Entries by Ómar

Þórkötlustaðahverfi II

Jörðin Þórkötlustaðir er kjarninn í austasta hverfi Grindavíkur. Hin tvö eru Járngerðarstaðahverfi og Staðarhverfi vestast. Jörð þessi er eins og aðrar jarðir Grindavíkinga við sjó. Mikið af landi hennar er eldbrunnið, einkum óskipta landið ofan gróninga. Bæirnir standa austast og syðst í landareigninni við sjóinn. Þótt byggð hafi verið að mestu óslitin á svæðinu frá því á […]

Móbergshryggur

 Móbergshryggur myndast í sprungugosi undir jökli eða í sjó. Einstakt afbrigði slíkrar myndunar er móbergskeila, s.s. Keilir. Í rauninni ætti því fjallið að heita Keila – og það er alls ekki of seint að breyta því. Líklega yrði það til að vekja meiri athygli á jafnréttisbaráttunni en nokkuð annað, sem gert hefur verið hingað til. […]

Eyktir

Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta: •morgun •dag •aftann •nótt Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd.   Rót orðsins hefur sennilega merkt ‘dráttardýr’ og upphafleg merking orðsins var ‘tíminn sem dráttardýr er spennt fyrir plóg, […]

Arngrímshellir (Gvendarhellir)

Tvö fjárskjól eru við Klofninga í Krýsuvíkurhrauni og það þriðja í Litlahrauni vestan þeirra. Í austasta fjárskjólinu eru mikla hleðslur við innganginn og að því er virðist hlaðið „afhýsi“. Í miðfjárskjólinu, sem jafnan hefur verið nefnt Arngrímshellir eftir sögunni eða Gvendarhellir eftir Krýsuvíkur-Gvendi er á að hafa haldið þar fé um 1830. Þar eru tóftir […]

Stóribolli

Gengið var á Stórabolla (Stórabollahnúk/Kóngsfell). Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan Grindarskarða, gengið áleiðis upp í Kerlingarskarð og síðan vent til norðausturs upp mosahlíðina undir Bollunum með stefnu á gíginn (Stórabolla). Loks var haldið upp eftir vestanverðri gígskálinni ofanverðri og áfram upp á hnúkinn. Efsti hlutinn er tiltölulega greiðfær í aflíðandi sandmulningi uns komið […]

Berggangur

Bergganga má sjá víða á Reykjanesskaganum. Flestir hafa ekið fram hjá nokkrum slíkum á leið sinni um svæðið. Einn berggangurinn er t.a.m. ofan við Vatnsskarðið í Sveifluhálsi, að norðanverðu, annar (og reyndar nokkrir) gengur upp úr Festisfjalli austan við Grindavík og sjá þriðji stendur sem kóróna á kolli Slögu ofan við Ísólfsskála. Þannig má segja […]

Krýsuvík II

Fyrst voru tóttir Litla-Nýjabæjar skoðaðar vestan við þjóðveginn og síðan haldið að bæjarhól Stóra-Nýjabæjar. Í túnkantinum norðan við hólinn eru upptök Eystrilækjar, sem síðan liðast niður Krýsuvíkurheiðina og steypist fram af Krýsuvíkurbergi austan við vitann. Norðar, utan í hæð sunnan Grænavatns eru tóttir. Talið er að þær geti verið leifar hjáleigu er nefndist Fell. Vestar […]

Höfði – Leggjarbrjótshraun – Skolahraun – hrauntröð

Grindavík lætur sér ekki nægja að eiga bróðurpartinn af öllum fjöllum á Reykjanesskaganum heldur eru í umdæminu merkilegustu jarðfræðifyrirbæri svæðisins. Er þar einkum átt við gosminjar frá sögulegum tíma. Og einnig í þeim efnum slær umdæmið öðrum svæðum við því að öllum líkindum er á hraunssvæðum bæjarins að finna elstu mannsvistarleifar landsins, þ.e. í Húshólma […]

Stórhöfðastígur – Undirhlíðavegur – Stórhöfði

Gengið var eftir Stórhöfðastíg frá Undirhlíðavegi að Stórhöfða. Ólafur Þorvaldsson lýsir leiðinni í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, reyndar frá Ási upp á Undirhlíðaveg. Þar segir hann að „Stórhöfðastíg fóru stundum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom […]