Skjaldarmerki

Í dagblaðinu 24Stundir þann 26. sept. s.l. var stutt viðtal við séra Þórhall Heimisson um trúarleg tákn, einkum þau er lúta að skjaldarmerki Íslands, undir yfirskriftinni “Ruglingur með uppruna skjaldarmerkisins – Leiðrétting kurteislega afþökkuð”.
Þórhallur„Ég sendi þeim mjög kurteislega ábendingu um að þetta væri kannski ekki alveg rétt á vefnum. Ég fékk mjög kurteislegt þakkarbréf en svo hafa þeir ekkert gert við það,“ segir sr. Þórhallur Heimisson en hann reyndi, án árangurs, að benda forsætisráðuneytinu á þá pínlegu staðreynd að á vef ráðuneytisins er ekki greint alveg rétt frá uppruna íslenska skjaldarmerkisins.
Á vef ráðuneytisins er uppruni skjaldarmerkisins, nánar tiltekið landvættanna, rakinn til Heimskringlu en Þórhallur segir að upprunann sé að finna mun fyrr.”
Þá segir hann auk þess í viðtalinu: „Beint kemur þetta úr opinberunarbókinni. Þetta eru ævagömul tákn,“ segir hann og bætir við að þessi tákn, landvættirnar, sé hægt að rekja enn lengra aftur, allt til Babýlon og Súmeranna, 2-3000 árum fyrir Krist. Eins og sjá má þá hefur Þórhallur býsna yfirgripsmikla þekkingu á hvers konar táknum. „Ég er búinn að taka saman fullt af kristnum táknum, sem eru allt í kringum okkur og fólk er búið að gleyma hvað þau þýða.”

Heimild:
-24Stundir, föstudagur 26. september 2008, bls. 38.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki í ferðabók Ebenezers Hendersons um Ísland árin 1815-1816.