Entries by Ómar

Barnhóll – Laugarnes

„Í Laugarnesi voru fyrrum 3 hjáleigur. Hét ein þeirra Suðurkot og var niður hjá víkinni, um það bil sem nú er Afurðasalan. Önnur hjáleigan hét Sjávarhólar, en var oftast kölluð Norðurkot. Stóð hún úti á Laugarnesstöngum, þar sem nú er braggahverfið. Nú sjást engar minjar þessara býla. Þriðja hjáleigan hét Barnhóll og stóð hjá samnefndum […]

Garðaflatir – saga

Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi […]

Sól og eykt – Guðbrandur Jónsson

„Sól er fastur punktur sem jörðin sýnst um á einum sólarhring eða 24 tímum. Eykt er eining. „Jafndægri, sól, eykt, dagmál, skammdegi.“ Dægur eða jafndægur tákna dag og nótt og þannig verður dagur 12 tímar og nótt jafn löng ef nota á hugtökin í siglingafræði. Dægur verður þannig 24 tímar eða 360 gráður en dagur […]

Vatnsleysuheiði – Flekkuvíkurheiði

Gengið var um Vatnsleysuheiði og Flekkuvíkurheiði umhverfis Hafnhóla. Ástæðan var tvíþætt; annars vegar hafði FERLIR skömmu áður flogið yfir svæðið með Ólafi Erni og þá m.a. rekið augun í mikið vörðumannvirki á hól, fjárborg, gamlar götur og fleiri minjar og hins vegar var vitað um fjölmargar vörður á svæðinu sem að öllum líkindum höfðu ekki […]

Álftanes – Árni Óla

„Álftanes gengur fram milli Skerjafjarðar og Hafnarfjarðar og má telja að það nái alla leið upp að Hafnarfjarðarveginum. Sagnir hef jeg og heyrt um það að norður af nesinu hafi fyrrum verið landfastir hólmar, sem nú eru horfnir og ekki annað eftir en sker, sem flæðir yfir. Einhvern tíma hefur það verið hlaðinn sjóvarnargarður fremst […]

Suðurstrandarvegur – fornleifaskráning

Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurstrandarvegar var gerð af Bjarna F. Einarssyni árið 2003. Ástæða er til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum er vantar í skráninguna. Í fornleifaskráningu við Arnarfell vantar skjól austan undir fellinu, brunn suðvestan undir fellinu, skjól norðan í fellinu og tvö vörðubrot sunnan undir fellinu á gamalli leið frá Arnarfellsbænum […]

Garðstunga í Flengingarbrekku

Í kvos ofan við Flengingarbrekku í Hveradal undir Hellisheiði eru tóftir. Þarna bjuggju hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon. Í Tímanum árið 1976 má sjá eftirfarandi viðtöl við þau hjónin undir fyrirsögninni „Búa í Hellisheiði og vefa myndir af þjóðskáldum“: „Við rákum nýlega augun í ofnar myndir í Verzluninni að Laugavegi 42, þar sem einkum […]

Tímatal og eyktir

„Öld er l00 ár. Ár er 365 dagar, en hlaupár 366. Árið er 13 tunglmánuðir á 4 vikur eða 52 vikur. (Hlaupár er þegar 4 ganga upp í ártalinu nema aldamótaárin þegr 4oo ganga upp.) Við rentureikning er árið oft reiknað 12 mánuðir á 30 daga = 36o daga. 1 vika er 7 dagar (sólarhríngar) […]

Stapatindar – flugslys

FERLIR hafði nokkrum sinnum leitað að nákvæmri staðsetningu flugslyss er hafði orðið í austanverðum Stapatindum í Sveifluhálsi þann 19. desember 1944. Brak úr vélinni mátti bæði sjá í Huldum sunnan við Hulstur svo og vestan í hálsinum norðan við syðsta Stapatindinn. Nú var stefnan tek in enn og aftur á austurhlíð Sveifluhálsins með stefnuna í […]

Hof á Kjalarnesi

„Hof er landnámsjörð. Í Landnámu segir að Helgi bjóla hafi farið til Íslands af Suðureyjum og var hann með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með ráði Ingólfs “…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár [Miðdalsár]; hann bjó at Hofi.” (Í.F., [Landnámabók], I.bindi 1, s. 50 og 51).  Síðar gaf hann Örlygi frænda sínum Hrappssyni hluta […]