Entries by Ómar

Kristnitakan

Í LANDNÁMSBÓK (Sturlubók), 100. kafla, segir m.a.: „Þorgrímur Grímólfsson var bróðurson Álfs; hann fór út með honum og tók arf eftir hann, því að Álfur átti ekki barn. Sonur Þorgríms var Eyvindur, faðir Þórodds goða og Össurar, er átti Beru, dóttur Egils Skalla-Grímssonar. Móðir Þorgríms var Kormlöð, dóttir Kjarvals Írakonungs.“ Nefndur Þóroddur var á Þingvöllum […]

Mávahlíðar – Mávahlíðarhnúkur – Konugjá – Fjallsgjá

Gengið var frá Trölladyngju á Núpshlíðarhálsi um Eldborg og Einihlíðar með stefnu á Mávahlíðar og Mávahlíðarhnúk. Þaðan var haldið yfir að Fjallsgjá norðan við Fjallið eina norðan Hrútargjárdyngju og endað á Krýsuvíkurvegi. Trölladyngjan er 375 m.y.s. Hún er formfagurt móbergsfjall. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði […]

Grænavatn – Austurengjahver – Krýsuvíkurbjarg – Arnarfell – Augun

Gengið var frá Grænavatni að Austurengjahver (Stórahver), um Vegghamra að Stóru-Eldborg, þaðan um Borgarhraun niður á Krýsuvíkurbjarg vestan við Bergsenda, eftir bjarginu (13 km) að Selöldu, upp að Arnarfelli og yfir að Bæjarfelli með viðkomu í Krýsuvíkurkirkju. Loks var haldið upp að Augum og hringnum lokað við Grænavatn. Krýsuvík er mikið jarðhitasvæði. Þar eru bæði […]

Kaldársel – Helgafell – Valahnúkar – Músarhellir – Kaldárhnúkar

Gengið var frá Kaldárseli á Helgafell, um Valahnúka með viðkomu í Valabóli og síðan stolist um Kaldárhnúka á leiðinni til baka. Selfarir voru lengi tíðkaðar við Kaldá og voru hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri síðust til að hafa þar í seli. Selförum var hætt í Kaldárseli árið 1865 eða 1866 og ekki […]

Straumssel II

Gengið var að þessu sinni í Straumssel frá Þorbjarnarstaða-Rauðamel, en þaðan er styst í selið, u.þ.b. 20 mínútna ganga. Straumsselsstígurinn liggur upp í hraunið vestan við Þorbjarnarsstaði og sést hann glögglega frá Reykjanesbrautinni. Hann liggur yfir Alfararleiðina, suður á milli Stekkjarhólanna, um skarð í Jónasarhól og upp Seljahraunið og áfram skammt frá Toppuklettum. Í þeim […]

Illaklif – vermenn – Guðnahellir

Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. „Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.“ Talið er að útilegumenn hafi m.a. hafst við í helli í Illaklifi á Mosfellsheiði. Hellir þessi hefur í seinni tíð verið […]

Forsjónin valdi Reykjavík

„Norrænt landnám á Íslandi hefst með Ingólfi Arnarsyni og telst frá því, er hann reisti byggð í Reykjavík sumarið 874. Hin fáorða saga hans sýnir vel, að hann  hefir ekki hrapað að því að nema land á afskekktu eylandi lengst vestur í Atlantshafi. Nokkrum árum áður fór hann þangað til þess að kynnast landinu. Þá tók […]

Hvaleyrarvatn – Kaldársel – Kershellir

Gengið var frá Bleiksteinshöfða norðvestan við Hvaleyrarvatn, um Kaldársel og endað við Kershelli. Bleiksteinshöfði ber nafn af hinum bleika lit er slær á brekkuna. Hún er í rauninni melar. Höfðinn er einn af mörgum á þessu svæði, s.s. Húshöfði, Selhöfði, Stórhöfði, Fremstihöfði og Miðhöfði. Að þessu sinni var gengið niður að Hvaleyrarseli suðaustan við Hvaleyrarvatn. […]

Hraunreipi

Víða í helluhrauum Reykjanesskagans má sjá falleg og ólík hraunreipi. Þegar yfirborð helluhrauna storknar getur þunn skánin orðið reipótt eða gárótt á köflum við kælinguna frá andrúmsloftinu. Þessi skán leggst síðan í fellingar þegar bráðin undir rennur fram. Gárurnar nefnast einu nafni hraunreipi. Í norðvestanverðum Brennisteinsfjöllum (Kistuhrauni) eru t.d. tilkomumikil hraunreipi. Ólík reipi má finna […]

Jólakúlan

Á litlum jólafagnaði FERLIRs í Flagghúsinu [2008] bar ýmislegt á góma, – öllum til mikils sóma. Jói hélt t.d. myndbandssýningu á svaðilmögnuðum gerðum fólks, – úr nokkrum fyrri ferðum. Á einu myndbandinu sáust t.a.m. kokhraustir tveir, líkast óðir, – feta sig áfram út á tanga. Móti böðrust stríðu sjávarlöðri gegn, en báðir töldust þeir góðir, […]