Entries by Ómar

Þórkötlustaðir – eldaskáli

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. um skálatóft við Austurbæinn á Þórkötlustöðum í Grindavík. „Á Þorkötlustöðum í Grindavík var í vor (1902) bygð heyhlaða í bæjarhúsaröðinni, og grafið fyrir henni nál. 3 al. djúpt í jörð. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Kom fram grjótveggur langsetis eftir gröfinni, […]

Hafliði Magnússon á Hrauni – aldarminning

Eftirfarandi „Aldarminning“ um Hafliði Magnússon bónda á Hrauni í Grindavík birtist í Þjóðviljanum 14. ágúst 1947. Greinin er eftir Elías Guðmundsson. „Þegar við sem runnið höfum langleið æviskeiðsins og komnir erum á efri ár, stöldrum við á hinum ýmsu sjónarhólum og lítum um öxl, þá mun það oftast vera atvikaspursmál eða tilviljun hvar auga hugans […]

Gráhnúkaskjól

Norðvestan undir Gráhnúkum, nokkru sunnan hraunmóta Hellisheiðahrauns og Brunans, verður fyrir mikið bjarg, sem hrapað hefur niður úr einum Gráhnúknum og hallast þar upp að. Litlir skútar eru beggja vegna bjargsins, milli hnúks og bjargs. Hér lagðist til hvílu aðfaranótt 20. desember 1921 Guðbjartur Gestsson frá Hamri á Múlanesi, en hann hafði verið við skipasmíði […]

Magnús Hafliðason á Hrauni

Magnús Hafliðason, útvegsbóndi frá Hrauni í Grindavík, lézt 17. desember 1983, 92 ára að aldri. Magnús var fæddur á Hrauni 21. nóvember 1891. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Hafliða Magnússonar og ólst upp í stórum systkinahópi, aðallega við sjósókn. Fyrri kona hans var Katrín Gísladóttir frá Urriðafossi í Flóa og eignuðust þau fjögur […]

Hamarinn í Hafnarfirði friðlýstur

Á vef Umhverfisstofnunar má lesa eftirfarandi um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði: „Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk. Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.“ Í auglýsingu um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði frá árinu […]

Hrútagjárdyngja

Í Náttúrufræðingnum 1997-1998 er m.a. fjallað um „Hraun í nágrenni Straumsvíkur“: „Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun í dag. Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann […]

Geitafell – Strandarhæð

Gengin var óhefðbundin leið frá Þrengslavegi að Strandarhæð. Leiðin er greiðfær og auðveld yfirferðar. Hallar undan, einkum seinni hlutann. Byrjað var á því að ganga að Sandfelli og áfram yfir slétt mosahraunið að Geitafelli, með því að austan og sunnanverðu uns komið var að Seljavöllum. Þaðan var haldið suðvestur með Réttargjá að gömlu hlöðnu Geitafellsréttinni. […]

Söðulsteinn

Flestar ef ekki allar jarðir landsins eiga, eða áttu, sín merki á mörkum. Enn má t.d. sjá landamerkjasteina í borginni, þótt einn og einn hafi verið færður úr stað eða jafnvel á milli svæðs, sbr. landamerkjasteinnin, sem var við Háskóla Íslands og er nú við Árbæjarsafn. Steinn, eða klöpp á móti honum, má enn sjá […]

Oddnýjarlaug

„Einu sinni bjó skessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll. Þau áttu son sem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd. Eina nóttina leggur Oddný af stað […]

Keflavíkurflugvöllur – minjar

Ætlunin var að skoða hugsanlegar minjar á afgirtu svæði innan Keflavíkurflugvallar. Svæðið er að mestu óraskað og ættu þar jafnvel að vera minjar frá bæjarkjörnunum vestan Sandgerðis, s.s. selstöður, þjóðleiðir, vörður, skjól o.fl. Af loftmynd að dæma virðist á svæðinu og vera gatnamót gömlu Hvalsnes-/Melabergsleiðarinnar og gamallar götu milli Hafnavegar og Sandgerðis. Þegar FERLIR leitaði […]