Entries by Ómar

Krýsuvík – ævintýri

Í Fjarðarpóstinum 24. ágúst 2022, bls. 10, er fjallað um „Ævintýrið í Krýsuvík„: „Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun […]

Þorbjarnarstaðaborg – Almenningur – Brunntorfur – trjálundur

Gengið var að Þorbjarnarstaðaborginni í Kapelluhrauni, austast í Almenningum. Þegar komið var að borginni léku sólstafir um hana þannig að hún líktist fremur musteri en fjárborg. Börn hjónanna Þorkels Árnasonar og Ingveldar Jónsdóttur á Þorbjarnarstöðum í Hraunum hlóðu borgina skömmu fyrir aldarmótin 1900. Í útliti minnir borgin á merki Skjás eins því í miðjum hringnum […]

Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysustrandarhreppi

Sesselja G. Guðmundsdóttir hefur endurútgefið bók sína „Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysustrandar-hreppi“ frá árinu 1995. Bókin var löngu uppseld, enda einungis gefin út í 500 eintökum. Það var Lionsklúbburinn Keilir, sem stuðlai að hinu merka framtaki – líkt og nú. „Gamla“ bókin var 152 bls. með fallegum ljósmyndum og upplýsandi örnefnakortum af Vogaheiði og Strandaheiði. […]

Hvalsnesvegur – vetrarleiðin

Gamla þjóðleiðin yfir Miðnesheiði milli Hvalsness og Njarðvíkur hefur verið nefnd Hvalsnesvegur. Melabergsvegur (-gata) hefur hún einnig verið nefnd því hún liggur niður með Melabergi að vestanverðu. Þaðan liðast hún um sléttlendi að Hvelsnesi, nú að mestu gróið. Í örnefnalýsingum er Hvalsnesvegar (Melabergsvegar) ekki getið. Annað hvort hefur hann þótt of auðsjánlegar til þess að […]

Stafnes – með Jóni Ben I

Gengið var um hluta af Stafneslandi með Jóni Ben Guðjónssyni, sem þar þekkir hvern krók og kima sem og sérhverja vörðu. Stafnes (Starnes, Sternes, Stapnes, Stafsnes) er lítið nes á Reykjanesskaga, nánar tiltekið vestast á Miðnesi, nálægt Hvalsnesi. Þar er samnefnd jörð sem tilheyrði Rosmhvalaneshreppi en í dag Sandgerði. Upphaflega hefur nesið heitið Starnes (líklega […]

Básendar II

Í lok ágúst 2009 var gengið um Básenda með Jóni Ben Guðjónssyni frá Stafnesi. Jón er borinn og barnfæddur Stafnesingur og þekkir hvern hól á svæðinu. Gísli Brynjólfsson ritað um „Básendaför“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978. Þar kemur ýmislegt fram um staðháttu á Básendum: „Hér skal litið um öxl – a.m.k. tvær aldir aftur í […]

Jón Forseti – minnisvarði

Minnivarði um strand togarans Jóns forseta var í gær afhjúpaður á Stafnesi. Jón forseti RE 108 markaði tímamót í íslenskri útgerðarsögu en hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom til landins þann 23. janúar 1907. Að morgni 28. febrúar 1928 strandaði Jón forseti við Stafnes.  Á þeim tíma voru engin tæki […]

Krýsuvík – Ólafur Þorvaldsson (örnefni og kort)

Ólafur Þorvaldsson var vel kunnugur örnefnum í Krýsuvík. Sumarið 1968 aðstoðaði hann við að staðsetja og merkja örnefni svæðisins inn á meðfylgjandi kort. Meðfylgjandi fylgdi eftirfarandi texti: „Skrá þessi um örnefni í Krýsuvík á við kort 1:50.000, Blað 1512 I og 1612 IV, þar sem númerin eru færð inn. Skrásetning á kortin er gerð með […]

Hvalsnesgata – Rauðhöfðaganga

Gengið var frá Hvalsnesi eftir svonefndri Hvalsnesgötu(Melabergsleið) um Melabergsvötn og Miðnesheiðina yfir að Stakksnípu norðan Helguvíkur. Tilefnið var að feta í fótspor Rauðhöfða sem lið í Ljósahátíð Reykjanesbæjar, þeim er segir frá í samnefndri þjóðsögu. Sagt er að eftir atburði þeim, sem þar er tilgreindur, heiti nú staðir við Faxaflóa, s.s. Stakkur, Stakksfjörður, Hvalfjörður, Glymur, […]

Lækurinn – aligæsir

Vegfarendur um Lækinn í Hafnarfirði hafa á síðustu árum séð hvítar gæsir auk hinna hefðbundnu og í sumar hefur hvítflekkóttri gæs borið þar fyrir. Um tilvist aligæsanna hvítu vita fáir. Sá sem sleppti þeim á Lækinn fyrir nokkrum árum var Ingi Gunnlaugsson, Hafnfirðingur og tannlæknir. Hann hafði fengið aligæsaunga hjá Hermanni í Stakkavík (Grindavík) fyrir […]