Entries by Ómar

Kleifarvallaskarð – Dísurétt – Svörtubjörg

Haldið var að Kleifarvöllum og haldið á Kleifarvallarskarð. Þar nokkuð ofan við brúnina eru þrír skútar, Pínir, Sveltir og Músarhellir. Frábært útsýni var þarna yfir Vogsósa og Selvog. Sjá mátti t.d. Fornagarð (Strandargarð) mjög greinilega þar sem hann liðaðist um sandinn sunnan Vogsósa, en garðurinn er talinn eitt elsta uppistandandi mannvirki landsins. Gengið var með […]

Skjaldarmerkið – uppruni

Í dagblaðinu 24Stundir þann 26. sept. s.l. var stutt viðtal við séra Þórhall Heimisson um trúarleg tákn, einkum þau er lúta að skjaldarmerki Íslands, undir yfirskriftinni „Ruglingur með uppruna skjaldarmerkisins – Leiðrétting kurteislega afþökkuð“. „Ég sendi þeim mjög kurteislega ábendingu um að þetta væri kannski ekki alveg rétt á vefnum. Ég fékk mjög kurteislegt þakkarbréf […]

Línuleiðir…

Hér eru myndir af fyrirhugaðri „línuleið“ (rauða línan) þversum og kursum yfir Reykjanesskagann – í þágu álversframkvæmda… Fjölmiðlar hafa, líkt og orkufyrirtækin og stjórnvöld, þagað þunnu hljóði um það sem framundan er… …OG ÞETTA ER BARA BYRJUNIN ÞVÍ EFTIR ERU ALLAR AÐRAR FRAMKVÆMDIR Á SVÆÐINU SEM OG TILHEYRANDI RÖRALAGNIR…

Skammaskarð – Skammidalur – Helgafell

Gengið var um Skammaskarð frá Norður-Reykjum í Reykjadal og inn í Skammadal milli Æsustaðafjalls og Reykjafells. Ætlunin var að skoða minjar, sem þar áttu að vera – og fundist höfðu á loftmynd. Í Skammadal hafa sprottið kartöflugarðar og skúraþyrping á fyrrum ræktarsvæði. Stóri-hóll er hægra (vestan) megin þegar komið er upp, á norðurbrúninni. Litli-hóll er […]

Helgadalur – Katlagil

Gengið var um Helgadal og upp í Katlagil í norðvestanverðu Grímannsfelli. Ætlunin var að skoða minjar sem eiga að vera þar upp í gilinu. Katlagil er suðaustan í Dalnum. Katlagilslækur rennur niður gilið. Hann lét lítið yfir sér að þessu sinni, en af ummerkjum ofar í gilinu að dæma má telja líklegt að hann geti […]

Strókar – Strókagjárgöng – Hallshellir

Á Þingvöllum, ofan Almannagjár, er örnefnið Strókar. Um er að ræða kletta efst á vegg gjárinnar, en veggurinn er aðskilinn frá bakberginu með þröngri, en hárri, gjá; Strókagjá. Inn í hana er einungis ein leið, en hún er um falin hellisgöng í bergveggnum. FERLIR leitaði upplýsinga um örnefnið Stróka hjá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum og […]

Þorlákshöfn – rostungsgöndulsbein

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsis þann 10. mars 2008 birtist að því er virtist áhugaverð frétt, en skondin. „Göndulbein úr rostungi fannst í malarhlassi sem kom að Keldum úr Lambafelli í Ölfusi. Beinið er nú í vörslu Byggðasafns Ölfuss. Talið er að rostugsbeinið getið verið 10-12 þúsund ára gamalt. Það kom úr malarnámu, sem er í 285 […]

Sundvörðuhraun – byrgi

Í fornleifaskráningu fyrir Grindavík segir m.a. Skipsstíg að hann „er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkun.” Nefndur stígur er þó ekki líkt því eins vel […]

Óbrinnishólar

Jón Jónsson skrifaði grein (efni frá 1972) um Óbrinnishóla fyrir ofan Hafnarfjörð í Náttúrufræðinginn 1974-1975. Þar segir m.a.: „Undirhlíðar nefnast einu nafni hæðadrög þau, sem eru í beinu framhaldi af Sveifluhálsi frá Vatnsskarði norður að Kaldárbotnum. Hæðirnar eru að mestu leyti úr bólstrabergi, bólstrabreksíu og móbergsþursa af mismunandi gerð og útliti. Eftir Undirhlíðum liggja misgengi […]