Færslur

Hamarinn

HAMARINN, öðru nafni Hamarskotshamar, í Hafnarfirði er ekki einungis náttúruvætti – í tvennum skilningi – heldur og stöndug fótfesta bæjarsamfélags við ofannefndan fjörð. Líkt gildir um uppverðaðan bróður hans; Setbergshamar (Þórsbergshamar). Á þeim báðum eru eru jökulminjar, einkum þó á hinum fyrrnefnda, sem ætlunin er að lýsa hér á eftir, enda setur hann hvað mestan svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hins vegar hefur lítið verið gert til að auka verðskuldað aðdráttarafl hans eða upplýsa bæjarbúa og gesti þeirra um þau merkilegheit, sem hann hefur að geyma.

Hamarinn

Hamarinn – loftmynd 1954.

Hamarskotshamrinum tengjast t.d. sögur um álfa og huldufólk. Af þeirri ástæðu, vegna eigin reisnar og ummerkja eftir síðasta ísaldarjökul var talin þörf á að friðlýsa hann árið 1984. Af Hamrinum er hið ákjósanlegasta útsýni yfir miðhluta bæjarins sem og Hamarskotslækinn. Um Hamarskot, sem hvorutveggja dregur nafn sitt af, verður fjallað hér á eftir.
Þegar Hamarinn var friðlýstur fylgdi m.a. eftirfarandi rökstuðningur í auglýsingu: “Samkvæmt heimild í 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971 hefur [Umhverfisstofnun] að tillögu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkt fyrir sitt leyti að friðlýsa Hamarinn í Hafnarfirði sem náttúruvætti.
Hamarsmyndin suðvestanverðEftirfarandi reglur gilda um svæðið: 1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil, nema til komi sérstakt leyfi [Umhverfisstofnunar]. Þó er bæjarstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við [Náttúruvernd ríkisins], að láta planta trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu.

Hamarinn

Hamarinn – útsýni yfir miðbæ Hafnarfjarðar.

2. Svæðið er einungis opið gangandi fólki og skal það gæta góðrar umgengni. 3. Náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar hefur eftirlit með framkvæmd friðlýsingar í umboði [Umhverfisstofnunar] og bæjarstjórnar. Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.” Hafa ber í huga að framangreindar reglur, með vísan til friðlýsingarreglugerðar, er enn í gildi. Það er því von greinarhöfundar, að annaðhvort annist bæjaryfirvöld hreinsun á plastruslinu við hálskraga hamarsins eða geri þá kröfu til íbúanna um að þeir hirði sjálfir eigin rusl eftir sig.

Hamarinn

Hamarinn – mörk friðlýsingar.

Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar og undirstaðan sem allt annað hvílir á er grágrýti, sem er einkennisbergtegundin í Hamrinum.
Hamarskotsbæjarstæðið - lóð Húsmæðraskólans fjærÆtla má að bergið geti verið yngra en 0.8 milljón ára. Grágrýtið er grátt eða grásvart að lit. Það myndaðist úr hrauni frá eldstöðvum sem voru virkar á hlýskeiði ísaldar og eru yfirleitt komin úr dyngjum. Ekki er vitað úr hvaða eldstöð grágrýtið í 
Hafnarfirði og umhverfi þess er komið. Grágrýtið er yfirleitt dálítið frauðkennt og tekur í sig mikið vatn og þolir illa veðrun. Jöklar frá jökulskeiðum ísaldar hafa farið yfir grágrýtishraunin og skafið allt gjall ofan af þeim.

Þess vegna má ætla að Hamarinn hafi orðið til skömmu eftir lok þarsíðustu ísaldar því dyngjur verða jafnan til skömmu eftir að ísa leysir, síðan taka gjall- og klepragígar við keflinu.

Hamarinn

Hamarinn í Hafnarfirði.

Ágætt dæmi um þetta er Vatnajökulssvæðið um þessar mundir. Möttulstrókurinn (sá ofurkraftur er heldur landinu uppi (ofan við sjávarmál) býr undir honum um þessar mundir. Nú þegar jökullinn er að minnka, smám saman, áætla jarðfræðingar að hann muni fæða af sér dyngjugos og það jafnvel ekki innan langs tíma – á jarðfræðilegan mælikvarða. Gosið getur varið í nokkur ár og því orðið hið ákjósanlegasta “túrhestagos”.
Flensborgarskólinn stendur á Hamarskotshamrinum. Hamarinn má segja að sé eitt samfellt hvalbak. Hvalbak er jökulsorfin klöpp með ávala slithlið sem snýr að Flensborg en stöllótt varhlið sem snýr að læknum í Hafnarfirði.
Flestar Jökusorfnar klappir á Hamrinumgrágrýtisklappir í Hafnarfirði eru rispaðar eftir jökla frá jökulskeiðum ísaldar. Grjót hefur frosið fast í botnlag jökulsins og dregist með honum. Þannig grópar og rispar jökullinn klöppina. Til dæmis má finna skýrar og fallegar jökulrispur uppi á Hamrinum með stefnuna NV-SA. Ásfjall er önnur grágrýtishæð ofan við Ástjörn. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum. Hæðirnar fyrir ofan Setbergshverfið eru einnig úr grágrýti, það er Setbergshamar, Setbergsholt þar fyrir ofan síðan Fjárhúsholt, austan megin við Flóttamannaveginn er Svínholt og loks hlíðarnar Setbergshlíð og Sléttuhlíð.
Þótt Hafnarfjarðar sé jafnan getið sérstaklega sem álfabæjar fer af honum furðufáum skráðum sögum af álfum. Til að bæta fyrir þetta er rétt að benda á að margir Hafnfirðingar, sem annað hvort hafa leikið sér í Hamrinum eða verið þar á ferð, telja sig hafa séð þar hvítklædda veru. Þegar miðillinn Margrét frá Öxnafelli bjó við Tjarnargötuna taldi hún sig sjá huldufólk af konungakyni í Hamrinum.
Hamarinn norðanverður - þarna sást hvítklædda konanHvítklædda konan í Hamrinum, höll álfanna (huldufólksins), er sögð svipuð ljóma og vera með silfurbelti. Einnig hefur fólk orðið vart við fallegan söng nálægt Hamrinum en hvergi séð lifandi sálu og því aðeins hægt að skýra sönginn á þann hátt að þar hafi álfar komið við sögu.
Eftirfarandi frásögn er byggð á reynslu konu sem bjó lengi í grennd við Hamarinn. Hana dreymdi að henni væri boðið að koma inn í Hamarinn. Leiddi hvítklædd kona hana um glæsileg híbýli hallarinnar. Þegar þær gengu um salarkynnin sá konan margt skringilega klætt fólk. Það var allt í marglitum klæðum og hneigði sig þegar það sá álfkonuna. Þessi draumur hefur rennt stoðum undir þá kenningu að í Hamrinum búi álfar af konungakyni.
Önnur saga, sem FERLIR barst, segir frá því að þrír drengir, sem jafnan léku sér í Hamrinum, hafi verið að hlaða skýli úr grjóti utan í og ofan á norðvestanverðum Hamrinum. Þá hafi einum þeirra verið litið niður fyrir hamravegginn og séð þar hvítklædda veru. Hún hafi ljómað, brosað og liðið um, lyft höndum líkt og í varnaðarskini. Þegar hann hefði snúið sér við og ætlað að vekja félaga sinna á fyrirbærinu hafi veran horfið. Hræðsla hefði gripið drengina og þeir hlaupið skelfdir á brott.

Hamarinn

Hamarinn – álfasteinn.

En hvað um sögulegar upplýsingar? Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Hamarskot: “Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum. Eigandinn er Garðakirkju beneficium. Ábúandinn er Jón Arason. Kvaðir eru mannslán um vertíð, betalast eftir samkomulagi með míðum og slíkri þjónustu…, tveir hríshestar, einn dagsláttur, hestlán til alþingis og heyhestur… Kvikfjenaður er ii kýr og i kálfur. Fóðrast kann iii kýr naumlega. Heimilismenn vi. Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarkotssel. Skóg og hrís til kolagjörðar hefur jörðin lángvarandi brúkað mótmælalaust í almenningum… Heimræði er árið um kring og lending góð. engjar eru öngvar og vatnsból er erfitt um vetur.” Þótt minjar um Hamarskot hafi farið þverrandi við Hamarinn vegna ágangs má enn í dag glögglega sjá leifar nefndrar selstöðu.
Í bókinni “Bær í byrjun aldar” segir Magnús Jónsson frá bæjum, kotum og fólki í Hafnarfirði í byrjun 20. aldar. Um Hamarskotið segir hann: “Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn sitt af hamrinum, en svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar.
Í Hamarskoti var grasnyt, en túnið – sem sýslumaðurinn hafði afnot af – var harðbalakennt. Alloft urðu íbúaskipti í Hamarskoti, og á þessum tíma voru þar hjónin Þorlákur Guðmundsson og Anna Sigríður Davíðsdóttir. Hann var fæddur 1842 í Hlíð í Garðahverfi, en hún 1856 á Bakka í Vatnsdal. Árið 1876 giftust þau, þá að Undirfelli í Vatnsdal og voru fyrst í húsmennsku þar nyrðra. Í Hamarskot fluttust þau um 1897, en höfðu áður verið á þrem stöðum í Hafnarfirði. Þorlákur annaðist m.a. skepnuhirðingu fyrir sýslumanninn. Börn þeirra voru Júlíus, Kristmundur, kvæntist Láru Gísladóttur – þau bjuggu lengi í Stakkavík, Sigurður Gunnlaugur, Una og Jarþrúður, auk þess Agnar, Anna og Sigríður. Þorlákur dó 1926 og Anna 1930.”
Útsýni af Hamrinum yfir HamarskotslækHér að framan er komin tenging við fyrri FERLIRslýsingar um Stakkavík í Selvogi (sjá lýsingu (Eggert) og lýsingu (Þorkell)). Lengi vel mátti, þrátt fyrir framangreint, sjá móta fyrir tóftum og garðlögum Hamarskots á flötinni sunnan við Hamarinn, en hvorutveggja eru nú að  mestu afmáð. Þó má, ef vel er að gáð, sjá fyrrum leifar búsetu Hamarkotsbænda, og hjúa, undir ofan til við sunnanverðan hamarinn.
Í Sögu Hafnarfjarðar, 1983, segir m.a. um Hamarkotshamar: “Eftir að gagnfræðaskólinn í Flensborg tók til starfa árið 1882 og aðkomupiltar tóku að sækja hann, mátti segja að allmikið lifnaði yfir firðinum á hverju hausti við komu þeirra… Útiskemmtanir voru helst þessar… Brenna var oftast annað hvort á gamlárskvöld eða á þrettándanum og venjulega álfadans í sambandi við hana. Var þá dansað úti á einhverri tjörninni. Oftast var brennan á Hamarskotshamri, en stöku sinnum á Kvíholtinu norðan Jófríðarstaða, þar sem nú er nunnuklaustur… Heimavist komst aftur á í Flensborg, þegar nýja skólahúsið á Hamrinum vat tekið í notkun haustið 1937… Sama ár fékk Iðnskólinn inni í nýbyggingu Flensborgarskólans á Hamrinum…”
Á Hamarskotshamri - uppgangur að norðanverðuSkammt ofan við Hamarinn eru Öldur. Þær komu við sögu stofnunar Knattspyrnufélagsins Framsókn árið 1919. Gjaldkeri í því var Gísli Sigurðsson (okkar maður í örnefnaskráningum). Vorið 1920 æfði Framsókn á Öldunum, þangað til völlurinn á Hvaleyrarholti var tekinn í notkun í ágústmánuði. Segja má frá því aukreitis að Ölduvöllurinn nýttist vel fjölmörg ár á eftir því þar urðu bæði knattspyrnufélagið Örninn og Fálkinn til á sjöunda áratugnum. Vörðu liðsmenn þeirra löngum stundum á vellinum í harðri baráttu um metnað og sigur. Liðsmennirnir hafa nú dreifst um heima og geima – reynslunni ríkari. Þakka má því ómeðvituðu aðstöðuleysi bæjaryfirvalda eftir að háværum röddum “umrenninganna” sleppti.
“Sundkennsla hófst
í Hafnarfirði sumarið 1909. Forgöngu um það hafði Ungmennafélagið 17. júní, sem hafði verið stofnað í bænum árið áður.. Í fyrstu var sundið kennt vestan til við Vesturhamar, út af Hamarkotsmöl, í svokallaðri Hellufjöru…
Þess má geta, að þegar landssjóður seldi Hafnarfjarðarbæ land Garðakirkju árið 1913 skv. lagaheimild frá 1912, var Hamars- og Undirhamarstún undanskilið, þar eð gert var ráð fyir því, að síðar yrði reist þar prestsetur, ef kirkjan yrði flutt frá Görðum til Hafnarfjarðar. (Hafnarfjarðarkirkja var vígð sama ár).

Hamarinn

Hamarinn – hamraborg.

Árið 1951 gekkst Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar fyrir því í samvinnu við Fegrunarfélag Hafnarfjarðar, að gróðursett voru fjölmörg barrtré utan í Hamrinum…” Fegrunarfélagið hafði verið stofnað þetta sama ár.
Þeir, sem gengið hafa um Hamrinn, hafa eflaust veitt athygli grjótraski, sem þar hefur orðið í honum sunnanverðum. Í Sögu Hafnarfjarðar segir um þetta: “Félagsmönnum í Húsmæðrafélagi Hafnarfjarðar fjölgaði fljótlega, og voru þeir rúmlega 500 mánuði eftir að félagið hafði verið stornað (1942). Kosin var nefnd til að undirbúa stofnun skólans. Nefndin og stjórn félagsins urðu ásátt um, að heppilegasti staðurinn fyrir skólann væri á HAmrinum, og árið 1946 veitti bæjarstjórn félaginu lóð undir skólann þar. Fullnaðarteikningar af skólahúsinu voru tilbúnar sama ár, og lét embætti húsameistara ríkisins þær í té.
Framkvæmdir hófust 1948, og var þá grafið fyrir grunni skólans. Kostaði það verk um 120.000 kr. Stóð Húsmæðraskólafélagið straum af kostnaði við þessar framkvæmdir. Í HamarskotsseliAllt frá stofnun þess gekkst það fyrir fjársöfnun til styrktar hinum væntanlega húsmæðraskóla… Ýmsar ástæður ollu því hins vegar, að ekkert var að því, að reistur yrði húsmæðraskóli í Hafnarfirði. ekki fékkst fjárfestingarleyfi til að hefja smíði hússins, og þar við bættist, að ýmsi félagasamtök lögðust eindregið geng því, að skólanum yrði valinn staður á Hamrinum, þar eð þau töldu, aðþað myndi lýta Hamarinn, ef skólinn yrði reistur þar. Það varð til þess, að starfsemi Húsmæðraskólafélags Hafnarfjarðar lagðist niður 1954…”
“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kaus fyrst náttúruverndarnefnd árið 1966… Stærsta verkefni hennar var eflaust stofnun Reykjaness-fólkvangs árið 1975. Einnig lét nefndin til sín taka.. má þar nefna Hamarkotslæk og næsta nágrenni hans…”
“Þann 1. júni 1983 var sjötugastiog fimmti afmælisdagur Hafnarfjarðarkaupstaðar… Mikið var um hátíðleika… Einn af eftirminnilegstu atburðum hátíðarhaldanna var útidagskrá á Hamrinum fimmtudagskvöldið 2. júní. Fólk safnaðist þar saman, svo þúsundum skipti, í kvöldblíðunni og naut samveru og skemmtunar.”
Hamarinn norðanverðurEins og sjá má hefur Hamarskotshamarinn verið bæði vettvangur sögulegra og eftirminnilegra atburða í sögu Hafnarfjarðar um langa tíð. Hafa ber það í huga nú þegar bærinn mun halda upp á 100 ára kaupstaðarafmæli sitt árið 2008.
Þegar staðið er uppi á Hamrinum verður Lækurinn fyrsta sjónhendingin. Lækurinn rennur í gegnum Hafnarfjörð og heitir í raun Hamarkotslækur. Hann stækkaði og breikkaði þegar hann var fyrst stíflaður árið 1904 og síðan hefur mannshöndin lagfært hann á ýmsa vegu.

Lækurinn

Lækurinn í Hafnarfirði.

Lækurinn á upptök sín í tveimur kvíslum. Önnur þeirra kallast Stórakrókslækur og rennur úr Urriðakotsvatni um Kaplakrika þar sem hann kallast Kaplakrikalækur. Svo rennur hann fyrir neðan Setbergshverfið þar sem hann kallast Setbergslækur. Hin kvíslin kemur upp í Lækjarbotnum og kallast þar Botnalækur og sameinast hann Setbergslæknum í Þverlæk og eftir það kallast hann Hamarkotslækur. Jóhannes Reykdal trésmiður virkjaði hann til rafmagnsframleiðslu í 15 hús og reisti fyrstu rafstöðina á Íslandi til almenningsnota árið 1904. Árið 1906 var stærri rafstöð byggð til að lýsa upp húsin í bænum. Hún hét Hörðuvallastöðin og er talin elsta sjálfstæða rafmagnsstöðin á landinu. Hún hefur nú verið uppgerð og má sjá eftirmyndarmynd hennar efst í Hamarskotslæknum skammt neðan við Lækjarkinn.

Sjá meira um Hamarinn HÉR.

Heimildir m.a.:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/index.htm
-Jarðabókin 1703 – Hamarskot.
-Ásgeir Guðmundsson – Saga Hafnarfjarðar – 1983.
-Magnús Jónsson – Bær í byrjun aldar – 1967, bls. 23 og 24.
-Stj.tíð B, nr. 188/1984.

Hamarskot

Hamarskot.

Hamarinn

Margt fróðlegt hefur verið sagt um Hamarinn í Hafnarfirði, enda einn af hornsteinum bæjarins  – í bókstaflegum skilningi þess orðs.
Örn Arnarsson hefur lítið ort um merkilega staði, eða náttúrufræðileg fyrirbrigði, sem löngum hafa þó seitt fram ljóð á tungu skáldanna. Til þess stendur hann of föstum fótum i mannlifinu. Og þegar hann yrkir um Hamarinn í Hafnarfirði, gerir hann þessa hamraborg að tákni, sem tjáir honum sérstaka sögu og gefur honum tilefni til að koma að því efni, sem jafnan er honum hugstæðast:

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

Hamarinn í Hafnarfirði
horfir yfir þétta byggð,
fólk að starfi, fley sem plœgja
fjarðardjúpin logni skyggð.
Hamarinn á sína sögu,
sem er skráð í klett og bjarg.
Stóð hann af sér storm og skruggu,
strauma, haf og jökulfarg.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfði fyrr á kotin snauð,
beygt af oki kóngs og kirkju
klæðlaust fólk, sem skorti brauð,
sá það vaxa að viljaþreki
von og þekking nýrri hresst,
rétta bak og hefja höfuð
hætt að óttast kóng og prest.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfir fram mót nýrri öld.
Hann mun sjá, að framtið færir
fegra líf og betri völd.
Þögult tákn um þroska lýðsins:
Þar er hæð, sem fyrr var lægð,
jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð.

Hvergi hefur Örn túlkað betur ást sína á alþýðunni en i þessu stílhreina kvæði.

Þóroddur Guðmundsson

Þóroddur Guðmundsson.

Þóroddur Guðmundsson frá Sandi fjallar um Hamarinn í Alþýublaði Hafnarfjarðar árið 1962 undir fyrirsögninni “Hugleiðingar um Hamarinn”. Þar skrifar hann m.a.:
“Á nöktum klöppunum Hamarsins sjást rákir, sem allar stefna í sömu átt, frá suðaustri til norðvesturs, og bera vitni um ísaldarjökulínn, sem gekk þar yfir á sínum tíma, en úrkomur og vindar hafa síðan jafnað yfir allt. Auðvitað vantar margt og mikið í þessa sögu, svo sem upphaf hennar og svo náttúrlega það, sem gerzt hefur á þeim stutta tíma, sem liðinn er.
Um forsögu Hamarsins verð ég fáorður, enda ekki allt of margvís um hana. Þess má þó geta, að hann er myndaður úr svo nefndu grágrýti, og gerðu það „Guð og eldur”, eins og Jónas Hallgrímsson komst að orði um náttúruundrin við Þingvöll, hraunið, björgin og gjárnar, en þó miklu fyrr, því að grágrýtið hefur, eins og merkin sýna, myndazt löngu áður en Þingvallar- og Hafnarfjarðarhraun runnu, sem gerðist ekki fyrr en eftir jökultíma, og þó löngu áður en Ásbjörn Özurarson nam land milli Hraunsholts og Hvassahrauns, sem í Landnámu segir frá.

Hamarinn

Á Hamrinum.

Saga Hamarsins þau rösku þúsund ár, sem liðin eru síðan, skal ekki heldur rakin. Aðeins vil ég minna á, að bærinn Hamarskot mun lengi hafa staðið, þar sem Flensborgarskólinn stendur nú. Og eftir að Hamarskot var rifið, stóð um árabil fjós, þar sem suðurálman er. Mætti friðsæld sú, ró og öryggi, sem jafnan fylgir kúnum, gefa vistmönnum skólans eitthvað af blessun sinni, auk mjólkurinnar sem þar er neytt dags daglega.
Þegar sá, er þetta ritar, í fyrsta sinn kom til Hafnarfjarðar og gekk upp á „Hamarinn, sem hæst af öllum ber,” eins og ég heyrði þá um hann sagt, stóð sunnan í honum áður nefnt fjós eða rúst af því, man ekki hvort heldur var. Síðar hefur mér veríð sagt, að eigandi fjóssins hafi verið merkiskonan Valgerður Jensdóttir, systir þeirra Bjarna bónda í Ásgarði í Dölum og Friðjóns læknis á Akureyri.

Hamarinn

Útsýni af Hamrinum yfir Austurgötu.

Hamarinn minnti mig þá þegar og minnir enn á hæðir þær erlendis, til að mynda í Bretlandseyjum, sem kastalar voru reistir á til varnar árásum óvina. Hins vegar getur naumast ólíkari manna verk en vopnavígi og virkiskastala gagnvart fjósi Valgerðar Jensdóttur og húsi Flensborgarskóla. Hefðu Íslendingar áður fyrr átt í styrjöldum við aðrar þjóðir, mundu þeir án efa hafa reist á Hamrinum hervirki. Og hvers virði hefði það verið, hjá beztu höín suðvestan lands? í stað þess byggðu þeir þar friðsaman bóndabæ, síðar fjós og loks ungmennaskóla. Mér finnst þetta táknrænt fyrir íslenzkan friðarvilja, sjálfsbjargarhvöt og menningarviðleitni.

Hamarinn

Hamarinn – Flensborgarskóli.

Víkjum því næst að síðasta tímabilinu í sögu Hamarsins, og þá um leið hlutdeild hans í menningarbaráttu Hafnfirðinga, með því að hann um aldarfjórðungs skeið hefur nú verið grunnur Flensborgarskóla, eins helzta menntaseturs bæjarins og þótt víðar sé leitað. Má því með sanni segja, að núverandi hús skólans hafi verið grundvallað á bjargi. En slíkt var af meistaranum frá Nasaret forðum talið viturlega gert.

Hamarinn

Markaðar klappir á Hamrinum.

Ég hef að vísu heyrt gamla Flensborgara hneykslast á því, að skólinn skyldi vera fluttur neðan frá sjó og upp á Hamar. Um slíkt geta eðlílega verið skiptar skoðanir. En hitt orkar ekki tvímælis, að góður skóli er þjóðþrifastofnun, hvort sem hann er byggður á bjargi eða sandi, hlutrænt skoðað, því að hinn andlegi grundvöllur skólans skiptir mestu máli: að hann sé bjarg þekkingar, trúmennsku, víðsýni og skilnings. Frá hendi Guðs og glóðum elds er Hamarinn meistaraverk og bæjarprýði eigi síður en aðrir bergkastalar lands vors. Og hann hefur sérstöðu meðal hamraborga: stendur í miðdepli f jölmenns kaupstaðar og er grundvöllur elztu menntastofnunar hans.

Hamarinn

Hamarinn – horft frá Austurgötu.

Hár er hann ekki, Hamarinn í Hafnarfirði, í metrum talið. Þó er hægt að beinbrjóta sig í brekkum hans, ef hált er og ógætilega farið.
Eflaust gengur margt ungmennið upp á þennan og fleiri hamra og þykist hafa hamingjuna í hendi sér, en missir hana. Sporin af jafnsléttu barnæskunnar upp á setberg unglingsáranna eru ýmsum erfið, jafnvel nauðug, þrátt fyrir það að þau eru óhjákvæmileg.
Enn þá grænkar Hamarskotstúnið á vorin. Veturlangt og daglega ár eftir ár leggja mörg hundruð ungmenni leið sína upp á þennan Hamar í leit að fróðleik og þroska, óafvitandi eða vitandi vits, með namingjuvonina í brjósti og lýsigull eftirvæntingar í hendi sér, og um tveir tugir leiðsögumanna styðja þau í þessari leit. Hvern árangur skyldi hún bera?”

Hamarinn

Jón Símon Jóhannsson á Hamrinum.

Jón Símon Jóhannsson fjallar um álfana í Hamrinum í Degi árið 1998 undir fyrirsögninni “Baráttukveðjur frá álfunum”:

Hamarinn

Hamarinn – álfasteinn.

Í Hafnarfirði er heilt konungsveldi – álfa. Í Hamrinum býr kóngafólkið og börnin þar tala þýsku.

„Það eru aðallega íbúar í húsunum við Hamarinn sem verða varir við álfana og geta sagt frá samskiptum sínum við þá. Sjáendur segja að þeir séu vel klæddir og vel efnum búnir. Sumir hafa sagt að þessir álfar séu af konungakyni. Þetta séu höfðingjar meðal álfa. Svo er það fólkið sem hefur búið kringum Hamarinn. Þeir segja frá því að hlutir hafi horfið og hafa staðið í þeirri trú að álfarnir hafi tekið hlutina,” segir Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur.

Engin hætta fyrir börn

Hamarinn

Hamarinn – útsýni.

Símon Jón er kennari í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og hefur meðfram starfi sínu þar kannað þjóðsögur úr Hafnarfirði með það að markmiði að gefa út bækling eða litla bók. Hann segist lítið hafa fundið af beinum þjóðsögum tengt álfatrúnni og álfabyggðinni í Hafnarfirði enda ekki rétt að blanda þeim við það sem sjáendur segja. Í þjóðsögunum sé frekar fjallað um þá staði sem álfatrúin sé tengd við.

Hamarinn

Hamarinn – hamraborg.

Hann segir að af öllum stöðum loði álfatrúin mest við Hamarinn, klettinn við Flensborg. Álfatrúin komi helst fram í samtölum við fólk, nágranna álfanna.
„Það orð fer af Hamrinum að þar sé börnum engin hætta búin. Talsvert er um að börn séu að leika sér þar og menn fullyrða að þar hafi ekki orðið slys þó að klettarnir séu háir. Börn, sem leika sér þar, meiða sig ekki,” segir Símon Jón sem sjálfur hefur verið nágranni álfanna í Hamrinum en hann bjó í einu af húsunum undir Hamrinum um nokkurt skeið.
Hann segist sjálfur ekki hafa séð álfa eða orðið var við þá en hafa fundið það vel á mannfólkinu grönnum sínum í húsunum í kring, fólki sem hafði búið þar lengi, að það gekk út frá því að álfar byggju í Hamrinum.

Vildu ekki barnaheimilið

Flensborg

Flensborg á Hamrinum.

„Fyrir tiltölulega fáum árum stóð til að byggja barnaheimili nærri Flensborg sem jafnframt hefði orðið í grennd við Hamarinn. Það voru átök í bæjarsamfélaginu vegna þessarar byggingar. Þá hafði samband við Kristján Bersa Ólafsson, skólameistara í Flensborg, miðill sem sagði að álfar hefðu haft samband við sig og beðið sig um að koma á framfæri baráttukveðjum til Kristjáns. Þeir vildu ekki barnaheimili við Hamarinn. Síðar var hætt við að byggja barnaheimilið á þessum stað en það var ekki vegna álfanna,” segir Símon Jón. Hann bendir jafnframt á að sjáendur hafi greint frá því fyrir nokkrum árum að álfabörnin leiki sér mikið á svæðinu kringum Flensborg og að þau tali þýsku.

Hamarinn

Hamarinn – útsýni yfir miðbæ Hafnarfjarðar.

Flensborg sé náttúrlega þýsk borg auk þess að vera framhaldsskóli í Hafnarfirði. Þýskustofurnar í skólanum snúi út að Hamrinum og hann rifjar upp að kennararnir hafi gantast með það fyrir nokkrum árum að það sé laglegt ef þeir séu með mun fleiri í þýskutímunum en virðist við fyrstu sýn. Kannski ágætis ábending í kjarabaráttu…
„Mér skilst á fólki, sem hefur búið lengi á þessu svæði, að það reikni með því að það sé álfabyggð í Hamrinum,” segir hann.

Sjá meira um Hamarinn HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir:
-Skinfaxi, 1. okt. 1948, Stefán Júlíusson – Um skáldskap Arnars Arnarssonar, bls. 86
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 15. des. 1962, Þóroddur Guðmundsson frá Sandi – Hugleiðingar um Hamarinn, bls. 4-5.
-Dagur, Lífið í landinu, 2. april 1998, Símon Jón Jóhannsson – Baráttukveðjur frá álfunum, bls. 1.

Hamarinn

Hamarinn.

Hamarinn

Á Hamrinum í Hafnarfirði er skilti. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Hamarinn

Hamarinn – mörk friðlýsingar.

“Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum er að finna jökulminjar og setur hann mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamarinn er mótaður af skriðjöklum ísaldar og hefur sérstakt rofform sem kallast hvaldbak. Jökull með skriðstefnu til norðvesturs hefur gengið út á Hamarinn og sorfið breggrunninn í slétta og aflíðandi klöpp og má greinilega sjá jökulrákir sem skriðjökullinn rispaði í bergið. Bratta hlið Hamarsins vissi undan straumi jökulsins, þar sem hann kroppaði úr berginu og myndaði bergstál.

Bergið í Hamrinum er Reykjavíkurgrágrýti (grátt basalt) sem er talið hafa myndast á hlýskeiði ísaldar fyrir um 300-500 þúsund árum. Þykk grágrýtishraunlög mynda berggrunn höfuðborgarsvæðisins en upptök þeirra eru óþekkt.

Hamarinn

Hamarinn – auglýsing um friðlýsingu.

Til er saga um heimsókn bóndans í Hamarskoti til álfa er bjuggu í Hamarskotshamri. Maður þessti hét Gunnar Bjarnason og segir sagan að eitt sinn er hann var á gangi norðan- eða austanmegin í Hamrinum á vetrarkvöldi um jólaleytið hafi hann heyrt söng í honum. Gekk hann þá á hljóðið og kom að opnum dyrum á Hamrinum, sem hann gekk inn um. “Kemur hann inn í mannahýbýli og stendur söngurinn þá sem hæst. Þá var það venja á landi hér, ef að gest bar að garði, meðan á húslestri stóð, þá gekk hann hljóðlega inn, yrti ekki á neinn og heilsaði ekki fyrr en að lestrinum loknum. Þessari venju fylgdi Gunnar. Sat hann hljóður meðan á söngnum stóð og hlustaði með gaumgæfni á lesturinn, sem á eftir fór. Er mælt, að hann hafi kannast við lögin og sálmana en eigi hugvekjuna eða predikunina. Eftir lesturinn var sunginn sálmur og að honum loknum gekk Gunnar úr jafnhljóðlega og þá er hann kom inn.” Þrátt fyrir margar tilraunir Gunnars varð hann aldrei aftur var við álfana í Hamrinum.

Hamarinn

Hamarinn – hvalbök.

Margir Hafnfirðingar sem hafa leikið sér í Hamrinum telja sig hafa séð það hvítklædda veru sem er böðuð ljóma með silfurbelti um sig miðja. Sumir hafa talið sig heyra fagran söng án þess að sjá lifandi sálu.

Í bókinni “Bær í byrjun aldar” segir Magnús Jónsson frá bæjum, kotum og fólki í Hafnarfirði í byrjun 20. aldar. Um Hamarskotið segir hann: “Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en að það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn sitt af hamrinum, en svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar.”

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsta svæðið.

Í “Saga Hafnarfjarðar 1908-1983” segir m.a. um Hamarskotshamar: “Eftir að gagnfræðiskólinn í Flensborg tók til starfa árið 1882 og aðkomupiltar tóku að sækja hann, mátti segja að allmikið lifnaði yfir firðinum á hverju hausti við komu þeirra. Brenna var oftast annaðhvort á gamlárskvöld eða á þrettándanum og venjulega var álfadans í sambandi við hana. Var þá dansað úti á einhverri tjörninni. Oftast var brennan á Hamarskotshamri, en stöku sinnum í Kvíholtinu norðan Jófríðarstaða, þar sem nú er nunnuklaustur.”

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.”

Hamarinn

Hamarinn – jökulsorfin klöpp.

Af framangreindu getur sá er þetta skráir staðfest tilvist hvítklæddu verunnar í Hamrinum norðanverðum því hann sá hana þar með berum augum á unga aldri. Álfabrenna var hins vegar aldrei í Kvíholti eða á þeim stað er klaustrið er nú. Særsta áramótaberannan í Hafnarfirði var um nokkurra ára skeið á sléttu holtinu vestan Keflavíkurvegarins og ofan og austan klaustursgarðsins.

Heimildir m.a.:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/hamarinn-hafnarfirdi/
-https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/hamarinn_188_1984.pdf

Hamarskot

Hamarskot  á Hamarskotshamri – tilgáta.

Hamarinn

Oft hefur verið haft á orði að Hafnarfjörður væri álfabær – og það þrátt fyrir að nánast öngvir íbúanna hafi sannanlega séð álfa. Og hvergi á landinu eru til færri skráðar sögur af álfum en í Hafnarfirði. Þær, sem til eru, tengjast Hamrinum (Hamarkotshamri) og Hellisgerði. Álfaörnefni eru þó til í bænum, s.s. Álfaskeið, Álfaberg og Álfholt, en engin huldufólksörnefni. Munnmælasögur af álfum og huldufólki tengjast oft hólum og klettahæðum. Kona ein í bænum sem taldi sig vita af huldufólki í kletti við hús sitt átti það til að setja út mjólk í könnu á kvöldin að vetrarlagi. Morgun einn var kannan tóm en fagrar skeljar, sem aðeins finnast í fjörum suðlægra landa, höfðu verið skildar eftir að launum fyrir mjólkina.

Álfabærinn Hafnarfjörður? - málverk eftir Svein Björnsson

Álfar eru sagðir búa í hraunhólum við horn Álfaskeiðs og Arnarhrauns. Svæðinu var þyrmt þegar umhverfið var lagt undir byggingar og vegi. Álfaberg var hins vegar undir Setbergstúninu, en eftir að grafið var þar fyrir húsum og klappir við þau urðu berar og aðgengilegar munu álfar hafa tekið sér þar bólfestu í sátt við mennina. Álfarnir í Álfabergi eru vinalegir. Þeir fá af og til ýmislegt lánað hjá mennskum íbúunum – tímabundið. Nú er talið að u.þ.b. helmingur íbúanna við Álfaberg séu álfar. Álfholt var fyrrum berar klappir á Holtinu. Svæði á því var þyrmt þegar myndaðist íbúðabyggð. Þrátt fyrir nafnið fer engum sögum af álfum í holtinu.
Margir Hafnfirðingar, sem annað hvort hafa leikið sér í Hamrinum eða verið þar á ferð, telja sig hafa séð þar hvítklædda veru. Þegar miðillinn Margrét frá Öxnafelli bjó við Tjarnargötuna taldi hún sig sjá huldufólk af konungakyni í Hamrinum.
Útsýni af HamrinumHvítklædda konan í Hamrinum, höll álfanna (huldufólksins) er sögð svipuð ljóma og vera með silfurbelti. Einnig hefur fólk orðið vart við fallegan söng nálægt Hamrinum en hvergi séð lifandi sálu og því aðeins hægt að skýra sönginn á þann hátt að þar hafi álfar komið við sögu.
Eftirfarandi frásögn er byggð á reynslu konu sem bjó lengi í grennd við Hamarinn. Hana dreymdi að henni væri boðið að koma inn í Hamarinn. Leiddi hvítklædd kona hana um glæsileg híbýli hallarinnar. Þegar þær gengu um salarkynnin sá konan margt skringilega klætt fólk. Það var allt í marglitum klæðum og hneigði sig þegar það sá álfkonuna. Þessi draumur hefur rennt stoðum undir þá kenningu að í Hamrinum búi álfar af konungakyni.
Mörg dæmi finnast um það á Íslandi að vegastæðum hafi verið breytt vegna óhappa sem rakin hafa verið til álfa eða huldufólks. Við Merkurgötu í Hafnarfirði þrengist akvegurinn t.d. mjög við álfaklett sem skagar út í götuna.
Innan HellisgerðisTil er huliðsheimakort þar sem byggðir huliðsvætta í Hafnarfirði hafa verið skráðar eftir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Þar segir: “Hafnarfjörður er bær manna og hulduvera. Um leið og hægt er að skynja álfaverur í hverjum húsagarði er hraunið sérlega lifandi, með dvergum, jarðdvergum og allskyns álfaverum”.
Hellisgerði er sagt krökt af álfum, en ekki eru til aðrir sagnir um að fólk hafi séð álfa þar en sú er fyrrverandi bæjarstjóri upplýsti eitt sinn um. Hann var þar á ferð með eiginkonu sinni eitt kvöldið í yndislegu veðri er hann heyrði kallað á hjálp með mjóróma röddu. Eftir að hafa litið í kringum sig sá hann lítinn skrýtinn álf fastan á milli steina. Bæjarstjóri leysti álfinn úr prísundinni og fékk að launum hann eina ósk…
Önnur saga er til er átti sér stað skammt frá Hellisgerði. Guðbergur Jóhannsson, málari, sagði svo frá: “Ég er að nokkru leyti upp vaxinn í Hafnarfirði. Þegar það atvik gerðist, er ég ætla nú að segja frá, átti ég heima í vesturbænum, þar sem nú heitir Kirkjuvegur, á þeim stað, sem hús Sigmundar heitins Jónssonar stóð. Þá er það eitt sinn, þegar ég er vel á legg kominn, að öldruð kona, er ég þekkti, fékk mig til að ganga með sér út í hraun. Ætlaði hún að leita að litunarmosa.
Álfar geta birst í ýmsum myndum - og ekki alltaf í litNú leggjum við af stað, gamla konan og ég, og göngum norður eftir hrauninu, þar til halla tók niður Víðistaðadalinn. Sunnan við hann eru háir klettar. Þegar þar er komið, segir gamla konan: “Hér skulum við setjast niður. Ég ætla að fá mér í nefið”. Eftir stutta stund segir gamal konan: “Langar þig ekki að sjá huldukonuna”. Ég svara eitthvað á þá leið, að það muni vera nógu gaman. Gamla konan segir mér þá að horfa undir handlegg sér á klett einn, sem var þar allnærri. Sé ég þá dyr á klettinum þeim megin, er að okkur vissi, og eftir litla stund opnast hurðin, og út gengur kona ein í svörtu pilsi og treyju, og var hvorttveggja snjáð; köflótta dúksvuntu hafði hún framan á sér.
Þegar hún er nýlega komin út úr klettinum, flettir hún upp svuntunni, tekur bæði hornin saman með vinstri hendi, eins og sveitakonur gerðu, þegar þær tíndu upp tað, og fer að tína mosa á dyrakampinum hjá bústað sínum og lét í svuntu sína. Ég horfði á þetta nokkra stund. Síðan gekk konan inn í klettinn aftur, dyrnar luktust aftur, og allt komst í það horf, sem áður var.”
Talið er að dýr skynji yfirskilningslega verur betur en mennirnir og það þrátt fyrir að þau sjái umhverfi sitt einungis í svart/hvítu.
Ef þú, lesandi góður, lumar á álfa- eða huldufólkssögu úr Hafnarfirði, eða annars staðar á Reykjanesskaganum, væri gaman að fá hana inn á ferlir@ferlir.is.

Heimild m.a.:
-Guðni Jónsson. 1957. Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík. Bls. 54-55.Hamarinn

Hamarinn

Á vef Umhverfisstofnunar má lesa eftirfarandi um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði:

Hamarinn

Hamarinn – fyrrum námusvæði.

“Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk. Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.”

Í auglýsingu um friðlýsingu Hamarsins í Hafnarfirði frá árinu 1984 segir:

Hamarinn

Hamarinn – “Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil”.

“Samkvæmt heimild í 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971 hefur [Umhverfisstofnun] að tillögu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkt fyrir sitt leyti að friðlýsa Hamarinn í Hafnarfirði sem náttúruvætti.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru sem hér greinir:
Mörkin fylgja hnitapunktum í hnitakerfi Reykjavíkur frá árinu 1951 og eru beinar línur milli eftirtalinna punkta:

Hamarinn

Hamarinn – útsýni yfir Austurgötu.

Frá punkti merktum nr. 1 á uppdrætti norðvestur hússins nr. 22A við Öldugötu (x=22922.71, y=9011.07) liggja mörkin til suðvesturs að punkti nr. 2 (x=22949.18, y=8969.19). Þaðan liggja þau til vesturs að punkti nr. 3 norðan Flensborgarskóla (x=23102,05, y=8984.12), og áfram til vestur að punkti nr. 4 norðan Flensborgarskóla (x=23122.15, y=8990.52). Þar beygja mörkin til norðurs að punkti nr. 5 sunnan hússins nr. 8 við Lækjargötu (x=23093.32, y=9102.42), og síðan til norðausturs að punkti nr. 6 sunnan hússins nr. 18 við Lækjargötu (x=22998.06, y=9125.53). Þaðan til suðausturs að punkti nr. 1.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

Eftirfarandi reglur gilda um svæðið:
1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil, nema til komi sérstakt leyfi [Umhverfisstofnunar]. Þó er bæjarstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við [Náttúruvernd ríkisins], að láta planta trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu.
2. Svæðið er einungis opið gangandi fólki og skal það gæta góðrar umgengni.
3. Náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar hefur eftirlit með framkvæmd friðlýsingar í umboði [Umhverfisstofnunar] og bæjarstjórnar.

Hamarinn

Hamarinn – náttúruvætti; kort.

Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, sem tekur gildi við birtingu þessar auglýsingar í Stjórnartíðindum.”

Menntamálaráðuneytið, 10. apríl 1984 – Ragnhildur Helgadóttir.

Heimild:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/hamarinn-hafnarfirdi/
-Stj.tíð B, nr. 188/1984. Sérpr. nr. 454.

Hamarinn

Hamarinn – Flensborgarskóli.

Hamarinn

FERLIR fékk eftirfarandi frásögn senda:
“Sæll,
Hamarinn-221ég mátti til með að deila með ykkur reynslu minni af huldufólki eftir að hafa kíkt á síðuna ykkar. Er ég var c.a. 10 ára gamall bjó ég  í Fögrukinn 2 [í Hafnarfirði], rétt fyrir neðan Hamarinn. Ég gleymi aldrei morgninum þegar ég sá, að ég held búálf, í stofunni heima. Stóð ég stjarfur við dyrnar á herberginu minu í nokkrar klukkustundir og fylgdist með álfinum. Ég vakti bróður minn sem var í herberginu með mér, en hann sá hann ekki. Hann virtist ekki vita af mér.
Ég man nákvæmlega hvernig hann leit út; var mjög vel til fara í grænum jakkafötum, stuttar skálmar, tréklossum, svart yfirvaraskegg og hár, með grænan oddmjóan hatt, c.a. 1,2 til 1,5 m á hæð.
Gaman væri að heyra fleiri sambærilegar sögur – ef til eru.
Kv.Páll.”

Hamarinn

Hamarinn í Hafnarfirði.

 

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar 2020

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er nýr ratleikur sem fór af stað í miðjum kórónafaraldri árið 2020 og er ætlaður til að hvetja fólk til að njóta útivistar um leið og það lærir um fróðlega staði í útjaðri bæjarins og í bænum sjálfum. Leikurinn er samvinnuverkefni Fjarðarfrétta og Hafnarfjarðarbæjar. Guðni Gíslason lagði leikinn.
Litli Ratleikur er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar, engin ratleiksmerki eru á staðnum eða ratleikskort. Hann er einungis á vefnum og hægt er að stunda hann hvenær sem er.
Í Litla Ratleik 2020 eru 15 áhugaverðir staðir. Að þessu sinni:

1 – Útihús við Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn – útihús.

S-A Ástjarnar, neðan við klapparhól sem vel sést frá göngustígnum eru rústir útihúss. Svona rústir og ummerki mannvistar er víða að finna í landi Hafnarfjarðar en opinber skráning þeirra er af skornum skammti og nær engar þeirra merktar. Flestar rústir sem enn er að finna eru ummerki um búskaparhætti fyrri alda. Líklegt er að þetta séu rústir útihúss sem tilheyrði bænum Ási sem stóð þarna skammt frá og var rifinn síðla á síðustu öld.

Greinilega má sjá hleðslurnar skammt frá göngustígnum. Hleðslurnar eru neðan við stóran klett við stíginn.

Ástjörn

Útihús við Ástjörn.

Markmiðið er að ganga í kringum Ástjörnina sem er rúmlega 3 km hringur frá bílastæðunum. Til viðbótar má ganga upp að útsýnisskífunni á Ásfjalli að norðanverðu, og ganga eftir öxlinni og koma niður á Skarð, þar sem finna má grjóthlaðinn stekk, og á göngustíginn í kringum Ástjörnina. Allt eru þetta ágætir stígar, misgóðir þó.

Ástjörn

Ástjörn.

Friðlandið við Ástjörn er 28,5 ha að stærð og var friðlýst 1978. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí utan merktra stíga. Bærinn Ás stóð í brekku vestan undir Ásfjalli. Norður frá Ástjörn var býli, sem hét Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má þar enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.

Ástjörnin er vogskorin uppistöðutjörn sem myndast hefur í kvos vestan undir Ásfjalli þegar Hellnahraun rann fyrir um 2000 árum og stíflaði afrennsli hennar til sjávar. Í tjörnina renna nokkrir smálækir og er yfirborðsrennslið breytilegt sem hefur þó lítil áhrif á vatnsborðið.

Lífríki tjarnarinnar er fjölbreytilegt og hér er kjörlendi margra fuglategunda því fæðuframboð í tjörninni er mikið. Sést hafa 44 tegundir fugla við tjörnina.

Tjörnin og nánasta umhverfi nýtur friðlýsingar vegna fjölskrúðugs fuglalífs og lífríkis. Þar sem Ásbærinn gamli stóð áður er nú trjáreitur frá því þar var skógræktarstöð og liggur göngustígurinn umhverfis vatnið þar í gegn.

Skammt vestan bæjarstæðisins milli Ásfjallsaxlar og Grísaness er Hádegiskarðið sem ferðalangar gengu um fyrrum er þeir fóru Stórhöfðastíg og Hrauntungustíg til Krýsuvíkur eða Grindavíkur.

Fólkvangurinn Ásfjall og umhverfi Ástjarnar var opnaður 10. maí 1997.

2 – Útsýnisskífa á Ásfjalli

Ásfjall

Ásfjall – útsýnisskífa.

Lengi var talið að Ásfjall væri lægsta fjall á Íslandi. Reyndar er lægra fjall á Austurlandi svo Ásfjall er þá a.m.k. næst lægsta fjall Íslands.

Á Ásfjalli er gott útsýni yfir fallegan fjörðinn og nágrenni og það nýttu sér hermenn á stríðsárunum. Enn má sjá merki eftir byrgi þeirra á fjallinu.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar reisti árið 1987 útsýnisskífu á fjallinu, rétt við vörðuna sem þar er. Með útsýnisskífunni má þekkja fjöll og staði sem fyrir augum ber.

Markmiðið er að ganga upp á Ásfjallið til að upplifa fallegt útsýnið yfir Hafnarfjörð. Frá útsýnisskífunni má ganga eftir öxlinni til suðurs og koma niður á Skarð og á göngustíginn í kringum Ástjörnina. Slóðinn á fjallinu er greinilegur en grófur.

Friðlandið við Ástjörn er 28,5 ha að stærð og var friðlýst 1978. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí utan merktra stíga. Bærinn Ás stóð í brekku vestan undir Ásfjalli. Norður frá Ástjörn var býli, sem hét Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.

Ásfjall

Ásfjallavarða árið 2007.

Varðan á Ásfjalli var eyðilögð snemma á öldinni en var reist aftur með leiðsögn frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Mörgum þykir hún þá allt of flöt og ekki lík þeirri sem menn muna eftir fyrrum.

Ásfjallavarða

Ásfjallavarða árið 2020 og ummerkin umleikis.

Útsýnisskífan á Ásfjalli átti sér langa sögu eins og segir í 50 ára afmælisriti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Þegar hún var komin á sinn stað voru fimmtán ár liðin frá því að fyrst var rætt um það í klúbbnum að hann ætti að beita sér fyrir því að koma upp útsýnisskífu á Ásfjalli. Málinu var hreyft öðru hvoru en úr framkvæmdum varð ekki fyrr en árið 1987 að forseti klúbbsins, Steingrímur Atlason, fékk nokkra vaska drengi í lið með sér og verkið var unnið.

Þessir félagar voru auk forsetans: Jón Bergsson, Sigurbjörn Kristinsson, Gísli Guðmundsson, Hjalti Jóhannsson, Einar Ágústsson og Gunnar Hjaltason. Lögðu þeir allir fram góð ráð, mikla vinnu og fagþekkingu án þess að ætlast til launa.

Loks stóðu 14 manns á Ásfjalli við vígslu skífunnar 26. júní 1987 og veðurguðir sáu um hressilega vatnsskírn því að regn bókstaflega hvolfdist úr loftinu.

Vígsluskálina hafði forseti í fórum sínum og þótti mönnum ekki vanþörf á. Þegar menn bergðu á veigunum reyndust þær vera íslensk mysa. Sló þá þögn á mannskapinn!

3 – Ósinn

Ósinn

Bekkur við Ósinn.

Ósinn er heiti á mannvirki sem tengist fráveitu Hafnarfjarðar. Í gegnum þetta mannvirki er skolpi dælt frá stórum hluta bæjarins út í pípu sem liggur undir Hvaleyrina og út í hreinsi- og dælustöð í Hraunavík en þaðan er öllu skolpi dælt langt á haf út eftir að það hefur verið grófhreinsað. Skolpdælistöðvar bæjarins hafa gjörbreytt áhrifum skolpsins við strendurnar frá því sem áður var.

Horft að miðlunartankinum sem hægt er að fara upp á.

Gott að leggja
Leggja má við enda Óseyrarbrautar þar sem hún sveigir til hægri við tanka Atlantsolíu.

Markmið
Markmiðið er að ganga stíginn við Hvaleyrarlónið, upplifa fegurð þess og láta sig dreyma um að sjá alla þá byggð sem var á Hvaleyrinni. Við enda stígsins er Ósinn og upp á mannvirkið eru tröppur sem leiðir gesti að útsýnisstað með bekkjum.

Bekkir leynast uppi á miðlunartankinum.

Fróðleikur
Lang stærstur hluti hafnarsvæðisins er á uppfyllingu og er svæðið sem Ósinn er á það nýjasta og stærsta.

Í 2. kafla Landnámu segir að þar hafi Flóki Vilgerðarson og Herjólfur, bóndi er honum fylgdi, komið að landi fyrir árið 870 og dvalið um stund. „Flókaklöppin“ efst á Hvaleyrarholti er með ýmsum áletrunum, sem sumir telja vera eftir áhöfnina.

4 – Minnisvarði um Hrafna-Flóka
Í Landnámu segir frá því er Hrafna Flóki, Flóki Vilgerðarson, kom til Hafnarfjarðar þar sem hann fann félaga sinn Herjólf, sem hafði orðið viðskila við hann á eftirbát í mynni Faxaflóa. Fann Flóki þar og rekinn hval við eyri og nefndi Hvaleyri.

Var Hrafna-Flóka reistur minnisvarði í vörðuformi hæst uppi á Hvaleyri og var hann vígður í lok Víkingahátíðar 13. júlí 1997. Varðan er úr norsku grjóti og er gjöf frá Norðmönnum til minnis um atburðinn.

Markmiðið er að ganga stíginn við Hvaleyrarlónið, upplifa fegurð þess og láta sig dreyma um að sjá alla þá byggð sem var á Hvaleyrinni. Einnig að kynnast sögunni um Hrafna-Flóka og jafnvel um þá fornu byggð sem var á Hvaleyrinni, Hvaleyri, Sveinskot, Hjörtskot, Hvaleyrarkot, Vesturkot og Halldórskot.

Hrafna-Flóki

Minnisvarða um Hrafna-Flóka á Hvaleyrarholti.

Í Landnámu segir frá því að Flóki hafi upphaflega haldið af stað frá Noregi vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af. Hann ætlaði að setjast þar að og þess vegna voru með í för fjölskylda hans og frændlið, auk búfénaðar. Af förunautum Flóka eru nefndir þeir Herjólfur, Þórólfur og Faxi. Flóki hafði með sér þrjá hrafna sem hann hafði blótað í Noregi og lét þá vísa sér leið til Íslands. Hann sleppti fyrst einum og flaug sá aftur um stafn í átt til Færeyja, sá næsti flaug í loft upp og aftur til skips en sá þriðji flaug fram um stafn í þá átt sem Flóki og félagar fundu landið. Þeir komu að Horni eystra, síðan sigldu þeir suður og vestur fyrir land og námu land í Vatnsfirði á Barðaströnd. Vatnsfjörður mun hafa verið fullur af fiski og nýbúarnir stunduðu veiðar svo stíft að ekkert varð úr heyskap og öðrum nauðsynlegum undirbúningi fyrir íslenskan vetur. Þess vegna drapst allt kvikféð um veturinn. Vorið var heldur kalt og þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá fyrir norðan fjöllin fjörð, líklega Arnarfjörð, fullan af hafís. Því kölluðu þeir landið Ísland sem það hefur síðan heitið.

Flóki og fylgdarlið hans ákváðu að fara burt og héldu úr Vatnsfirði þegar langt var liðið á sumar. Þeir náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes og urðu Flóki og Herjólfur viðskila í mynni Faxaflóa.

Flókaklöpp

Flókaklöpp á Hvaleyri..

Ýmsar minjar er að finna á Hvaleyrinni. Herjólfur kom að landi í Herjólfshöfn en Flóki hafði vetursetu í Borgarfirði. Næsta sumar kom Flóki í Hafnarfjörð og þar fundust þeir Herjólfur.

Menn hafa leitt að því getum að Herjólfshöfn sé Hvaleyrartjörn en hún var höfnin í Hafnarfirði sem fjörðurinn dregur nafn sitt af.

Í Landnámu segir enn fremur: Flóki Vilgerðarson hét víkingur mikill; hann bjóst af Rógalandi að leita Snjólands; þeir lágu í Smjörsundi. Hann fékk að blóti miklu og blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því að þá höfðu hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í Norðurlöndum. Þeir hlóðu þar varða, er blótið hafði verið og kölluðu Flókavarða; það er þar er mætist Hörðaland og Rogaland.

Samskonar varða er í Sveio sem liggur á mótum Hörðalands og Rogaland á vesturströnd Noregs. Varðan sem talin er að hafa verið upprunalega Flókavarðan, var rifin af ókunnum ástæðum á 19. öld. Ný varða var reist þar sem hin stóð og samskonar varða á Hvaleyri sem fyrr er nefnd.

5 – Útsýnisskífan á Hamrinum

Hamarinn

Litlu Ratleiksfrumkvöðlar við útsýnisskífuna á Hamrinum.

Hamarinn, öðru nafni Hamarskotshamar, er eitt af staðareinkennum Hafnarfjarðar. Hann hefur fengið nafnið Austurhamar þar sem hann er hæstur og Vesturhamar, þar sem hann gekk í sjó fram.

Áður fyrr var þessi mikli klettur sem stendur fyrir miðjum fjarðarbotninum nefndur Hamarskotshamar eftir koti sem stóð þar sem Flensborgarskólinn er nú.

Sprengt var úr Vesturhamrinum 1941-1948 og var efnið úr honum notað við gerð Norðurgarðsins í Hafnarfjarðarhöfn. Eru enn ljót ummerki eftir þetta og sést vel frá Flensborgarskóla.

Á austurhamrinum er útsýnisskífa og í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn umhverfis Faxaflóa. Ath. að hádegi á skífunni er sýnt þegar sól er í hásuðri en þar sem við erum bæði um hálfum tíma vestan við tímabeltið auk þess að vera með sumartíma allt árið, er hádegi sýnt um einum og hálfum tíma of snemma á skífunni.

Hamarinn á sér bróður; Setbergshamar (Þórsbergshamar). Á þeim báðum eru jökulminjar, einkum þó á hinum fyrrnefnda. Af Hamrinum er hið ákjósanlegasta útsýni yfir miðhluta bæjarins sem og Hamarskotslækinn.

Hamarinn

Hamarinn.

Ofan Hamarsins eru Öldurnar og niður af Austurhamri er Brekkan með Brekkugötu og Suðurgötu. Svæðið neðan Vesturhamars kallaðist fyrrum einu nafni Undirhamar.

Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar og undirstaðan sem allt annað hvílir á er grágrýti, sem er einkennisbergtegundin í Hamrinum. Ætla má að bergið geti verið yngra en 800 þúsund ára. Grágrýtið myndaðist úr hrauni frá eldstöðvum sem voru virkar á hlýskeiði ísaldar og eru yfirleitt komin úr dyngjum. Ekki er vitað úr hvaða eldstöð grágrýtið í Hafnarfirði og umhverfi þess er komið.

Hamarinn er góður staður til að setjast niður og horfa yfir bæinn.

Í klöppunum ofan á Hamrinum sjást jökulrispur, menjar ísaldarjökulsins.

Finna má ummerki á Vesturhamrinum eftir veru hersins í Hafnarfirði í síðari heimsstyrjöldinni.

Í Hamrinum eru sagðar búa álfaverur af „konungakyni”. Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984.

Austurgatan en samt er aldrei talað um austur í Hafnarfirði!

Markmiðið er að ganga á Hamarinn og upplifa hann og útsýnið þaðan. Útsýnisskífan gefur möguleika á að þekkja fjöllin og umhverfið í kring.

6 – Arnarklettur

Arnarklettur

Arnarklettur.

Arnarklettar standa ásamt Krummakletti og Gnípu í grónu hrauni sem markast af Klettahrauni, Arnarhrauni, Sunnuvegi og neðra Álfaskeiði. Jafnframt eru gerði og aðrar mannvistarminjar í kringum klettana. Arnarklettarnir voru tveir; Arnarklettur syðri og Arnarklettur nyrðri. Hlaðin gerði og aðrar mannvistarminjar eru í kringum klettana. Á öðrum Arnarklettanna sem stendur á óbyggðu svæði á horni Arnarhrauns og Álfaskeiðs er merki með nafni klettsins.

Á svæðinu eru hverfisverndarákvæði: „Hverfisvernd tekur til þess að þessum hraunmyndunum og minjum verði ekki raskað“.

Á síðustu tugum nítjándu aldar voru í Gullbringusýslu nokkrir þekktir varpstaðir arnarins, enda bera örnefnin þess merki, s.s. Arnarklettar utanvert við Balatún, Arnarnýpa á Sveifluhálsi, Arnarfell í Krýsuvík og Arnarþúfa í Ögmundarhrauni, auk tveggja Arnarkletta sunnan Stórhöfða og Helgafell í Garðakirkjulandi.

Markmiðið er að upplifa friðuðu hraunin, göngustígana austan og vestan Arnarhrauns. Stígarnir eru ekki merktir sérstaklega en ganga má m.a. inn á þá út úr endum Mánastígs, Þrastahrauns og víðar.

7 – Vindspil

Vindspil

Listaverkið Vindspil.

Listaverkið Vindspil frá árinu 2000 eftir Einar Má Guðvarðarson stendur á malarkambi við bílastæði við enda Langeyrarmala. Verkið heitir ekki aðeins Vindspil heldur er það vindspil og í vindi hljóma úr því fagrir bjölluhljómar. Einar Már bjó og hafði vinnustofu sína í bænum Ljósaklifi en það er bærinn sem er næst Herjólfsgötu. Hann var fæddur í Hafnarfirði 9. febrúar 1954. Hann lést 25. júní 2003.

Í Skerseyrarhrauni, á svæði sem er norð-vestasti hluti Hafnarfjarðar, og markast af Herjólfsgötu, Garðavegi og landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Bala, eru fimm gömul bæjarstæði þar sem enn standa hús. Auk Ljósaklifs eru bæirnir Fagrihvammur (Litli bær), Brúsastaðir I og nýbýlið Brúsastaðir II og Sæból sem stendur nyrst. Á milli bæjanna liðast steinhlaðnar götur í hrauninu.

Stifnishólar

Stifnishólar við Brúsastaði.

Hraundranginn utan við bílastæðið nefnist Rauðsnef og hraundrangarnir framan við Brúsastaði nefnast Stifnishólar þar sem sagt er að draugur hafi verið kveðinn niður um aldamótin 1800. Þar sem Brúsastaðir standa stóð áður bærinn Litla-Langeyri.

Langeyri var ævaforn hjáleiga frá Görðum og stóð þar sem Herjólfsgata 30 var en stutt er síðan það hús var rifið og ný fjölbýlishús byggð á lóðinni.

Meðal örnefna við sjóinn eru Brúsastaðavör, Skerseyrarvör og Balavör sem segja okkur að útræði hafi verið þarna áður.

Vindurinn skellir skálunum saman og myndar fallega bjölluhljóma.

Ganga Strandstíginn og Langeyrarmalirnar út með ströndinni að Bala.

8 – Hlaðnar götur

Hlaðnar götur

Gömul hlaðin gata.

Lengst af voru í raun engir afmarkaðir vegir í Hafnarfirði, einungis götur og slóðar. Hús voru byggð þar sem hagkvæmt þótti í hrauninu og milli hraunklettanna mynduðust götur eða troðningar áður en eiginleg gatnagerð hófst. Víða má enn finna leyfar af fyrstu gatnagerðinni, þar sem götur voru einfaldlega hlaðnar upp af hraungrjóti og fylltar með grús og hraunbrotum.

Best er að finna dæmi um slíkar götur við Hjallabrautina, gegnt skátaheimilinu Hraunbyrgi, og að Klettagötu. Þar má sjá hversu hagalega menn hafa hlaðið mjóar götur til að aka fiski á vögnum á stakkstæðin.

Fyrsta eiginlega gatnagerðin var þegar vegur var lagður frá Sjónarhóli, yfir Flatahraun og inn í Engidal.

„Hafnarfjörður var löngum verzlunarstaður án þess að vera svo mikið sem þorp, og hingað lágu koppagötur úr ýmsum áttum yfir hraunin allt til ársins 1873. Að innan lágu Gömlufjarðargötur, troðningar frá túngarðshorni á Hraunsholti að Sjónarhóli, og þaðan niður um Háaklif hjá hliðinu á Hellisgerði. Þar stendur nú hálfbrotinn klettur, Svensensklettur. Kletturinn er kenndur við skipstjóra, Svensen, sem lengi sigldi upp Hafnarfjörð á vegum Knudtzons. Þangað gekk hann til þess að skyggnast til veðurs og gá til skipa. Þá var Kristinn Zimsen verzlunarstjóri hjá Knudtzon hér í Firðinum. Hann gekkst fyrir því, að vegur var lagður frá Sjónarhóli yfir Flatahraun inn í Engidal,” skrifaði Björn Guðmundsson sagnfræðingur 1962.

Markmiðið er að kynnast Hafnarfirði fyrri ára og láta sig dreyma um fólkið á ferðinni með fiskinn á vögnum efir hlöðnum götunum.

Allt umleikis eru grjóthlaðnir garðar og gerði er nýtt voru til heimilisbrúks fyrrum.

Víðistaðir

Víðistaðatún.

Tilvalið er að ganga til baka um Víðistaðatúnið þar sem bærinn Víðistaðir stóð og sláturhús sem margir muna eftir og stóð neðan við þar sem Víðistaðakirkja stendur núna.

Víðistaðatún er stórt opið svæði við Víðistaðakirkju og skátaheimili Hraunbúa. Þar er starfrækt tjaldsvæði frá miðjum maí fram í enda ágúst. Svæðið státar af fjölmörgum listaverkum sem tilvalið er að skoða og börn hafa gaman af að leika sér í. Einnig er þar aparóla, ærslabelgur og kastali sem staðsettur er í nálægð við grillhús. Hann hentar fyrir bæði leik- og grunnskólaaldur. Einnig er þar skógarlundur sem börn hafa gaman af að leika sér í sem og eini tennisvöllur Hafnfirðinga.

9 – Lækjarbotnar

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stífla.

Lækurinn sem rennur í jaðri Stekkjarhrauns og framhjá Setbergsskóla kemur úr Lækjarbotnum í norðurjaðri Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru steinhleðslur undan timburhúsi sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá svo trépípa niður til bæjarins og var í raun fyrsta alvöru vatnsveita bæjarins frá um 1909. Sjá má vanræktar leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið.

Stuttu ofar, í skógarjaðrinum má sjá hvar vatnið kemur undan hrauninu. Rennslið dugði þó ekki á sínum tíma til að anna vatnsþörf bæjarbúa og það varð til þess að árið 1916 fengu þeir Jóhannes Reykdal og Jón Ísleifsson verkfræðingur brjálæðislega hugmynd. Þar sem nægt vatn var í Kaldárbotnum, uppruna Kaldárinnar, var það áhugavert að koma því vatni til bæjarins. En það var löng leið og ekki á færi manna þá að leggja rör eða stokk alla þá leið auk þess sem það var yfir gjá og misgengi að fara. En hvað gera menn þá? Jú, hlaða úr grjóti og smíða tréstokk sem hleypti vatninu um 1,6 km leið yfir hraun og djúpa Lambagjána. Var vatninu sleppt inn á vatnasvæði Lækjarbotna og það var mikil spenna í bænum þegar beðið var eftir því hvort vatnið yfirleitt kæmi fram neðar í hrauninu. Voru margir efins um þessa aðferð, en vatnið kom í ljós um síðir og dugði vatnsveitan úr Kaldárbotnum allt til 1951 þegar ný vatnsleiðsla var lögð úr Kaldárbotnum í Hafnarfjörð.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.

Hluta af vatnsleiðslunni má enn sjá en mest af henni hefur nú verið eyðilögð.

Því miður grotna minjar um þessa vatnsveitu niður og lítið er gert til að varðveita þessa sögu úti í náttúrunni t.d. með endurgerð hluta stokksins og uppsetningu á fleiri fræðsluskiltum.

Austan við lækinn má finna götu sem liggur alla leið í Selvog en það er hin margkunna Selvogsgata.

Látið ekki hjá liggja að ganga inn í Gráhelluhraunið, þar er góður göngustígur og margt að sjá, ekki síst ef vikið er svolítið frá stígnum.

10 – Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Á odda sunnan við Hvaleyrarvatn, þar sem stígurinn skiptist í tvennt, eru tóftir Hvaleyrarsels. Má þar sjá þrjár tóftir og er ein þeirra stærst, eldhús vestast, búr og baðstofa austast. Stekkurinn er skammt vestan við eldhúsið.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Þarna átti að hafa gerst hryllilegur atburður um 1880 er smali fann seljastúlku rifna á hol niður við vatnið. Var talið að nykurinn í vatninu hafi leikið stúlkuna svo illa. Um nykur þennan sagði sagan að hann væri annað hvert ár í Hvaleyrarvatni, en hitt árið í Urriðakotsvatni. Sást til hans oftar en einu sinni.

Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn og um hríð í Kaldárseli.

Önnur selstaða er við Hvaleyrarvatn; Ássel. Það er skammt austan við Hvaleyrarsel, en landamerki Hvaleyrar og Áss lágu um vatnið. Jófríðarstaðir hafði um tíma selstöðu þar sem nú er Húshöfði. Þar við má sjá leifar beitarhúss og stekk selsins skammt norðar.

Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og um skemmtilega stíga í skóginum. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá og upplifa raunverulega skógarstemmingu.

11 – Riddaralundur

Riddaralundur

Riddaralundur – setstaður gamalla Hafnarfjarðarskáta.

Frá upphafi skátastarfs á Íslandi var gjarnan farið í skátaútilegur í uppland Hafnarfjarðar og var Kaldársel mjög vinsælt og Helgadalur fyrir 1960. En síðar varð Hvaleyrarvatn áhugavert en þess ber að geta að um 1960 sást þar í umhverfinu varla nokkurt tré. St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968.

Um svipað leyti kom skátasveitin Riddarar í Skátafélaginu Hraunbúum sér upp varðeldalaut sunnan við vatnið, á milli Ássels og Hvaleyrarsels. Settu þeir upp bekki í hring úr rafmagnsstaurum og útbjuggu eldstæði í miðjunni en sveitarforingjar þá voru þeir Ólafur Sigurðsson (Óli Sill) og Hermann Sigurðsson. Þarna var þetta undir brekku er hvergi neitt tré var að sjá en fallegur staður og skjólgóður til að sitja í kvöldsólinni.

Á Selfjalli ofan seljanna eru leifar stekks og fjárborgar. Sunnan þess, í norðanverðum Seldal, eru leifar sels.

Riddaralundur

Eldri skátar rifja upp gamla tíma í Riddaralautinni.

Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og stíga í skóginum tekur u.þ.b. 20-30 mínútur. Stígar í skóginum eru fjölmargir og mislangir en vel þess virði að ganga um þá og upplifa skógarstemmingu á hinum ólíku árstíðum.

12 – Ássel

Ássel

Ássel.

Flestir ganga greiðfæra stíginn í kringum Hvaleyrarvatn án þess að átta sig á því að þarna leynast minjar mannvistar frá fyrri öldum.

Sunnan við Hvaleyrarvatn, skammt frá skátaskálanum Skátalundi, undir Selhöfða, eru tóftir tveggja selja, Ássels og Hvaleyrarsels.

Niður undir landi skátanna, á grónum hól eru tóftir sels sem talið er að hafa verið frá bænum Ási sem stóð við Ástjörnina, undir Ásfjallinu. Þetta er sel frá því um 1900 er Jófríðarstaðir og Ás skiptu með sér aðstöðunni við norðaustanvert vatnið

Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi ofanvert á 18. öld eða jafnvel fyrr. Í seljabúskap voru mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, reknar í sel snemma sumars og hafðar á beit þar yfir sumarmánuðina, frá 6. til 16. viku sumars. Samkvæmt ritheimildum var dæmigert að sel skiptust í þrjá hluta: íveruhús, búr og eldhús. Utandyra voru yfirleitt stekkir eða kvíar skammt frá, afgirt svæði þar sem hægt var að mjólka skepnurnar.

Selstöðurnar voru jafnan við vötn, ár, læki eða náttúrleg vatnsstæði.

Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og stíga í skóginum. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá og upplifa skógarstemminguna.

13 – Beitarhús

Beitarhús

Beitarhús í Húshöfða.

Aðsetur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er á Húshöfða og skógurinn sem þar hefur verið myndaður nú kallaður Höfðaskógur.

Næst Kaldárselsvegi er þjónustubygging en suðvestar á svæðinu, á Beitarhúsahálsi, er skáli félagsins, skammt frá trjásýnilundi sem vígður var á 50 ára afmæli félagsins.

Sunnan skálans er nokkuð stór tóft (tótt) í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðarstöðum en Jófríðarstaðasel varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Sjá má tóftir selsins skammt norðan við beitarhúsið.

Er talið að selið hafi síðast verið notað árið 1922 frá Ási.

Skammt fá tóftinni er útikennslustofa félagsins. Þetta er einfalt skýli með bekkjum inn á milli trjánna. Kennslustofan var útbúin að tilstuðlan hjónanna Harðar Zóphaníassonar og Ásthildar Ólafsdóttur sem gáfu félaginu peningagjöf á 60 ára afmæli þess í því skyni að efla áhuga skólabarna á skógrækt.

Allt umleikis eru fræðslustígar um hin ólíklegustu trjádæmi og plöntur.

Fleiri tóftir, m.a. af seli frá Jófríðarstöðum, eru á svæðinu, en þessi er þeirra stærst.

Ganga um skógarstíga og umhverfi Hvaleyrarvatns. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá, skoða trjásýnisafnið, rósagarðinn og bara upplifa alvöru skógarstemmingu.

14 – Fuglstapaþúfa

Fuglastapaþúfa

Fuglastapaþúfa.

Fuglstapaþúfa er við Þúfubarð á Hvaleyrarholti en gatan er kennd við þúfuna.

Svæðið, sem hún er á, hefur verið látið óhreyft er segir nokkuð til um vægi þess í hugum fólks þegar hverfið var að byggjast upp. Ábúendur í nágrenninu fylgdust með því er farfuglarnir komu í holtið á vorin eða hópuðust saman við þúfuna á haustin á leið þeirra til baka.

Í deiliskipulagi er hverfisvernd skilgreind á svæði milli Kelduhvamms og Þúfubarðs, Fuglstapaþúfu sem skal vera opið og óraskað svæði. Þúfurnar voru á jökulsorfnum klöppum, syðri þúfa við Þúfubarð og nyrðri þúfan við olíutanka norðan Melabrautar.

„Innan hverfisverndar má hvorki raska landslagi né gróðri og eru allar framkvæmdir háðar framkvæmdaleyfi“.

Fuglstapaþúfa er landamerki milli Hvaleyrar og Ófriðarstaðalanda.

Þann 22. nóv. 1907 var ákveðið í 1. grein laga um bæjarstjórn Hafnarfjarðar að takmörk kaupstaðarins yrðu sem hér segir:

„Úr sjó Arnarklettar utanvert við Balatún [varða], sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur [varða]. Eftir þeim vegi í Engidal [varða]. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur móts við austurhorn Hraunsholtstúns. Þaðan bein stefna yfir neðanverðan Kaplakrika í vörðu á háholtinu fyrir ofan Jófríðarstaði, þaðan yfir í Fuglastapaþúfu efri beina leið í sjó fram. Kaupstaðurinn skal skyldur til að setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og viðhalda þeim.“

Víða um bæinn eru óröskuð svæði eða svæði sem eiga sér sögu sem vert er að minnast og er Fuglstapaþúfa og ÓlaRunstúnið gott dæmi um slík svæði. Auða lóðin þar sem Fuglstapaþúfan er, var á sjöunda áratugnum vinsælt leiksvæði barna í hverfinu og þarna voru byggðir kofar og var þarna mikið líf. ÓlaRunstúnið var einnig gríðarlega vinsælt meðal barna í svæðinu sem léku þar fótbolta á sumrin og renndu sér á sleðum og skíðum á vetrum. Var vera barna á túninu ekki alltaf vinsæl því Ólafur Runólfsson heyjaði túnið og það jók ekki á sprettuna að strákar væru þar að hamast í fótbolta.

15 – Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir.

Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær og var þá konungsjörð. Er talið að nafnið Ófriðarstaðir hafi komið til eftir bardaga milli enskra kaupmanna og Hansakaupmanna um yfirráð mikilvægrar verslunar í Hafnarfirði.

Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Á árunum 1921 og 1922 keypti Kaþólska trúboðið á Íslandi jörðina Jófríðarstaði. Jófríðarstaðir voru ein af þeim fjórum bújörðum sem Hafnarfjarðarkaupstaður stóð á. Örnefnaskráning Hafnarfjarðar fyrrum var grundvölluð á jörðinni. Hinar voru Akurgerði, Hamarskot og Hvaleyri.

St. Jósefsskirkja, sem vígð var 3. júlí 1993, stendur rétt við efsta hluta Jófríðarstaða en töluvert graslendi er í kringum kirkjuna. Hugmyndir voru uppi fyrir all nokkrum árum að byggja á túninu en mikil andmæli íbúa urðu til þess að svo varð ekki – að sinni. Víðsýnt er frá Jófríðarstaðaholtinu.

Markmiðið er að njóta fallegra staða, útsýnisins yfir Hafnarfjörðin fyrrum, kynnast sögunni og hreyfa sig svolítið í leiðinni. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á góða heilsu bæjarbúa og gesta þeirra.

Heimild:
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar/litli-ratleikur-2020/

Skólpstöðin

Óseyri – Skólpstöðin.