Grænhólsskúti – Sjónarhólshellir – Loftsskúti – Grændalahellir
Í örnefnalýsingum fyrir Hvassahraun er sagt frá nokkrum hellum og skútum. Þrír þeirra eru á tiltölulega afmörkuðu svæði, þ.e. Grænhólshellir, Loftsskúti og Grændalahellir (Grendalaskúti). Auk þeirra má telja til Sjónarhólshelli. Í lýsingunum um skútana segir m.a.: „Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól, stundum nefndur Stóri-Grænhóll“. Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði er hóll á mörkunum nefndur Sjónarhóll. „Þaðan […]