Entries by Ómar

Selstígur – Nátthagi – Nátthagaskarð

Í þessari ferð var 130. selið á Reykjanesi skráð (af ~400), en ekki er þó svo langt síðan að FERLIR flaggði á 100. selinu, sem skoðað var á svæðinu (Merkinesseli). Gengið var um “Hellisvörðustíg” vestan við Víðisand í Stakkavíkurhrauni, sunnan Hlíðarvatns. Stígurinn, sem er augljóslega mjög gamall, er varðaður á helluhrauninu og víða greyptur djúpt […]

Sandakravegur I

Gengið var um Skógfellaveg, beygt út af veginum skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá) og haldið upp Mosadal vestan við Kálffellið, upp fyrir Mosadalsgjá og áfram um sandsléttur norðvestan Nauthóla. Síðan var slóðinni fylgt suður með Fagradalsfjalli allt að Drykkjarsteinsdal. Þaðan var götu fylgt til vesturs yfir hraunið og komið inn á Skógfellaveg skammt norðan við […]

Vífilsstaðasel – Gvendarsel – Flekkuvíkursel

Ákveðið var að skoða a.m.k. þrjú sel á Reykjanesi. Fyrir valinu urðu Vífilsstaðasel, Gvendarsel og Flekkuvíkursel. Þessi sel eru ekki beinlínis hvert ofan í öðru, en eiga það öll sameiginlegt að tiltölulega stutt er að ganga í þau frá vegi. Ekið var upp línuveginn í Vífilsstaðahlíð og spölkorn inn fyrir háhæðina. Vífilsstaðaselið er skammt innan […]

Vinna kvenna í 1100 ár – Anna Sigurðardóttir

Í bók Önnu Sigurðardóttir um „Vinnu kvenna á Íslandi í 1100 ár„, sem var gefin út árið 1985, fjallar hún m.a. um selstöður til forna og störf í seli á seinni öldum og mjaltir og búverkin heima. Hér verður gripið niður í nokkur atriði í hinum merku lýsingum Önnu. Þótt hún segi lítið um selstöðurnar […]

Selin á Selvogsheiði

Gengið var að Hásteini þar sem Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður í Strandarkirkju, tók á móti þátttakendum. Með í för var einnig Guðmundur G. Þorsteinsson, hellafræðingur með meiru. Kristófer vísaði m.a. á Svarthól, sem er þarna vestan við Hástein (Hásteina). Undir Svarthól eiga að vera tóttir. Ætlunin er að skoða þær síðar. Þá lýsti hann landamerkjum og […]

Jón forseti

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1967 má lesa eftirfarandi um strand Jóns forseta við Stafnes. Það er einn skipverjanna, Gunnlaugur Jónsson, sem segir frá: „Morgunblaðið birti veðurhorfur á sunnudeginum 26. febrúar, 1928: Snarpur sunnan og suðaustan. Hlókuveður. Niðamyrkur var og stríð gola úr landsuðri. Jón forseti hefur verið tvo sólarhringa á veiðum í Jökuldjúpi og stefnir nú fyrir […]

Stórhöfðastígur – syðri hluti

Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina. Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar […]

Eldvörp – fyrirhuguð virkjun II

Kynningarfundur var haldinn á bæjarskrifstofunum í Grindavík fimmtudaginn 20. nóvember 2008. Á fundinum kynntu fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja (HS) hugmyndir sýnar um boranir og jarðvarmaorkuver í Eldvörpum. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri, Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri og Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur HS, kynntu áfromin. Þá kynnti fulltrúi VSÓ ferli og formsatriði slíkrar mannvirkjagerðar, bæði hvað varðar undirbúning, framkvæmd […]

Arnes Pálsson – útlegumaður I

Frægasti útlegumaður hér á landi, fyrir utan Fjalla-Eyvind, var Arnes Pálsson. FERLIRsfélagar fengu tækifæri til að berja hann augum þar sem þeir voru við þjóðkræsingar í Hraunsholtshelli eitt síðdegið á þorranum. Arnes birtist þá þar skyndilega í “ímynd” sinni. Á broddstaf í annarri hendi hafði hann dauða gæs, en öxi í hinni. Var hann greinilega […]

Kleyfardalur (Botnadalur) – tóftir

Í Botnadal í Grafningi eru tóftir skammvinns kotbýlis eða jafnvel tímbundinnar selstöðu frá Nesjum að teknu tilliti til stærðar og gerðar minjanna. Örnefnið virðist tiltölulega nýtt. Svo virðist sem þarna hafi orðið til skammvinn búseta, nefnd Botn eða Botnar. Dalurinn hafi síðan hlotið nafn sitt af „bæjarstæðinu“, nefndur Botnadalur, en eldra nafn á honum virðist […]