Alþingishúsið
Uppruni

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki evrópuríkisins Íslands.

Frá fornu fari hafa hermenn skreytt skildi sína en riddaratíminn í Evrópu ca. 1050-1450, var blómatími skjaldramerkjanna. Þá höfðu skjaldarmerkin hagýta þýðingu, m.s. samfara notkun lokaðs hjálms er olli því að ekki sást í andlit riddarans. Skjaldarmerkið var því oft það eina sem þekkja mátti riddrana á. Riddararar og lénsmenn þáðu skildi með merkum af lénsherra sínum og voru merkin tákn um tign og stöðu innan lénskerfis ríkisins.
Oftast var merki lénsmanns og riddara leitt af merki lénsherrans hvað liti og tákn varðaði.
Um skjaldarmerki fóru að gilda ákveðnar reglur sem urðu grundvöllur skjaldarmerkjafræðinnar. Greinin á sér fagorð og má nefna sem dæmi skjaldhöfuð, skjaldflöt, liti og lýsingu skjaldar. Skjaldarmerkjafræðin er ein hjálpargreina sagnfræðinnar, en auk sögulegs gildis hafa skjaldarmerkin listrænt gildi og táknrænt.

Íslensk skjaldarmerki
Skjaldarmerki
Saga íslenskra skjaldarmerkja er ekki eins litrík og skjaldarmerkjasaga þeirra Evrópuþjóða þar sem riddaramenningin blómstraði og íslenska sgan hefur heldur ekki verið rannsökuð til hlítar. Vanþekking og tilfinningasemi hafa oft ráðið skoðunum og ákvörðunum um íslensk skjaldarmerki, einkum á 20. öldinni. Umfjöllun um íslensk skjaldarmerki er skipt í þrjá kafla (hér verður fjallað um fyrsta kaflann):
1) um merki Íslands:
b) um merki Íslendinga sem hlutu aðalstign fyrr á öldum:
c) um merkibyggða, staða og svæða.

Ljónsmerkið
Í merkri skjaldarmerkjabók frá 13. öld, sem varðveitt er í ríkiskjalasafninu í Haag, er merki sem þar er kallað merki konungs Íslands. Í merkinu er upprétt, ókrýnt ljón með öxi. Danskur fræðimaður, Paul Warming, hefur leitt rök að því að merkið hafi verið merki Íslands eða þess manns sem fór með æðsta vald á íslandi í umboði Noregskonungs þá er merkjabók var gerð en Íslendingar höfðu gengið Noregskonungi á hönd árið 1264.

Þorskmerkið
Uppruni þorskmerkisins sem skjaldamerkis Íslands er að mestu hulinn. Danski skjaldarmerkjafræðingurinn Anders Thiset hefur bent á að Hansakaupmenn, sem aðsetur höfðu í Björgvin í Noregi, hafi haft þorsk ásamt fleiri táknum í sinnsigli sínu og þorskurinn hafi verið táknað viðskipti Hansakaupmanna með íslenskan fisk.
Þessi innsigli eru frá upphafi 15 aldar og yngri. Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt innsigli Íslands frá árinu 1593. Á innsiglinu er hausaður þorskur með kórónu. Einnig þekkist fallur þorskur með kórónu sem tákn Íslands um svipað leyti. Á síðari hluta 19. aldar fór að bera á óánægju meðal Íslendinga með þorskmerkið, þ.e. flatta krýnda þorskinn. Þessi óánægja var aðllega tilfinningalegs eðlis og þekkingu á skjaldarmerkjafræði skorti. Ýmsir töldu að Danir hefðu þröngvað merkinu upp á landsmenn og töldu merkið ljótt. Tillögur komu fram um nýtt merki og runnu þær oft saman við óskir Íslendinga á þessum árum, um íslenskan fána. Sumir telja að Sigurður Guðmundsson málari hafi fyrstur manna vakið áhuga Íslendinga á því að íslenski fálkinn væri vel til þess fallinn að vera merki Íslands.

Fálkamerkið
Árið 1897 ritaði Einar Benediktsson skáld grein þar sem hann segir að oft geri Íslendingar ekki mun á merki (skjaldarmerki) og fána. Hann telur fálkann hæfa vel sem merki, en leggur til að fáni Íslands verði hvítur kross á bláum fleti. Árið 1903 var gerð sú breyting á stjórnarskrá Íslands að ráðherra Íslands skyldi vera íslenskur og búsettur á Íslandi. Dönsk stórnvöld notuðu þetta tækifæri og breyttu skjaldarmerki landsins til að koma til móts við óskir Íslendinga um nýtt skjaldarmerki. Úrskurður var gefinn út 3. okróber 1903 um að skjaldarmerkin Íslands skyldi vera hvítur fálki á bláu grunni. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við útfærslu merkisins af hálfu Dana og hefðu sumir kosið að teikning Sigurðar Guðmundssonar málara af fálkamerki hefðu verið notaðar, en þær sýndu fálkann með þanda vængi.

Landvættamerkið eldra
Í tilefni fullveldis Íslands 1918 hófust umræður um nýtt skjaldarmerki. Ýmsar tillögur höfu komið fram um nýtt merki í stað fálkans, ma. tillaga Halldórs Hermannssonar prófessors, árið 1916 um að landvættirnar yrðu teknar upp í merkið. Matthías Þórðar

son þjóðminjavörður lagði einnig fram tillögur og var ein þeirra sú að merkið yrðis ömu gerðar og hinn nýi blái, hvíti og rauði þjóðfáni Íslendinga. Jón Magnússon forsætisráðhera bað Ríkharð Jónsson myndhöggvara að vinna úr tillögunum. Mynd Ríkharðs, krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands, en skjaldberar hinar fjórar landvættir, dreki, gammur, uxi og risi, varð skjaldarmerki Íslands frá 1919-1944.

Landvættarmerkið yngra
Fyrir þjóðveldisstofun 1944 fór þáverandi forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, þess á leit við nokkra menn að þeir gerðu tillögu um gerð skjaldarmerkis fyrir hið nýja lýðveldi. Niðrustaðan var sú að halda bæri landvættamerkinu frá 1919 með nokkrum breytingum. Tryggvi Magnússon listmálari teiknaði nýja merkið og 17. júní 1944 gaf nýkjörninn forseti Íslands, Svein Björnsson, út úrskurð um nýja landvættamerkið, sem síðan hefur verið skjaldarmerki Íslands.

Guðný Jónsdóttir

Stjórnarráðið

Stjórnarráðið.