Entries by Ómar

Að og frá Keili – einkennisfjalli Reykjaness

Genginn var hringur frá Rauðhól í Afstapahrauni, að Oddafelli og inn með því að Driffelli, með Keili og áfram niður að Rauðhól. Margt bar fyrir augu á þessari leið, sem jafnframt er að hluta til mikið notuð af fólki, sem gengur að og frá Keili. Gönguleið þessi er mjög auðveld, einkum með Oddafellinu og frá […]

Prestastígur

Farið var Prestastíginn frá Höfnum að Húsatóftum – 16 km leið. Lagt var af stað úr Hundadal og haldið yfir Presthól, um Haugsvörðugjá og Eldvörp. Útsýni yfir að Reykjanesvita og Eldey var stórkostlegt í kvöldsólinni. Komið var við í Tyrkjabyrgjunum í Sundvörðuhrauni, litið á fiskibyrgin ofan við Húsatóftir og gengið að Kóngshellu og Búðarsandi, skoðað […]

Kaldársel – Maríuhellar – Þorsteinshellir – Norðurgjárhellir

Farið var með Þórarni Björnssyni, guð- og hellafræðingi, um hellasvæðið austan Kaldársels og Helgadals. Skoðaðir voru nokkir hellar og litið á hraunmyndamerkingar. Leitað var að hugsanlegu bæjarstæði fornbæjarins í Helgadal og liggja nú fyrir ákveðnar grunsemdir um hvar hann hafði staðið, en það er nokkuð frá því sem hingað til hefur verið álitið. Þá voru […]

Hreiðrið – Tjaldstaðagjá – Haugsvörðugjá – Haugur – Hörsl

Ætlunin var að ganga upp eftir Tjaldstaðagjá og Haugsvörðugjá að Haug á Reykjanesi og síðan til baka um Hörsl og eldri Stampa. Óvíða eru ummerki skorpuskila Ameríku og Evrópu augljósari en einmitt þarna auk þess sem auðvelt er að staðreyna umbreytingu landsins, bæði gliðnun og misgengi. Einnig var ætlunun að kíkja upp í Hreiðrið, fallegan […]

Másbúðarhólmi – áletranir (1696)

Magnús Þórarinsson skrifar um Másbúðarhólma í bókina „Frá Suðurnesjum“, sem gefin var út árið 1960. Þar segir hann m.a.: „Þar er Másbúðarvarða, gild og gömul mjög, á háum kletttanga, sem er norðvestur úr Fitinni… innan ekki mjög langs tíma mun Másbúðarvarða standa á klettinum úti á sjó á flóði. Sunnan við vörðuna er breitt sandvik, […]

Kálfatjörn – Klif – refagildra

Haldið var Kálfatjörn og farið þar niður í fjöru með fyrrum leturstein (hornstein) úr sjóbúð þar í huga. Ofan við Kálfatjarnarvör hafði verið steinhlaðið sjóbyrgi, sem sjórinn hafði tekið. Í birginu átti að vera ártalssteinn með áletruninni 1677 skv. Ægi, 9. tbl. árg. 1936. Á göngunni kom í ljós „Steinninn“. Hann lá efst í fjörunni […]

Krýsuvíkurheiði – Jónsbúð

Haldið var inn á Krýsuvíkurheiði frá gömlu réttinni undir Stóru-Eldborg. Heiðin er mikið fokin upp og sjá má stór rofabörð á stangli. Auðvelt er að ganga um heiðina og af henni er hið fallegasta útsýni, bæði til fjalla og hafs. Eldborgin tekur sig vel út sem og Geitahlíðin, Vegghamrarnir, Sveifluhálsinn, og heimafellin í Krýsuvík. Efst […]

Sýrholt – Fornusel

Stefnan var tekin á Sýrholt. Norðvestan í horltinu eru gróðurtorfur og tóftir á þeim. Um er að ræða a.m.k. tvö sel. Annað er á torfunum norðvestan í Sýrholtinu, tvær tóttir. Í norðnorðvestur frá því er annað sel, tótt í brekku og mjög gamall stekkur á holti. Bæði selin eru greinilega mjög gömul og því ekki […]

Reykjanes – yst

„Reykjanesið er undarlegur skapnaður“, sagði Jón Trausti. En þrátt fyrir svartsýni hafa miklar vonir verið bundnar í gegnum tíðina við þennan útskaga, nýjasta hluta landsins. Gengið var frá Sandvík. Mikill reki er á sandorpnum köflum með ströndinni. Innan um rekann ber margt forvitnilegt fyrir augu. M.a. var þarna hluti úr síðu gamals árabáts. Byrðingurinn var […]

Sjálfkvíar

Gerð var leit að Sjálfkvíum á Kjalarnesi. Í örnefnalýsingu fyrir Esjuberg segir frá því að; „einu sinni endur fyrir löngu stálu tveir strákar messuklæðum úr Móakirkju og skáru þau niður í skóna sína. Þeir voru síðan hengdir í Sjálfkvíum í Móanesi og dysjaðir þar allri alþýðu til viðvörunar. Sjálfkvíar eru klettar niður við sjó [skammt […]