Entries by Ómar

Landnáma – Hauksbók, Melabók og Sturlubók

Í upphafi tveggja uppskrifaðra rita úr Landnámabók má lesa eftirfarandi texta um upphaf búsetu manna hér á landi: Hauksbók Alldar fars bók þeiri er Beda prestr heilagr gerdi er getid eylandz þess er Thile heiter (ok) a bókum er sagt at liGi .vj. dægra sigling nordr fra Bretlandi. Þar sagdi hann ei koma dag a […]

Knarrarnesholt II

Í fyrri ferð um svæðið austan við Knarrarnesholt bar ýmislegt fyrir augu í skammdegisbirtunni. Nú var ætlunin að ganga um heiðina vestan við Knarrarnesholt að Brunnastaðalangholti, en svæðið þar fyrir vestan hafði áður verið skoðað. Enn sem fyrr hékk náttúruleg skammdegisljósadýrðin yfir heiðinni. Gengið var niður um Djúpudali, „djúpa grasbolla sem ganga inn í klapparholt […]

Eldvarpahraun – hraundrýli – gat

Haldið var eftir gömlum skriðdrekaslóða norður eftir Bræðrahrauni með stefnu á Lat. Suðvestan hans er stærðarinnar hraundrýli, sem FERLIRsfélagar gengu fram á fyrir stuttu síðan. Það er um fimm metra hátt og op uppi í því miðju, en niður í það er u.þ.b. níu metra dýpi. Gengið var með stiga síðasta áfangann. Drýlið er í […]

Kirkjur og kristnihald

Árið 1000, þegar kristni var lögtekin, bjó ein þjóð í landinu. Landnámsmenn voru mismunandi að uppruna, en flestir komu frá vesturströnd Noregs. Sumir komu frá Bretlandseyjum, jafnvel afkomendur norrænna manna, sem höfðu sezt þar að. Margir hinna keltnesku landnema komu af frjálsum vilja en aðrir sem hertekið fólk. Allt frá krisnitökunni hefur sama þjóðin búið […]

Glettur – úr lífsins sögu

Hér er til gamans birtur kafli, nr. 32, úr óbirti sögu ungs drengs er ólst upp í sjávarþorpi á Reykjanesskaganum á sjötta tug síðustu aldar. Ameríski herinn hafði bækistöðvar við þorpið og setti það svip sinn á mannlífið. Sögunni fylgir kort af svæðinu, en það verður ekki sýnt hér. Til að leiða lesendur inn í […]

Kleifarvatn – vatnaskrípi – saga

Grænavatn skammt frá Krýsuvík er ekki einvörðungu merkilegt fyrir sinn græna lit sem líklega orsakast af dýpt þess heldur einnig af því að margar sögur gengu af undarlegum skepnum sem komu stundum upp úr því. Einn maður fullyrti að hann hefði séð eina slíka skepnu, þó eigi mjög stóra, líkasta marsvíni. Hún hvarf fljótt. Kleifarvatn […]

Hraunssandur – Lambastapi

Langflestar hæðir og ásar ofan Grindavíkur hafa fellsnefnur, en þó eru þar til einstök fjöll. Festarfjall (Festisfjall) er brimsorfin eldstöð þar sem um helmingur móbergsfjallsins er burt. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu og einnig má sjá merki kvikublöndunar í berginu. Áður hafi FERLIR farið um Skálasand frá Lambastapa yfir á Hraunssand við Hraunsvík að […]

Seljaumfjöllun – Niðurlag

Hér að framan hefur verið reynt að geta þeirra helstu upplýsinga, sem tiltækar eru um sel á Reykjanesi. Ekki verður sagt með fullkominni vissu hvenær selbúskapur hófst hér á landi, en líklegt má þó telja að hann hafi fylgt fyrstu norrænu ábúendunum hingað til lands í kringum árið 870, en slíkur fjár- og kúabúskapur mun […]

Hraun – Berjageiri – Vatnsheiði

Gengið var af stað fimm dögum fyrir umsnúning, hvort sem um var að ræða stystan dag, lengstu nótt eða umbirtingu nýrrar vefsíðu (www.ferlir.is). Veðrið var frábært þennan laugardagsmorgun. Sólarupprásin gyllti stilltan heiðbláan Grindavíkursjóinn sunnan Hrauns. Lognið var algert. Snær þakti jörð svo varla var auðan blett að sjá. Einungis gamlir garðar, tóftir og önnur mannanna […]

Drykkjarsteinn – saga I

Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum haust og vor fyrr á tímum lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi Ísólfsskála, greindist vegur þessi í tvær áttir. Lá annar vegurinn […]