Entries by Ómar

Grænhólsskúti – Sjónarhólshellir – Loftsskúti – Grændalahellir

Í örnefnalýsingum fyrir Hvassahraun er sagt frá nokkrum hellum og skútum. Þrír þeirra eru á tiltölulega afmörkuðu svæði, þ.e. Grænhólshellir, Loftsskúti og Grændalahellir (Grendalaskúti). Auk þeirra má telja til Sjónarhólshelli. Í lýsingunum um skútana segir m.a.: „Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól, stundum nefndur Stóri-Grænhóll“. Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði er hóll á mörkunum nefndur Sjónarhóll. „Þaðan […]

Rauðamelur

Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson rituðu grein í Náttúrufræðinginn árið 2000 um „snigilsvamp og önnur sædýr í Rauðamel“ og lýstu auk þess jarðfræði svæðisins. „Reykjanesskagi er mjög mótaður af eldvirkni, en eftir skaganum endilöngum liggur 50-60 km langt gosbelti sem stefnir um það bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar sprungureinar með […]

Þórshöfn með Jóni Borgarssyni

Farið var í Þórshöfn með Jóni Borgarssyni í Höfnum. Ætlunin var að finna og skoða festarhringina. Jón hafði séð hringina fyrir allmörgum árum ásamt Þóroddi Vilhjálmssyni frá Merkinesi og fleirum. Áður en lagt var í’ann þurfti að sækja um leyfi til gegnumaksturs um Vallarverndarsvæðið. Með góðum skilningi og aðstoð góðra manna fengu nokkrir FERILRsfélagar heimild […]

Ingólfsnaust

Á skilti við gatnamót Vesturgötu og Aðalstrætis í Reykjavík (nálægt „núllpunkti“ borgarinnar) má sjá eftirfarandi um Ingólfsnaust:

Kléberg

Kléberg var örnefni á Kjalarnesi… Í bókinni Kjalnesingar er m.a. vitnað í Kjalnesingasögu þar sem segir að „Búi var þá kominn á hæð þá, er heitir Kléberg, er hann sá eftirförina…“. Þá segir: „Kléberg er nafn á tegund tálgusteins, sem ekki finnst hérlendis. Hún var til forna notuð í kljásteina og þaðan er nafnið. Steinn […]

Hellar við Þríhnúka

Ákveðið hafði verið að líta á helli í brún Þríhnúkahrauns ofan við Þjófadali, en gengið hafði verið fram á opið á sínum tíma á leið ofan af Þríhnúkum (FERLIR-398). Opið er utan í mikilli hraunrás talsvert norðan við hnúkana. Rásin sjálf er fallin og liggur til norðurs frá stóra gígnum. Í henni er mikið og […]

Á næstu grösum – Árni Óla

„Einn góðviðrisdag í sumar kom jeg á skemtilegan og fallegan stað hjerna í nágrenninu. Sunnan við Hafnarfjörð er fell nokkurt sem Ásfjall heitir. Vestan undir því er dalverpi og hefir Kapelluhraun runnið inn í það að norðan og hlaðið hraunborð þvert fyrir það. Þess vegna hefir myndast dálítil tjörn innst í krikanum, uppi undir fjallinu. […]

Heiðmörk – formleg opnun

Í Vikunni árið 1951 var m.a. fjallað um formlega opnun Heiðmerkur: „Heiðmörk var formlega opnuð Reykvíkingum með liátíðlegri athöfn, sem fram fór á Mörkinni um Jónsmessuna í fyrra. Ræður voru fluttar, lúðrar þeyttir og ættjarðarljóð sungin. Borgarstjórinn í Reykjavík flutti vígsluræðu og gróðursetti eina Sitkagrenisplöntu nálægt ræðustólnum, til merkis um það, að Reykvíkingum væri ætlað […]

Herdísarvíkurbjarg (Háaberg)

Gengið var um Herdísarvíkurberg frá Herdísarvík, eftir Háabergi og yfir á Eystri-Bergsenda þar sem það mætir Krýsuvíkurbergi. Á leiðinni voru skoðaðar hina fjölbreyttustu bergmyndanir, magnþrungið afl sjávar, sérstakur gróður og fuglalíf. Komið var við í Keflavík. Frá henni vestanverðri liggur rekagata til Krýsuvíkur. Þá var komið við í fjárskjólunum í Fjárskjólshrauni og í Krýsuvíkurhrauni (Arngrímshelli/-Gvendarhelli). Hvorutveggja […]