Entries by Ómar

Keflavíkurborg – Keflavíkurbjarg – Berghólsborg

Sturlaugur Björnsson er bæði áhugasamur og margfróður um hinar merkilegstu minjar í núverandi Reykjanesbæ. Hann tók á móti hópnum í Keflavík. Var þegar haldið að Keflavíkurborg, fjárborg (fjárrétt) norðan bæjarins, skammt ofan við Grófina. Borgin er á klapparhól. Við hana hefur verið settur landmælingastöpull. Austan borgarinnar liggur Stafnesvegur. Sést hann mjög vel þar sem hann […]

Skúlatún – Helgadalur

Löngum hafa menn talið að fornar rústir kynnu að leynast í Skúlatúni og í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Fáir vita hins vegar hvar rústirnar eru. Enn færri vita um rústir undir Leirdalshöfða, í Fagradal og við Garðaflatir, jarðlæga garða í Breiðdal eða stekkjarmynd við Rauðshelli. Allt myndar þetta samfellda búsetuheild er gæti verið frá því […]

Krýsuvík – framkvæmdir og fyrirætlanir

Eftirfarandi grein birtist í Alþýðublaðinu árið 1951. „KRÝSUVÍK er eitt þeirra hverasvæða Iandsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum. Í eftirfarandi grein, sem tímarit ungmennafélaganna, „Skinfaxi“ birti fyrir nokkru og byggð er á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og […]

Gvendarhola

Fjórir Gvendarbrunnar eru á Reykjanesi, þ.e. Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur Hólabiskup […]

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson

„Sælir FERLIRsfélagar, ég var að kíkja inn á ferlir.is og sá færsluna um Ródólfsstaði. Mér fannst alveg magnað að lesa þetta og get bætt aðeins við þetta. Ég var aldrei fyllilega sáttur við staðsetninguna undir Efri-Rótólfsstaðahæð/Rana og þótt einhver kolalög hefðu komið í ljós fór ég að hallast að því að þetta væru kolagrafir en […]

Hamrasel – Hamraselshellir

Í Örnefnalýsingu Ásgeirs Jónassonar frá Hrauntúni (birtist m.a. í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1932) er fjallað um Miðfellshraun og Miðfellsfjall [Miðfell]. Þar segir m.a.: „Miðfellshraun takmarkast af Miðfellsfjalli að norðvestan, Þingvallavatni að vestan og suðvestan, Kaldárhöfða að sunnan og Lyngdalsheiði að austan; að norðan hallar upp að Hrafnabjargahálsi, og eru takmörk þar víðast óglögg, enda […]

Selvík – Fuglavík – Másbúðarhólmi – Knarrarnes

Kíkt var á svæðið norðan Helguvíkur, Selvík og Hellisnípu. Áð var við vitann á nípunni og síðan haldið áfram suður með Stakksnípu að Helguvík. Ofan af Stakksnípu blasti kletturinn Stakkur við, skörfum þakinn. Hinn víðfeðmi Stakksfjörður dregur nafn sitt af klettinum. Tengist nafngiftin sögunni af Rauðhöfða (Melabergsmanninum) er brá svo við orð hinnar ókunnugu konu […]

Steingrafir

Kristófer Kristinsson sendi meðfylgjandi um steingrafir, vegna þess að hann mundi ekki eftir vangaveltum um efni þeim tengdum annars staðar en á vefsíðunni (ferlir.is), með eftirfarandi orðum: „Ef trúa á orðum Ara fróða í Landnámu þá getur þetta gengið eins og hvað annað!“ „Fyrsta skýra myndin sem dregin er upp af Hvalfirði er í Hauksbók […]

Njarðvík – mörkin, nöfnin og sagan

Öll kort, sem birt hafa verið, telja Njarðvík vera heiti á vík sem er á milli Klapparnefs fremst á Vatnsnesi (þar sem vitinn er nú) og Hákotstanga. „Merkin [Njarðvíkur] eru í Innri-Skoru á Stapa, en stapi þessi hét áður fyrr Kvíguvogastapi. Um 1840 segja þeir, að gamalt nafn á Stapanum sé Gullkistan sökum þess hve […]

Árbæjarsel

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1917 er grein um örnefni eftir Björn Bjarnarson, skrifuð í Grafarholti, 9. des. 1914. Í greininni getur hann m.a. um „Árbæjarsel“ og gamlar leiðir út frá Reykjavík, sbr.: „229. Selás (líkl. nafn af Árbæjarseli). Um notkun fornveganna má fræðast af rúnum þeim, sem hestafæturnir hafa rist á jörðina, þar […]