Entries by Ómar

Hraunhellar – myndun

Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það getur þykknað verulega á stóru svæði auk þess sem svonefndir „troðhólar“ myndast. […]

Hunangshella – saga

Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti. Einu sinni lagðist finngálkn […]

Hraundrýli

Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása. Hraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina. Hraundrýli má sjá á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum. Þekktust […]

Knarrarnesholt I

Ætlunin var að skoða neðanverða Strandarheiði frá Geldingahólum og Knarrarnesholti í áttina að Hlöðunes- og Brunnastaðalangholtum í vestri. Vitað var að Vatnshóll væri þarna á millum og austur af Nyrðri-Geldingahól væru leifar af krossgarði (skjólgarði) fyrir fé. Þá voru gerðar vonir um að berja mætti þarna ýmislegt fleira augum er ekki hefur þótt augljóst. Gengið […]

Kotbýlið Hamrahlíð grafið upp

Eftirfarandi umfjöllun um kotbýlið Hamrahlíð undir Úlfarsfelli birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins að kveldi 26. október 2022 undir fyrirsögninni „Kotbýlið grafið upp – ný byggð við Vesturlandsveg„: „Kotbýli almúgans eru síður viðfangsefni fornleifafræðinga en heldri manna híbýli. Verið er að grafa upp eitt þeirra undir hlíðum Úlfarsfells áður en athafnabyggð verður reist. Þar fæddist konan sem […]

Reykjanesskaginn – mótun

Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin Evrópuflekanum. Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 sm á ári þannig að bergið, sem einu sinni myndaðist þar, hefur flust austur og vestur á firði. Þar og á Austfjörðum er nú elsta berg […]

Bjarni Sívertsen

Í ár [2013] eru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen en hann hefur oftar en ekki verið kallaður faðir Hafnarfjarðar. Sívertsenshúsið, Vesturgötu 6, er elsta hús bæjarins. Það hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi […]

Þjófagjá – saga

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á […]

Reykjanesskaginn – Jarðhiti og jarðskjálftar

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30 – 100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag […]

Þorlákshöfn II

Á svæði nálægt gamla Þorlákshafnarbænum má, auk leifar bæjarins, m.a. sjá aðrar rústir bæja og verbúða, gömul tún, túngarða o.fl. Á landnotkunaruppdrætti eru auðkennd sérstaklega Sigríðarbær, Ingileifarbær, brunnur í túni, túngarður, Erlendarkot og Helgubær. Ætlunin var að ganga um Þorlákshöfn með það fyrir augum að skoða m.a. nefndar bæjartóftir, Selvogsgötu, Langabásvörðu, Smalavörðu, Þrívörður, Miðmundarbyrgi, Hákarlabyrgi, Hafnavörðu, […]