Entries by Ómar

Landamerkjaþrætur

Þrætur um landamerki eru alþekktar hér á landi. Reykjanesskaginn er þar alls ekki undanskilinn. FERLIR forvitnaðist nýlega [2010] um eina slíka, þ.e. þrætur Vatnsleysustrandarmanna gagnvart ómeðvituðum Krýsvíkingum (ríkinu) og Grindavík. Þessar tilbúnu deilur, settar fram af ein-drægnum ásetningi, virðast hafa þann eina tilgang að reyna að hnyka til áður staðfestum og viðurkenndum landamerkjum milli jarða með […]

Hreiðrið – Kaðalhellir – Gjáarhellir

Haldið var að Kaldárseli. Hraunið, þar sem það er hæst, á milli vegarins með Sléttuhlíð og með Fremstahöfða, heitir Gjár. Vestarlega í því er Gjáahellir. Gengið var að honum. Opið er nokkuð rúmgott. Fyrir innan blasir við rúmgóð hraunrás. Hún lækkar svolítið eftir að komið er inn, en hækkar og vítkar síðan á ný, uns […]

Ölfusvatn – letursteinn 1736

Við Ölfusvatn er letursteinn með áletruninni VES + 1736. Steinninn, sem er friðlýstur, er kominn undir gras, en í Fornleifaskrá 1977 segir m.a. um hann: „Jarðfastur grágrýtsisteinn með áletruninni VES + 1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi,“ segir í örnefnalýsingu. Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem […]

Hreindýr á Reykjanesskaganum

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum veiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau […]

Hamrabóndahellir

Enn og aftur var gerð leit að Hamrabóndahelli nálægt Eldvörpum. Samkvæmt lýsingu Helga Gamalíassonar frá Stað, sem nú er um sjötugt og sá hellinn er hann var á fermingaraldri er hann var á ferð með föður sínum og bróður á leið upp frá Húsatóttum að Þórðarfelli, á hellirinn að vera á sléttu hraunssvæði norðan við […]

Sjólaug á Reykjanesi

„Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síðan ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúkamöl, 1—200 m. frá sjó. — Þar […]

Alnbogi – Háaberg – Seljabót (Selstaður) – Neðri selstígur

„Herdísarvíkurhraun eru mikil og ná ofan frá fjalli allt niður að sjó, og er rétt að deila þeim nokkuð. Herdísarvíkurhraunið eldra er klapparhraun og er fornt mjög. Herdísarvíkurhraunið yngra er það hraun, sem runnið hefur fram vestan Lyngskjaldar, og Herdísarvíkurbruni, sem liggur austan bæjarins og hefur runnið ofan um Mosaskarð í sjó fram.“ Framangreint kemur fram […]

Kirkjustaðurinn í Görðum

„Í Görðum hefur verið kirkja frá fornu fari. Í kaþólskum sið var þar Péturskirkja, helguð Pétri postula. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. (ísl. fornbréfasafn 12, 1923-32:9). Á fyrri öldum var Garðakirkja allvel efnuð að jarðeignum og lausum aurum. Garðaprestar höfðu umráð yfir eignum kirkjunnar og fengu af […]

Gamla Krýsuvík

„Enskur sagnfræðingur, A. L. Rowse, segir á einum stað, að sá, sem vilji kynnast sögu lands síns, eigi ekki að byrja á því að lesa þykkar bækur. Hann eigi að fá sér góða gönguskó, blýant, vasabók og landabréf. Um hverja helgi leita Reykvíkingar þúsundum saman úr bænum, og hafa einatt lítinn fróðleik upp úr ferðunum. […]

Sandgerði

Eftirfarandi frásögn frá Sandgerði birtist í Alþýðublaðinu árið 1965: „Sandgerði er ekki gamalt pláss, frekar en svo mörg önnur kauptúná Íslandi. Fyrstu drög að þorpsmyndun á staðnum munu hafa verið gerð, þegar Matthías Þórðarson, faðir Ástþórs Matthíassonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, stofnaði þar til útgerðar með vélbáti rétt eftir aldamótin. Þá var ekki önnur byggð á […]