Entries by Ómar

Ísólfur Guðmundsson – Á Skála

„- Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku […]

Við veginn – Magnús Jónsson

Magnús Jónsson, bókavörður, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1966, „Við veginn„. Þar fjallar hann um leiðina fyrrum milli Hafnarfjarðar áleiðis út á Suðurnes. Greinin endar við Gvendarbrunn. Framhaldsgrein skrifaði hann svo í sama blað árið 1968. Sú grein lýsir leiðinni áfram að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Hér verður drepið niður í þessar greinar: „Ein […]

Selgjá (Norðurhellagjá) 11 sel – nyrðri hluti

Gengið var um Selgjá, eða Norðurhellagjá (Norðurhellragjá), eins og hún jafnan var nefnd. Gjáin dró nafn sitt af fjárhellum norðan hennar, en þeir voru jafnan nefndir Norðurhellar (Norðurhellrar). Síðar voru þeir aðgreindir og var þá hellir, sem er norðan úr Gjánni nefndur Selgjárhellir og hellar þar skammt vestur af nefndur Sauðahellirinn nyrðri og Sauðahellirinn syðri. […]

Smiðjulaut

Útgefnar fornleifaskráningar geta oft, við nánari athugun þeirra sem vel þekkja til, reynst meira en lítið skondnar – einkum vegna þess hversu takmarkaðar þær eru. Við birtingu þeirra eru jafnan tilgreindar stofnanir samfélagsins, sem eiga að hafa eftirlit með slíkum skráningum, en virðast allt of oft taka þær bara góðar og gildar – athugasemda-laust. Tökum eitt lítið dæmi frá […]

Bjarnastaðasel – Þorkelsgerðissel – Ólafarsel

Gengið var í fylgd Guðmundar Óskarssonar upp frá Hásteinum eftir að tóttirnar undir þeim höfðu verið skoðaðar sem og LM-merkið á landamerkjasteini er skipti löndum Bjarnastaða og Þorkelsgerðis. Komið var í Bjarnastaðaból og skoðaðar tóttirnar þar sem og hlaðinn stekkur vestan við selið. Selið hefur verið nokkuð stórt. Haldið var til vesturs að Þorkelsgerðisseli, en […]

Skúlastaðir – Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson, prófessor, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Greinin var framhald greinar hans í blaðið árið 1957 er nefndist „Sitthvað um Fjörðinn„. Hér skrifar hann m.a. um Skúlastaði. „Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er halla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðurlega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað […]

Getum við lært af reynslu forfeðra vorra?

Á Íslandi höfðu landnemar þegar eftir landnámið veruleg áhrif á gróðurfarið. Þeir gengu hart fram, hjuggu skóg til húsbygginga og eyddu hrísi til eldiviðs og skepnufóðurs. Það auðveldaði roföflunum, vatni, vindi og veðri, að vinna á og móta landið. Kólnandi veðurfar kallaði á viðbrögð fólks. Það varð að færa bæi sína neðar á landið, nær […]

Brúnir – Brúnavegur – Hellishóll – Hemphól

Ætlunin var að ganga frá Rauðhólsseli inn á Brúnir vestan og suðvestan við Keili, þ.e. með efstu hjöllum Strandarheiði og Vogaheiði. Brúnirnar hafa einnig verið nefndar Heiðarbrúnir og til aðgreiningar Hábrúnir og Neðribrúnir. Sagnir eru til um Brúnaveg er var talinn liggja frá Afstapahraunsjarðri þvert yfir heiðina um Brúnir til Grindavíkur. Grindvíkingar áttu það til […]

Tómas Þorvaldsson – Gatan mín… IV

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fjórði þáttur, frá 11. mars 1973. „Handan við stíginn og hér rétt við endann á þessum forna grjótgarði, sem við minntumst á áðan, rísa fleiri hús. Ekki veit ég hvort þarna hafi búið hagyrðingar eða skáld, Tómas“. Jú, það vill svo til […]

Ródolfsstaðir – Gunnar Valdimarsson

Gunnar Valdimarsson sendi FERLIR eftirfarandi fróðleik um meinta Ródolfsstaði við Ródolfsstaðahæðir. Upplýsingar Gunnars eru mjög áhugaverðar og gefur FERLIRsfélögum ástæðu til að fara aftur á svæðið og skoða það nánar. „Sæl FERLIRsfólk. Ég heimsæki vefsíðuna ykkar reglulega og hef mikið gaman af. Ég sá að þið voruð að velta fyrir ykkur staðsetningu Rótólfsstaða eða Bótólfsstaða […]