Hamarinn

Á vef Umhverfisstofnunar má lesa eftirfarandi um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði:

Hamarinn

Hamarinn – fyrrum námusvæði.

“Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk. Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.”

Í auglýsingu um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði frá árinu 1984 segir:

Hamarinn

Hamarinn – “Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil”.

“Samkvæmt heimild í 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971 hefur [Umhverfisstofnun] að tillögu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkt fyrir sitt leyti að friðlýsa Hamarinn í Hafnarfirði sem náttúruvætti.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru sem hér greinir:
Mörkin fylgja hnitapunktum í hnitakerfi Reykjavíkur frá árinu 1951 og eru beinar línur milli eftirtalinna punkta:

Hamarinn

Hamarinn – útsýni yfir Austurgötu.

Frá punkti merktum nr. 1 á uppdrætti norðvestur hússins nr. 22A við Öldugötu (x=22922.71, y=9011.07) liggja mörkin til suðvesturs að punkti nr. 2 (x=22949.18, y=8969.19). Þaðan liggja þau til vesturs að punkti nr. 3 norðan Flensborgarskóla (x=23102,05, y=8984.12), og áfram til vestur að punkti nr. 4 norðan Flensborgarskóla (x=23122.15, y=8990.52). Þar beygja mörkin til norðurs að punkti nr. 5 sunnan hússins nr. 8 við Lækjargötu (x=23093.32, y=9102.42), og síðan til norðausturs að punkti nr. 6 sunnan hússins nr. 18 við Lækjargötu (x=22998.06, y=9125.53). Þaðan til suðausturs að punkti nr. 1.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

Eftirfarandi reglur gilda um svæðið:
1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil, nema til komi sérstakt leyfi [Umhverfisstofnunar]. Þó er bæjarstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við [Náttúruvernd ríkisins], að láta planta trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu.
2. Svæðið er einungis opið gangandi fólki og skal það gæta góðrar umgengni.
3. Náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar hefur eftirlit með framkvæmd friðlýsingar í umboði [Umhverfisstofnunar] og bæjarstjórnar.

Hamarinn

Hamarinn – náttúruvætti; kort.

Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, sem tekur gildi við birtingu þessar auglýsingar í Stjórnartíðindum.”

Menntamálaráðuneytið, 10. apríl 1984 – Ragnhildur Helgadóttir.

Heimild:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/hamarinn-hafnarfirdi/
-Stj.tíð B, nr. 188/1984. Sérpr. nr. 454.

Hamarinn

Hamarinn – Flensborgarskóli.