Selstígur – Nátthagi – Nátthagaskarð
Í þessari ferð var 130. selið á Reykjanesi skráð (af ~400), en ekki er þó svo langt síðan að FERLIR flaggði á 100. selinu, sem skoðað var á svæðinu (Merkinesseli). Gengið var um “Hellisvörðustíg” vestan við Víðisand í Stakkavíkurhrauni, sunnan Hlíðarvatns. Stígurinn, sem er augljóslega mjög gamall, er varðaður á helluhrauninu og víða greyptur djúpt […]