Færslur

Alþingishúsið
Uppruni

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki evrópuríkisins Íslands.

Frá fornu fari hafa hermenn skreytt skildi sína en riddaratíminn í Evrópu ca. 1050-1450, var blómatími skjaldramerkjanna. Þá höfðu skjaldarmerkin hagýta þýðingu, m.s. samfara notkun lokaðs hjálms er olli því að ekki sást í andlit riddarans. Skjaldarmerkið var því oft það eina sem þekkja mátti riddrana á. Riddararar og lénsmenn þáðu skildi með merkum af lénsherra sínum og voru merkin tákn um tign og stöðu innan lénskerfis ríkisins.
Oftast var merki lénsmanns og riddara leitt af merki lénsherrans hvað liti og tákn varðaði.
Um skjaldarmerki fóru að gilda ákveðnar reglur sem urðu grundvöllur skjaldarmerkjafræðinnar. Greinin á sér fagorð og má nefna sem dæmi skjaldhöfuð, skjaldflöt, liti og lýsingu skjaldar. Skjaldarmerkjafræðin er ein hjálpargreina sagnfræðinnar, en auk sögulegs gildis hafa skjaldarmerkin listrænt gildi og táknrænt.

Íslensk skjaldarmerki
Skjaldarmerki
Saga íslenskra skjaldarmerkja er ekki eins litrík og skjaldarmerkjasaga þeirra Evrópuþjóða þar sem riddaramenningin blómstraði og íslenska sgan hefur heldur ekki verið rannsökuð til hlítar. Vanþekking og tilfinningasemi hafa oft ráðið skoðunum og ákvörðunum um íslensk skjaldarmerki, einkum á 20. öldinni. Umfjöllun um íslensk skjaldarmerki er skipt í þrjá kafla (hér verður fjallað um fyrsta kaflann):
1) um merki Íslands:
b) um merki Íslendinga sem hlutu aðalstign fyrr á öldum:
c) um merkibyggða, staða og svæða.

Ljónsmerkið
Í merkri skjaldarmerkjabók frá 13. öld, sem varðveitt er í ríkiskjalasafninu í Haag, er merki sem þar er kallað merki konungs Íslands. Í merkinu er upprétt, ókrýnt ljón með öxi. Danskur fræðimaður, Paul Warming, hefur leitt rök að því að merkið hafi verið merki Íslands eða þess manns sem fór með æðsta vald á íslandi í umboði Noregskonungs þá er merkjabók var gerð en Íslendingar höfðu gengið Noregskonungi á hönd árið 1264.

Þorskmerkið
Uppruni þorskmerkisins sem skjaldamerkis Íslands er að mestu hulinn. Danski skjaldarmerkjafræðingurinn Anders Thiset hefur bent á að Hansakaupmenn, sem aðsetur höfðu í Björgvin í Noregi, hafi haft þorsk ásamt fleiri táknum í sinnsigli sínu og þorskurinn hafi verið táknað viðskipti Hansakaupmanna með íslenskan fisk.
Þessi innsigli eru frá upphafi 15 aldar og yngri. Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt innsigli Íslands frá árinu 1593. Á innsiglinu er hausaður þorskur með kórónu. Einnig þekkist fallur þorskur með kórónu sem tákn Íslands um svipað leyti. Á síðari hluta 19. aldar fór að bera á óánægju meðal Íslendinga með þorskmerkið, þ.e. flatta krýnda þorskinn. Þessi óánægja var aðllega tilfinningalegs eðlis og þekkingu á skjaldarmerkjafræði skorti. Ýmsir töldu að Danir hefðu þröngvað merkinu upp á landsmenn og töldu merkið ljótt. Tillögur komu fram um nýtt merki og runnu þær oft saman við óskir Íslendinga á þessum árum, um íslenskan fána. Sumir telja að Sigurður Guðmundsson málari hafi fyrstur manna vakið áhuga Íslendinga á því að íslenski fálkinn væri vel til þess fallinn að vera merki Íslands.

Fálkamerkið
Árið 1897 ritaði Einar Benediktsson skáld grein þar sem hann segir að oft geri Íslendingar ekki mun á merki (skjaldarmerki) og fána. Hann telur fálkann hæfa vel sem merki, en leggur til að fáni Íslands verði hvítur kross á bláum fleti. Árið 1903 var gerð sú breyting á stjórnarskrá Íslands að ráðherra Íslands skyldi vera íslenskur og búsettur á Íslandi. Dönsk stórnvöld notuðu þetta tækifæri og breyttu skjaldarmerki landsins til að koma til móts við óskir Íslendinga um nýtt skjaldarmerki. Úrskurður var gefinn út 3. okróber 1903 um að skjaldarmerkin Íslands skyldi vera hvítur fálki á bláu grunni. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við útfærslu merkisins af hálfu Dana og hefðu sumir kosið að teikning Sigurðar Guðmundssonar málara af fálkamerki hefðu verið notaðar, en þær sýndu fálkann með þanda vængi.

Landvættamerkið eldra
Í tilefni fullveldis Íslands 1918 hófust umræður um nýtt skjaldarmerki. Ýmsar tillögur höfu komið fram um nýtt merki í stað fálkans, ma. tillaga Halldórs Hermannssonar prófessors, árið 1916 um að landvættirnar yrðu teknar upp í merkið. Matthías Þórðar

son þjóðminjavörður lagði einnig fram tillögur og var ein þeirra sú að merkið yrðis ömu gerðar og hinn nýi blái, hvíti og rauði þjóðfáni Íslendinga. Jón Magnússon forsætisráðhera bað Ríkharð Jónsson myndhöggvara að vinna úr tillögunum. Mynd Ríkharðs, krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands, en skjaldberar hinar fjórar landvættir, dreki, gammur, uxi og risi, varð skjaldarmerki Íslands frá 1919-1944.

Landvættarmerkið yngra
Fyrir þjóðveldisstofun 1944 fór þáverandi forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, þess á leit við nokkra menn að þeir gerðu tillögu um gerð skjaldarmerkis fyrir hið nýja lýðveldi. Niðrustaðan var sú að halda bæri landvættamerkinu frá 1919 með nokkrum breytingum. Tryggvi Magnússon listmálari teiknaði nýja merkið og 17. júní 1944 gaf nýkjörninn forseti Íslands, Svein Björnsson, út úrskurð um nýja landvættamerkið, sem síðan hefur verið skjaldarmerki Íslands.

Guðný Jónsdóttir

Stjórnarráðið

Stjórnarráðið.

Íslenski fáninn
Skjaldarmerki komu að góðum notum, þegar herklæði voru þannig að erfitt var að þekkja vin frá óvini í orrustu nema skjaldarmerki segðu til um hverjir þar færu.
Skjaldarmerki

Á fyrri öldum var skjaldarmerki Íslands lengi saltfiskur á rauðum skildi.

Sömu merki voru einnig löngum notuð í innsiglum, þótt engra lita gætti þar. Innsigli Hrafns Sveinbjarnarsonar er elsta innsigli Íslendings, sem vitað er um. Var það fingurgull með nafni hans og merktur á hrafn, gjöf frá Bjarna Kolbeinssyni, biskupi í Orkneyjum.
Við gerð skjaldamerkja tíðkast ákveðnar meginreglur, bæði að því er varðar skjaldarmerki einstaklinga, ætta, þjóðhöfðingja og ríkja. Skjaldarmerki er einungis það, sem markað er á sjálfan skjöldinn, en umhverfis eru skjaldberar svo sem landvættirnar umhverfis íslenska ríkisskjaldarmerkið. Tveir málmar og fjórir litir koma við sögu í gerð skjaldamerkja; gull eða gulu litur í þess stað, silfur eða hvítur litur, blátt, rautt, svart og grænt. Höfuðreglan er að láta ekki málm liggja að málmi (gull, silfur eða gult og hvítt) eða lit að liti, heldur eiga litur og málmur að skiptast á. Undantekningar og frávik eru þó frá þessu, einkum ef aukið er við fornt merki eða því breytt á annan hátt. Þá er þess að geta að þegar talað er um hægri og vinstri í skjaldamerkjafræði, þá er miðað við þann, sem er að baki skildinum, heldur á honum.

Skjaldarmerki

Árið 1903 var ákveðið að skjaldarmerki Íslands skyldi vera hvítur íslenskur fálki á bláum grunni. Þetta merki þótti veglegra en eldra merkið sem var flattur þorskur. Fálkamerkið var notað til 1919, þegar nýtt skjaldarmerki var tekið í notkun.

Þótt skjaldarmerki einstakra manna hafi ekki verið mörg á Íslandi, þá hafa þau þó tíðkast. Í fornum ritum er getið um skildi, sem dregnar voru á myndir, t.d. ljón, og í innsiglum voru ýmsar myndir. Á 14. og 15. öld voru nokkrir Íslendingar gerðir að riddurum og tóku sér þá skjaldarmerki. Loftur ríki Guttormsson er sagður hafa haft hvítan fálka á bláum feldi sem sitt skjaldarmerki, en aftur á móti höggorm í innsigli sínu. Torfi Arason hafði að skjaldarmerki hvítabjörn á bláum feldi og hálfan hvítabjörn upp af hjálminum. Björn ríki Þorleifsson hafi samskonar skjaldarmerki nema hvað hvítabjörninn upp af hjálminum var heill.
Þeir, sem sæmdir voru stórkrossi Dannebrogsorðunnar, áttu að láta gera sér skjaldarmerki, ef þeir höfðu ekki slík merki fyrir. Þegar farið var að veita Íslendingum þetta orðustig, létu ýmsir þeirra gera sér skjaldarmerki svo sem fyrsti Íslendingurinn, sem hlaut stórkross Dannebrogsorðunnar, dr. Pétur Pétursson biskup.

Á árunum 1950-1959 starfaði á vegum danska forsætisráðuneytisins nefnd, sem ráðuneytið hafði falið að gera athugun á og tillögur um notkun ríkisskjaldarmerkis Danmerkur.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands frá dögum Gissuarar jarls, skv. tilgátu P. Warmings.

Einn nefndarmanna, P. Warming, lögfræðingur, sem var ráðunautur danska ríkisins í skjaldamerkjamálum, hefur síðar látið í ljós álit sitt á því hvernig ríkisskjaldarmerki Íslands muni hafa verið fyrir 1262-1264, þ.e. áður en landið gekk Noregskonungi á hönd, og hvernig skjaldarmerki Noregskonungs hafi verið, þegar hann notaði merki sem konungur Íslands.
Til er frönsk bók um skjaldarmerki, talin skráð á árunum 1265-1285. Nefnist hún Wijnbergen-skjaldamerkjabókin og er varðveitt í Koninklijk Nederlandsch Gencotschap voor Geslachot en Wapenkunde í Haag. Efni hennar var birt í Archives Heraldiques Suisses á árunum 1951-1954.

Á bakhlíð eins blaðsins í bókinni (35.) er m.a. sýnt merki konungsins yfir Íslandi, þ.e. merki Noregskonungs sem konungs Íslands eftir atburðina 1262-1264.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Konungs Íslands samkvæmt franskri skjaldamerkjabók frá 13. öld geymd í Wijnbergen í Hollandi.

Skjaldarrendur eru dökkar, en þverrendur bláar og hvítar (silfraðar). Tveir þriðju hlutar skjaldarins neðan frá eru með þverröndum, silfruðum og bláum til skiptis. Efsti þriðjungur skjaldarins er gylltur flötur, án þverranda. Á skjöldinn er markað rautt ljón, sem stendur öðrum afturfæti niður við skjaldarsporð, en höfuð ljónsins nemur við efri skjaldarrönd. Í framlöppum ljónsins er öxi í bláum lit á efsta þriðjungi skjaldarins (hinum gyllta hluta), en skaftið, sem nær yfir sjö efstu silfruðu og bláu rendurnar, virðist vera gyllt, þegar kemur niður fyrir efstu silfurröndina. Ljónið í skjaldarmerki Noregs var ekki teiknað með öxi í klónum fyrr en á dögum Eiríks konungs Magnússonar eftir 1280.Þetta umrædda skjaldarmerki virðist eftir hinni frönsku bók að dæma hafa verið notað af Noregskonungi sem konungi Íslands eftir árið 1280. Þótt öxin bættist í skjaldarmerkið eftir árið 1280, er hugsanlegt að sama eða svipað skjaldarmerki, án axar, hafi verið notað af “Íslandskonungi” áður, e.t.v. strax frá 1264.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Kristjáns 10. konungs Íslands 1918 til 1944 og Danmerkur 1912 til 1947. Tákn Íslands er silfurlitur fálki í vinstra horni neðst. Nýtt skjaldarmerki án fálka Íslands 1948.

Um þorskmerkið sem tákn Íslands eru ekki skráðar heimildir fyrr en svo löngu seinna að notkun þess þarf ekki að rekast á þetta merki eða önnur, sem kynnu að hafa verið notuð sem merki Íslands.
Skjaldarmerki “Íslandskonungs”, sem að framan getur, virðist þannig myndað, að norska skjaldarmerkið, gullið ljón á rauðum grunni, er lagt til grundvallar, en litum snúið við: rautt ljón á gullnum grunni. Þessi breyting ein er þó ekki látin nægja, heldur er tveimur þriðju hlutum skjaldarins að neðan breytt þannig, að þar skiptast á bláar og silfraðar þverrendur, neðst blá, síðan silfruð, þá blá aftur og svo koll af kolli, en efsta silfraða þverröndin liggur að þeim þriðjungi skjaldarins, sem er gullinn.
Það skjaldarmerki, sem þegar hefur verið til og menn hafa viljað virða og taka tillit til um leið og við það var bætt hluta af ríkisskjaldarmerki Noregs, hlýtur að hafa verið skjaldarmerki Íslands fyrir árið 1262. Það skjaldarmerki hefur samkvæmt framansögðu verið skjöldur með tólf silfruðum (hvítum) og bláum þverröndum, efst silfur og neðst blátt. Í einfaldleik sínum er þetta frá skjaldarmerkjafræðilegu sjónarmiði fallegt merki.

Skjaldarmerki

Kóróna í skjaldarmerki Íslands, hinu eldra af landvættaskjaldarmerkjunum og tók við af fálkamerkinu og þar áður því með útflatta þorskinum. Merkið var í gildi 1919-1944, þegar Ísland var enn í konungssambandi við Dani. Konungsúrskurður kvað á um að í merkinu skyldi vera krýndur skjöldur sem á væri fáni Íslands. Skjaldarmerkið teiknaði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari og útskurðarmeistari. Þetta tiltekna merki er 70×70 cm stórt, gagnskorið í tré. Ekki er vitað hvort Ríkarður hafi sjálfur skorið það en það hefur vissulega verið gert af færum myndskera og það kom til Þjóðminjasafnsins frá Alþingi. Síðara landvættamerkið sem tekið var í notkun eftir lýðveldisstofnunina er að sjálfsögðu kórónulaust.

Ef þetta er rétt tilgáta, þá er elsta íslenska ríkisskjaldarmerkið álíka gamalt og það norska, en norska skjaldarmerkið (án axar) þekkist frá dögum Hákonar IV. Hákonarsonar. Fjöldi þverrandanna í Íslandsmerkinu þarf ekki að tákna neitt sérstakt, en gæti leitt hugann að því að Íslandi mun í upphafi hafa verið skipt í tólf þing, þótt því hafi að vísu verið breytt áður en sá siður barst til Norðurlanda á tímabilinu 1150-1200 að taka um skjaldarmerki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands, hið nýja, prentað sem fylgiblað við Stjórnartíðindi fyrir Ísland, 1919 A. 2. Blaðast. 25,5 x 18 cm. Prentað í Kaupmannahöfn eptir uppdrætti, sem Ríkharður Jónsson gjörði fyrir Jón Magnússon forsætisráðherra eptir tillögu gef. Komið hafði fram tillaga um að hafa skjaldarmerkið fjórskiptan skjöld, eða með 4 reitum, og sína landvættina í hverjum. Sú tillaga var studd af nokkrum stjórnmálamönnum og því tók gef. það tillit til hennar og landvættanna, að hafa þá fyrir skjaldbera, þegar skjaldberar yrðu sýndir með merkinu, sem hann lagði til að hafa með sömu gerð og þjóðfánann, ef skjaldarmerkið með fálkanum yrði af numið aptur og ekki að eins breytt í því fálkamyndinni, eins og hann hafði farið fram á í Árb. Fornleifafjel. 1915, 23, og ef ekki yrði tekið upp aptur í stað fálkamerkisins hið forna Þorskmerki, sem hann lagði til að fremur yrði tekið upp en þjóðfánamerkið eða nokkurt annað skjaldarmerki, ef fálkamerkið yrði afnumið. : Hafði hann fengið fjölda marga málsmetandi menn í Reykjavík til þess að senda stjórnarráðinu áskorun um þetta, en það ekki sinnt því. Eptirá viðurkendi þó Jón Magnússon ráðherra fyrir gef., að hann þá væri orðinn þeirrar skoðunar, að rjettast hefði verið að halda fálkamerkinu með breyttri mynd. Ríkarður Jónsson hafði mjög nauman tíma til að gera frummynd sína og lagði gef. til að hún yrði ekki prentuð þannig: einkum var hann mótfallinn lögun skjaldarins að neðan, fyrir komulaginu á skildi og skjaldberum, þessari gerð á griðungnum og bergrisanum. En prentuninni var hraðað og látið sitja við fyrirmyndina svo sem hún var. Blaðið fjekk gef. hjá stjórnarráðinu. Það er nú í gyltri umgerð með gleri í: st. að utanmáli 32,2 x 24,8 cm. Sbr. nr. 8210.

Það, að ljónið í norska skjaldarmerkinu skuli á mynd í umræddri bók vera með öxi, sem einmitt var bætt í merkið í þann mund sem bókin hefur verið í smíðum, sýnir að sá, sem lét setja bókina saman, hefur haft glögga vitneskju um norræn skjaldarmerki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands átti eftir að taka breytingum frá fyrstu útgáfu.

Það, sem hér að framan er sagt um merki Íslands fyrir og eftir 1262, er lausleg frásögn af áliti P. Warming, lögfræðings og skjaldarmerkjaráðunauts í Kaupmannahöfn.Merkið, sem getið er um, skjöldur með tólf þverröndum, hvítum (silfruðum) og heiðbláum til skiptis, er hugsanlega það merki (eða fáni) sem Hákon konungur fékk Gissuri Þorvaldssyni í Björgvin 1258, er hann gerði hann að jarli.
Tilgátu P. Warmings um merki Íslandskonungs hefur verið andmælt, t.d. af Hallvard Trætteberg, safnverði í Noregi, og telja sumir merkið í Wijnbergen-bókinni tilbúning og hugarflug teiknarans. Þeim andmælum hefur P. Warming svarað og bent á að skjaldarmerkjabókin sé yfirleitt nákvæm og áreiðanleg svo sem um skjaldarmerki Englands, Skotlands, Írlands, Manar og Orkneyja, og ekki sé undarlegt að Ísland hafi haft sérstakt merki, þegar þess sé gætt að lítil samfélög eins og Mön, Orkneyjar, Jamtaland og Færeyjar höfðu sín merki.
Hvað sem líður merki Íslandskonungs, þá telur P. Warming allt benda til þess að skjöldurinn með tólf hvítum og bláum þverröndum sé hið upprunalega (skjaldar)merki Íslands.

Skjaldarmerki

Tryggvi Magnússon var fyrsti auglýsingateiknari Rafskinnu árin 1935-1945 og árið 1944 var teikning hans af landvættunum viðurkennd sem opinbert skjaldarmerki lýðveldis Íslands.

Skjaldarmerki lýðveldisins Íslands, eftir 1944, er silfurlitaður kross á himinbláum skildi, með eldrauðum krossi varpað inn í silfurkrossinn. Skjaldarmerkið prýða hinir fjóru landvættir Íslands, einn fyrir hvern landsfjórðung: griðungur (Vesturland), gammur (Norðurland), dreki (Austurland) og bergrisi (Suðurland). Þeir standa á helluhrauni. Höfundur skjaldarmerkisins var Tryggvi Magnússon.

Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.” Þetta var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands, 1918–1944.

-Af vefsíðinni stjornarradid.is
-https://is.wikipedia.org/wiki/Skjaldarmerki_%C3%8Dslands

 

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands.

Fáni

Skjaldarmerki

Í dagblaðinu 24Stundir þann 26. sept. s.l. var stutt viðtal við séra Þórhall Heimisson um trúarleg tákn, einkum þau er lúta að skjaldarmerki Íslands, undir yfirskriftinni “Ruglingur með uppruna skjaldarmerkisins – Leiðrétting kurteislega afþökkuð”.
Þórhallur„Ég sendi þeim mjög kurteislega ábendingu um að þetta væri kannski ekki alveg rétt á vefnum. Ég fékk mjög kurteislegt þakkarbréf en svo hafa þeir ekkert gert við það,“ segir sr. Þórhallur Heimisson en hann reyndi, án árangurs, að benda forsætisráðuneytinu á þá pínlegu staðreynd að á vef ráðuneytisins er ekki greint alveg rétt frá uppruna íslenska skjaldarmerkisins.
Á vef ráðuneytisins er uppruni skjaldarmerkisins, nánar tiltekið landvættanna, rakinn til Heimskringlu en Þórhallur segir að upprunann sé að finna mun fyrr.”
Þá segir hann auk þess í viðtalinu: „Beint kemur þetta úr opinberunarbókinni. Þetta eru ævagömul tákn,“ segir hann og bætir við að þessi tákn, landvættirnar, sé hægt að rekja enn lengra aftur, allt til Babýlon og Súmeranna, 2-3000 árum fyrir Krist. Eins og sjá má þá hefur Þórhallur býsna yfirgripsmikla þekkingu á hvers konar táknum. „Ég er búinn að taka saman fullt af kristnum táknum, sem eru allt í kringum okkur og fólk er búið að gleyma hvað þau þýða.”

Heimild:
-24Stundir, föstudagur 26. september 2008, bls. 38.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki í ferðabók Ebenezers Hendersons um Ísland árin 1815-1816.

Hraun

Vættir Íslands á skjaldarmerki Íslands standa á helluhrauni, sumir segja reyndar stuðlabergi, en hvað er stuðlaberg annað en hraunmyndun?
 Skjaldarmerki Íslands “Skjaldamerkið prýða hinir fjóru landvættir Íslands, einn fyrir hvern fjórðung: Griðungur (vestfirðir), Gammur (norðurland), Dreki (austfirðir) og Bergrisi (suðurland).” En hvað um Vesturland!? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að fjórði landvætturinn, bergrisinn, opinberaðist á Reykjanesskaganum, en ekki Suðurlandi, eins og jafnan hefur verið talið.
Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en þar segir svo: „Haraldur (Gormsson Dana) konungr bauð kunnugum manni at fara í hamförum til Íslands og freista, hvat hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar váru fullir af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn ok ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir ormar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann. En hann lagðisk í brot ok vestr fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eptir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svá mikil, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi annarra fugla, bæði stórir ok smáir. Braut fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógurliga. Fjöldi landvétta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes ok vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuðit hærra en fjöllin ok margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austr með endilöngu landi – „var þá ekki nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millim landanna,” segir hann, „at ekki er þar fært langskipum.”
Vikarskeið (Vikrarskeið) er sandfjaran austan við Þorlákshöfn og vestan við Hraunssand vestan Ölfusárósa.
Ströndin vestan ÖlfusárósaÁ fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf nýkjörninn forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig: „Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.”
Reykjanesskagi er suðvesturhluti Íslands, sem skagar eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandinu. Skaginn er sunnan Faxaflóa, sem er stærsti flói við Ísland. Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).
Hraunreipi í helluhrauni (Kistuhrauni)Suðurnes er heiti sem haft er sem samheiti um þau byggðarlög sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vatnsleysustrandarhreppur með þéttbýliskjarnann Voga, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Garður, Sandgerði og Grindavík. Jafnan hefur Grindavík þó ekki verið talin til eiginlegra Suðurnesja því hugtakið var lengi vel fyrst og fremst bundið við útvert Rosmhvalanesið. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.”
Dæmi um hellu- og apalhraun eru t.d. hraunin sem liggur yfir Suðurnesin. Hraun er jarðskorpa eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos. Hitastig sem getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna. Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.  Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg.
Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt. Berg sem myndast við hraunrennsli á yfirborði kallast gosberg.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. ApalhraunEnskt heiti þessara hraungerða eru “Aa-lava” (apalhraun) og “Pahoehoe” (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
Jarðskorpa er ysta jarðlag steinplánetu. Jarðskorpa jarðarinnar (oft nefnd Jarðskorpan) skiptist í tvær gerðir jarðskorpna, meginlandsskorpu sem er 20-70 km þykk og hafsbotnsskorpu sem er um 6-7 km þykk.
Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Kistuhraun í Brennisteinsfjöllum.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Raufarhólshellir og Búri.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Í sumum gosum verða til blandhraun, líkt og sjá má í Arnarseturshrauni ofan við Grindavík. Hraunið, sem bergrisinn á að hafa staðið á, eitt af fjórum táknum skjaldarmerkisins, er hluti Leitarhrauns, sem mun hafa runnið fyrir u.þ.b. 5000 árum.

Heimildir m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Hraun
-Stjórnarráð Íslands.

Hraun

Hraun – Tíðarhliðið,

Reykjanesviti

Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs – allt frá víxlu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár.
Reykjanesviti-fyrsti vitinn 1878Merkið þótti bæði stórt og myndarlegt, enda bæði góður vitnisburður um tilvist konungs og viðurkenningu hans á mikilvægi mannvirkisins. Hjá sumum hefur jafnvel sú minning lifað að konungur hafi sjálfur komið hingað til lands og verið viðstaddur afhendingu skjaldarmerkisins. Fyrir því stendur þó enginn stafur í skráðum heimildum. Í dag er ekki að sjá ummerki eftir skjaldarmerkið á vitahúsinu. Í ljósi þess er nauðsynlegt að skoða eftirfarandi skrif. –
Í “Sjómannablaðinu” árið 1998 má lesa eftirfarandi um fyrsta vitann á Íslandi: “Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Valahnúk á Reykjanesi. Það var hinn 1. desember 1878 að kveikt á Reykjanesvitanum og hann þar með tekinn formlega í notkun. Árið 1897 voru gerðar endurbætur á Reykjanesvita, en hann var orðinn illa farinn, einkum vegna jarðhræringa.
Jarðhræringarnar urðu það afdrifaríkar fyrir Reykjanesvitann að árið 1907 var svo komið, að verulega hafði hrunið úr Valahnúknum og ekki nema 10 m frá vitanum fram á brún, en holt undir og allt sundursprungið. Neitaði vitavörðurinn að vaka í vitanum, og var úr því ákveðið að byggja nýjan vita á Bæjarfelli [Vatnsfelli], sem er hóll nokkru ofar en Valahnúkur. Var nýi vitinn var reistur árið 1908, úr grjóti og steinsteypu, 22 m á hæð upp á pall, sívalur að innan, 2.5 m í þvermál, en keilumyndaður að utan, 9 m í þvermál neðst en 5 m efst. Er því veggþykktin 3.25 m neðst og 1.25 m efst”.
Í “Sjómannablaðinu Víkingur” árið 1978 var þetta skrifað: „Fyrsti vitinn hér við land var Reykjanesviti, en hann var byggður 1878 og var kveikt á honum 1. desember það ár.
Síðan gerðist ekkert fyrr en 1897, en þá voru byggðir þrír Reykjanesviti 1944vitar. Þeir voru Garðskagaviti, Gróttuviti og vitinn sem stóð í Skuggahverfinu í Reykjavík. Upp úr aldamótunum fer svo þróunin að verða nokkuð hröð. Á þessum upphafsárum voru olíulampar ljósgjafinn í vitunum og brenndu þeir steinolíu.
Olíulamparnir kröfðust mikillar natni af vitavörðunum, sem auk þess að sjá um að næg olía væri fyrir hendi urðu að gæta þess að halda kveiknum og lömpunum hreinum og svo framvegis. En þess ber að geta að um aldamótin var ljósabúnaðurinn sérlega vandaður og mikið í hann lagt. Þetta var hreinasta völundarsmíð. Allt gler var handslípað, svo sem ljósakrónurnar og ljósbrjóturinn sem magnar upp ljósið. Þessi tæki eru enn í notkun sums staðar úti á landi, orðin hátt í aldargömul, en tvö þau elstu eru geymd sem safngripir á Siglingastofnun. Annað er úr eldri Garðskagavita og er frá 1897, en að sjá sem nýtt væri.”
Reykjanesviti-sjoldur-2Í “Óðni” árið 1907 er sagt frá konungsskiptum í Danmörku: “Fyrir rjettu ári flutti »Óðinn« mynd Kristjáns konungs IX., sem, eins og kunnugt er, andaðist 29. jan. síðastl. og blöð okkar hafa einróma talið Íslandi allra konunga bestan. Friðrik konungur er fæddur 3. júní 1843, en Lovísa drotning 31. okt. 1851.”
Í “Skólablaðinu” árið 1912 er þess getið að Friðrik VIII hafi dáið þann 14. maí 1912.
Í “Bjarma” árið 1907 segir: “Hans hátign Kristján X. tók við konungdómi 15. maí 1912, þegar hinn vinsæli konungur Friðrik VIII. féll svo sviplega frá.
Fyrstur konunga vorra hafði faðir hans, Kristján IX., heimsótt land vort, á þjóðhátíðinni 1874, þegar hann kom með frelsisskrá í föðurhendi. Enginn Danakonungur hafði fyr stigið fæti á frónska grund. Friðrik VIII. heimsótti land vort, sumarið 1907. Þá voru sjálfstæðismál þjóðarinnar efst á baugi. Þá voru ungmennafélögin í uppsiglingu og fánamálið framarlega á dagskrá. Friðrik VIII. talaði í veizlu á Kolviðarhóli, um »ríkin tvö«, og þótti Íslendingum það vel mælt, en Dönum miður. Friðrik konungur hafði mikinn áhuga fyrir því, að látið væri að óskum Íslendinga um meira frelsi. En tilraunir þær, sem gerðar voru í hans tíð, mishepnuðust, og svo féll hann sviplega frá 1912.”
“Heimilisblaðið” 1937: “Hinn 10. þ. m. kemur Friðrik IX. Danakonungur og Ingiríður drottning hans í opinbera heimsókn til Íslands, og er þetta sjöunda konungskoman í sögu landsins, en FReykjanesviti-skjoldur-3riðrik IX er fjórði konungurinn, sem sækir landið heim. Fyrstur kom langafi hans, Kristján IX., á þúsund ára afmæli byggðar landsins 1874; þá afi hans, Friðrik VIII., árið 1907 og loks faðir hans, Kristján X., en hann kom fjórum sinnum til Íslands í valdatíð sinni, árin 1921, 1926, 1930 og 1936.”
Í “Sunnudagsblaðinu” árið 1956 er sagt frá því að “þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita sem er 73 metra yfir sjávarmáli”.
Loks segir frá byggingu þriðja vitans á Reykjanesi í “Morgunblaðinu” árið 1998: “Árið 1947 var síðan Litliviti byggður á bjargbrúninni skammt austan við Blásíðubás. Sama ár voru ný hús byggð yfir vitavörðinn í stað þeirra eldri, sem ummerki sjást ekki eftir í dag”.
Ekki er getið um skjöldinn í bókinni “Vitar á Íslandi” frá árinu 2002. Hann (þeir) hangir uppi á vegg Siglingastofnunar að Vesturvör 2 í Kópavogi, tignarlegir á að líta og greinilega vel um haldið. Þegar FERLIR hafði samband við stofnuna brást starfsmaður hennar, Baldur Bjartmarsson, mjög  vel við; upplýsti um tilvist skjaldarins og gaf góðfúslega kost á ljósmyndun hans.
Skjöldurinn sjálfur, sem er úr pottjárni og nánast mannhæðar hár, er með skjaldarmerki Kristjáns IX. og kórónu að ofan. Undir er spjald með áletrunni 1908 (MCMVIII). Til hliðar er annar skjöldur, minni, einnig úr pottjárni, með skjaldarmerki Friðriks VIII., en sá skjöldur hafði verið skrúfaður hafði verið yfir hinn.
Reykjanesviti-skjoldur-4Spjald við skjöldinn á vegg Siglingastofnunar: “Fyrsti viti á Íslandi var byggður á Reykjanesi 1878 og endurbyggður á öðrum stað 1908. Þetta konungsmerki var sett á seinni bygginguna. Eftir að Friðrik VIII. tók við stjórnartaumunum var neðra merkið sett yfir það fyrra”.
Hafa ber í huga, samanber ofangreint, að Friðrik VIII. var konungur yfir Íslandi þegar vitinn var vígður, en ekki faðir hans Kristján IX., sem dó 1907. Líkast til hefur skjöldurinn þegar verið mótaður í tíð Kristjáns, en honum síðan breytt viðeigandi eftir andlát hans.
Að sögn Konráðs Óla Fjeldsteds man vel eftir skildinum á vitanum. Hann hefði verið settur upp í tilefni af víxlu hans 1908. Flaggað hafði verið með hárri flaggstöng og stórum dönskum fána á Stanghól gegnt vitavarðarhúsinu af því tilefni. Sjálfur hefði hann haldið að konungur, Friðrik VIII., hefði komið til landsins af því tilefni, en þó hafi það ekki verið víst, sjálfur væri hann fæddur 1943. Skjöldurinn hefði síðan hangið uppi allt þangað til vitinn var múraður síðast, líklega um 1970. Þá hafi skjöldurinn verið færður inn eftir og ekki sést síðan. Skjaldarmerki konungs hefði einnig verið á ljósakúplinum í vitanum. Áður hefði verið þar gaslukt, en konungur hefði einnig gefið nýtt ljósker í tilefni víxlunnar.
Þarna er kominn skýringin á skjaldarmerkinu sem og á þeim tveimur merkjum konunga Íslands sem og tilvist þess á nýjum stað.
Skjaldarmerkið verður 105 ára á þessu ári (ef miðað er við uppruna þess). Því má með sanni telja það til fornminja sbr. ákvæði þjóðminjalaga. Lagt er þó til að skjaldarmerkið (skjaldarmerkin) umrædda verði fært aftur á upprunalega sögustaðinn – á Reykjanesvitann, þar sem það myndi sóma sér vel og vekja forvitni og aðdáun ferðamanna á svæðinu um ókomna tíð.

Heimild:
-Sjómannablaðið, 61. árg. 1998, 1. tbl., bls. 119.
-Baldur Bjartmarsson, Siglingastofnun.
-Sjómannablaðið Víkingur, Steingrímur Jónsson, 40. árg. 1978, 11.-12. tbl. bls. 21-26.
-Óðinn, 2. árg. 1906-1907, 1. tbl. bls. 2.
-Skólablaðið, 6. árg. 1912, 6. tbl., bls. 81.
-Bjarmi, 1. árg. 1907, 14. tbl., bls. 105.
-Heimilisblaðið, 26. árg. 1937, 5. tbl. bls. 67.
-Sunnudagsblaðið, 8. apríl 1956, bls. 129.
-Morgunblaðið 1. des. 1998, bls. 78.
-Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002, Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson, Siglingastofnun, 2002.
-Konráð Óli Fjeldsted, f. 1943, Reykjanesbæ, sonur Sigurjóns Ólafssonar vitavarðar í Reykjanesvita.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Bessastaðakirkja

Í Mbl.is 12. janúar 1997 er fjallað um Moltke greifa á Bessastöðum.

Molthes

Moltkes greifi.

Nýjasta hefti danska tímaritsins Heraldisk Tidskrift er fróðleg grein, sem fjallar um skjaldarmerki aðalsættar, sem rekur kyn sitt til furstadæmisins Mecklenburg. Aðalsætt þessi kemur víða við sögu Þýskalands, Danmerkur og Íslands. Hér er um að ræða fjölda nafnkunnra manna, sem kenndu sig við Moltke, en höfðu í skjaldarmerki sínu þrjá fugla, af ætt orra. Svo sem fram kemur í grein Pouls Holtstein í tímaritinu sem til er vitnað, hefir Moltekættin tengst ýmsum öðrum aðalsættum og birtist með grein höfndar fjöldi tilbrigða við upprunalegt skjaldarmerki Moltkeættarinnar. Því hefir lítt verið haldið á loft, að einnig hér á landi hefir skjaldarmerki Moltkeættar lengi gnæft á sögufrægum stað, án þess að sérstök athygli væri á því vakin. Hér er átt við Bessastaði. Yfir dyrum Bessastaðakirkju er mótað skjaldarmerki E.C.L. Moltkes stiftamtmanns. Hann gegndi því embætti um fjögurra ára skeið. Hyggjum nánar að því síðar.

Margur ættarlaukur

Moltkes

Ættarsetur Molkets greifa.

Íslendingar hafa átt mikil og margvísleg samskipti við nafnkunna menn, sem teljast til Moltkeættar. Svo sem geta má nærri er þar margur ættarlaukur, en ekki feta gangvarar þeirra og gæðingar allir sömu braut. Knud Zimsen borgarstjóri, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og séra Friðrik Friðriksson í KFUM hefðu allir nefnt Joachim Moltke, hirðmeistara Friðriks prins síðar konungs, sem öðling á miklum ættarmeiði.

Einar Olgeirsson foringi kommúnista hafði kynnst Kai Moltke, forystumanni danska kommúnistaflokksins. Einar segir um hann: “Kai Moltke var af hinni frægu og tignu Moltkeætt og var þess vegna kallaður rauði greifinn. Hann var afkastamikill rithöfundur.” Við þessa lýsingu Einars má bæta því að skv. frásögn Kai Moltkes átti Stefán Pjetursson síðar þjóðskjalavörður fótum fjör að launa, er hann leitaði ásjár danska sendiráðsins og óskaði eftir því að vera fluttur heim frá Moskvu. Hann óttaðist ofsóknir réttlínumanna.

Molkes

Skjaldarmerki Moltkers greifa.

Þá deildu menn hart um það hverjir væru höfuðstoð borgarastéttarinnar. Seinna kom í ljós að þeir voru það allir með tölu.

Í frásögn Knuds Zimsens borgarstjóra kemur fram að Joachim Moltke greiðir götu margra fátækra stúdenta og veitir sumum þeirra fjárhagslega aðstoð.

“Moltke bjó í stórri höll. Hann hafði gaman af að safna til sín kristilega sinnuðum stúdentum, og einu sinni í mánuði hverjum mætti hjá honum stór hópur slíkra manna. Þegar þangað var komið, var haldin bænasamkoma, en að henni lokinni bauð hann öllum til matar. Moltke var vel menntaður og víðlesinn, og báru viðræðurnar í hinum stóra sal hans greinileg merki þess.”
Frásögn séra Bjarna Jónssonar af heimsókn í höll Moltkes er með sérstæðum blæ. Hún ber öll einkenni séra Bjarna, enda kann sá sem hlýðir að hlusta og segja frá. Matthías Johannessen ritstjóri skráir frásögn séra Bjarna: “Ég hef stundum verið spurður, hvað mér hafi komið mest á óvart fyrstu vikurnar í Kaupmannahöfn. Ég held það hafi verið höll Moltkes greifa í Breiðgötu. Olfert Richard sagði við mig, þegar ég hafði dvalist nokkurn tíma í Kaupmannahöfn: “Nú hef ég boð til greifa Moltke og við fylgjumst þangað að.” Ég verð auðvitað undrandi, en þó fullur af tilhlökkun. Og hún breyttist í fögnuð, þegar ég gekk inn, því höll Moltkes greifa var fínasti staður, sem ég hafði séð á ævi minni, og langt hafin yfir allt annað. Hún var jafnvel ennþá fínni en torfbærinn heima í Mýrarholti. Greifanum kynntist ég síðar mjög vel í KFUM.”
Naumast þarf að vekja athygli á því hve vel séra Bjarna tekst að varpa ljóma á æskuheimili sitt, lágreistan torfbæinn með skin frá steinolíuljósi á horni Vesturgötu og Bakkastígs.

Benedikt Gröndal hefir lýst Bessastaðakirkju í bók sinni Dægradvöl:

Bessastaðakirkja

Skjaldarmerki á turni Bessastaðakirkju?

“Upp úr turninum er stöng úr járni og stór málmkúla neðan til á henni og var gyllt, á að giska tvær álnir að þvermæli; þar uppi yfir var gylltur veðurviti með nafni Kristjáns 7. (en turninn hlaut þó að hafa verið byggður eftir hans daga) en efst önnur kúla minni… Hvernig á þessu konungsnafni stendur, veit ég ekki, en ofarlega á turninum framanverðum var ferhyrnt skjaldarmerki úr steini, með þremur fuglum, og fjaðurbúskur upp úr höfði hvers þeirra, en þetta er einmitt skjaldarmerki Moltkes eða einhvers af þeirri ætt, en um þetta leyti var Moltke stiftamtmaður. Annars getur vel verið að turninn hafi verið byggður áður, eins og kirkjan, og hafi eitthvað verið gert við hann á þessum tíma, og hafi þá stiftamtmaðurinn tekið sér bessaleyfi til að setja þarna ættarmerki sitt (Moltke er nafn á einhverjum fugli, svörtum að lit, og er orðið líklega slafneskt eða vendiskt, því ættin er frá Mecklenburg eða Pommern). Það var í manna minnum, sem lifðu í mínu ungdæmi, að menn voru teknir frá róðrum í besta veðri (t.a.m. Bjarni í Sviðholti) til að róa með stiftamtmannsfólkið út um allan sjó til skemmtunar, og hafði þá viljað til, þegar þeir áttu að vaða með frúna út í skipið, að þeir duttu í sjóinn viljandi með hana, svo hætt var við þá sjóferð. Þetta var ein af kvöðunum í þá daga.”

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Bjarni í Sviðholti, sá sem Benedikt Gröndal nefnir var Halldórsson. Hann var lögréttumaður. Um eitt skeið var hann ráðsmaður Bessastaðaskóla. Bjarni var vel efnum búinn, talinn með ásjálegustu mönnum, segir Páll Eggert Ólason í æviskrám sínum. Vilji einhver vita deili á úrræðagóðum Álftnesingi, sem hafði ráð undir rifi hverju og kunni að koma sér undan kvöðum hefðarfólks, þá voru meðal afkomenda hans nafnkunnir lærdómsmenn og kraftajötnar. Bjarni Jónsson rektor Latínuskólans (Menntaskólans í Reykjavík) hét nafni afa síns, Bjarna í Sviðsholti. Móðir Bjarna rektors giftist síðar Birni Gunnlaugssyni yfirkennara. Hann var tengdafaðir Jens Sigurðssonar rektors. Og þá fer nú að styttast í Jóhannes og Jón Nordal. Af þessari ættarskrá má sjá að þeir bræður eru komnir af Bjarna í Sviðsholti, lögréttumanni, sem lét ekki kveðja sig frá verki um hábjargræðistímann til þess að sinna dyntum hefðarfólks.

Stiftamtmannsfrúin, sem vöknaði við sjóbaðið á Bessastöðum var systir Bardenfleths, sem var fulltrúi konungs við endurreisn Alþingis árið 1845. Faðir þeirra Bardenflethssystkina var flotaforingi, háttsettur og handgenginn við hirð Danakonunga. “Náðug frúin” leit mjög stórt á sig.” Eru um það margar sögur.

Ludvig Moltke stiftamtmaður og kona hans eignuðust dóttur meðan þau dvöldust hér. Dóttir stiftamtmannshjónanna var vatni ausin að viðstöddu hefðarfólki íslenskrar embættistignar. Guðfeðgin telpunnar voru Magnús Stephensen konferensráð, Ísleifur Einarsson etasráð, Sigurður Thorgrímssen landfógeti, Ólafur Finsen sýslumaður og eiginkonur þeirra síðat nefndu, Mad. Thorgrimsen og Mad. Finsen.
Athöfnin fór fram í september 1820. Stúlkan hlaut þrjú nöfn. Hún var skírð Augusta, Vilhelmine, Thorveiga.

Kona Moltkes (gift 1819) var Reinholdine Frederikke Vilhelmine Bardenfleth (18. apríl 1800 – 14. ágúst 1890), systir Carls Emils Bardenfleth, sem síðar varð stiftamtmaður á Íslandi. Hún fluttist nýgift með manni sínum til Reykjavíkur. Á Íslandi fór orð af því að hún liti mjög stórt á sig. Þeim hjónum leist afar illa á þann bústað sem beið þeirra og fengu þau leyfi til að láta innrétta tugthúsið á Arnarhóli, sem þá stóð ónotað, sem embættisbústað og bjuggu þar. Var húsið eftir það stiftamtmanns- og síðar landshöfðingjabústaður og að lokum Stjórnarráðshús.

Bessastaðir
Moltke gekkst líka fyrir því 1820 að lögð var steinstétt eftir forarstíg sem kallaður var Tværgaden, frá Aðalstræti austur að læk, og skolpræsi meðfram henni. Þetta þótti mikið mannvirki og var stéttin kölluð Langafortóv. Þar er nú Austurstræti.

Stór málmkúla neðan til á henni [Bessastaðakirkju] og var gyllt, á að giska tvær álnir að þvermæli; þar uppi yfir var gylltur veðurviti með nafni Kristjáns 7. (en turninn hlaut þó að hafa verið byggður eftir hans daga) en efst önnur kúla minni . . . Hvernig á þessu konungsnafni stendur, veit ég ekki, en ofarlega á turninum framanverðum var ferhyrnt skjaldarmerki úr steini, með þremur fuglum, og fjaðurbúskur upp úr höfði hvers þeirra, en þetta er einmitt skjaldarmerki Moltkes eða einhvers af þeirri ætt, en um þetta leyti var Moltke stiftamtmaður. Annars getur vel verið að turninn hafi verið byggður áður, eins og kirkjan, og hafí eitthvað verið gert við hann á þessum tíma, og hafi þá stiftamtmaðurinn tekið sér bessaleyfí til að setja þarna ættarmerki sitt (Moltke er nafn á einhverjum fugli, svörtum að lit, og er orðið líklega slafneskt eða vendiskt, því ættin er frá Mecklenburg eða Pommern). Það var í manna minnum, sem lifðu í mínu ungdæmi, að menn voru teknir frá róðrum í besta veðri (t.a.m. Bjarni í Sviðholti) til að róa með stiftamtmannsfólkið út um allan sjó til skemmtunar, og hafði þá viljað til, þegar þeir áttu að vaða með frúna út í skipið, að þeir duttu í sjóinn viljandi með hana, svo hætt var við þá sjóferð. Þetta var ein af kvöðunum í þá daga.”

Heimildir:
-Mbl.is, 12. janúar 1997.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ehrenreich_Christopher_Ludvig_Moltke
-https://timarit.is/page/1870397#page/n19/mode/2up

Bessastaðir

Bessastaðir.