Entries by Ómar

Flankastaðaborg – Flankastaðastekkur – Álaborg nyrðri

FERLIR leitaði í norðanverðri Miðnesheiði að nokkrum áhugaverðum minjastöðum er getið hefur verið um í örnefnalýsingum, s.s. Flankastakastekk, Flankastaðaborg og ekki síst; Álaborginni nyrðri. Í örnefnaskrám fyrir Flankastaði segir m.a.: „Ari Gíslason skráði. Heimildarmenn: Ingibjörn Jónsson, bóndi, Flankastöðum, og Magnús Þórarinsson: „Merkin móti Sandgerði eru frá Marbakka. Liggur ós sunnan til við Stórfisk hér um […]

Loftsskúti – II

Í leit að Grænhólshelli og Loftskúta í síðustu ferð um Óttarsstaða-, Lónakots- og Hvassahraunsland fundust hvorugir með vissu þrátt fyrir að beggja er getið í örnefnalýsingum. Hins vegar voru bæði Sjónahólsshellir og Grendalaskúta (Grændalahellir) barðir augum, en þeirra er einnig getið í lýsingunum, auk þess sem hægt var að ganga að þeim nokkurn veginn á […]

Skilyrt fornleifaskráning

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, lýsti námi sínu við Háskóla Íslands í fornleifafræði er kom að fornleifaskráningu með eftirfarandi hætti: „Fornleifaskráning var einn liður í náminu við HÍ. Sérstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur áfangi. Gaf mér meira en flestir ungnemendurnir áttuðu sig á. Lokaverkefnið var dagsett á miðvikudagsmorgni. Skilyrtur skiladagur var næsti mánudagsmorgun, skv. stundarskrá. Kennarinn tilkynnti […]

Þráinsskjöldur – örnefnið

Á Vísindavef Háskóla Íslands er spurt: „Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?“ Hallgrímur J. Ámundason, fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, svarar: „Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum. Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, […]

Eldgos á Reykjanesskaga á 8. og 9. öld

Á Haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands árið 2010 til heiðurs Sigurði Steinþórssyni, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, á 70. afmælisári hans, fjölluðu Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson hjá Íslenskum orkurannsóknum um „Eldgos á Reykjanesskaga á 8. og 9. öld„. Hér er ágrip af erindi þeirra: „Kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hefur leitt í […]

Arnarseturshraun – hellar – II

Í hópinn bættust á annan tug Grindvíkinga, sem virðast hafa mikinn áhuga á sögu og umhverfi bæjarins. Ætlunin var m.a. að reyna að staðsetja Hvalinn í Arnarseturshrauni og kíkja síðan á nokkra staði. Fyrir lá gamall gps-punktur af hellinum og var hann notaður til að staðsetja svæðið. Á leiðinni var komið við í einu hlöðnu […]

Landnámspunktar

Eftirfarandi punktar um landnám Íslands eru fengnir úr nokkrum af fjórtán erindum sem flutt voru á ráðstefnu Vísindafélags Íslendinga haustið 1990. Fengnir voru 17 fræðimenn á ýmsum sviðum til að fjalla um viðfangsefnið. Efnið var síðan gefið út í bókinni „Um landnám Íslands“ árið 1996. Ólafur Halldórsson fjallar um málið og menninguna, þ.e. þess fólks, […]

Fagradalsfjall – Langihryggur – flugvélabrak

Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. getið um tvö flugslys í Fagradalsfjalli á árinu 1941. „Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 „KG-G“ úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn […]

Garður – letursteinn

Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn, hellulaga, og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvíldi áður á. Munnmæli eru um, að eitthvert letur hafi verið á steininum, en það hef ég aldrei séð og veit ekki af neinum, sem hefur séð það, og ekki er […]

Esjumelar – kuml og leið

Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur um Kollafjörð má sjá eftirfarandi um Arnarhóla (dysjar) og forna götu. „Kollafjarðar er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Helgi bjóla setti Kolla hinn írska niður í Kollafjörð. (Í.F., [Kjalnesingasaga], XIV. bindi, s. 5). Jarðarinnar getur í fógetareikningum á árunum 1547-1552. (D.I., XII. bindi, s. 117). Jörðin var í konungseign 1705 […]