann fyrst nefndan skúta lá ryðbrunnið emelerað vaskafat í honum – tákn um mannvistir. Kanturinn á nýrra hrauni er skammt ofan við jarðfallið, sem hellirinn er í.
Sunnan í jarðfallinu eru tvö op. Fyrir eystra opinu er steinn, en þegar inn fyrir hann kemur má sjá göng undir hraunið. Eftir m 30 metra þrengist hellirinn, en innan þrengingarinnar greinist hann í þrennt. Þar fyrir innan eru falleg hraunkerti og hraunstrá. Hæg er að fara inn í þessar rásir um gat á milli skútans og austasta opsins, en þþá þarf að skíða yfir lítið jarðfall. Framan við jarðfallið eru mannvistarleifar; m.a. hleðslur á tveimur stöðum.
Hinn þjóðsagnakenndi Sængurkonuhellir, sem nefndur er í örnefnalýsingum er í Klifinu skammt sunnar, eins og áður sagði.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli.

Loks var haldið í Mosaskarð. Þar í skarðinu er op uppi á hraunhól. Um 4 metrar eru niður í hraunrás í hólnum. Rásin liggur nokkra metra upp á við, en þegar haldið var niður á við var komið að, því er virtist, sendinni holu í gólfinu. Þegar mokað var upp úr holunni með sléttri nálægri hraunhellu, var hægð að stinga sér ofan í hana – og þá opnaðist gat áfram – að því er virtist. Eftir að hafa skriðið niður í holuna og upp úr henni aftur að handan var komið inn í mannhæða hraunrás, rislaga með tiltölulega sléttum brúnleitum veggjum. Ekkert hrun var í rásinni og gólfið heilt. Það hallaði undan og rásin beygði aflíðandi uns komið var að þeim stað þar sem gólf og loft komu saman. Þetta er með eftirminnilegri hellum, sem farið hefur verið í, bæði fallegur og þurr.

Krúsvíkurhellir

Við op Krýsuvíkurhellis.

Á næstunni er ætlunin að fara með fulltrúum Hellarannsóknarfélagsins í Krýsuvíkurhelli, en í honum eru einnig hleðslur á nokkrum stöðum, auk þess sem alveg er eftir að skoða efri huta hans. Hann er skammt fyrir ofan Krýsuvíkurbergs austan Bergsenda.
Þá er ætlunin að fara í Leiðarenda í Tvíbollahrauni, auk þess sem stefnt er að ferð fljótlega í Hrútardyngjuhellana, s.s. Maístjörnuna, Hýðið, Húshelli, Þumal, Aðventuna, Langhelli, Neyðarútgöngudyrahelli, Steinbogahelli og fleiri hella á svæðinu.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli – fyrsta sinni.

Rebbi

Gengið frá námusvæði norðaustan Herdísarvíkur, við gömlu sauðfjárveikigirðinguna neðan Herdísarvíkrfjalls, upp eftir hrauninu, upp Mosaskarð með viðkomu í nýlega fundnum helli niður í gasuppstreymsirás þar sem lítil fuglsbeinagrind sagði ævisögu hans síðustu dagana fyrir alllöngu síðan, upp skarðið og um hellasvæðið ofan Stakkavíkurfjalls, áfram yfir djúpt mosahraun ofan Nátthagaskarðs, sem runnið hefur úr Draugahlíðagígnum, og yfir í Stakkavíkursel. Stakkavíkurselsstígur og Selstígur voru gengnir til baka niður af fjallsbrúnunum með viðkomu í Svelti og Píni.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli.

Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m y.s.), hömrum girt á kafla, en annars staðar hafa hraunfossar fallið fram af því og alla leið til sjávar. Sagt er að hraunið neðan skarðsins, austan Herdísarvíkur, geymi m.a. Breiðabáshelli, sem ná á úr Breiðabás og alla leið upp í mitt Mosaskarð, ca. 1-2 km.
Þegar FERLIR hafði verið að leita að opi Breiðabáshellis í Mosaskarði uppgötvaðist gat í gasrás í miðju skarðinu. Var jafnvel um tíma talið að þar væri nú opið loksins komið. Ekki er vitað um marga hraunhella á Íslandi sem myndast í miklum halla, en einn slíkur er þessi í Mosaskarðinu.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli fyrsta sinni.

Það þætti ekki gott til frásagnar í dag, en FERLIRsfélaginn, sem að þessu sinni fetaði sig niður í hraunrásaropið og las jarðveginn að þarna kynni að leynast rás í lítilli hvylft. Tók hann flata steinhellu og byrjaði að grafa. Í ljós komu nægilega rúm göng er gætu leyft óljósa inngöngu. Skreið félaginn á maganum niður á við stutta stund, en síðan opnuðust göngin framundan. Eftir að hafa skriðið upp úr þrengslunum komu í ljós fagurlituð bogadregin göng er enduðu eftir skamman veg. Þótti honum athyglisvert að inni í þessum lokuðu göngum leyndist beinagrind af fugli.
Þegar út var komið rann upp fyrir félaganum sú staðreynd að hann hefði aldrei átt að fara niður og inn í göngin án aðstoðar; hvað  hefði t.d. gerst ef hann hefði lokast þarna inni??!!

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

Hellirinn sjálfur er stuttur, nokkrir tugir metra, en hraunrásin sjálf er mjög falleg og lögun hennar einstök. Hægt er að klifra ofan í hann, en best er að taka með stiga eða klifurlínu. Fyrst þegar farið var niður virtist þetta einungis vera rúmgóð rás, en þegar grafið var í holu syðst í henni og gjallhaug mokað frá með hraunhellu kom í ljós framhald á rásinni. Skriðið var inn og í ljós kom þessi fallega bogadregna hraunrás. Veggirnir eru nokkuð sléttir, fjólubláir að lit, og gólfið slétt. Þarna hafði enginn maður áður stigið fæti. Hins vegar hafði lítill fugl komist þangað inn, en ekki komist út aftur. Beinagrindin sagði sína sögu.

Ofan við skarið er Brúnahellir og síðan tekur hver hellirnn við af öðrum austan við skarðið.

Rebbi

Beinagrind af rebba innan við op Rebba.

Má þar nefna Rebba, Stakkavíkurhelli – Annar í aðventu og Nátthaga.
Kíkt var inn í Rebba, en til þess að skoða þann helli að einhverju ráði þarf góðan tíma. Nátthagi er langur og rúmgóður með fallegum hraunmyndunum, en einnig þarf að gefa honum góðan tíma ef skoða á hann allan.
Mikið mosahraun er ofan og austan við Nátthaga. Það er mjög erfitt yfirferðar, en með smá útsjónarsemi og tiltekin stefnumið er gefa til kynna stystu leið yfir það getur gangan tekið u.þ.b. 40 mínútur.

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

Þá er komið inn á Stakkavíkurselstíg. Honum var fylgt spölkorn til norðurs, en síðan vikið út af honum neðan við Stakkavíkursel. Það var skoðað og síðan haldið áfram og beygt austan hraunrandar áleiðis niður að Stakkavíkurfjalli. Þar neðst í hrauninu eru hellarnir Sveltir og Pínir. Um er að ræða jarðföll í hrauninu, sem nefnd voru svo þar sem kindur vildu rata þangað niður, en urðu til þar því þær komust ekki upp aftur.

Mosaskarð

Mosaskarð ofan Herdísarvíkur.

Gengið var vestur ofan við brún fjallsins. Í örnefnalýsingu fyrir Stakkavík segir að “Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu”. Gengið var yfir á Selstíginn og honum fylgt niður á þjóðveginn.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Mosaskarðshellir

Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m y.s.), hömrum girt á kafla, en annars staðar hafa hraunfossar fallið fram af því og alla leið til sjávar. Sagt er að hraunið neðan skarðsins, austan Herdísarvíkur, geymi m.a. Breiðabáshelli, sem ná á úr Breiðabás rétt ofan við fjörumörk austan Herdísarvíkur og alla leið upp í mitt Mosaskarð, ca. 2 km. Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.: “Á hraunbrúninni ofan Breiðabásarkamps er Hellir eða Fjárhellir, þar leitaði fé sér skjóls oft og tíðum.”

Mosaskarðshellir

Mosaskarðshellir.

Þegar FERLIR hafði verið að leita að efra opi Breiðabáshellis í Mosaskarði uppgötvaðist gat í gasrás í miðju skarðinu. Var jafnvel um tíma talið að þar væri nú opið loksins komið. Vitað er um marga hraunhella á Íslandi sem myndast í halla og einn slíkur er þessi í Mosaskarðinu. Í ljós koma að hellirinn sjálfur er stuttur, nokkrir tugir metra, en hraunrásin sjálf er mjög falleg og lögun hennar einstök. Hægt er að klifra niður í hann, en best er að taka með stiga eða festa klifurlínu ef áhugi er á að komast upp aftur. Þegar fyrst var farið var niður virtist þetta einungis vera rúmgóð rás, en þegar sléttur steinn var tekinn og grafið með honum niður í brunann á gólfinu kom í ljós fyllt gjallhola syðst í henni. Eftir að gjallhaugnum var síðan mokað frá með hraunhellunni kom í ljós framhald á rásinni. Skriðið var niður, inn og upp aftur. Í ljós kom þessi fallega bogadregna hraunrás. Veggirnir eru nokkuð sléttir, glerjaðir, fjólubláir að lit, og gólfið slétt. Rásin, rúmlega mannhæðar há, lá í vinstri boga niður á við uns hún endaði þar sem loft og gólf runnu saman í eitt. Þarna virtist enginn maður áður virtist hafa stigið niður fæti. Þetta var því um að ræða eiginlega “landnámsferð”. Hins vegar hafði lítill fugl einhvern veginn og einhvern tímann náð að komast þangað inn, en ekki út aftur. Morkin beinagrindin litla sagði sína sögu – sem og sögu svo margra annarra dýra, sem endað hafa líf sitt í dimmum skjólum, sbr. hreindýrskálfinn í Kúluhattshelli, kindina í Leiðarenda og refinn í Rebba. Þegar “landnámsmaðurinn” leit litlu beinagrindina þarna augum í myrkri hraunrásinni varð honum að orði:

Hraun rann og fugl fann,
langa flóttaleið í myrkri.
Leiðina leyndu seinna rann,
maðurinn, sem fann hann.

Hafa ber í huga að þetta var ort í myrkri.

Mosaskardshellir

Í Mosaskarðshelli.