Helgadalur

Farið var með Þórarni Björnssyni, guð- og hellafræðingi, um hellasvæðið austan Kaldársels og Helgadals. Skoðaðir voru nokkir hellar og litið á hraunmyndamerkingar. Leitað var að hugsanlegu bæjarstæði fornbæjarins í Helgadal og liggja nú fyrir ákveðnar grunsemdir um hvar hann hafði staðið, en það er nokkuð frá því sem hingað til hefur verið álitið.

Þorsteinshellir

Þorsteinshellir.

Þá voru allir Maríuhellarnir skoðaðir og haldið að Þorsteinshelli í Urriðavatnshrauni. Hleðslurnar niður um hellisgöngin tóku sig alveg sérstaklega vel út við þær aðstæður sem þessi snjóugi sunnudagur bauð upp á. Auk þess var slitið á fjárhellirinn nyrst í Norðurhellagjá og ennfremur skoðaður langur hellir norðvestan hans.
Sunnudagurinn skartaði fallegu veðri og hinu ágætasta til hellaskoðunar, því eins og svo oft áður lýsti snjórinn upp innviði hellana.

Þórarinn Björnsson

Þórarinn Björnsson.

Þórarinn er nú í Edinborg. Á aðfangadag sendi hann FERLIR eftirfarandi vefpóst:
Sæll Ómar og til hamingju með aldeilis frábæra heimasíðu Ferlis. Frétti fyrst af henni í gær og á örugglega eftir að fylgjast með ferlum ykkar í framtíðinni og vonandi taka þátt í fleiri ferðum með ykkur þegar ég kem heim til Íslands á ný. Við hjónakornin erum hér í Edinborg (síðan í sept) og verðum trúlega í eitt ár eða svo, konan í námi við Edinborgarháskóla í heimspeki en ég að vinna hjá KFUM meðal heimilislausra í Edinborg. Ég óska Ferlisfélögum alls hins besta í framtíðinni.

Kær kveðja:
-Þórarinn Björnsson, 39/12 Comely Bank, EH4 1AG Edinborg, Skotlandi.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).