Entries by Ómar

Lönguhlíð – Mígandagróf

Gengið var upp á Lönguhlíðar (512 m.y.s.) um Kerlingargil og ofan hlíðanna til suðurs að Mígandagróf. Grófin, sem framdalur ofan við brúnina, var tóm vegna undanfarandi þurrka, en litadýrðin var söm við sig. Grænni litur er óvíða til hér á landi í bland við brúnan. Grófin er verðandi skál líkt og sjá má í Vestfjarðarfjöllunum. […]

Sveinn Pálsson – Ferðabók – Dagbækur og ritgerðir 1791-1797

Sveinn Pálsson (1762-1840) var stúdent í Kaupmannahöfn. Hann lærði læknisfræði og náttúrufræði, ferðaðist til Íslands fyrir Náttúrufélag Dana og sendi þeim skýrslur um landann. Hér á eftir verður fjallað um lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann fer mjög neikvæðum orðum um sýsluna, talar um að ekki geti aumari sýslu á Íslandi um útsýni og landkosti, […]

Breiðabás – Vogsósagata (Hellisvörðustígur)

Farið var að Breiðabás austan við Herdísarvík og leitað hellisops, sem Einar skáld Benediktsson hafði fyrrum lýst á þeim slóðum. Sagði hann í lýsingu sinni af hellinum að hann hefði náð úr Breiðasbás upp í mitt Mosaskarð, en þangað er vel á annan kílómeter. Vitað er um menn, sem villst höfðu inni í hellinum, en […]

Kerlingargil – Brennisteinsfjöll – norðurljós

Haldið var upp á Lönguhlíðar um Kerlingarskarð og þaðan upp í Kistudal. Dalurinn skartaði sínu fegursta svo stuðlabergið naut sín vel. Skoðaðar voru brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum og þátttakendur fundu það sem leitað var að – minjar um bústaði námumanna. Minjarnjar eru í gili undir hlíðum fjallana og mjög heillegar þrátt fyrir að hafa verið yfirgefnar […]

Bálkahellir – Arngrímshellir – með HERFÍ

Haldið var ásamt hellarannsóknarmönnum úr Hellarannsóknarfélaginu í Klofninga til að skoða Bálkahelli, sem FERLIRsfólk endurfann þar s.l. vetur. Þegar þátttaekndur stigu út úr farkostum sínum í upphafi ferðar undir Geitahlíð skalf jörðin líkt og venja er í FERLIRsferðum. Skjálftinn mældist að þessu sinni um 4° á Richter. Sumum varð ekki um sel. Um tuttugu mínútur […]

Selvogur – Strandarkirkja – Nes

Ekið var að Strandarkirkju með viðkomu við dysjar Herdísar og Krýsu neðst í Kerlingadal. Við Strandarkirkju tók Kristófer kirkjuvörður vel á móti ferðalöngum. Leiddi hann þá í allan sannleika um kirkjuna, uppruna hennar og sögu. Fram kom að skyggt fólk hafi komist að því að kirkjan hafi upphaflega verið byggð úr timbri er Gissur hvíti […]

Gvendarbrunnar I

Gvendarbrunnar eru kenndir við Guðmund Arason biskup hinn góða (1203-1237). Vatnið sem Guðmundur góði vígði var talið heilnæmt með afbrigðum og búa ygir margvíslegum yfirnáttúrlegum eiginleikum. Hinsvegar hafa engar heimildir fundist um sérstök tengsl Guðmundar góða við Gvendarbrunnasvæðið. Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga. Á […]

Kirkjuvogssel – Stafnessel II

Gengið var að Kirkjuvogsseli suðaustan Hafnarvegar. Selið er undir hól innan varnarsvæðisins og hefur fengið að vera óhreyft um langan tíma. Tóttir eru á tveimur stöðum í skjóli fyrir suðaustanáttinni. Neðan þeirra er stekkur og enn neðar og norðar er reglulegur hringur, sem gæti hafa verið kví eða lítil rétt. Selstígurinn sést vel þar sem […]

Útilegumenn á Reykjanesi

“Um aldamótin 1700 var hörmungatíð hér á landi. Þjóðin var orðin mergsogin af alls konar álögum og langvarandi kúgun einokunarverslunarinnar. Hún mátti því ekki við neinu. En verstu árin voru tugtímabilið 1693-1703. Hekla byrjaði að gjósa. Jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Fiskur brást algjörlega. Kom því mikið los á fólk, og voru rán og stuldir í […]

Esjuberg – kirkjutóft – Árvellir – Grund

Gengið var um land Esjubergs með það fyrir augum að skoða leifar hinnar fyrstu kirkju á Íslandi sem og að skoða tóftir korbýlanna Árvalla og grundar. Með í för verður m.a. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Hann gróf í kirkjutóftina, er bent hafði verið á sem þá elstu hér á landi að talið var, árið 1981. Niðurstöðurnar reyndust áhugaverðar. Í Jarðabókinni […]